Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 Minning: Björg Jónasdótt- ir tannsmiður Fædd 8. desember 1901 Dáin 26. júlí 1988 Frænka mín, Björg Jónasdóttir, lézt á Sólvangi, Hafnarfirði, þriðju- daginn 26. júlí síðastliðinn. Við viss- um að hveiju stefndi. Hún var búin að liggja á St. Jósefsspítala í Hafh- arfirði og síðan á Sólvangi um eins árs skeið. Hún var ekki mjög þjáð, en sífellt dró af henni þann tíma, uns yfir lauk með hægu andláti. Björg var að öðru leyti heilsugóð kona og þakkaði hún þessa góðu heilsu reglusöm og heilbrigðu lífemi. Hún var mikil útivistarkona, sérstaklega á yngri árum. Þá stund- aði hún skíðaíþróttina af kappi en einnig göngur og annað sem að útivist laut. Ég man ekki eftir að henni yrði misdægurt frá því ég kynntist henni fyrst, þegar hún fluttist til Hafnarfjarðar í byijun seinni heimsstyijaldar. Þar bjó hún alla tíð síðan. Björg var ein af mínum góðu frænkum, sem ég var svo lánsamur að eignast. Hún var sú síðasta af , sinni kynslóð, sem nú kveður. Ég á margar og góðar minningar um frænku mína, örlæti hennar og góðvild alla tíð. Nú þakka ég fyrir þær, þegar leiðir skiljast. XJöfóar til ll fólks í öllum starfsgreinum! fttdtgaiiifrlaftift Björg var næstyngst sjö systk- ina, sem fæddust og ólust upp að Bakka í Hnífsdal. Foreldrar hennar voru þau Guðný Jónsdóttir, ættuð frá Dýrafirði, dóttir hjónanna Helgu Bjamadóttur frá Felli og Jóns Bjamasonar frá Rana í Núpsþorpi, og Jónas Þorvarðarson, sem ættað- ur var frá Hnífsdal og Þorvarðar Sigurðssonar frá Tungu við ísa- fjörð. Bakki í Hnífsdal var á tíma Guðnýjar og Jónasar annálað myndarheimili. Margir eru þeir, sem enn minnast þess með hlýhug og virðingu. Systkini Bjargar voru: Elísabet, sem giftist Aðalsteini Pálssyni skipstjóra, Helga, sem giftist Bjama Snæbjömssyni lækni í Hafnarfirði, Kristjana, sem lézt ung í foreldrahúsum, Jónas, sem dó á bezta aldri 1936, Bjami Öss- ur, verzlunarmaður, kvæntur Svöfu Haraldsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og Guðný, sem giftist Elíasi Ingi- marssyni fískmatsmanni og útgerð- armanni. Öll eru systkinin frá Bakka nú látin, nema Helga, sem enn lifír. Bakkasystkinin fengu öll góða menntun. Björg fór í Kvennaskól- ann í Reykjavík eftir að bamaskóla- námi lauk og tók þaðan lokapróf, en síðan vann hún um skeið hjá Jóni Benediktssyni, tannlækni. Eft- ir það fór hún til Kaupmannahafnar og nam þar tannsmíði. Að námi ioknu kom hún heim og vann næstu árin hjá ýmsum tannlæknum, þar á meðal Jóni Benediktssyni. Þetta var árið 1929, en í upphafí seinni heimsstyijaldarinnar fékk hún svo leyfí til að reka tannsmíðastofu upp á eigin spýtur í Hafnarfirði. Hana rak hún til ársins 1980 með miklum dugnaði. Ég veit, að hún var geysi- vinsæl og mjög góður tannsmiður. Björg giftist ekki og var bam- laus. Við systkinabömin fengum þeim mun meira að njóta góðvildar hennar og örlætis. Hún þreyttist ekki á að rétta þeim í flölskyld- unni, sem aðstoðar þurftu við, hjálp- arhönd. Öll systkinin frá Bakka voru alin upp í þessum anda. Meðal annars gekk hún Elíasi Bjama Elíassyni, systursyni sínum, í móð- urstað, þegar móðir hans varð sjúk, og átti hann ávallt athvarf hjá henni síðan. Björg var mjög félagslynd