Morgunblaðið - 03.08.1988, Side 68
- V 68
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988
VERSLUNARMANNAHELGIN
Vestmannaeyjar:
Um 8000 manns
á Þjóðhátíðinni
Mikil ölvun en engin vandræði að ráði
UM 8000 manns voru gestir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum yfir versl-
unarmannahelgfina og- var þetta langfjölmennasta hátið helgarinnar.
Að sögn lögreglunnar var mikil ölvun á hátíðarsvæðinu alla dagana
og ávallt fullt hús í fangageymslum. Þrátt fyrir þessa ölvun urðu
engin teljandi vandræði og segir lögreglan að hátíðin hafi farið þokka-
lega fram.
Agnar Angantýsson yfirlögreglu-
þjónn í Vestmannaeyjum segir að
eitthvað hafi verið um slagsmál eins
og venjulega en enginn hafí slasast
alvarlega í þeim og hafí gæslumenn-
irnir á hátíðasvæðinu verið duglegir
við að róa menn.
Það var íþróttafélagið Þór sem
hélt hátíðina að þessu sinni og setti
formaður félagsins, Þór Vilhjálms-
son, hana eftir hádegið á föstudag.
Meðal skemmtiatriða þann daginn
má nefna Jón Pál og Hjalta Ursus
með kraftaíþróttir. Steingrímur Sva-
varsson seig fram af Fiskhellanefi
og kvöldvaka var á Brekkusviðinu.
Meðal hljómsveita sem fram komu
á Þjóðhátíð má nefna Ðe lónlí blú
bojs, Greifana og heimasveitina Óp
Lárusar. A miðnætti á föstudags-
kvöld tendraði Sigurður Reimarsson
brennukóngur Þjóðhátíðarbálið á
Fjósakletti. Skemmtunin hélt svo
áfram á laugardag og sunnudag
undir styrkri stjóm Áma Johnsen
og lauk á miðnætti á sunnudags-
kvöld með varðeldi við Brekkusviðið.
Einkunnarorð Þjóðhátíðar að
þessu sinni vom: „Elskumst heitt
um alla tíð, en umfram allt á Þjóð-
hátíð."
Vegna mikillar eftir-
spurnar höfum við
AUKIÐ sætaframboð
í ágúst og september
Ðrottfarir til Búlgaríu í sumar:
9. ágúst
16. ágúst
30. ágúst
6. september
13. september
Fararstjóri er Hreiöar Ársælsson, fyrrverandi
knattspyrnuþjálfari
Nýr feröabæklingur á skrifstofunni
FERDA&WALhf
Hafnarstræti 18-Símar: 14480-12534
Seinasta sumar dvöldum við hjónin, ásamt tveimur yngstu
börnum okkar, á Sunny Beach í Búlgaríu, sem er við
Svartahafið. Gist var í nýjum íbúðum í ferðamannaþjónustu-
kjarnanum Elenite. Því er skemmst frá að segja, að fríið kom
okkur þægilega á óvart. Þarna var gott að vera og allur
viðurgjörningur hlægilega ódýr.
Margt var hægt að gera sér til dundurs: sólböð, stuttar
skoðunarferðir, næturklúbbaferðir svo eitthvað sé nefnt.
Ekki má gleyma siglingunni yfir Svartahafið, þegar Istanbul
var heimsótt - hreint ógleymanleg ferð.
Vonandi eigum viö eftir að endurtaka ferö til Búlgaríu.
Guðmundur Þ.B. Ólafsson og fjölsk.
Vestmannaeyjum
Kynntu þér verð á Búlgaríuferð,
þær eru ótrúlega ódýrar
Einar Farestveit&Co.hf.
BOM&RTVN »». MMAMi (•!) <MM OO UIMO - UMff f4tA|Tgy
Leiö 4 stoppar viö dyrnar
Umferðin:
Bíll féll 28 metra
niður í grýtta fjöru
Farþegar sluppu með lítil meiðsli
BÍLL fór út af veginum við Blá-
skelsá í Hvalfirði á sunnudag
Vík í Mýrdal:
Friðsælt á
fjölskyldu-
hátíðinni
RÚMLEGA fimmtán hundruð
manns sóttu fjölskylduhátíðina
Vík ’88, sem Björgunarsveitin
Víkverji og Ungmennafélagið
Drangur efndu til nú um Versl-
unarmannalielgina.
Að sögn lögreglu fór hátíðin vel
fram. Ölvun var ekki teljandi og
engin alvarleg slys urðu á fólki.
Veður var óhagstætt framan af, en
skánaði þegar leið á helgina. Meðal
skemmtikrafta á hátíðinni var Jón
Páll Sigmarsson og afrekaði hann
það meðal annars, að draga sextán
tonna torfærubifreið.
og féll um 28 metra niður í
fjöru. Þrír farþegar voru í
bílnum auk bílstjórans og
sluppu þeir ómeiddir úr þessum
hildarleik, nema hvað bílstjór-
inn kvartaði undan eymsluni í
hnjám og farþegi meiddist lítil-
lega á baki. Þau voru flutt á
sjúkrahúsið á Akranesi en
fengu að fara skömmu síðar.
Slysið varð í klifinu við Hval-
stöðina þar sem bundnu slitlagi
sleppir. Stúlkan sem ók bílnum
náði ekki beygjunni og kvaðst hún
ekki vita hvað hefði komið fyrir.
Aksturskilyrði á þessum slóðum
voru góð. Að sögn lögreglunnar á
Akranesi var útlitið betra en menn
höfðu búist við þegar komið var
að bílnum en hann er þó talinn
ónýtur. Þetta var annar útafakstur
bílstjórans þessa helgi. Á laugar-
dag ók hann út af á leið til Melgerð-
ismela en sú lending var öllu
mýkri. Eng^u að síður varð vélarbil-
un af og fór fólkið norður til Akur-
eyrar í þeim erindum að kaupa
nýjan bíl. Hann endaði sinn feril,
eins og fyrr sagði, Hvalfjarðar-
§öru.