Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 B 5 munn fara í dagblaði. Pfeiffer sló þessu upp þótt málið væri vel þekkt í Bremen og Siefritz hefði sjálfur minnt á það reglulega. En Pfeiffer hætti ekki fyrr en svo miklu ryki hafði verið þyrlað upp að Siefritz sagði af sér „til að forða flokknum frá frekara tjóni“. Pfeiffer naut það mikils álits hjá Springer-útgáfunni að hann þótti koma til greina sem yfirmaður stjómmálaskrifa hjá BILD, útbreidd- asta dagblaði í Vestur-Evrópu. Á meðan málið var í athugun var Pfeif- fer boðin staðan í þjónustu_ Barsc- hels frá og með 1. des. 1986. í Brem- en hafði hann barist með oddi og eggju gegn jafnaðarmönnum á þeirri forsendu að veldi eins flokks væri skaðlegt en nú gekk hann Kristileg- um demókrötum í Slésvík-Holtsetal- andi á hönd þótt þeir hefðu ráðið ríkjum í fylkinu í 37 ár. Verkefni Pfeiffers var í stuttu máli að hressa upp á ímynd Barsch- els og sverta mótframbjóðandann Engholm. Hvað fyrra atriðið snerti lagði Pfeiffer áherslu á að ráðher- rann þyrfti að bæta ímynd sína hvað varðaði markhópa eins og böm, ungl- inga, aldraða, fatlaða, dýravini og íþróttamenn. Barschel féllst á að veita verðlaun fyrir fallegustu dýra- myndina, að borga úr eigin vasa dýran uppskurð á fátæku barni sem annars hefði látist en honum leist ekki eins vel á að reyna fallhlífar- stökk eða taka þátt í umræðuþætti með pönkumm. En hvað Engholm snerti fékk Pfeiffer það verkefni, að eigin sögn beint frá Barschel, að útvega myndir af Engholm sem staðfestu að hann væri hommi og að hann væri auk þess laus í rásinni í samskiptum við kvenfólk. Pfeiffer benti á að til þess ama þyrfti heila herdeild af einka- spæjurum. Barschel féllst þá á að útvega 50.000 mörk til að borga laun mannanna. Hann taldi þó ekki fært að greiða þau úr opinberum sjóði heldur fékk Karl Ballhaus, yfirmann hjá sjampófyrirtækinu Schwarzkopf, til að reiða fram féð. Það gerði Ballhaus með tveimur skilyrðum, þ.e. að reikningurinn flokkaðist undir „Öryggiseftirlit á landspildu fyrirtækisins" og að í leið- inni yrði fylgst með Klaus Bednarz, umsjónarmanni þáttarins Monitor þar sem heilsuspillandi efni í efnaiðn- aðinum hafa verið tekin fyrir. Engholm skattsvikari Næsta verkefni Pfeiffers lét ekki á sér standa. Honum var falið að sýna fram á skattsvik Engholms upp á nokkur hundmð þúsund mörk. Það tók fjármálayfirvöld í Kíl ekki nema nokkrar klukkustundir að komast að því að ásakanir á hendur Engholm vom uppspuni. Pfeiffer hefur einnig sagt frá því að Barschel hafi falið sér að koma legir demókratar farið að leggja út af henni í kosningabaráttunni: „Gleð- in yfír því að villuráfandi sauður skuli snúa aftur er blandin því að þessu lofsverða athæfi fylgir það sem er einkennandi fyrir persónu Eng- holms: Tækifærismennska," skrifar Gunter Kohl, talsmaður flokksins, í blaðinu Schleswig-holsteinische Kurier. í flugritum Kristilegra demókrata er varað við samsteypustjóm sósíal- demókrata og græningja „sem hefði á stefnuskrá sinni að leyfa fóstureyð- ingar fram til fæðingar, að tæma fangelsin, afvopna lögregluna og leyfa kynmök við börn“. 31. maí lendir Barschel í flug- slysi. Hann var að koma af fundi með Helmut Kohl, kanslara, og vann að ræðu um samband ríkis og kirkju þegar tveggja hreyfla Cessnan hrap- aði. Fjórir vom um borð og Barschel var sá eini sem komst lífs af. Hann spjaldbeinsbrotnaði og varð að leggj- ast inn á spítala. Um þetta leyti bentu skoðana- kannanir til þess að mjótt væri á munum milli CDU og SPD og að Engholm þætti heldur vænlegri for- sætisráðherra en Barschel. Aðstoðar- menn hins síðamefnda sáu að nú mátti engan tíma missa og breyttu sjúkrastofunni í áróðursmiðstöð. 