Morgunblaðið - 23.08.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.08.1988, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 ENGLAND f Kevin Moran Moran til Spánar Kevin Moran, írski - landsliðs- maðurinn hjá Manchester United, ákvað í gser að taka boði spænska félagsins Sporting Gijon. ■BMM „Ég fékk það gott FráBob tilboð, sem ég gat Hennesseyi ekki hafnað," sagði Englandi Moran, sem skrifaði undir tveggja ára samning. Manchester United gaf Moran fíjálsa sölu, þannig að allir pening- amir runnu beint í vasa Morans. Hann er 32 ára og hefur leikið í tíu ár á Old Trafford - 228 deildar- leiki. Moran hefur leikið 39 lands- leiki fyrir Irland. Þess má geta að Manchester United og Manchester City léku ágóðaleik fyrir Moran á sunnudaginn - 5:2. 25 þús. áhorf- endur sáu leikinn og fékk Moran 80 þús. pund í sinn hlut. ■ SPÆNSKA félagið Osasuna hefur mikinn hug á að kaupa Adr- ian Heath frá Everton. Heath, sem er 27 ára, þarf að víkja fyrir Tony Cottee, sem var keyptur til Everton frá West Ham. I LIVERPOOL hefur nú mikin hug á að fá Gary Mabbutt, fyrir- liða Tottenham, til að taka stöðu Alan Hansen, sem er meiddur og getur ekki leikið með Liverpool næstu tvo mánuðina. Liverpool er tilbúið að láta Nigel Spackmann til Tottenham, ef félagið fær Mabbutt. ■ IAN Rush sagði f blöðum í Englandi f gær: „Ekki fara Aldridge! Þú þarft ekki að hafa áhyggjur út af sæti þínu. John Bames eða Peter Beardsley ættu frekar að vera hræddir um stöðu sína. Við getum unnið heiminn sam- an.“ Reiknað er með að Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Li- verpool, tefli fram öllum fjórum fyrmefndu leikmönnunum í einu. Þá er talið að hann færi Ronnie Whelan af miðjunni og í stöðu vinstri bakvarðar. ■ TOTTENHAM er nú að reyna að fá Dassajew, landsliðsmarkvörð Sovétmanna til félagsins. ■ LINCOLN keypti í gær mark- vörðinn gamalkunna Mark Wall- ington frá Derby á 15 þús. pund. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Þorbergur Aðalsteinsson er farinn til Svíþjóðar ÞORBERGUR Aðalsteinsson, lands! iðsmaður í handknatt- leik, er farinn aftur til Svfþjóð- ar, en hann œfði með lands- liðinu hér heima í sumar. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið um helgina vera farinn að æfa af fullum krafti með Saab-liðinu. Þorbergur er í námi ytra og þarf að fara í haustpróf fljótlega, auk þess sem hann hefur hafíð nám I sænska þjálfaraháskólanum. „Við Bogdan ræddum saman áður en landsliðið fór til Spánar og þá lá ljóst fyrir að ég færi út 15. ágúst. Bogdan vildi hafa mig með á æfingunum í sumar og sjá til hvemig málin þróuðust. Og þar sem ég var að vinna heima í sum- ar ákvað að æfa með. Eri ég sá I hendi mér frá upphafl hveija Bogdan ætlaði að nota, og maður má ekki alveg skemma æfínga- munstrið hjá sjálfum sér með fé- laginu,“ sagði Þorbergur. „En þó ég sé farinn út held ég að ég sé ekki endaniega úti úr myndinni fyrir Ólympíuleikana. Það verður þó auðvitað að spyija Bogdan að því.“ Þorbergur heldur til Spánar með Saab-liðinu á fimmtudaginn í æfingabúðir. Pólveijinn Dzjuba er genginn til liðs við félagið og sagði Þorbergur hann styrkja liðið mikið. Þorb«rgur AAalstolnsson KNATTSPYRNA / 1. DEILD Skagamenn halda í UEFA-vonina AAalsteinn Vfglundsson fagnaði rriarki í gærkvöldi. SKAGAMENN sigruöu Víkinga á heimavelli þeirra síöarnefndu í gær í ágætum leik. Þrátt fyrir rigningu og rok var leikurinn hinn skemmtilegasti, mikið af tækifærum á báöa bóga og lið- in sýndu góða knattspyrnu. Skagamenn halda því enn f vonina um þátttökurétt í UEFA-bikarnum, en Víkingar berjast enn viö fallið. Skagamenn byijuðu vel og réðu gangi leiksins í fyrri hálfleik og Aðalsteinn Víglundsson náði for- ystunni á 27. mínútu. Skagamenn fengu aukaspymu fyrir utan vítateig og í stað þess hugsa um vömina tóku Víkingar upp á því að nöldra í dómaranum. A meðan Víkingar þrættu við dómarann fékk Aðalsteinn góða sendingu innfyrir vömina og skoraði af öryggi. Síðara markið var af svipuðum toga. Klaufalegt brot Hlyns Stef- ánssonar á Haraldi Ingólfssyni í vítateig Víkinga og Heimir Guð- mundsson skoraði af öryggi úr víta- Hallsteinn Amarson og Guð- mundur Hreiðarsson Víkingi, Sigursteinn Gíslason og Heimir Guðmundsson ÍA. spymunni. Rétt fyrir leikhlé tóku Víkingar við sér og þeir Hlynur og Andri Mar- teinsson áttu góð skot að marki Skagamanna, en Ólafur Gott- skálksson sá við þeim. ' Llfnar yflr Víklngum í síðari