Morgunblaðið - 03.08.1988, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 03.08.1988, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 „Br ftn'eð -ennþá cib anqrcL pig ?,r .. . að hjálpa konunni viðnámið. TM R©o U.S. Pat Off.—all righta reMrved ° 1987 Los Angeles Times Syndtcate * Aster... Fundurinn verður ekki lengri. Hann hringdi. Kemur ekki því það var hola í höggi í gærkvöldi. HÖGNI HREKKVlSI Fríkirkjan: Hávaði 1 stuðnings mönnum prestsins Kæri Velvakandi. Það hefur verið mikill hávaði í stuðningsmönnum sr. Gunnars Bjömssonar undanfarna daga vegna réttmætrar brottvikningar hans úr prestsembætti við Fríkirkj- una. Hefur mönnum þar ekki farist fyrir og beitt ósmekklegum vörnum, sem eru helst í ætt við lýðskrum, og hvorki gætt hreinskilni né sann- sögli í því máli. Það hefur verið erfitt fyrir hinn þögla meirihluta Fríkirkjusafnaðarins að kyngja því sem prestur og fámennur hópur stuðningsmanna hans hafa aðhafst og látið frá sér fara. Eg er einn þeirra fjölmörgu, sem fögnuðu því þegar ungur prestur- inn, Gunnar Björnsson, ákvað að gefa kost á sér til prestsstarfa við Fríkirkjusöfnuðinn, og veitti ég honum brautargengi eins og svo margir aðrir í prestskosningum. Voru miklar vonir bundnar við sr. Gunnar, þrátt fyrir sögusagnir um vafasaman viðskilnað úr fyrra brauði vestan af fjörðum. Þeim von- Pennavinir Tvær stúlkur frá Vestur- Þýskalandi óska eftir að komast í samband við íslenska penna- vini. Þær eru báðar 15 ára gaml- ar og helstu áhugamál þeirra eru bréfaskriftir, pennavinir og tónlist. Ursula Schwessinger Edelstrasse 8 8600 Bamburg W-Germany Silke Muúller Angor 24 8604 Schessitz W-Germany um brást klerkur furðu fljótt og lenti fljótlega upp á kant við sam- starfsfólk sitt í kirkjunni, safnaðar- stjórn og einstaka safnaðarmeðlimi. Fljótlega lagðist allur jarðarfara- söngur Fríkirkjukórsins niður vegna þess að söngkór prestsfrúar- innar vantaði verkefni og munaði þá ekkert um að fórna kór þess safnaðar sem prestur átti að þjóna. Enda fór svo, eftir mjög storma- sama sambúð, að Fríkirkjukórinn allur sagði upp og hætti vorið 1983. Hið sama er uppi á teningnum nú milli prests og núverandi kirkjukórs og söngstjóra. Kirkjukórinn, sem hefur mátt þola ofríki prestsins í fimm ár, hefði ekki tekið í mál að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við sr. Gunnar í síðustu guðsþjón- ustu hans, ef eftir því hefði verið leitað, og er næsta víst að allur kórinn ásamt núverandi söngstjóra muni hætta haldi sr. Gunnar áfram preststörfum við Fríkirkjuna. Gunn- ar hefur einnig haft í hótunum við kórinn og einstaka kórfélaga og margoft hótað söngstjóranum upp- sögn, þrátt fyrir að prestur hafi ekkert með ráðningar að kirkjunni að gera heldur stjórn safnaðarins. Þá hefur prestur ekki getað starfað að neinum málum með hinu öfluga Kvenfélagi Fríkirkjusafnað- arins, og hatast við ákveðna ein- staklinga á þeim bæ. Þessa merku hreyfingu kennir fyrrverandi form- aður safnaðarstjórnar við hryðju- verkasamtök í nýlegri grein í Morg- unblaðinu, vegna þess að kvenfé- lagið, eins og kórinn, hefur fengið nóg af ofríki prestsins og stjóm- leysi og fjármálasukki fyrrverandi meirihluta safnaðarstjórnar. Það er við þessa aðstæður, sem stjóm Fríkirkjusafnaðarins stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun, hvort prestur ætti að halda áfram eða hvort fórna ætti í annað sinn heilum kór og söngstjóra til að þóknast presti. Hin þriggja ára afsökunar- beiðni prestsins til safnaðarins „var aðeins gerð til að halda starfmu", eins og bókað hefúr verið eftir presti í stjórn safnaðarins og er því ekki pappírsins virði. í sjálfu sér er þetta næg ástæða til að víkja manni úr embætti prests, sem ekki getur starfað af meiri heilindum og hreinskilni en raun ber vitni. Ábyrgð safnaðarstjórnar nær hins vegar yfir safnaðarstarfið í heild sinni, en ekki aðeins til starfshátta prestsins eins. Ef prestur getur ekki unnið með öðru safnaðarfólki að heill safnaðarins verður hann að hætta, því heill alls safnaðar- starfsins er í húfi. Ef prestur vill í raun framtíð Fríkirkjusafnaðarins