19. júní safnaðist flölskyldan saman til myndatöku í tilefni þess að Hauke Barschel var að byrja í menntaskóla. Hinn 4. júní vom haldnir tónleikar í garði sjúkrahússins fyrir sjúkling- inn undir stjóm Leonards Bem- steins, sem kyssti hönd forsætisráð- herrans að þeim loknum. „Bemstein var svo hrærður að hann táraðist," sagði Barschel í samtali við Bild. „Þolinmóður, þakklátur og hógvær“ Barschel gleymir heldur ekki að geta þess lærdóms sem hann hefur dregið af slysinu og sjúkralegunni: „Þegar maður hefur lifað slíkt af þá er þörfin stór að beita sér fyrir heið- arlegri kosningabaráttu og leyfa pólitísku siðgæði að birtast í henni.“ Hann segist líka verið orðinn „þolin- móðari, þakklátari, hógværari og afslappaðri". Blaðamenn Der Spiegel fá veður af atburðum 1. september en ekki í gegnum Pfeiffer. Lögreglan í Slésvík-Holtsetalandi hafði lengi vit- að að njósnað hafði verið um Björn Engholm, forsætisráðherraefni. Helgina þar á eftir kemur fyrsta ■ Spiegel-frétt'm um að fylgst hafi ver- ið með Engholm, en ekki sé enn vit- að hver hafi staðið fyrir því. Forystumenn CDU í Slésvík-Holt- setalandi kalla nú saman leynilegan neyðarfund um málið og semja fréttatilkynningu þar sem fullyrt er að flokkurinn tengist þessu máli ekki. Daginn eftir á Pfeiffer fund með ■ Kista Barschels borin út úr dómkirkjunni í Lubeck. því orðspori á kreik að Engholm væri með alnæmi. Hugmyndina á forsætisráðherrann að hafa fengið úr vikublaðinu Bunte sem sagði frá því að leikkonunni Isabellu Adjani hefði ekki tekist að hreinsa sig af slíkum orðrómi jafnvel þótt yfírmað- ur franska læknafélagsins gæfi henni sjálfur heilbrigðisvottorð. Forsætisráðherrann gat ekki losn- að við þá grillu að Engholm væri tvíkynhneigður. Að vísu höfðu njósn- aramir ekki getað sýnt fram á heim- sóknir kvenna né grunsamlegan vin- skap við karlmenn en það lét Barsc- hel ekki aftra sér. Hann þóttist líka vita hvemig mætti fanga fómar- lambið. Hann fól því Pfeiffer það verkefni að hringja í leiðtoga stjóm- arandstöðunnar og kynna sig sem lækni. Það gerði Pfeiffer, sagðist heita herra Wagner og til sín hefði komið „persóna með alnæmi" sem segðist hafa átt náin samskipti við Engholm. „Herra Wagner" ráðlagði Engholm að fara hið fyrsta í mótefn- ismælingu. Að sögn Pfeiffers þagði Engholm í hálfa mínútu áður en hann gat stunið upp nokkru orði. „Þetta hlýtur að tengjast herferð gegn mér sem ég hef orðið var við undanfarin ár,“ sagði hann að lokum áður en Pfeiffer afréð að leggja á. Engholm tekur kristni Næsta verkefni Pfeiffers heppnað- ist betur. I byijun maí greinir Bild frá því að Engholm hafí látið skíra sig og sé genginn í lúterstrúarsöfn- uð. Engholm tekur þessari frétt fá- lega og segist ekki vilja ræða svo persónuleg málefni. Barschel og Pfeiffer sjá sér leik á borði. Pfeiffer falsar bréf frá græningjum í Slésvík- Holtsetalandi sem sent er til helstu ■ Myndin fræga sem Ijósmyndari Stern tók af líki Barsc- hels í baðkerlnu á hótelherbergi í Sviss. dagblaða í fylkinu. í bréfínu er Eng- holm sakaður um smekkleysu og vandræðalegt kosningabragð. Bréfíð barst til dagblaða síðdegis þannig að ekki gafst alls staðar tími til að fá staðfestingu á því hver sendi það. Sum blöð birtu því bréfið. Bæði kirkjuyfirvöld og græningjar mótmæltu fréttinni. Skím Engholms hafði vakið athygli og nú gátu Kristi- eign við mótmælendur, er það rétt? Innanríkisráðherrann hefur í huga að breyta lögreglunni hér í fylkinu á þann veg að hún minni ekki lengur á her hvað uppbyggingu og aðferðir snertir. Lögreglan á að vera vinur fólksins og reiðubúin að rétta hjálparhönd. Lögreglan sem valdatæki á að vera neyðarúrræði. Vandamál sem bijótast út í óeirðum ætlum við að leysa áður en til of- beldis kemur. Við erum einungis búnir að vera þrjár vikur við völd og Guði sé þökk hefur ekki reynt á þessa stefnu okkar. Pólitísk siðmenning er tískuorð í Þýskalandi, mun hún ná sér aftur