Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988
UST4VERK
ABJOLUM
Frá 30. alþjóðlega móti Bugatti-eigenda
Lítil borg, skammt
frá Stuttgart í
V-Þýskalandi.
Þetta er snotur
borg og sólin skín,
allt er grænt og
gullið. Þeir eru allir
nýsnyrtir og vel til
hafðir í tilefni
dagsins, æstir í að
hefja för sína sem
liggur frá hóteli
þeirra niður á
ráðhúsplanið. Þar
bíður þeirra fjöldi
manns á öllum aldri
Átta strokka vél með beintengdri forþjöppu, listaverk í málm. Bíllinn er 35 B
Grand Prix árgerð 1929.
með myndavélar á lofti og blik í augum.
Þeir eru greinilega velkomnir gestir hér,
sem annars staðar. Þó eru þeir hvorki
sparkhetjur né popphálfguðir og enginn
ætlast til þess að þeir geri nokkurn
skapaðan hlut annað en að láta sjá sig.
Þeir eru um það bil 40 saman og allir
komnir á efri ár, virðulegir fulltrúar síns
tíma, gulir bláir,
gráir, rauðir og
svartir, gerðir af
meistara höndum —
Bugatti. Þeir koma
úr ýmsum áttum,
flestir frá
Þýskalandi og
Bretlandi, einn alla
leið frá
Bandarikjunum, til
þess að taka þátt í
þessu 30.
alþjóðlega móti
Bugatti eigenda 15.
til 19. júní
síðastliðinn í Heilbronn. Þar spreyttu þeir
sig á ýmsum þrautum, fóru í kappakstur
og kepptust um að vera sem f allegastir.
Aðalatriðið var þó að vera saman,
eigendumir skröfuðu saman um stálfákana
sína, fólk dreif víðs vegar að til að skoða
þessa sögufrægu bíla, sem sjást ekki á
hverjum degi, síst margir saman.
Allir komu þeir í heiminn á ein
um og sama stað — í smábænum
Molsheim í Frakklandi. Þar voru
smíðaðir um 7.500 bflar af Bugatti
gerð á 29 árum, frá 1910 til 1939.
Af þeim er áætlað að 1.500 til
2.000 bflar séu enn á meðal vor ý
ýmsu ástandi. Ekki mikill fjöldi,
en það er með Bugatti eins og svo
margt annað í heiminum, orðstír
deyr aldregi, hveim er sér góðan
getur.
Handsmíðaðir
Og víst er um það, að orðstír
Bugattis lifir og sér engi ellimörk
á honum. Hver einstakur bfll var
handsmíðaður. Hvert stykki var
unnið í liprum höndum valinna
manna, þessum stykkjum var svo
raðað saman af öðrum jafn liprum
höndum. Færibönd voru óþekkt
fyrirbæri. Þrátt fyrir gífurlega
eftirspum á blómaárum Bugatti
bflanna, féllu menn aldrei í þá
freistni að auka framleiðsluna með
hjálp nýjustu tækni og sjálfvirkni.
Nostrað var við hvert smáatriði,
allt gert með eitt í huga: Að gera
Bugatti bfl. Tæknileg fullkomnun
var markmiðið og fáir hafa komist
nær því en Bugatti. Hann var að
vísu gamaldags að mörgu leyti, en
það dró á engan hátt úr þessari
fullkomnun. Tannhjóladrif var eitt
af því sem einkenndi Bugatti löngu
eftir að aðrir framleiðendur höfðu
sagt skilið við það. Enda þótt slíkt
krefðist meiri lagni eða tilfínningar
af hálfu bflstjórans, sérstaklega við
gíraskiptingar, vó þar á móti að
það virkaði — og virkaði vel — ef
menn náðu tökum á því á annað
borð. Og á meðan hlutimir virkuðu
eins og þeir áttu að gera, var engin
ástæða til að breyta þeim.
Listaverk
Vönduð vinna var ekki það eina
sem einkenndi þessa bfla. Hafi
nokkum tíma verið listamenn í
röðum bflasmiða, þá voru það þeir
feðgar Ettore og Jean Bugatti. Það
er sama hvar litið er, Bugatti bíll
er veisla fyrir augað. Fyrstú árin
var áherslan þó frekar á afköstum
bflanna en útliti. En það breyttist
fljótt. Línumar urðu mýkri,
straumlínan ruddi sér til rúms.
