Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988
3E
A DROITINSWGI
Umsjón:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Séra Kristján Valur Ingólfsson
Þorbjörg Daníelsdóttir
Biblíulestur vikunnar
Sunnudagur 12. sunnudagur e. trín. Matt. 5,33—37.
Mánudagur I. Mós. 18,1—19. Vantrúin verður sértil skammar.
Þriðjudagur I. Mós. 18,20—33. Abraham biður fyrir Sódómu.
Miðvikudagur I. Mós. 22,1—19. Guð reynir Abraham.
Fimmtudagur I. Mós. 24,1—67. ísak fær Rebekku.
Föstudagur I. Mós. 27,1—45. Vegir Guðs eru órannsakanlegir.
Laugardagur I. Mós. 28,10—22. Syndarinn flýr en hlýtur samt
fýrirheítið.
Armenar og
slökunarstefna
Gorbatsjovs
Blaðamaður fínnska kirkju-
blaðsins Kyrkpressen var staddur
í Moskvu í sumar. Hann segir svo
frá:
— Mótmælagöngur heyra nú til
hversdagslegri götumynd í Moskvu
og er það eitt tákn hins nýja ffjáls-
ræðis í landinu.
— Sunnudag þann í sumar, er
ég var staddur í Moskvu, bárust
þær fregnir frá vestrænum frétta-
miðlum að efna ætti til mótmæla
við armensku kirkjuna í borginni.
— Þau mótmæli voru aðeins
einn þáttur af mörgum í aðgerðum
Armena til að koma á framfæri
málstað sínum. En hveijir eru
Armenar og hveiju mótmæla þeir?
Kirlqa Armena í Moskvu er því
sem næst í miðri borginni, sem og
fleiri kirkjur. Áberandi margir her-
menn eru á ferli í næsta nágrenni
við kirkjuna þennan sunnudag.
Taktfost hróp berast langar leiðir
frá garðinum umhverfís kirkjuna
þar sem mótmælin fara fram. Um
það bil eitt hundrað manns eru
saman komnir, sumir bera mót-
mælaspjöld, aðrir mynd af flokks-
leiðtoganum Míkhaíl Gorbatsjov.
Andrúmsloftið er þrungið spennu.
Krafa um sameiningn
Frá því í febrúar á þessu ári
hafa Armenar ítrekað haldið uppi
kröfu um að héraðið Nagomo
Karabak í Azerbajdzhan verði
sameinað Armeníu að nýju. Meiri-
hluti íbúa í héraðinu er Armenar.
Fréttastofur hafa greint frá óeirð-
um bæði í Stepanakert, sem er
aðsetur stjómarinnar í Nagomo
Karabak, og í Jerevan, höfuðborg
Armeníu. Oeirðimar hafa staðið
yfír í allt vor og sumar. Samkvæmt
fréttastofu Tass er aðeins um að
ræða upphlaup óeirðaseggja, en
eftir æstum hrópunum að dæma,
sem berast frá kirkjunni í Moskvu,
er það ekki allur sannleikurinn.
Armenskar heimildir hafa greint
frá því sem dylst að baki því sem
Tass kallar „upphlaup óeirða-
seggja". Frásagnir þeirra em ótrú-
legar. Þær herma frá morðum,
ofsóknum og pyntingum. Oft em
fómarlömbin saklausar konur og
böm.
Grimmdarverk
Eistneska næturútvarpið færði
sönnur á þessar frásagnir í nýlegri
dagskrá.
Oeirðimar í Nagomo Karabak í
lok febrúar sl. kostuðu mörg
mannslíf, þar á meðal létu tveir
Azerbajdzhanar lífíð. Því sem
fylgdi í kjölfarið hefur fréttamað-
urinn Mikhaíl Lotman lýst sem
hreinu blóðbaði. Svo er að sjá, sem
ætlunin hafí hreinlega verið að
útrýma Armenum í bæjunum
Súmgajt og Bakú, þar sem þeir
em í minnihluta. Kveikt var í
bílnum, heimili lögð í rúst, böm
deydd og konum nauðgað. Menn
vom barðir tii óbóta og jafnvel
brenndir á báli. Hversu margir
Sendinefnd armensku kirkjunnar á 1000 ára afmælishátíð rússnesku kirkjunnar. Patríark Vaqkent
í miðið.
Armenar létu lífíð í þessum ofsókn-
um veit enginn. Það er talað um
hundmðir, þótt opinberar heimildir
greini aðeins frá 32 dauðsföllum.
Þessar ógnir vöktu að vonum
upp hörð viðbrögð, m.a. í höfuð-
borginni, Jerevan og Moskvu.
Fólk með viðburðaíka
sögu að baki
Fjallið Ararat er hið landfíæði-
lega sameiningartákn Armena.
