Morgunblaðið - 03.08.1988, Síða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988
félk í
fréttum
* Leigubifreiðastjórar í hófi hjá samgönguráðherra
Morgunblaðið/KGA
Fyrir skömmu hélt Matthías A. Mathiesen, samgönguráðherra, hóf til heiðurs leigubifreiðastjórum
sem látið hafa af störfum á þessu ári fyrir aldurs sakir. Auk leigubifreiðastjóranna var boðið til
hófsins stjórn Frama, stéttarfélags leigubifreiðastjóra, og umsjónanefnd leigubifreiða. Leigubílstjórarn-
ir sem eru á aldrinum 75 til 84 ára hafa allir ekið í fjölda ára fyrir bifreiðastöðvar í Reykjavík. Sam-
gönguráðherrra ávarpaði gesti og þakkaði þeim farsæl störf í þágu íslenskra samgangna. A myndinni
má sjá boðsgesti ásamt ráðherra, Matthíasi A. Mathiesen.
MALAYSÍA
Kattliðugá kjötkveðjuhátíð
Gan Yoke Lan er 16 ára gömul og hefur stundað fimleika frá
10 ára aldri. Hún sýndi listir sínar á kjötkveðjuhátíð í borg-
inni Port Dickson um dagana og eins og myndin sýnir er stúlkan
vægast sagt kattliðug.
Það er eiginlega ekki í anda íþróttamennskunnar að kveikja
sér í sígarettu en hún gerði það a.m.k. með óvenjulega íþrótta-
mannslegum tilþrifum ef svo má að orði komast.
NJARÐVÍK
„Gróðurhúsið Víkur-
blóm opnað
KeHavík.
Við ætlum að bjóða alhliða þjón-
ustu í blóma- og garðrækt og
auk þess verðum við með veiting-
ar,“ sagði Helgi Kúld garðyrkju-
fræðingur í samtali við Morgun-
blaðið, en Helgi hefur ásamt Herði
Steinþórssyni úr Garði opnað stórt
gróðurhús, Víkurblóm, í Innri-
Njarðvík.
Víkurblóm stendur við Fitjar og
hafa þeir sem leið hafa átt um
Reykjanesbrautina eflaust veitt
gróðurhúsinu athygli því það er
nokkuð sérstakt í útliti. Byggingar-
framkvæmdir hófust síðastliðið
haust og er kostnaður við bygging-
una orðinn um 20 milljónir. Gróður-
-húsið er hringlaga, uppistöður eru
Iímtré og ryðfrítt jám. Arkitekt er
Óttar Guðmundsson og sagði Helgi
að húsið væri tæpir 700 fermetrar
að grunnfleti og auk þess væri í
því 80 fermetra pallur þar sem
gestir gætu setið og notið suðrænn-
ar stemmningar.
Helgi sagði að hugmyndir að
byggingu gróðurhússins hefðu
kviknað með tilkomu Hitaveitu Suð-
umesja og heita vatnsins frá
Svartsengi og ekkert mælti gegn
því að á svæðinu mæti reka gróður-
hús líkt og í Hveragerði. „Við kaup-
um núna 60 lítra af heitu vatni á
mínútu og verðum með einhveija
ræktun í nýja húsinu til að byrja
með, en síðar em áform um að
byggja fleiri hús sem verða ein-
göngu fyrir ræktun," sagði Helgi
Kúld.
Víkurblóm er opið alla daga vik-
unnar frá kl. 10.00 til 22.00, þar
geta menn fengið sér veitingar og
keypt blóm eða ýmsar gjafavörur.
- BB
> Helgi Kúld garðyrkjufræðingur í nýja gróðurhúsinu.