Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 16
% %
380r T3TIOÁ .12 HTJOAOnJí'íT'rJíí .(íIQAJHTJJxiHOM
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. AGÚST 1988
eftir Bergljótu
Leifsdóttur
Frægð Siena, sem er ein af helstu
ferðamannaborgum Ítalíu, er fyrst
og fremst tengd góðu viðhaldi á list-
um og sögulegum byggingum í mið-
bæ hennar.
Ríkjandi stíll í Siena er gotnesk-
ur. Á 14. og 15. öld dafnaði við-
skipta- og bankastarfsemi í Siena
og voru þá reistar þær byggingar,
sem eru minnismerki, ef svo má
segja, um það tímabil: Dómkirkján,
Skímarkapellan, kirkja heilags
Francesco, kirkja heilags Domenico,
Almenningshöllin, Tolomei höllin,
Sansedoni höllin og Salimbeni höllin
og hinn frægi Branda brunnur.
Á 15. öld hófst örlagaríkt efna-
hags- og stjómmálaástand, sem
hafði þær afleiðingar að á 17. öld
missir Siena sjálfstæði sitt, þegar
Flórens lagði hana undir sig með
hjálp Spánarkonungs og féllu í þeim
bardaga 2/3 af íbúum Siena. Siena
er í dag róleg, lítil borg, sem byggir
efnahagslega afkomu sína á land-
búnaði í nágrenni hennar og þá einn-
ig vínrækt og er Siena hluti af hinu
fræga Chianti vínsvæði.
Miðbær Siena snýst aðallega um
tvö torg: Piazza del Campo, sem er
eins og kuðungsskel í laginu, þar
sem er Almenningshöllin, Mangia
tuminn og Sansedoni höllin. 2. júlí
og 16. ágúst fer fram hin fræga
kappreið, Corsa del Palio, á Piazza
del Campo. Hitt torgið er Dóm-
kirkjutorgið, þar sem drottnar yfir
hin gullfallega Dómkirkja, eitt af
stærstu verkum hins ítalska gotn-
eska stíls og við hliðina á henni er
Skímarkapellan.
Helstu listaverkasöfn Siena em
Málverkasafnið og Borgarsafnið,
sem er í Almenningshöllinni.
Hér á eftir mun ég tala nánar um
þær byggingar, sem ég nefndi hér
á undan.
Kirkja heilags Domenico: Kirkj-
an var byggð á ámnum 1226 til
1254 af svartmunkum og var hún
stækkuð í byijun 14. aldar. Hún er
byggð úr múrsteini í gotneskum stíl.
Inni í kirkjunni er Kapella delle
Volte, sem dregur nafn sitt af kross-
lögðum bogahvelfíngum hennar. Hér
lagðist heilög Caterina ávallt á bæn.
Önnur kapella er í kirkjunni, Kap-
ella heilagrar Caterinu, þar sem er
geymt í helgiskríni höfuð hinnar
heilögu. Kapellan er fræg fyrir kalk-
málverk eftir Sodoma, sem var uppi
í byijun 16. aldar og var einn af
hæfustu málurum á Ítalíu í stíl Leon-
ardo da Vinci.
Branda brunnurinn: I endanum
á heilagrar Caterinugötu er Branda
bmnnurinn, sem var byijað á árið
1081 en var endurbyggður árið
1446. í útliti minnir hann á gotn-
eska framhlið hallar eða kannski
frekar kastala, vegna mikilfengleika
síns. Fyrir Siena búa vom bmnnarn-
ir verðmætir hlutir, sem þurfti að
vemda vegna vatnsskorts.
Salimbeni torgið: Torg þetta er
eitt af hinum mest einkennandi torg-
um Siena. Til hægri er Spanocchi
höllin, sem er byggð í renaissance
stfl árið 1470 en var lokið árið 1880.
I útveggjum hennar sjást áhrif frá
hinum flórenska byggingarstíl þess-
ara tíma, sem er slétt, höggvið
hleðslugijót og em gluggamir
tvíbogamyndaðir.
í endanum á torginu er Salimbeni
höllin, sem er frá 14. öld en var
gerð upp og stækkuð árið 1879. Hún
er dæmi um gotneskan arkitektúr,
þar sem miðhæðin er með þríboga-
myndaða glugga, sem em felldir inn
í hvasshymda boga.
Til vinstri er Tantucci höllin frá
árinu 1548, sem er byggð í renaiss-
ance stíl.
í þessum þrem byggingum er
aðsetur Monte dei Paschi di Siena,
sem er einn af elstu bönkum Ítalíu
(stofnsettur árið 1624), sem var
fmmkvöðull að menningarlegri upp-
byggingu Siena.
Kirkja heilags Francesco: Hér
var áður lítil kirkja og var byijað
árið 1326 á að stækka hana og var
verkinu lokið árið 1475. Hún var
byggð í gotneskum stíl, en þegar
hún varð eldi að bráð árið 1655,
varð viðgerð hennar fyrir áhrifum
af barocco-stílnum. Kirkjan var end-
urbyggð í lok 19. aldar. Kirkjukluk-
kutuminn er frá árinu 1765.
Tolomei höllin. Hún var byggð
árið 1205 en endurbyggð árið 1265
og í dag hefur þar aðsetur Cassa
di Risparmio di Firenze (Sparisjóður
Flórens), sem hefur séð um að gera
hana upp. Framhlið hennar er úr
steini og er hún jarðhæð og tvær
hæðir og á þessum tveim em
tvíbogamyndaðir gluggar, sem em
felldir inní hvasshymda boga með
innfelldum þriggja blaða smára.
Piazza del Campo: Torg þetta
er einstakt fýrst og fremst vegna
kuðungsskeljar lögunar sinnar og
vegna hallandi útlits síns (héðan
byija uppá við hæðimar þijár, sem
borgin er byggð ofan á) og einnig
fyrir bogann, sem er myndaður af
byggingunum. Fyrir næstum því sex
öldum byijaði torgið að fá á sig
Piazza del Campo fyrir kappreiðina.
þessa mynd, sem varð áberandi af
múrsteinunum í miðjunni, sem vom
lagðir í fyrsta skipti árið 1347, sem
var skipt í 9 sneiðar af röndum úr
ljósum steini.
í allar þessar aldir var torgið mið-
punktur lífsins í Siena. Hér komu
íbúamir saman á gleði- og sorgar-
stundum sjálfstæðistímabils Siena.
Hér mættust flokkamir, sem vom
sólgnir í forystu. Og hér vömðu
frægustu prédikararnir almenning
og hina voldugu við. Að lokum var
upplifað hið þjáningarfulla tímabil,
sem var fyrirboði uppgjafar Siena
fyrir riddaraliði Medeghino, sem var
sendur af Karli 5. Spánarkonungi.
í dag er torgið aðallega heimsfrægt
fyrir kappreiðina „Corsa del Palio“.
Almenningshöllin: Hún var
byggð á ámnum 1297 til 1310 og
er ein af frægustu opinbem bygging-
um í gotneskum stíl á Ítalíu. Hún
samanstóð þá af miðhlutanum, sem
stóð uppúr eins og tum í saman-
burði við hliðarnar, sem vom jarð-
hæð og fyrsta hæð með þríbogamyn-
duðum gluggum. Árið 1327 var höll-
in stækkuð með viðbyggingu á hægri
hlið, sem var gert að fangelsi