Samkvæmt armenskri goðsögn var
aldingarðurinn Eden uppi á fíjall-
inu. Allir Armenar telja sig því
eiga uppmna að rekja til Ararat,
staðarins þar sem örkin hans Nóa
strandaði eftir syndaflóðið. Eins
og goðsögnin gefur til kynna, eiga
Þau byggja kirkju
Erlendir ferðamenn, sem hér
vom á ferð fyrir skömmu, höfðu
orð á því að við íslendingar ættum
margar fallegar kirkjur. Þeir
höfðu farið víða um landið og
skoðað bæði byggðir og óbyggðir.
Síðasta daginn sem þeir vom hér
notuðu þeir til að hlýða á messu
í Dómkirkjunni og skoða sig um
í Reykjavík og næsta nágrenni,
en fyrsti áfangastaður þeirra
hafði verið Stykkishólmur.
Það er satt, við eigum margar
faliegar kirkjur og hefur bygg-
ingalistin fengið að njóta sín í
kirkjubyggingum, öðmm bygg-
ingum fremur, hér á landi síðustu
áratugina. Ein siík vegleg kirkja
er í byggingu í Stykkishólmi, sem
allir íbúar leggjast á eitt við að
ljúka sem fyrst og gera sem best
úr garði. Gamla guðshúsið þeirra
er nú orðið aldargamalt og hefur
íbúaQöldi íjórfaldast síðan hún
var byggð. Það má því nærri geta
að þröngt muni vera í litlu kirkj-
unni á stórhátíðum og við önnur
tækifæri þegar fjölmennt er í
kirkju.
Unnur Breiðflörð er meðhjálp-
ari og í ritnefnd fréttabréfs sem
gefíð er út til að vekja áhuga fólks
á kirkjubyggingunni og leyfa því
að fylgjast með hvemig gengur.
„Mér fínnst kirkjan ekkert of
stór,“ sagði Unnur, „hún rúmar
220 manns í sæti og það er ekki
of mikið fyrir 1.300 manna bæ.
Ef með þarf verður líka hægt að
opna inn í safnaðarsal sem er 105
fermetrar. Kirkjan er ekki einung-
is ætluð fyrir messur, heldur á
hún að hýsa allt safnaðarstarf,
s.s. sunnudagaskóla, fermingar-
undirbúning, tómstundastarf og
skrifstofu presta, svo eitthvað sé
nefnt."
Þótt nokkuð vanti á að kirkju-
húsið sé fullbyggt, er strax farið
að hugsa til þess sem þarf til að
fullbúa kirkjuna að innan. í þeim
tilgangi hafa verið stofnaðir
nokkrir sérsjóðir, sem óskað er
eftir að heimafólk og aðrir velunn-
arar leggi í eftir því sem vilji og
geta leyfír. Sjóðimir em: sæta-
sjóður, orgelsjóður, klukknasjóð-
ur, ljósasjóður og munasjóður.
Safnaðarstjómin hefur reiknað út
að ef hvert heimili í bænum legði
10 krónur á dag í hvem sjóð í tvö
ár yrði hægt að búa kirkjuna besta
fáanlega búnaði að þeim tíma
liðnum. Unnur var ekícert hrædd
um að Stykkishólmsbúar legðu
ekki sitt af mörkum og hún tók
sérstaklega fram að sjómenn
hefðu alltaf stutt kirkju sína
dyggilega. Að lokum sagði Unnur
að stefnt væri að því að ljúka
útivirinu við kirkjuna í sumar, þ.e.
að ganga frá þaki, glerísetningu
og múrverki.
Við óskum Stykkishólmsbúum
góðs gengis við kirkjubygginguna
og velfamaðar í lífí og starfí.
Armenar langa og viðburðaríka
sögu. Árið 600 f.Kr. var Armenía
stórt ríki. Landamæri þess náðu
frá Kákásusfíöllum í norðri, frá
Kaspíahafí í norðaustri, í suðaustri
náðu þau að Svartahafi og til suð-
urs að Miðjarðarhafí. Landsvæði
sem nú tilhevra Sovétríkjunum,
Tyrklandi og Iran tilheyrðu hinni
sögulegu Armeníu.
Mikil menningarþjóð
Snemma fór orð af Armenum
fyrir háþróaða menningu. Nú eru
þeir þekktir fyrir tækniþróun á háu
stigi, m.a. fyrir tölvusmíði og mikla
fjölbreytni í ávaxtarækt. 99% íbú-
anna eru læsir og skrifandi og hlut-
fallstala skólagenginna er hæst í
Armeníu af hinum 15 sambands-
lýðveldum Sovétríkjanna og þeir
eiga næst flesta_ vísindamenn af
öllum ríkjunum. í hinni 2800 ára
gömlu höfuðborg, Jerevan, er mjög
háþróuð vísindaakademía þar sem
framúrskarandi vísindamenn á
sviði eðlisfræði og stjömuffæði
starfa. Armenskir arkítektar og
tónlistarmenn eru þekktir um alian
heim.
