Morgunblaðið - 11.09.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.09.1988, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1988 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Flugið hefur löngum heillað unga pilta ogþessir litlu Suðurnesjamenn notuðu tækifærið um helgina til að skoða heimaslóðirnar úr lofti. Vaxtasneið Afmæll sreikningsins er heil kaka út af fyrir sig Afmælisreikningur er sterkur reikningur sem upphaflega var stofnaður í tilefni 100 ára afmælis Landsbankans 1986 og var aðeins opinn út afmælisárið. s Reikningurinn öðlaðist skjótt miklar vinsældir og hefur | nú verið opnaður á ný. Afmælisreikningur er að fullu verðtryggður og gefur 1 að auki fasta 7,25% ársvexti allan binditímann sem er aðeins 15 mánuðir. g Hann hentar því mjög vel til almennra | tímabundinna nota og er L3nClSDdnKl | auk þess kjörin afmælisgjöf. Mk Islands S Banki allra landsmanna Suðurnes: Buðu upp á ódýrt út- sýnisflug Keflavik. Suðurnesjamönnum ' gafst kostur á að skoða heimabyggð sína úr lofti um síðustu helgi á vegum flugfélagsins Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli. Fjöldi manns á öilum aldri nýtti sér þetta tækifæri og voru tvær vél- ar á stöðugum þönum bæði á laugardag og sunnudag og höfðu margir farþeganna aldrei séð Garðskagann úr lofti fyrr. Verð- inu var stiUt i hóf og kostaði ferðin 500 krónur á manninn. „Við vildum vekja athygli Suður- nesjamanna á starfsemi okkar og buðum þeim af því tileftii í ódýrt útsýnisflug," sagði Einar Guð- mundsson flugmaður og flugkenn- ari hjá Suðurflugi. Einar sagði að félagið réði yfir tveim litlum vélum og sinnti tilfallandi verkefnum eins og leigu, kennslu, útsýnis- eða aug- lýsingaflugi. „Við erum þrír sem stöndum að Suðurflugi og erum allir í fastri vinnu, flugrekstarstjóri er Magnús Helgason flugmaður hjá Amarflugi og Erlendur Friðriksson starfsmaður hjá Sólningu í Njarðvík hefur umsjón með tækjum og vélum á jörðu niðri," sagði Einar sem starfar sem slökkviliðsmaður á Keflavíkurflugvelli. Suðurflug hefur aðstöðu á Kefla- víkurflugvelli, en hefur ekki fengið að byggja flugskýli fyrir vélar sínar og hafa þeir félagar oft lent í erfíð- leikum með vélar sínar í illviðrum. Hafa þeir orðið að grípa til þess ráðs að fljúga vélunum í aðra lands- hluta til geymslu yfir vetrarmánuð- ina. Einar sagði að nú virtist lausn í augsýn og félagið fengið vilyrði fyrir aðstöðu við flugstöð Leifs Eiríkssonar sem myndi væntanlega gerbreyta allri starfsemi Suðurflugs í framtíðinni. - BB -*■ Haiti: Miklu smyglað af eiturlyfjum Port-au-Prince, Haiti. Reuter. ÓVENJU mikið magn af eitur- lyfjum hefur verið gert upptækt á Haiti síðustu tvo mánuði. Um síðustu helgi fundust 745 kíló af kókaini um borð í einu skipi. Þetta er mesta magn eiturlyfja sem yfírvöld þar hafa náð í einu lagi. Ahöfn bátsins, fjórir menn, og annar eigandi hans voru handteknir en hinn eigandinn býr á Miami, að sögn yfírmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á Haiti. Á tveimur mánuðum hefur yfír eitt tonn af eiturlyfjum verið gert upptækt og þar hafa þrír bátar komið við sögu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.