Rennilegt boddýið varð jafn
einkennandi og gæðin. Undir
húddinu er annað listaverk. Bugatti
vélar voru frá upphafí eitt besta
dæmi sögunnar um samræmingu
notagildis og fegurðar. Enn í dag
eru þessar vélar taldar þær
„fegurstu" í sögu bflsins. Hreinar
línur, lausar við óþarfa
útúrsnúninga, skínandi málmur,
vélvæddar höggmyndir.
Hægt var að velja um fjögurra
eða átta strokka vélar. Átta
strokka vélin var ekkert annað en
tvær fjögurra strokka blokkir
settar saman, með lengri knastás
og öðm tilheyrandi. Því þrátt fyrir
eftirspumina voru takmörk fyrir
því, sem hægt var að fá fyrir
framleiðsluna. Það var sparað sem
hægt var, án þess að það kæmi
niður á — einu sinni enn —
gæðunum.
Merkisberarnir
30 gerðir af Bugatti vom
framleiddar. Líklega má telja fjórar
þeirra ábyrgar fyrir
bróðurpartinum af þeirri frægð sem
nafnið hefur hlotið. Fyrst er að
nefna Typ 57, sem í upphafí vom
fremur stórir og þyngslalegir
lúxusvagnar af bestu gerð, keyptir
af virðulegum viðskiptajöfmm víða
um heim. Þegar Jean Bugatti,
sonur Ettores, tók við að hanna
vagnana, varð á þeim mikil
breyting. Þeir urðu þá að þeim
bflum, sem almenningur þekkir
líklega hvað best af þessari tegund.
Tveggja dyra, einstaklega
rennilegir með langt bogadregið
skott og áberandi loftristar á enn
lengra húddi, gjaman tvílitir og
líkari nútíma þotum en þeirra tíma
49 Cabriolet, árgerð 1930.
irTt
37 Grand Prix, í
Baksvipur á þrij
1928. Þessi er brc
FALDIDEKKIN
FYRIRHERNUM
Kurt Kiefer er formaður þýska Bugatti klúbbsins, 83 ára gamall og
í fullu fjöri. Eins oft og færi gefst bregður hann sér bæjarleið á
draumavagninum sínum; Bugatti 49 Roadster, árgerð 1930. Hann
eignaðist sinn fyrsta Bugatti 1932, ók honum til sigurs í kappakstri
og hefur verið ólæknandi Bugatti aðdáandi sfðan.
„Það er eitthvað allt annað að
keyra Bugatti en aðra bfla,“ segir
hann dreyminn. „Bugatti hefur
nefnilega sál. Maður er ekki að
keyra bfl, ekki einu sinni Bugatti,
heldur er maður að keyra þennan
Bugatti. Hver bfll er einstakur.
Auðvitað er þægilegra og auðveld-
ara að keyra nýja bfla, en einmitt
þessi glíma í hvert sinn sem maður
keyrir hann, gerir Bugattinn að því
sem hann er. Það er ólýsanleg til-
fínning, þegar þú hefur náð tökum
á honum, ert kominn upp á lagið
með að skipta snurðulaust um gíra
og þess háttar, þá flýgurðu!"
Á leiðinni í myndatöku segir hann
mér aðeins frá bflnum sem hann
nú á, þeim þriðja í röðinni. Hann
keypti bflinn skömmu fyrir stríð.
Síðan, eins og flestir aðrir, var hann
kallaður í herinn. Kiefer er forsjáll
maður að eðlisfari og þóttist sjá
fyrir að ekki væri með öllu hættu-
laust að skilja bflinn eftir heima í
heilu lagi. Því tók hann af honum
dekkin, með felgum og öllu saman
og faldi þau vandlega í kjallaranum
hjá sér. Bfllinn stóð svo á búkkum
undir segli í bflskúrnum. Þetta
reyndist ekki ástæðulaus ótti, því
að f stríðinu var mikill hörgull á
felgum og hjólbörðum og herinn tók
allt sem hann komst yfír. Og þar
sem Bugatti felgur og dekk voru
ekki á hveiju strái eftir stríðið og
engin önnur duga, þá prísaði Kurt
sig sælan er hann komst heim til
Kurt Kiefer, formaður þýska Bug
bU þeirra, Bugatti 49 Roadster ár
sín heilu og höldnu að hildarleiknum
loknum. Hann brá sér niður í kjall-
ara og náði í hjólin, setti þau undir
og skellti sér á rúntinn.
Konan hans sagði mér annað brot
af hinni miklu og óskráðu sögu þess-
ara bíla. Þau voru stödd á bílastæði
við sveitaveg í Frakklandi, ásamt 30 ■