Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL.10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS /ur i/vymi u~\ mni’L Fagmennirnir farnir með féð Til Velvakanda. Hvað er hægt að ganga langt. Ég er svo ólánssöm að vera að gera upp gamalt hús í miðborg Reykjavíkur. Ég þurfti á fagmönn- um að halda til þess að ljúka ákveðnum verkþáttum. Þegar að því kom að klæða ætti húsið að utan varð ég mér úti um lista yfír trésmiðj og blikksmiði, sem væru á lausu. í Ijós kom að aðeins einn aðili á þessum lista var á lausu og tilbúinn til þess að vinna verkið. Ég gerði verksamning við þennan aðila þar sem hann lofar að ljúka verkinu á tveimur vikum. Þetta gerðist í janúar í bytjun þessa árs. I samningi þessum var ákveðið að greiða fyrir verkið í þremur áföng- um, þann síðasta þegar verkinu væri lokið. í bamaskap greiddum við fyrir allt verkið áður en því var lokið. Ekki er að sökum að spyrja. Síðan hafa mennimir ekki látið sjá sig. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur okkur ekkki tekist að ná í þessa svokölluðu fagmenn, en húsið liggur nú undir skemmdum vegna þessa dráttar. Tilgangurinn með því að skrifa þessar línur er sá að fólk vari sig á að leíta til fagmanna án þess að kynna sér ítarlega forsögu þeirra í faginu. Mér dettur í hug að nær- tækast væri fyrir sakleysingja eins og mig og aðra þá, sem ætla sér að ráðast í framkvæmdir sem þess- ar, að óska eftir því við viðkomandi fagmann að hann vísi á einhvem eða einhveija, sem hann hefur unn- ið fyrir áður, og gætu gefið með- mæli. Það gæti orðið til þess að koma í veg fyrir slys sem þessi sem ég hef orðið fyrir og komið í veg fyrir málaferli og tár þegar allt er komið í óefni. Húseigandi. 67 6 DAGA FJALLAFERÐIR okkar í sumar um Borgarfjörð, Kaldadal, Landmanna- laugar, Eldgjá, Skaftafell og Þórsmörk. Brottför alla mánudaga fram til 22. ágúst. VERÐ AÐEINS KR. 16.500,- Innifalið: Allur matur, tjöld, dýnur og leiðsögn. Börn fá 50% afslátt. KYNNIÐ YKKUR EINNIG12 DAGA HÁLENDISFERÐIR OKKAR I ClLFAR JACOBSEN Ferðaskrifstofa Austuretræti 9 - Slmar 13499 & 13491 Þakkir til bílstjóra hjá BSR Hreint land fagnrt land? Kæri Velvakandi. Undirritaður keypti sér veiðileyfi í fallegu fjallavatni fyrir skömmu, Reyðarvatni í Borgarfirði, og renndi fyrir silung. En þá er ekki öll sagan sögð. Strax og komið er að vatninu í Selvík ber fyrir augu umtalsverður sóðaskapur, náðhús fokin um koll og sundur brotin, illa farnir skúrar, fyrir utan allt annað skran sem þama var, greinilega komið til ára sinna. Metið var við lítið hús utar- lega með vatninu. Þar ægði öllu saman, mannasaur, matarleifum, ásamt alls konar umbúðum undan föstu og fljótandi við húsvegginn fast við vegarkantinn. Móamir í kring höfðu einnig svipað teppi yfir sér. Svona hlutir stinga illa í augu og særa djúpt, svo ekki sé meira sagt, og í hrópandi mótsögn við það sem prentað er á veiðileyfin: „Hreint land. Fagurt land.