Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 21
Sb€I TöuOA
íiUtJAU.J*
JTJS. .(iMAJEvTJ JHO hV
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988
B 21
Ferðafélaginn óþolandi
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Á ferð og flugi („Planes, Trains
and Automobiles"). Sýnd í Há-
skólabíói.
Bandarísk. Leikstjóri, hand-
ritshöfundur og framleiðandi:
John Hughes. Kvikmyndataka:
Don Peterman. Tónlist: Ira New-
born. Helstu hlutverk: Steve
Martin og John Candy.
Hefur þér ekki oft liðið eins og
þú viljir vera útaf fyrir þig þegar
þú ert einn að ferðast, hvort sem er
í flugvél eða strætó? Vilt bara fá
að vera í friði með hugsunum þínum
og reyna kannski að blunda, sér-
staklega ef dagurinn hefur verið
mjög erfiður og þú vonar að þú
komist fljótt heim. En svo sest þessi
leiðindaskjóða hjá þér og ræðst á
þig með einskisverðu blaðri og er
svo uppáþrengjandi að þig langar
mest til að kyrkj’ana. Þá skilurðu
Neal Page.
Neal Page (Steve Martin) ætlar
að ná heim til sín fyrir kalkúnadag-
inn mikla, Þakkargjörðardaginn, og
eyða nokkrum dögum með fjöl-
skyldu sinni í ró og næði. En það
er auðveldara að segja en gera.
Neal er bara einn af hundruðum
þúsunda í sömu sporum og erfíð-
leikamir byija strax þegar hann
ætlar að ná í leigubíl útá flugvöll.
Einhver feitur bjáni stelur af honum
leigubílnum sem hann hefur náð
eftir ærið erfíði. Flugtaki seinkar
og Neal sest á móti sama bjánanum
í biðsalnum sem kemur í Ijós að er
besta skinn en óþolandi málglaður
og uppáþrengjandi. Örlögin haga
því svo til að þeir lenda hlið við hlið
í flugvélinni og kjafturinn á þeim
feita er stútfullur af hrútleiðinleg-
um sögum um sjálfan sig. Það er
ekki hægt að lenda vegna veðurs
og flugvélin verður að fara annað
og áður en hann veit af er Neal
lentur inná hótelherbergi með
ókunnugu leiðindaskjóðunni á ein-
hveiju krummaskuði langt að heim-
an. Gaman? Gamanið er rétt að
byija.
Neal og sturtuhringjasölumaður-
inn Del Griffíth (John Candy) eru
hinir ólíku ferðafélagar í John
Hughes-gamanmyndinni Á ferð og
flugi („Planes, Trains and Automo-
biles“) og eins og hið óvenjulega
langa erlenda heiti hennar (Flugvél-
ar, lestir og sjálfrennireiðar) gefur
til kynna eiga þeir eftir að verða
félagar í farartækjum af ýmsum
stærðum og gerðum áður yfír lýk-
ur. Myndin er hin besta skemmtun
í lýsingu sinni á óþoli og svartsýni
eins manns gagnvart bamalegri
lífsgleði, elskulegheitum og bjart-
sýni annars, og Hughes, sem leik-
stýrir, skrifar handrit og framleiðir,
nýtir sér hvem krók og kima sög-
unnar, sem er varla burðarmeiri en
venjuleg partýsaga, til að fela
óvæntar og spaugilegar uppákom-
ur. Hughes („Ferris Bueller’s Day
Off“) hefur oft sýnt að hann hefur
góða frásagnargáfu og auðmelta,
sakleysislega kímni sem hentar hér
ágætlega. Og eins og í öllum sínum
myndum kemur Hughes inn svolitl-
um einfeldningslegum boðskap og
svolítilli væmni í lokin.
En það er ekki síst snilldartökt-
um tveggja frábærra gamanleikara
að þakka að myndin verður eins
fyndin og hugguleg og raun er á.
Steve Martin fullkomar hinn kurt-
eisislega pirring kaupsýslumanns-
ins og góðlátlega umburðarlyndi
gagnvart hinum óþolandi ferðafé-
laga og endalausri röð óhappa á
ferðalaginu heim í kalkúninn, þar
til hann springur og lætur sig hafa
það. Á meðan em öll elskulegu 150
kílóin af John Candy að róta um á
víðfemum akri leiðindanna með sitt
óþolandi litla yfírvararskegg og
krúsindúllulega smákrulluhár. Del
Griffíth á samúð okkar allra á sinn
sakleysislega og umkomulausa hátt
og það veit Neal Page og hann
vorkennir honum líka og hangir
með honum lengur en hann vill.
Það er því kannski ljótt að segja
þetta en forðist þennann Del Griff-
ith, sleppið fluginu, missið af
strætó, gefíð honum eftir leigu-
bílinn, seljið honum reiðhjólið en
farið bara í hina áttina.
Steve Martin og John Candy á ferð og flugi.
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖOINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁÐHÚSTORGI