Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 B 19 irgerð 1928. fgja lítra Typ 43 Grand Sport árgerð ;skur og með stýrið „réttum megin.“ Bugatti bílar laða ekki síður að sér yngri eigendur en eldri. ti klúbbsins, ásamt konu sinni við -rð 1930. - 40 öðrum Bugatti eigendum fyrir rúmum 20 árum. Sem þau stóðu innan um glæsivagna sína og ská- luðu í kampavíni í sólinni, sjá þau hvar einn Bugattinn enn rennir sér inn á stæðið: Bugatti pallbill! Allir munnar vöru opnir og kampavíns- glösin höfðu numið staðar á miðri leið. Slíkt hafði enginn áður séð. Fljótlega skýrðist þó málið. Eigandi þessa óvenjulega pallbíls (sem var alveg jafn undrandi á að sjá alla þessa Bugatti bfla á þessum stað og þau voru að sjá hann) var franskur smákaupmaður. Hann hafði eignast bflinn fyrir stríð og breytt honum til að þjóna betur þörfum sínum. Hann skar því aftan af honum og smíðaði á hann pa.ll! tveir Hollendingar úr hópnum vildu kaupa vagninn á staðnum og stundinni, en sá franski var ekki ginnkeyptur fyrir slíku, enda hafði bíllinn þjónað honum dyggilega alla tíð og ekkert bilað. Nokkrum árum seinna mun hann þó hafa látið til leiðast og nú er sem sagt eini Bugatti pallbíllinn einhvers staðar í Hollandi. Vafalaust hefðu þau hjón getað sagt frá ótalmörgu fleiru, en tíminn hljóp frá okkur. Herra Kiefer átti síðasta orðið: „Þú mátt vita það, að allt sem við eða aðrir Bugatti eigend- ur segja þér um Bugatti er satt — við þurfum ekkert að gorta. Skreytni í slíkum sögum er ekki við hæfi og algerlega óþörf. Bugatti eigendur eru hugsjónamenn og segja aðeins sannleikann!" bifreiðum. Þetta varð uppáhalds leikfang hinna ríku og frægu. Kappakstursbílarnir Typ 35 og Typ 35 B láta ekki jafn mikið yfir sér. Fátt minnir á kappakstursbíla nútímans þegar litið er á þá. Yfírbyggingin er eins og lítill bátur á hvolfí ofan á grindinni, dekkin há og mjó standa langt út frá boddýinu. En í vélarrúminu hvílir átta strokka Bugatti vél með forþjöppu og þessir bílar voru nánast einráðir á kappakstursbrautum heimsins í nær tvo áratugi. Yfír 2.000 sigrar á sex árum eru vitnisburður þessara afburða bíla. Á árunum 1924-’30 komst enginn með stuðarann þar sem Bugatti var fyrir fímm mínútum. Eftir 1930 dró úr einokun þeirra, en nafnið vakti þó áfram ótta og aðdáun meðal kappaksturshetja um hríð og þótt lítið sé eftir af óttanum í dag, af skiljanlegum ástæðum, hefur aðdáunin ekki minnkað að sama skapi. Bíll bílanna Fyrr var sagt að seinni gerðimar af Typ 57 væru líklega þeir bílar sem almenningur þekkir best úr smiðju Bugattis. Þetta er þó ekki nema hálfur sannleikur. Annar er sá sem flestir þekkja með nafni, þótt fáir hafí séð hann, nema helst á myndum. Menn sjá heldur ekki hvíta hrafna á hveijum degi. Og Bugatti Royale er álíka sjaldséður á meðal bíla. Aðeins sjö voru smíðaðir og þeir em vandlega geymdir í öryggisgeymslum, fjársjóður grafínn í jörð, huldir sjónum og ekki einu sinni teknir út í bfltúr einstaka sunnudag. Royale heita þeir — og em. Risavaxnir drekar