Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 24
24„ B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 TILBOÐSVERÐ Á JÁRNHILLUM FYRIR LAGERINN, GEYMSLUNA, SKRIFSTOFUNA. Tvær uppistöður með sex hillum kr. 5.385,- - viðbótaruppistaða kr. 630,- - viðbótarhilla kr. 630,- GRAFELDUR Borgartúni 28. sími 62 32 22. Byggingajiist Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson History of World Architecture series: Doris Heyden and Paui Gendrop: Pre-Columbian Architecture of Mesoamerica. Translated by Jud- ith Stanton. Hans Erich Kubach: Roman- esque Architecture. Faber and Faber/Electa. 1988. Það hafa ekki fundist neinar leif- ar um menn í Ameríku eða forfeður manna. Það styður þá skoðun að Ameríka hafí byggst af hópum eða þjóðflokkum, sem koma frá Asíu fyrir um 40.000 árum. Þessir hópar hafa komið yfír ís og landbrú, þar sem nú er Berings-sund og haldið suður. Sá er uppruni mannabyggðar á því svæði, sem er vettvangur þessa rits, en það fjallar um bygg- ingarlist og steinlist. Þessir þjóð- flutningar hafa tekið langan tíma og langur tími hefur liðið þar til íbúamir höfðu komist á stig fastrar búsetu og skipulegra samfélaga. Svæðið sem þessi listasaga spannar nær yfír Mexíkó, Guatemala, E1 Salvador, Nicaragua, Costa Rica og hluta Honduras. Fyrir komu Kolumbusar hafði blómleg menning náð að móta þessi svæði í um 5000 ár. Þessi menning var sundurleit en þó var eitt sameiginlegt, sem var þrepapíramídinn, sem er lista- tákn svæðisins. Stærðfræðikunn- átta, ritun og tímatal var merki um menningarþróunina. Þegar Spán- verjar koma og leggja undir sig svæðið, þá var þessari menningu tekið að hnigna og hún hverfur með valdatöku Spánverja. Fomleifa- rannsóknir hafa leitt í ljós margt nýtt og leifar fomra steinbygginga hafa verið kannaðar og skreyting- amar skýrðar. Höfundamir segja sögu byggingarlistar og hinn mikli fjöldi mynda skýrir textann. Rann- sóknir halda áfram og margt nýtt er einlægt að koma í ljós við fom- leifarannsóknir. Rómanski stíllinn er talinn hefj- ast á áttundu og níundu öld og nær fullkomnun á tólftu og þrettándu öld. Hans Erich Kubach, höfundur- inn, segir í formála, að um tíu þús- und byggingar í rómönskum stíl hafa varðveist í Evrópu, í Póllandi, Bæheimi og Moraviu og Slóvakíu og í Ungveijalandi. Stíilinn er nokk- uð bundinn þeim þjóðum, sem tala germönsk og rómönsk mál og einn- ig vestari hluti slavneska málsvæð- isins. Á þessum svæðum er þessi byggingarstíll samofínn auknum áhrifum kristninnar í fýrstu og verður síðan stíll ármiðalda og mið- alda, eins og segja má, að gotneski stíllinn, sem tekur við, einkenni hámiðaldir. Höfundur telur, að áhrif kirkjustílsins í Byzans, Sýrlandi og Egyptalandi hafí haft lítil áhrif á mótun rómanska stflsins í Evrópu, „við nánari athugun kemur í ljós að rómanski stíllinn er frumlegur evrópskur stfll sem umbreytti og endurskapaði áhrif annars staðar frá. Massífír veggir, hringboginn og súlur, kúplar og boghvelfingar mynda sterka og massífa heild.“ Mikill fjöldi lit- og svart/hvítra mynda eru í texta, uppdrættir og sniðmyndir. Höfundurinn hefur unnið að þessari bók í um fjörutíu ár beint og óbeint og hefur mjög ákveðnar skoðanir á þessum bygg- ingarstfl. Lýsingar hans á hinum einstöku byggingum, sem hann tek- ur sérstaklega til meðferðar eru ítarlegar og byggðar á eindæma þekkingu á efni, stíl og sýn þeirra sem fullkomnuðu margar fegurstu kirkjur Evrópu. History of World Architecture sem Faber og Electa gefa út er vönduð saga byggingarlistar heims- ins og er nú að koma út. Þakstál með stíl Plannja þakstál Aðrir helstu sölu- og þjónustuaðilar: Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi, sími 78733. Blikkrás hf, Akureyri, sími 96-26524. Vélaverkstæði Björns og Kristjáns, Reyðarfirði, sími 97-41271. Hjá okkurfærðu allar nýjustu gerðir hins vinsæla og vandaða þakstáls frá Plannja. Urval lita og mynstra, m.a. Plannja þakstál með mattri litaáferð, svartri eðatígulrauðri. Verðið okkar hittirí mark! ÍSVÖR HF. AUSTURSTRÆTI10A 121 REYKJAVÍK, SÍMI623455 Vondir menn að vúdú-kukli Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó Sá illgjarni — The Serpent and The Rainbow Leikstjóri og handritshöf- undur Wes Craven. Aðalleik- endur Bill Pullman og Cathy Tyson, Paul Winfield. Bandarísk. Universal 1987. Craven hlýtur að teljast ókrýndur kóngur, eða kannski öllu frekar barón Samedi-hryll- ingsmynda í B-flokki. Hann hef- ur ekki náð A- stimplinum enn á myndir sínar, líkt og aðrir kunnir leikstjórar með svipaðan bakgrunn, t.d. Cronenberg, Te- ague, Carpenter. Myndir hans einkennast þó af markvissri leik- sljóm og fagmannlegri umgjörð, þó sjaldnast geti hún talist ríkmannleg að sama skapi. Að þessu sinni hefst sagan í myrkviðum Amason-lægðarinn- ar, þar sem frumbyggjar byrla söguhetju vorri (Pullmann) eitur. Kemur síðar á daginn að það á eftir að gera honum gott. Pull- man er vísindamaður og næsta verkefni hans er á vegum ly§a- fyrirtækis sem gerir hann útaf örkinni til Haiti. Þar á hann að verða sér úti um undralyfíð “tetrodotoxin", sem er þeim óskaplegu eiginleikum búið að koma mönnum í dauðadá. Leyndardómurinn að baki vúdú- galdrinum. Á Haiti morar allt af seiðkerl- ingum, galdramönnum og íjöl- kynngi feiknamikið. Læknirinn Tyson kemur nú Pullman til hjálpar við útvegun efnisins og lenda þau í klóm yfírmanns lög- reglu uuvaliers, sem reynist æðsti prestur kuklara. Nokkuð fjörug frásaga en líður fyrir fátæklegan söguþráð og afleitan leik Pullmans í aðal- hlutverkinu. Hann virðist rem- bast við það háleita takmark að verða Robert De Niro fátæka kvikmyndaframleiðandans. Verði honum að góðu. Tyson, sem hverfur manni ekki úr minni fyrir frábæran leik og persónu- töfra í Monu Lisu, sannar með þessu hlutverkavali að tækifærin brosa ekki við lituðum leikurum í dag frekar en fyrri daginn. Þó svo að Craven sé farinn að vinna fyrir stóru kvikmynda- verin í Hollywood — og hand- bragðið hnitmiðað sem áður — er ekki enn komið að stóra tæki- færinu, þar sem í ljós kemur hvort annað og meira en B- myndasmiður býr í karli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.