Morgunblaðið - 23.08.1988, Qupperneq 6
V
6 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988
HANDKNATTLEIKUR / FLUGLEIÐAMOTIÐ
„Innistæðulausir11 Tékkar
afgreiddir með 6 marka mun
Árétturóli
Uðið
ANNAR sigur íslendinga á
Tékkum, síðan Bogdan tók við
liðinu, var afar sannfærandi
þegar liðin mættust á Flug-
leiðamótinu á laugardaginn.
íslenska iiðið var áberandi
betra og sex marka munur eng-
in tilviljun. Tékkar eru með
frekar ungt lið, sem er í mótun,
og væri vissara fyrir okkur ís-
lendinga að treysta ekki á að
þeir næðu einu af 6 efstu sæt-
unum á ÓL og gera okkur þann-
ig vonir um að sjöunda sætið
í Seoul dugi til beinnar þátttöku
á HM 1990.
Oðruvísi mér áður brá. Tékkar
komust aldrei yfir í leiknum,
sem er heldur óvenjulegt fyrir þá í
landsleik gegn íslendingum, því í
■■■■ 29 viðureignum
KrístinnJens þjóðanna hafa þeir
Sigurþórsson sigrað 18 sinnum,
skrítar en þetta var 5. sigur
íslendinga. Það er
því óhætt að segja að þeir eigi ekk-
ert inni hjá okkur í handbolta, og
séu því innistæðulausir. Þeir héldu
að vísu jöfnu í örfáar mínútur, en
síðan sigldu okkar menn fram úr
jafnt og þétt, og þegar síðari hálf-
leikur hófst, var munurinn orðinn
5 mörk.
Frammistaða íslenska liðsins í
vörn og sókn var nokkuð jöfn; liðið
datt ekki niður á neinum kafla, eins
og oft hefur gerst, heldur var unn-
ið jafnt og þétt að sigrinum allan
tímann.
Mun léttara var yfir leik íslenska
liðsins heldur en á Spánarmótinu á
dögunum, og eru erfíðu æfingamar
sagðar að mestu afstaðnar. Það
ætti því að vanta lítið upp á það
form, sem liðið verður í á Olympíu-
leikunum eftir mánuð, og má því
fullyrða að liðið sé á réttu róli í
æfingadagskránni.
Flugleiðamót í handknattleik, Laugardalshöll, laugardaginn 20. ágúst 1988.
Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 2:1, 2:2, 4:2, 5:3, 7:3, 8:5, 9:6, 10:7, 11:8, 13:8, 14:9 15-10
17:11, 19:12, 19:15, 20:15, 21:16, 22:17, 23:17.
Mörk íslands: Kristján Arason 4, Jakob Sigurðsson 4, Þorgils Óttar 4, Sigurður Gunn-
arsson 3, Bjarki Sigurðsson 3, Alfreð Gíslason 2, Atli Hilmarsson 2 og Guðmundur
Guðmundsson 1.
Varin skot: Einar Þorvarðarson, 15.
Utan vallar: 4 mín.
Mörk Tékkóslvakaíu: Bamruk 6, Bajgar 2, Jindrovsky 2, Kotrc 2, Skandik 2, Sovadina
2 og Becvar 1.
Varin skot: MichaLBarda, 11.
Utan vallar: Aldrei
Áhorfendur: 1500
Dómarar: Hofmann og Prause.
f byijunarliðinu voru Einar í
markinu, Bjarki og Jakob í homun-
um, Þorgils Óttar á línunni, og
Kristján, Alfreð og Sigurður Gunn-
arsson fyrir utan. Geir og Atli tóku
svo á sig varnarhlutverkið í stað
Sigurðar og Þorgils Óttars, auk
þess sem Atli lék einnig í sókninni.
Allir stóðu þeir sig mjög vel, og
kom mjög góð frammistaða Bjarka
í sóknarleiknum skemmtilega á
óvart. Þá mæddi mikið á þeim Al-
freð og Kristjáni, sem hafa mikil-
vægum hlutverkum að gegna bæði
í sókn og vöm. Guðmundur Guð-
mundsson skipti inná við Jakob, og
komust báðir vel frá sínu.
Bogdan þjálfari sá ekki ástæðu
til að nota þá Sigurð Sveinsson og
Karl Þráinsson í leiknum, og Páll
Ólafsson nýtti þær fimm mínútur,
sem hann spilaði, fremur illa.
Einar Þorvarðarson stóð sig mjög
vel í markinu; varði á annan tug
skota, og þar af eitt mjög vel úr
hraðaupphlaupi.
Island - Tékkóslavakía 23 : 17
MorgunblaðiÖ/Júlíus
Bjarki SigurAsson átti mjög góðan leik gegn Tékkum á laugardaginn. Frammistaða hans kom skemmtilega á óvart
og skoraði hann þijú falleg mörk. Hann á hér í höggi við einn Tékkann.