Eigin kristin kirkja
Armenar eru kristin þjóð. Þeir
halda því gjaman sjálfír fram, að
þeir séu fyrsta þjóðin í heimi sem
gerði kristni að yfírlýstri ríkistrú.
Það átti sér stað þegar árið 300.
Armenar héldu fast við orto-
doxa-trú fram til ársins 500, en
hafa síðan farið eigin leiðir innan
kristninnar. Þeir aðhyllast svokall-
aða eineðliskenningu, þ.e. þá kenn-
ingu að Kristur hafí verið guðlegs
eðlis — eingöngu. Armenska kirkj-
an hefur ekki heldur viðurkennt
samkirkjulegar ákvarðanir, en
starfað einangrað frá öðmm
kirkjudeildum. Síðan kommúnísk
stjóm komst til valda í Rússlandi
hefur hún mátt sæta ofsóknum,
en henni hefur tekist að lifa þær
af. Kristin trú er óaðskiljanlegur
hluti sjálfsvitundar armensku þjóð-
arinnar. Staðfesting þess kom
glöggt í ljós nú fyrir nokkrum vik-
um, þegar patríarki armensku
kirkjunar, Vaqkent I, skoraði á
mótmælendur að fara friðsamiega.
Tilmæli hans vom tekin til greina
af fjöldanum og urðu til að lægja
öldumar.
Krístinn minnihluti
meðal múslíma
Armenía, eins og hún er nú á
dögum, er aðeins lítill hluti þess
sem hún eitt sinn var. Nagomo
Karabak hét uppmnalega Artsok
og var þá hérað í Armeníu. Það
var sameinað nágrannaríkinu Az-
erbajdzhan árið 1820, þegar rússn-
eski zarinn breytti ríkjaskipaninni.
Armenar em, eiris og áður segir,
kristnir en aðrir íbúar Azerbajdz-
han em múslímar. Það skýrir ef
til .vill fjandskap þann sem frá
fyrstu tíð hefur verið milli íbúanna.
Armenar hafa margoft í aldanna
rás mátt þola ofsóknir af hálfu
nágranna sinna. Árið 1915 gerði
tyrkneskt innrásarlið sitt ýtrasta
til að útrýma þjóðinni, en þá féll
ein og hálf milljón Armena. Eftir
rússnesku byltinguna 1917 gekk í
garð endurreisnartímabil í Arm-
eníu. Lenín vildi að Nagomo Kara-
bak yrði sameinað Armeníu, en af
því varð þó ekki, þar sem Stalín
lét undan kröfum Azerbajdzhana
um yfirráð og skiptu þá mestu olíu-
lindimar í Baku.
í lok 19. aldar var íbúafjöldi í
Nagomo Karabak 95% Armenar,
en í dag reiknast til að þar búi um
það bil 125.000, sem em 75%
heildaríbúatölu héraðsins. Þrátt
fyrir þennan meirihluta íbúa er sú
fúiðulega staðreynd fyrir hendi,
að í skólum Nagomo Karabak er
einungis kennd saga Azerbajdz-
hana og íslamskar siðvenjur.
Krafaii um að sameinast
Armeníu ekki nýtilkomin
Krafan um að sameinast Arm-
eníu er engan veginn ný af nál-
inni. Á ámnum milli 1960 og 1980
var reynt að þrýsta á yfírvöld í
Moskvu, en án árangurs. En vegna
hins aukna frjálsræðis í frétta-
flutningi sem nú er í Sovétríkjun-
um, hefúr krafan fengið stuðning
annarra ríkja sambandslýðveldis-
ins svo og víðs vegar um heim.
Þegar nær 400.000 Armenar
hófu opinber mótmæli í Jerevan
og aðeins 52 af 230 verksmiðjum
og fyrirtækjum vom starfandi
vegna verkfalla, var ekki hægt að
láta seiri ekkert væri. En hvað
átti að gera? Þetta er stærsta
vandamál sem Mikhaíl Gorbatsjov
hefur staðið frammi fyrir á tíma
umbreytingastefnu sinnar til
þessa.
(Þýtt úr grein eftir Olav S. Mel-
in ritstjóra Kyrkpressen f Hels-
ingfors.)
Ath. Nú þegar hafa borist fregn-
ir um að viðbrögð Gorbatsjovs
hafí verið þau að synja kröfum
Armena og mæta mótmælum
þeírra af hörku.