og trúhneigð kona. Hún tók virkan þátt í ýmsum trúarlegum félögum, t.d. guðspekifélaginu, og var einnig þátttakandi í ýmsum samfélagsleg- um hópum. Hún var gædd beztu eiginleikum foreldra sinna, skap- festu og stjómlyndi móður sinnar, en ráðdeild og blíðlyndi föðurins. Þetta kom henni vel, því hún lifði lífinu ein og óstudd, og var svo lán- söm að geta stutt aðra, þegar þeir þurftu þess með. Björg var einstaklega farsæl kona og sjálfstæð í hugsun og verki. Allt fórst henni vel. Hún var góð kona. Blessuð sé minning henn- ar. Bjarni Bjarnason Minning: Björn Stefáns- son, Kálfafelli Laugardaginn 16. júlí var Bjöm afi okkar borinn til grafar. Hann fæddist að Núpsskarði í Fljótshverfi þann 30. september 1896 og lést á Sjúkrahúsi Suðurlands þann 7. júlí síðastliðinn. Hann var næstelstur sex systkina og eitt þeirra lifír enn, Stein- unn Stefánsdóttir á Skammadalshóli í Mýrdal. Afí ólst upp hjá foreldrum sínum og árið 1931 giftist hann ömmu okkar, Valgerði Pálsdóttur. Þau eignuðust saman 7 böm sem öll komust á legg. Árum saman tók hann að sér helming póstferða milli Klausturs og Kálfafellsstaðar í Suð- ursveit á móti Hannesi á Núpsstað. Einnig fylgdi hann oft ferðamönnum yfír Skeiðarársand. í dag er erfitt að ímynda sér hvemig það hefur verið að ferðast um með pósthesta yfflr jökulvötn og eyðisanda í mis- góðum veðrum. Við þekkjum vart annað en upphitaða bíla og góða vegi svo að við tökum varla eftir því þegar við förum yfír ár eins og Núps- vötn, Skeiðará og Jökulsá á Breiða- merkursandi. Fyrir utan að vera glöggur á vötnin var afi farsæll ferðamaður, þar sem hann varð aldr- ei fyrir óhöppum í þau 16 ár sem hann gegndi þessu starfi. Um það leyti sem póstferðunum lauk hjá afa fór slitgigt að gera vart við sig og hana mátti afí þola til dauðadags. Þrátt fyrir það bar hann sig alltaf vel og kvartaði aldrei. Við bræðumir minnumst margra góðra stunda með afa. Hann gat frætt okkur um margt, t.d. ömefni í landi Kálfafells og víðar, auk þess sem hann gat frætt okkur mikið um hestamennsku. Á meðan heilsa afa leyfði undum við bræðum- ir okkur vel með honum við smíðar. Saman smíðuðum við afí marga nyt- samlega hluti handa okkur, t.d. lítinn leikkofa. Við þessar smíðar lærðum við margt af afa, t.d. að beita sög rétt, að hefla og margt fleira. A síðustu árum fór heilsu afa að hraka smám saman uns hann varð meira og minna rúmliggjandi. Þá reyndi mikið á ömmu sem alltaf var reiðubú- in að hjálpa og gerði allt sem í henn- ar valdi stóð fyrir afa og meira en það. En svo kom að því að afí var orðinn það veikur að hann varð að fara á sjúkrahús um síðastliðin ára- mót. Öllum fannst átakanlegt að horfa á eftir afa á bílnum niður heim- reiðina og síðan út veg en því urðu allir að taka með sama jafnaðargeði og afí gerði sjálfur. Nú hefur afí fengið hvíldina og eru það einlægar óskir okkar bræðr- anna að hans bíði góð heimkoma handan við móðuna miklu. Björn Helgi og Rúnar Þór Snorrasynir, K&lfafeUi. 15-50% ofslátturaf öllum vörum Margt gott fyrir lítið c.\>' ^ v>° Ódýr heimkeyrsla Opið er: Mán.-fim. kl. 09.30-18.00 Föstud. kl. 09.30-19.00 Mrumtma- SKEMMUVEGI4A, KÓPAVOGI Símar 76522 og 76532
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.