Morgunblaðið - 03.08.1988, Side 63

Morgunblaðið - 03.08.1988, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 63 Morgunblaðið/Theodór Hljómsveitin Túrbó frá Borg’arnesi á fullri „keyrslu". Hljómsveitin flutti bæði eigin lög og annarra. Frá vinstri eru Einar Þór Jóhannsson, gitar og söngur, Sigurþór Kristjánsson, trommuleikari, Ólafur Páll Pálsson, bassaleikari, og Þórður Magnússon, gítarleikari. Morgunblaðið/Theodör Ljónin hjálpuðu Ijónynjunum við útigrillið. Langar biðraðir af svöngum garðgestum mynduðust en fljót- lega tókst að seðja hungur þeirra, enda kunna ljónin tökin á kjötinu ... Grillað í Skallagrímsgarði Borgarnesi. Talið er að hátt í eitt þúsund manns hafi komið í garðveislu sem Lionessuklúbburinn Agla stóð fyrir í Skallagrímsgarðinum í Bor- gamesi 24. júlí sl. Veðrið var ein- staklega gott og garðurinn skartaði sínu fegursta. Þetta er í annað sinn sem Lion- essuklúbburinn stendur fyrir garð- veislu í Skallagrímsgarði. Sem fyrr fengu þær ýmsa aðila til liðs við sig til að gera veisluna sem vegleg- asta. Útvarpsstöðin Stjaman var með beina útsendingu úr Skalla- grímsgarði og stóðu þeir Stjömu- menn einnig fyrir ýmsum uppákom- um svo sem happdrætti, keppni í ökuleikni og margs konar leikjum fyrir bömin. Hljómsveitin Túrbó frá Borgamesi lék eigin lög og annarra af sérsmíðuðum palli í garðinum og hljómaði tónlist þeirra vítt og breitt um bæinn. Leikdeild ung- mennafélagsins Skallagríms kom arkandi í öllu sínu veldi, syngjandi, spilandi og dansandi í garðinn. Fóru þar jafnt ungir sem eldri meðlimir leikdeildarinnar skrautlega málaðir og í mjög svo litríkum klæðnaði og margvíslegum gervum. Lionessuklúbburinn Agla sá um að grilla kjötið með dyggri aðstoð meðlima úr karlaklúbbnum.- Veislu- gestir gæddu sér síðan á grillmatn- um, sátu á teppum eða garðhús- gögnum sem fólkið hafði komið með að heiman. Tókst þessi garðveisla mjög vel og mæltist vel fyrir hjá bæjarbúum og því ferðafólki sem leit við. Höfðu ýmsir á orði að það væri tilvalið að hafa það fyrir venju hér eftir að eitthvað væri um að vera í Skal- lagrímsgarði þær helgar sem vel viðraði. Þá þyrfti heldur ekki að standa í að auglýsa eða aflýsa her- legheitunum. - TKÞ Morgunblaðið/Theodór Jafnt ungir sem aldnir mættu í garðveisluna í Skallagrímsgarði um helgina, töluvert bar á ferðafólki en innfæddir voru þó í meirihluta. Morgunblaðið/Theodór Meðlimir leikdeildar Skallagríms léku á als oddi í garðinum og brugðu sér í margvísleg gervi. Lokað vegna sumarleyfa Endurskoðunarskrifstofa Eyjólfs K. Sigurjónssonar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 8. ágúst til 5. september 1988. Opna eftir sumarleyfí á Flókagötu 65. Eyjólfur K. Sigurjónsson, löggilt ur endurskoöandi, Flókagötu 65, símar 687900-27909. Dagheimili ríkisspítala Sunnuhlíð Óskum eftir að ráða deildarfóstrg og fóstru á deild 1 -3ja ára barna og fóstru á deild 3ja-6 ára barna á dagheimilið Sunnuhlíð við Kleppsveg. Fóstrumenntun eða önnur uppeldisfræðileg menntun áskilin. Nánari upplýsingar veitir Margrét Ásgeirsdóttir, forstöðumaður, vinnusími 602600-95, heimasími 617473. RÍKISSPÍTALAR STARFSMANNAHALD Geðdeild Landspítalans Áf engis- og vímuef naskor Staða sérfræðings í geðlækningum við áfengis- og vímuefnaskor geðdeilda Landspítalans er laus til umsóknar. Auk starfa á skorinni felur starfið í sér að taka þátt í bakvöktum á geðdeildunum sameiginlega og þátttöku í fræðslu og þjálfun læknanema. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist Jóhannesi Bergsveinssyni, yfirlækni áfengis- og vímuefnaskorar, fyrir 25. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir áfengis- og vímuefnaskorar í síma 601780. RÍKISSPÍTALAR GEDDEILD LANDSPÍTALANS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.