á strik í Slésvík-Holtsetalandi eftir hneykslismálið í haust, þegar Uwe Barschel beitti óprúttnum aðferðum í kosningabaráttunni gegn þér? Eg er þess nokkuð viss að við munum koma nýrri pólitískri sið- menningu á fót. Það merkir að stjóm og almenningur verða í nán- ari og óþvingaðri tengslum. Meira fijálslyndi, þ.e.a.s. við treystum því að almenningur viti að jafnaði betur en stjórnmálamenn hvað er rétt. Umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru á öðm máli. Við ætlum að fella úr gildi lögin um að róttæklingar fái ekki vinnu hjá hinu opinbera. Við munum sem sagt ekki eins og forverar okkar útiloka þá sem eru annarrar skoðunar frá vissum emb- ættum og störfum. Við munum virða stjórnarandstöðuna því hún er mjög mikilvæg í þingræðislegu kerfi. í stuttu máli sagt munum við gera hið gagnstæða við það sem kristilegir demókratar gerðu. Í þessum sömu svifum kom þema aðvífandi og bauð kaffí. Engholm afþakkaði það kurteislega og bað um bjór í staðinn. Hvernig gengur að efna kosn- ingaloforð? Ég reyndi að vera spar á kosn- ingaloforðin því ég hafði nokkra hugmynd um hve erfíð fjárhags- staða fylkisins er. Það sem við ætl- um að reyna að gera er eftirfar- andi: Ýmislegt sem ekki útheimtir fé eins og t.d. að bæta rétt almenn- ings til þátttöku í sveitarstjórnum og afnema lögin um að róttækir fái ekki vinnu hjá hinu opinbera auk þess að herða viðurlög við náttúru- spjöllum. Við ætlum einnig að grípa til nýrra ráða til að útvega ungu fólki atvinnu. Hvað með kjarnorkuverin í Slésvík-Holtsetalandi? Jafnaðarmannaflokkurinn hefur samþykkt að stefna að því að öllum vestur-þýskum kjarnorkuverum hafí verið lokað innan tíu ára og hér í fylkinu innan átta ára. Þetta ætlum við að reyna vegna þess hve áhættusamur kjamorkuiðnaðurinn er. Við treystum á aðrar orkulindir og að draga megi úr orkuþörf með spamaði þannig að orkuframleiðsl- an verði áhættuminni og feli ekki í sér hættuna á náttúruspjöllum. Við verðum fyrstir í V-Þýskalandi til að reyna að losna við kjamork- una. Hvemig gengur samstarfið við Sambandsstjómina í Bonn? Við erum náttúrlega búnir að vera stuttan tíma við stjórnvölinn og því hefur lítið komið upp á. Á næstu mánuðum verða teknar upp viðræður við Sambandsstjómina um vandamálin sem hér blasa við og þann fjárhagslega stuðning sem við þurfum. Við treystum því að stjómin láti ekki flokkapólitík ráða ferðinni heldur hag heildarinnar og hagur heildarinnar er í þessu tilviki sá að Slésvík-Holtsetaland fái meira fé. Þú hefur sagst ætla að vinna með stjórnarleiðtogum í nágranna- fylkjunum gegn muninum á afkomu fylkjanna í Norður- og Suður- Þýskalandi. Hvemig sækist? Samstarfíð er komið í gang milli Slésvíkur-Holtsetalands og Ham- borgar. Á næstu vikum á ég fundi með borgarstjóra Bremen og Ernst Albrecht, forsætisráðherra Nied- ersachsen. Þessi fjögur strandfylki Norður-Þýskalands eru hvert í sínu lagi of veigalítil til að mega sín nokkurs í samkeppninni í Evrópu eða á heimsmarkaðnum. Þess vegna verðum við að standa saman og hvetja iðnfyrirtæki til að setjast að hér í norðri, frekar en í Baden- Wiirttemberg, Bayern eða Ítalíu eða einhvers staðar sunnar. Við verðum að beijast um okkar sneið af efna- hagsköku framtíðarinnar. I þann sama mund sem ég bar fram síðustu spuminguna um hvort þær væntingar sem til Engholms væru gerðar væru íþyngjandi kvað við í hátalarakerfi skipsins að segl- skipið Gorch Fock væri sjáanlegt á stjórnborða. Þessu verð ég að svara játandi. Þegar kosningaúrslitin em svo af- gerandi búast mjög margir við mjög miklu. En vegna þess hve fylkið er fátækt verður ekki hægt að verða við öllum óskum, sagði Engholm og rauk á fætur til að fagna komu skútunnar Gorchs Focks úr siglingu í kringum jörðina. Viðtal: Páll Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.