skreyttir gulli, sætin úr dýrasta leðri og mælaborð úr völdum eðalviði, þyngd í samræmi við stærð. Kaupverð var á sínum tíma svimandi hátt, í dag þyrfti að borga nokkur hundmð milljónir króna ef svo ólíklega vildi til að einn þeirra stæði til boða. Þetta meistarastykki er af mörgum bflaáhugamönnum og sérfræðingum talið vera Le Automobile, sem á íslensku myndi útleggjast Billinn, hinn eini og sanni. Lengra á ekki að vera hægt að komast. Goðsögn? Gæti verið. En ef svo er, þá á hún við meira að styðjast en flestar aðrar. Bug-atti klúbbar Hið alþjóðlega Bugatti mót er haldið í V-Þýskalandi 1988. Kurt Kiefer, formaður þýska Bugatti klúbbsins (hann er 83 ára og þar með elsti Bugatti ökumaður í heimi), tjáði mér að slík mót hafi verið haldin á nær hveiju ári síðan 1958, stundum tvö á ári. Bugatti klúbbar em starfræktir víðs vegar um heim, flestir í Evrópu. Bretar urðu fyrstir til að stofna slíkan klúbb og gerðu það af öðmm ástæðum en þeir sem á eftir komu. Þeir stofnuðu sjnn klúbb á meðan Bugatti var enn í framleiðslu, til að auðvelda innflutning, bæði bíla og varahluta. í þá tíð var ekki jafn hægt um vik og nú að fá bíla sem höfðu stýrið „réttum megin“9» Annars staðar vom klúbbamir stoftiaðir síðar, til að minnast meistarans og til að skiptast á varahlutum. Sá fyrsti utan Bretlands var stofnaður í V-Þýskalandi 1951, formlega reyndar 1956. Starfsemi þessara klúbba er með ýmsum hætti. Auk þess að fá varahluti hvor hjá öðmm og láta smíða þá sem hvergi fínnast, fara meðlimir í sameiginlegar ferðir, áramótagilli em haldin o.s.frv. Fyrir nú utan einstaklingsframtakið, en sannur Bugatti eigandi fer ekki í felur með eign sína, heldur spókar sig stoltur í vagni sínum í miðbæjammferðinni eins oft og færi gefst. Flestir munú bflamir vera í Bretlandi og Bandaríkjunum, þá í Frakklandi, um 100 bflar munu vera til í Ástralíu, 60 - 70 í V-Þýskalandi og færri annars staðar. Á alþjóðlegu mótin koma að meðaltali 40 - 50 bílar. Af þeim em flestir fastagestir — kjaminn í félagsskapnum. Á mótinu í Heilbronn var farið í kappakstur, flallakstur, verðlaun vom veitt fyrir bestu eintökin lí hveijum flokki. Flokkamir era þrír: Limousine, roadster og Grand Prix. Þetta mót tókst með ágætum og bílamir stóðu fyrir sínu. Þrátt fyrir aldurinn, 49 til 63 ára, mnnu þeir sitt skeið^ hátt á öðm hundraðinu margir hveijir. Fjallaferðin var þeim heldur ekki ýkja erfíð, þótt brattinn væri mikill og vatnskæling ekki fyrir hendi á þeim öllum. Það er sem ég sjái einhveija nútíma blikkbeljuna renna sér léttilega upp Kambana eftir 60 ár. Þessir vagnar eiga hins vegar langt líf fyrir höndum enn, ef mér skjátlast ekki og menn munu halda áfram að fjölmenna til að líta þá augum um ókomin ár. Því bflar geta líka verið ódauðiegir...ef þeir heita Bugatti. MYNDIR OG TEXTI: Ævar Om Jósepsson Höfuadurstundarnám viðháskól- ann í Freiburg í Vestur-Þýzka- landi. 57 Cabriolet „Aravis" árgerð 1939. Þessi kom alla leið frá Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.