Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 71 Fyrst var komið við í Langadal og var þar nokkur mannQöldi sam- an kominn. Munaði mestu um hóp stúdenta frá Menntaskólanum í Reykjavík sem safnast höfðu þar saman um Verslunarmannahelgina. Töluvert fleira fólk var inni í Húsadal og var þar mikill fjöldi jeppabifreiða auk rútubifreiða sem hópar höfðu leigt til Þórsmerkur- ferðar. Tjaldað hafði verið á flestum auðum blettum og menn jafnvel famir að reyna að reka niður tjald- hæla því sem næst á bifreiðastæð- unum. Regnstakkatískan var alls ráðandi, enda úrhellis rigning þegar Morgunblaðið bar að garði. Ein- staka hörkutól lét þó ekki smávægi- lega bleytu hafa áhrif á sig og rölti um í hlýrabol með flösku í hendi. Þegar leið á laugardagskvöldið stytti upp og líf fór að færast í dalinn. Varðeldur var kveiktur í botni Húsadals þar sem fólk safnað- ist saman og tóku Þórmerkursöngv- amir brátt að óma. Eldra fólk var í Þórsmörk en á Laugarvatni og var mest um fólk um og yfir tvítugu. Ölvun var alln- okkur og margir orðnir blautir og kaldir eftir rigningarnar. Eitt var ljóst að á öllum þessum stöðum var markmiðið eitt og hið sama, þó menn beittu ólíkum að- ferðum til þess að ná því: Það átti að skemmta sér og gera helgina eftirminnilega, hvað sem veðráttan bauð upp á. Það hefur væntanlega tekist hjá flestum, ekki var annað að sjá á þeim stöðum sem Morgun- blaðið leit inn á. SN Sleppum líklega með skrekkinn - segja mótshaldarar á Melgerðismelum „MÉR sýnist hátíðin standa á núllinu, vonandi þó réttu meg- in,“ sagði Pétur Bjarnason, einn af mótshöldurum á Melgerðis- melum. Um það bil 3.200 aðgöngumiðar seldust inn á móts- svæðið á Melgerðismelum, en á svæðinu voru rúmlega 4.000 manns þegar mest var. Pétur sagði mikil brögð hafa verið að því að fólk hefði reynt að komast óséð inn, annaðhvort með þvi að klofa yfir Eyjafjarðarána eða á annan hátt. „Að okkar mati fór hátíðin mjög vel fram. Lítið sem ekkert var um slys og óhöpp og ölvun ekkert meiri en búist hafði verið við. Gestir voru mjög ánægðir með skipulagningu ogframkvæmd hát- íðarinnar og veðrið var betra en veðurfræðingar vildu vera láta. Slæm veðurspá fældi fólkið vissu- lega frá okkur að hluta til og vor- um við mjög hvekktir þar sem prýðilegt útileguveður var alla helgina," sagði Pétur. Aðstandendur á Melgerðismel- um sögðu gesti sína hafa verið mjög óhressa með aðfarir lögregl- unnar þegar komið var inn á móts- svæðið. Leitað var í flestöllum bif- reiðumog „suma tóku þeir alveg með Gestapó-aðferð," sagði einn viðmælandi Morgunblaðsins á mótssvæðinu. „Auðvitað er leit af hinu góða þegar maður hugsar út í það, en það má nú á milli vera,“ bætti hann við. „Pétur sagði samstarf við lög- regluna hafa verið mjög gott allan tímann. Allir starfskraftar á svæð- inu um helgina ættu miklar þakk- ir skildar. Allar líkur benda til þess að útihátíð verði haldin á Melgerðismelum að ári liðnu þó aðstandendur verði endilega ekki þeir sömu, að sögn Péturs. „Eg veit að bæði skemmtikraftar og gestir eru spenntir fyrir annarri útihátið á Melgerðismelum þó svo að við mótshaldarar höfum ekki tekið endaniega ákvörðun. Eftir þessa fyrstu útihátíð okkar erum við auðvitað reynslunni ríkari. Þessi tími hefur verið þrotlaus vinna og ljóst er að eftir alla þessa vinnu fáum við persónulega ekkert út úr henni. Spurningin er hvort maður eigi að Ieggja þetta á sig aftur,“ sagði Pétur Bjamason. Sex hljómsveitir tóku þátt í hljómsveitakeppni sem efnt var til á mótinu. Hljómsveitin Þokkaleg- ur moli sigraði en hljómsveitar- meðlimir em nær alls staðar að af landinu. Þá stóð til að gera heimsmetstilraun í fallhlífarstökki á Melgerðismelum þegar Sigurður Baldursson hugðist stökkva í fallhlíf og lenda á bakinu á eyf- irska gæðingnum Guttormi. Sig- urður forfallaðist en nafni hans Sigurður Bjarklind hljóp í skarðið. Guttormur lék hlutverk sitt enda og stóð stifur allan timann en vegna óhagstæðrar vindáttar lenti Sigurður Bjarklind hálfan annan metra frá Guttormi. Umferðaröng- þveiti við Geysi Jéppinn á kafi í Markafljóti Morgunblaðið/Kristinn Þoríeifsson Rangárvallasýsla: Bjargað af bflþaM í míðju Markarfljóti LITLU munaði að stórslys hlytist af þegar maður um tvítugt ætlaði yfir Markarfljót á Range Rover-jeppa um áttaleytið á siðastliðinn laugardag. Hann var ekki kominn langt þegar jeppinn fór á kaf og