hálfleik tók leikurinn stakkaskiptum er Víkingar lögðu alla áherslu á sóknina. Þeir fengu mörg góð færi, en við það opnaðist vöm þeirra hvað eftir annað og Skagamenn fengu fjölda hættu- legra skyndisókna. Andri Marteinsson minnkaði mun- inn fyrir Vfkinga snemma í síðari hálfleik. Hann fékk boltann fyrir utan vftateig og skaut föstu skoti að marki Skagamanna. Boltinn skaust á milli vamarmanna og í netið. Á síðustu mínútum leiksins sóttu Víkingar ákaft og fengu góð færi, en boltinn vildi ekki innfyrir línuna. Reyndar ekki nýtt vandamál hjá Víkingum sem hafa aðeins skorað 11 mörk í 14 leilgum. Tveir ungir leikmenn voru bestu menn liðanna. Hallsteinn Amarson var mjög traustur f öftustu vörn Víkinga og Sigursteinn Gíslason var driffjöðurin í leik Skagamanna. Þá áttu Heimir Guðmundsson og Guð- mundur Hreiðarsson einnig góðan leik. „Við slökuðum of mikið á þegar við vomm komnir tvö mörk yfír, en við hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sigurður Lárusson, þjálfari ÍA eftir leikinn. „Við byijuðum illa í síðari hálfleik og hættum að spila. En við hefðum átt að nýta skyndi- sóknimar í síðari hálfleik," sagði Sigurður. „Þetta var ágætur leikur og við höfðum greinilega yfirhöndina í síðari hálfleik, en eins og venjulega gekk okkur illa að skora," sagði Júrí Sedov, þjálfari Víkings. „Staðq okkur er að sjálfsögðu ekki of góð og við getum ekki annað en haldið áfram að beijast fyrir sæti okkar í deildinni, sagði Júrí Sedov. Víkingur-ÍA 1 : 2 Víkingsvöllur, íslandsmótið í knatt- spymu, 1. deild, mánudaginn 22. ágúst. Mark Víkings: Andrí Marteinsson (50.) Mörk ÍA: Aðalsteinn Víglundsson (27.), Heimir Guðmundsson (44. vsp.) Gul spjöld: Atli Einarsson Vfkingi, Alexander Högnason og Kari Þórðar- son, ÍA. Dómari: Sveinn Sveinsson 6. Línuverðin Ari Þórðarson og Magn- ús Jónatansson. Áhorfendur: 300. Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Hallsteinn Amarson, Stefán Halldórs- son, Þórður Marelsson, Atli Helgason, Sveinbjöm Jóhannesson, Bjöm Bjart- marz, Hlynur Stefánsson, Andrí Mar- teinsson, Atli Einarsson (Jón Oddsson 63. mín). Lárus Guðmundsson. Lið ÍA: Olafur Gottskálksson, Heim- ir Guðmundsson, Sigurður B. Jóns- son, Mark Duffield, Guðbjörn Tryggvason, Ólafur Þórðarson, Alexander Högnason (Gunnar Jón- asson 75.), Sigursteinn Gislason, Karl Þórðarson (Elias Víglundsson 80. mín), Haraldur Ingólfsson, Aðal- steinn Víglundsson. LogiB. Eiösson skrifar FRJALSAR IÞROTTIR HANDKNATTLEIKUR / SVÍÞJÓÐ Donkova náði heimsmetinu aftur Búlgarska stúlkan Yordanka Donkova setti um helgina heimsmet í 100 m grindahlaupi kvenna er hún hljóp á 12,21 sek á móti í Búlgaríu. Donkova, sem er 26 ára, náði þar með heimsmet- inu á nýjan leik en aðalkeppinaut- ur og landa hennar, Ginka Zag- orcheva, náði því af henni í fyrra er hún hljóp á 12,25 sek. Svíar óhressir með landslið sitt SÆNSKA landsliðið mætti því danska í tveimur æfingaleikjum fyrir helgina, og voru Svfar ekki ánægðir með f rammistöðu sinna manna, þrátt fyrir sigur og jafntefli í leikjunum. Fyrri viðureigninni lauk með jafntefli, 20:20, en þeirri síðari með sigri Svía, sem léku á heima- velli, 21:20. „Það eru öll blöð sammála um að þetta hafí verið lélegasti hand- bolti sem sést hafí hér í Svíþjóð f mörg ár,“ sagði Þorbergur Aðal- steinsson, landsliðsmaður í hand- knattleik, sem búsettur er í Svíþjóð, í samtali við Morgunblaðið. Þekkt- ustu leikmenn sænska liðsins voru teknir fyrir í sjónvarpinu um helg- ina vegna lélegrar frammistöðu, sérstaklega þeir Bjöm Jilsen og Staffan Olsson. Jilsen skoraði að- eins eitt mark utan af velli í síðari leiknum en þijú í þeim fyrri. Svíar hafa af því miklar áhyggjur hve landsliðsmenn þeirra eru slakir að- eins einum mánuði fýrir Ólympíu- leika. Leikmenn hafa verið með yfírlýsingar í blöðum að undanfömu þess efnis að þeir séu þreyttir, og ljóst er að lítið gengur upp hjá þeim í leikjum. Sænska landsliðið er sem kunn- ugt er með því íslenska í riðli á Ólympíuleikjunum og til að und- irbúa sig sem best fyrir leikina við ísland ætla þeir að mæta Austur- Þjóðveijum í fjórum landsleilq'um fram að keppninni í Seoul. „Svíum finnst íslenska liðið líkjast því aust- ur-þýska mjög, leika svipaðan kraftahandbolta. Þeir telja það því besta hugsanlegan undirbúning fyr- ir viðureignina við ísland að leika gegn Austur-Þýskalandi," sagði Þorbergur Aðalsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.