“ Að endingu vil ég þakka þeim veiðifélögum, sem hlut eiga að því framtaki að opna Reyðarvatn fyrir almenningi, og stuðla þannig að hollri útivem ásamt vissri veiðivon þá krókurinn svífur út yfir vatns- flötinn. Asmundur U. Guðmundsson. Til Velvakanda. Eins og lesendum Morgunblaðs- ins er kunnugt buðu bflstjórar á Bifreiðastöð Reykjavíkur vistfólki á elliheimilinu Grund í ferðalag til Þingvalla, miðvikudaginn 20. júlí. Eins og allir geta séð, sem lásu lýsingu á ferð þessari hér í blaðinu, hafa bílstjórarnir á BSR lagt mikið fé og fyrirhöfn í ferð þessa, því allt skipulag hennar og framkvæmd var með ágætum og fór þar ekkert úrskeiðis. Ég vil því fyrir hönd okkar allra heimilismanna á Grund, sem þátt tóku í þessari ferð, færa bflstjómn- um á BSR bestu þakkir fyrir þá miklu vinsemd í okkar garð, sem þeir sýndu með því að bjóða okkur í þessa ferð. Gestur Sturluson. DAGVIST BARIVA KLEPPSHOLT Laugaborg v/Leirulæk Matráðskona óskast nú þegar í 75—100% starf. Upplýsingar gefur Fanný Jónsdóttir deildarstjóri í síma 27277 og forstöðumenn í síma 31325. I Þessir hríngdu . . . Eyrir en ekki aur 1007-7990 hringdi: „Ég heyrði í fréttatíma útvarps að fréttaþulurinn staglaðist á orð- inu aur í stað eyrir. Þá heitir vatnsveður á fslensku rigningar og í fiskinum er fiskur en ekki kjöt.“ Við höfnina Gamall sjómaður hringdi: „Ég var að hlusta á þáttinn „Við höfnina", sem fjallar um sjó- inn og sjómennsku frá fyrri tíð. Þetta eru frábærir þættir og veit- ir ungu kynslóðinni ekki af að heyra um það sem þar er sagt frá. Ég vil því skora á Ríkisútvarp- ið að auka fróðleik eins þennan. Við munum lifa af sjósókn um ómunatíð og þrátt fyrir erfiðleika núna birtir upp öll él um sfðir. Þess vegna vil ég færa hagnýta hluti tengda fiskveiðum og vinnslu meira inn-í skólana. Þá væri upp- lagt að láta krakkana í unglinga- vinnunni, sem ég kalla reyndar letingjavinnu, frekar splæsa víra, hnýta net, beita línu og fleira þess háttar í stað þeirrar óþurftar- vinnu sem þau em í í dag.“ Færeyingar sómafólk Haraldur Kristjánsson rak- ari hringdi: „Ég var að lesa bréfið frá Fær- eyingnum í dálki þínum í síðustu viku, þar sem hann kvartar yfir „stórabróðursviðhorfum" íslend- inga í garð Færeyinga. Það kom mér á óvart að hann hefði þessa reynslu af íslendingum því ég minnist þess ekki að hafa heyrt íslending lasta Færeyinga á nokk- um hátt. Mín reynsla af Færey- ingum er sérstaklega góð. Ég er fæddur og uppalinn í Vestmanna- eyjum og þar var eftirsótt að kom- ast um borð í færeysku skúturnar og þóttu skútukallarnir skemmti- legir menn. Sömu reynslu hef ég af færeyskum viðskiptavinum mínum og mér þykir vænt um þetta fólk. Ég hef farið til Fær- eyja og móttökur þar voru allar frábærar. Ég vil undirstrika að mér þykir afskaplega vænt um Færeyinga og þeir eru hið mesta sómafólk. Og það geta ekki verið margir íslendingar sem ekki virða þá mikils." Eignakönnun Halldór Ólafsson hringdi: „Nú þegar fyrirtækin í landinu eru að fara á hausinn vil ég hvetja ríkisstjómina að gera eignakönn- un eins og gert var hér áður fyrr. Peningamir eru ekki í bönkunum, hjá almenningi eða hjá fyrirtækj- unum, en eitthvað hafa þeir farið. Kannski til útlanda?" Gleraugu töpuðust Karlmannsgleraugu í dökk- brúnni umgjörð töpuðust á Hótel Islandi laugardagskvöldið 23. júlí. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 24438. Fundar- laun. Óánægð með verðlagskönnun Björk Jónsdóttir hringdi: „Ég er óánægð með verðkönn- un á Dior-naglalakki, sem birtist í DV þann 28. júlí. Svona verð- könnun er ómarktæk þar sem ekki eru allar snyrtivöruverslanir teknar inn í dæmið. Ég sjálf er nýbúin að fá mér Dior-lakk í Ocu- lus, sem kostaði rúmar 890 krón- ur, sem er mun hærra en gefið er upp í könnuninni. Því finndist mér að ef gera á slíkar kannanir að þær næðu yfir fleiri verslanir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.