drapst á vélinni. Bíllinn valt nokkrar veltur og stöðvaði loks á sand- eyn. Bílstjórinn náði að komast upp á þak jeppans og þaðan var honum bjargað af ferðalangi frá Hvols- velli, Guðmundi Guðmunds- syni, sem staddur var á hinum bakka fljótsins. Hann sýndi mikið áræði þegar hann óð i fljótið og bjargaði ökumanni jeppans. Ökumað- ur jeppans er grunaður um ölvun. sama stað þegar þrír jeppar lentu í ógöngum í Markarfljóti. Drifskaft í bílnum sem síðastur fór yfir, brotnaði og ökumaðurinn komst upp á þak bílsins. Guðmundur snar- aðist þá út í ána eins og hann gerði á laugardag og bjargaði manninum af þaki bílsins. MIKIÐ fjölmenni var viðstatt Geysisgos á laugardaginn. Um- ferðaröngþveiti skapaðist þeg- ar áhorfendur hugðust hverfa brott og tók það lögreglumenn rúma klukkustund að leysa hnútinn. Að sögn Más Sigurðssonar á Geysi var þetta mjög gott gos og geta menn sér þess til að strókur- inn hafí náð upp í milli 50 og 60 metra hæð. Hann sagðist ekki muna eftir öðru eins fjölmenni á svæðinu, líklega hefðu áhorfendur að gosinu verið flmm til sex þús- und. „Við getum í rauninni ekki tekið á móti svona mörgum, en við eigum heldur ekki von á þetta endurtaki sig. Straumur ferðafólks lá einkum um Suðurland um helg- ina, þannig að hingað komu óvenju margir." Bílstjórinn, sem er tvítugur pilt- ur, hafði fengið bílinn lánaðan og ætlaði hann í Þórsmörk. Vaxið hafði í Markarfljóti eftir rigningar undan- fama daga og að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er það ekki á færi vön- ustu manna að fara yfir fljótið við slíkar aðstæður. Lögreglan telur mestu mildi að ekki fór verr. Morgunblaðið náði tali af Guð- mundi Guðmundssyni ftá Hvolsvelli sem bjargaði piltnum af þaki jepp- ans. Hann var í tjaldi ásamt fjöl- skyldu sinni um 200 metrum frá slysstaðnum. „Ég var að skyggnast eftir ánni um áttaleytið og sá þá eitthvað neðar í álnum sem mér fannst vera tunna. En svo sá ág plasttægjur í vatninu og gekk ég þá upp á hæð og leit niður eftir ánni í sjónauka. Þá sá ég múg og margmenni við árbakkann og kveikti ég samstund- is á talstöð í bílnum og heyrði þá hvers kyns var. Ég fór ásamt tengdasyni mínum niður að slys- staðnum og setti ég band í bílinn og utan um mig og óð út í. Það braut upp á þakið þar sem piiturinn sat, svo stríður var árstraumurinn. Vatnið náði mér upp undir bijóst og ég var að missa fótfestuna þeg- ar ég náði að grípa í grind á bflnum. Ég reyndi að tala við strákinn en hann var vart viðræðuhæfur af kulda og vosbúð. Ég fékk þó að vita að hann var einn í bflnum. Ég setti svo band í strákinn og við náðum að draga hann á land. Þetta mátti ekki tæpara standa." Guð- mundur ferðast mikið og fyrir þremur árum var hann staddur á Melgerðismelar: Ok ölvaður og réttínda- laus innan urn tjöldin SÁ háskalegi atburður átti sér stað á Melgerðismelum um helg- ina að fimmtán ára gamall piltur undir áhrifum áfengis ók bíl með stolnum númeraplötum um tjald- svæðið. Að sögn lögreglunnar á Akureyri ók pilturinn utan í tvö tjöld og máttu litlu muna að illa færi. Pilturinn hafði fengið far norður með ókunnu fólki en á leið þangað lenti það í umferðaróhappi. Launaði pilturinn greiðann með því að stela númerunum af bflnum og hélt að því búnu til Akureyrar. Eigandi bflsins hafði samband við lögregl- una og sagði farir sínar ekki slétt- ar. Á Akureyri keypti pilturinn gamlan bíl og setti stolnu númerin á hann. Hélt hann að svo búnu til Melgerðismela og þar skakkaði lög- reglan leikinn áður en slys hlaust af. Þegar gosinu var að ljúka, skall á hellirigning og áhorfendur iei^, uðu skjóls í bílum sínum. Skapað- ist umferðaröngþveiti, þar sem allir reyndu að aka á brott á sama tíma. Tók það lögreglu um það bil eina klukkustund að leysa umferðarhnútinn sem skapaðist. Bjarkarlundur: Vestfirð- ingar í meirihluta'r' í Bjark- arlundi GESTIR á útihátíðinni í Bjarkarlundi voru milli fjögur og fimm hundruð og voru Vestfirðingar þar i töluverðum meirihluta. Að sögn lögreglu gekk hátíðin vel fyrir sig, og ekki urðu ‘ teljandi óhöpp í umferðinnL Meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni voru Hljóm- sveit Grétars Örvarssonar, hljómsveitin Stjómin og Örvar Kristjánsson. Margt fjölskyl- dufólk sótti samkomuna en að sögn aðstandenda hennar voru ’f* þar fleiri unglingar en undan- farin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.