Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 2$ J5 fclk í fréttum Ef hann bítur hana þá brosir hún. ■■■■■■■■ ENGLAND Böm þeirra finna aldrei til sársauka Bob og Christine eiga þrjú böm, sem era sérstök fyrir það að gráta aldrei. Sama hvað þau era bitin fast, klórað mikið eða brenna sig illa. Þau hafa tpjög sjaldgæfan taugasjúkdóm sem gerir það að verk- um að algjört tilfinningaleysi er viðvarandi. Foreldrar þeirra eiga enga ósk heitari en að þau reki upp sársaukaóp, svona eins og gengur og gerist. Jafnvel þegar sú yngsta, sem er aðeins 7 mánaða gömul, er svöng heyrist aðeins muml, en ekki org. Bömin hoppa ofan á hvert annað, beija spýtum í höfuðið, hlaupa á húsgögn og veggi, en ekki heyrist hljóð í þeim. Miðbamið, sem er tveggja ára, hefur fótbrotnað svo illa að hún getur aldrei gengið eðlilega á ný. Elsta bamið, sem er drengur, leikur við þá yngstu, stundum með því að stíga ofan á hana, jafnvel á höfuðið, og hefur ekki hugmynd um að hann er að meiða hana. Móðir þeirra segir: „Við eram stanslaust á verði, ef við lítum af þeim eitt augnablik, myndu þau skaða sig illa eða jafnvel láta lífið.“ Bömin hafa öll hlotið einhvem skaða, misalvarlegan, til dæmis hefur dreng- urinn hlotið fyrsta stigs brana og handleggsbrotnað án þess að æmta eða skræmta. Ekkert þeirra hræðist nokkum skapaðan hlut. Yngsta bamið hefur verið prófað meðal annars með því að stinga í hana litlum nálum svo að blæddi úr, en hún hjalaði ánægjulega á meðan. Faðirinn hefur leyfi læknis til þess að bíta hana misfast af og til til Það er erfitt að vara þessi litlu börn við hættum. þess að geta séð viðbrögð hennar. Enn sem komið er finnur hún engan sársauka, en foreldrar hennar missa ekki vonina. Fjölskyldufaðirinn hætti starfi sínu sem slátrari til þess að geta verið heima og aðstoðað konu sína við að gæta barnanna. Hann er nú að innrétta sérstakt bamaherbergi, þar sem allir veggir verða fóðraðir, gólfín sérstaklega teppalögð og húsgögnin með öllu skaðlaus. Það er ekki til nein meðul, enn sem komið er, sem geta læknað böm þeirra. En þau hjónin lifa í voninni. Jóhann Már Jónsson datt í lukkupottinn og krækti sér i hálfa milljón. Vann hálfa milljón í skafmiðahappdrætti Jóhann Már Jónsson, þrettán ára gamall Reykvíkingur, var stadd- ur á Siglufirði þegar hann datt heldur betur í lukkupottinn. Hann vann hálfa milljón króna í skafmiðahappdrættinu „happa- þrenna". Jóhann hefur unnið fyrir sér sem blaðburðardrengur Morgun- blaðsins. Aðspurður sagðist hann sjaldan spila í þessum happ- drættum. Honum brá að vonum við vinninginn, varð „ofsa glaður en það vora engin öskur eða læti eða svoleiðis." Hann hefur nú lagt upphæðina inn á bankabók og ætlar „bara að sjá til“ f hvað þeir fara. „Fólk í fréttum" óskar honum til hamingju með vinning- inn. H in sextán ára gamla Suzanne Twomey reyndi að uppfylla þann draum að komast til Ameríku. Ekki átti hún þó krónu með gati, heldur gerðist laumufarþegi með skipi sem sigldi frá heimabæ hennar á írlandi til Ameríku. Ferðin tók tíu daga og fékk hún næsta lítið í gogginn, vatn var það til hversdags og brauð á betri dögum. Það uppgötvaðist ekki fyrr en hún kom til draumalandsins að hún hafði verið með á siglingunni, og var hún handtekin við landganginn. GRETA GARBO ER VIÐGÓÐA HEILSU agnir um veikindi Gretu Garbo hafa verið stórlega ýktar, en sagt hefur verið að hún væri haldin einhveijum alvarlegum sjúkdómi. Sannleikurinn er að þessi aldna leikkona hefur verið með flensu og var rúmliggjandi í nokkra daga. Greta verður 83 ára gömul í ár, og hefur lifað mjög einangruðu lífi í áratugi, eins og allir vita. Hún fer á hverju sumri í stutta ferð til Evrópu, í nágrenni Alpafjalla. Þar býr hún á hóteli fer gjaman á barinn og neitar ekki félagsskap. Hún minnist stundum á sitt gamla fósturland, en þangað fer hún mjög sjaldan. Er sagt að hún virðist fylgjast með sænskum stjórnmálum, þótt hún gleymi nöfnum á stjómmálamönnum þar í landi. Það hefur heyrst að hún hrósi drottningu Svía og segi hana gáfuðustu og fallegustu drottningu í heimi. Konungshjónin heimsóttu hana í vor er þau voru á ferðalagi um Ameríku, og kunni Greta að meta það. Ljósmynd náðist af henni nýverið á göngu með vinafólki, og hafði hún ekkert á móti ljósmyndaranum, var sagt. Haft var eftir þeim sem sáu Gretu að hún liti vel út, hárgreiðslan sú sama, en aldrei þessu vant sást hún með varalit. Eins og venjulega var hún klædd í síðbuxur og úlpu, og gekk við staf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.