sem besta á hann þegar í stað að láta af þeim ófriði við safnaðarböm og sam- starfsfólk, sem hann hefur á und- anförnum árum staðið fyrir, og sætta sig við uppsögn safnaðar- stjómar. Bjóði hann sig hins vegar fram í komandi kosningum, eða á annan hátt reyni að ríghalda í prestsembættið, hefur hann gert sig að minni manni. Þrátt fyrir stuðn- ing hins þögla meirihluta við núver- andi safnaðarstjóm, þá er hætt við að Fríkirkjusöfnuðurinn muni bera enn meiri álitshnekki og skaða en hann hefur nú hlotið vegna sífellds ófriðar fyrir tilverknað prests. Einar Finnbogason Víkveiji skrifar Bíllinn sem Víkverji hefur á leigu á ferðalagi sínu um Evrópu á helst að ganga fyrir blýlausu bensíni. Við allar hraðbrautir er auðvelt að ná í þetta eldsneyti. Hins vegar getur það enn kostað dálitla leit utan slíkra brauta í Belgíu. Þar sýnast menn vera komnir skemmra á þessari umhverfisvemdarbraut en til dæmis í Vestur-Þýskalandi. Víkveiji fann vökvann á Q8-bensín- stöð í úthverfí Brússel samkvæmt ábendingu afgreiðslumanns á ann- arri stöð. Hjá Q8 var aðeins ein dæla af a.m.k. 10 fyrir blýlaust bensín og þurfti að spyrja sérstak- lega um hana í afgreiðslu stöðvar- innar, en þama var sjálfsafgreiðsla eins og annars staðar. Þegar Víkveiji spurði um bensín „sans plomb", svaraði konan strax á ensku og benti á dæluna. Er það annaðhvort til marks um að franska Víkveija sé léleg eða aðeins útlend- ingar spyiji um blýlaust bensín. Þegar greitt var fyrir orkugjafann var Víkveiji yfirheyrður um þjóð- emi sitt og kom þá í ljós, að af- greiðslufólkið vissi bæði um hvera- hita á Islandi og að höfuðborgin heitir Reykjavík. Við fyrstu sýn er nafnið Q8 á bensínstöðvum einkennilegt. Það á rætur að rekja til eigendanna, sem eru búsettir í Kuwait, en í ensku- mælandi löndum er unnt að „hljóð- rita“ nafn þess lands með stöfunum Q8. XXX eim bensínstöðvum §ölgar í Belgíu, þar sem unnt er að nota greiðslukort. Á hinn bóginn gengur hægt fyrir VISA-fyrirtækið að færa út kvíamar í Belgíu. í Brússel, þar sem íbúarnir em nærri 1,2 milljónir, veit Víkveiji aðeins um einn stað, þar sem unnt er að nota VISA-kort til að taka út pen- inga. í flugstöðinni í Brússel eru nokkrir bankar, sem annast gjald- eyrissölu jafnt á helgum dögum sem endranær. Víkveiji kannaði, hvort þar væri unnt að leysa út peninga með VISA-korti en var sagt, að í stöðinni dygði aðeins Eurocard til þess. Fréttin um Belgann sem fór af stað heiman frá sér með 40.000 franka og fór um 9 Evrópubanda- lagslönd og skipti alls staðar pen- ingum með þeim afleiðingum að um 18.000 frankar runnu til banka og skiptistöðva, hlýtur að fæla menn frá slíkum viðskiptum. vonir standa víst til þess að VISA-þjónustan í Belgíu batni, þar sem einn stærsti belgíski bankinn, BBL, hefur nú keypt fyrirtækið, sem hafði VISA- umboðið í landinu. * Aferðalögum er margs að gæta og fæstir verða ánægðir, þegar þeir verða þess varir að reynt er að hafa af þeim fé með prettum. Hér er ein þannig saga: Ferðalang- ar koma síðla kvölds til Kastrup- flugvallar við Kaupmannahöfn. Þeir ætla að dveljast þar eina nótt á hóteli skammt frá flugvellinum og vita nákvæmlega hvar það er. Eftir að hafa sest inn í leigubíl við flug- stöðvarbygginguna og nefnt hótelið við bílstjórann með ummælum sem hann getur skilið á þann veg, að farþegamir viti ekki, hve langt sé til hótelsins, segir bflstjórinn: Á ég ekki bara að loka mælinum og semja við ykkur um 100 kr. gjald fýrir ferðina. Farþegarnir svara neitandi, þá nefnir bílstjórinn 60 krónur og enn er svarið nei og þess óskað að ekið verði til hótelsins með mælinn í gangi. Hann sýnir 41 kr., þegar komið er á leiðar- enda. Næsta morgun var tekinn leigubíll út á flugvöll að nýju, þá kostar ferðin 31 kr. samkvæmt mæli. Seinni bílstjórinn sagði ferða- löngunum, að þeir skyldu ávallt gæta þess að skipta aðeins við Ámager-leigubíla á Kastrup. Mörg- um kann að finnast erfitt að setja fram kröfu um slíkt við bílaröð fyr- ir utan flugstöð. En jafnvel í kóngs- ins Kaupmannahöfn er varinn góð- ur í þessu efni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.