Morgunblaðið - 11.09.1988, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1988
Skotveiðar ern
mjög vinsælt áhugamál
Rœtt við
Agnar
Guðjónsson,
formann
Skotveiðifélags
Reykjavíkur
og nágrennis
SKOTVEIÐAR eru
áhugamál sem á mjög
vaxandi vinsældum að fagna
meðal höfuðborgarbúa.
Fjöldi fólks æfir skotfimi
sína reglulega á sérstökum
æfingavöllum og margir
leggja sem oftast leið sína
út fyrir borgina með byssu
að vopni í von um rjúpu eða
gæs. Blaðamaður
Morgunblaðsins heimsótti
æfíngasvæði
Skotveiðifélags Reykjavíkur
ognágrennis (Skotreyn)
fyrir stuttu og ræddi við
formann félagsins, Agnar
Guðjónsson.
Frá hinu nýja æfingasvæði félagsins i Óbrynnishólum.
Að sögn Agnars er Sko-
treyn deild innan Skota-
veiðifélags Islands.
Slíkar deildir eru starf-
andi víða um land, til
dæmis í Grundarfirði.
„Þetta er veiðifélag en ekki
íþróttafélag eins og skotfélögin sem
starfrækt eru í Reykjavík og víðar.
Skotfélag Reykjavíkur er dæmi um
íþróttafélag og það fær styrki frá
Iþróttasambandi íslands. Við fáum
enga slíka styrki."
Tíu ára afmæli
Skotveiðifélag íslands á tiu ára
afmæli í september og verður hald-
ið upp á það helgina 24. og 25.
september. Vetrarstarfsemi félags-
ins er þegar komin i gang.
„Vetrarstarfsemin hófst 10.
ágúst á kynningu á nýju æfinga-
svæði og nýjum hugmyndum um
samvinnu milli veiðimanna og
bænda. Þar er um að ræða tilrauna-
samstarf á milli Skotveiðifélags ís-
lands og Dalamanna um að skot-
veiðimenn fái að nýta hús sem lax-
veiðimenn nota á sumrin. Skotveiði-
menn munu fá að veiða endur-
gjaldslaust á landareignum bænda
en í staðinn greiða þeir fyrir fæði
og húsnajði í laxveiðihúsunum.
Það hefur alltaf verið viss rígur
á milli veiðimanna og bænda og því
er samvinna af þessu tæi ný af
nálinni og stórsniðug."
Agnar segir vetrarstarfsemi fé-
lagsins felast fyrst og fremst f nám-
skeiðahaldi og fræðslufundum.
„Þegar er búið að halda fræðslu-
fund um hreindýraveiðar og
fræðslufund og námskeið fyrir byij-
endur um gæsaveiðar. f vetur fram
að áramótum verða einnig fræðslu-
fundir um gæsa- og ijúpnaveiðar,
veiðihunda, landrétt og veiðirétt.
Að meðaltali höfum við tvö
fræðslukvöld í mánuði og fyrirlesar-
ar eru alltaf íslendingar með mikla
reynslu á sínum sviðum. Eftir ára-
mót verða námskeið í að hlaða skot
og í viðhaldi og hirðu á byssum.
Þá verða einnig fræðslufundir um
minka- og refaveiðar."
Konum fer fjölgandi
Um þessar mundir er verið að
opna nýtt æfingasvæði í Óbiynnis-
hólum í Hafnarfirði. Skotreyn á
svæðið að hálfu á móti Skotfélagi
Hafnarfjarðar.
„Þetta er eingöngu útisvæði og
ætlað til æfinga fyrir félagsmenn.
Félagið á sjálft engin vopn til að
lána út enda er slfkt bannað með
lögum. Félagar koma því með eigin
byssur og æfa sig.
Skotveiðar eru mjög vinsælt
áhugamál og í mikilii sókn einmitt
nú. Um áramót voru félagar í Skot-
reyn 340 en í sumar hafa 40 nýir
félagar látið skrá sig. Félagsmenn
eru fólk úr öllum stéttum þjóðfé-
lagsins. Konur eru fáar en þeim fer
þó fjölgandi. Það stendur jafnvel
til að stofna sérstaka kvennadeild
innan félagsins fyrir þær sem það
vilja."
Agnar segir það ekki skilyrði
fyrir inntöku nýrra félagsmanna að
þeir hafi byssuleyfi.
„Menn geta mætt á fundi og
kynnt sér starfsemina án þess að
hafa byssuleyfi. Þegar að því kemur
að menn vilja fá byssuleyfi þurfa
ýmis skilyrði að vera uppfyllt. Við-
komandi þarf að vera orðinn 20 ára
og hafa hreint sakavottorð. Að
loknu tveggja kvölda námskeiði hjá
lögreglunni fær umsækjandi byssu-
leyfi til eins árs sem veitir honum
rétt til að eiga lítinn riffil eða hagla-
byssu. Eftir árið getur viðkomandi
sótt um fullgilt by8suleyfí sem veit-
ir honum rétt til að eiga stóran riff-
il og sjálfvirka haglabyssu."
Rifflar hafa stórt hættusvið
Agnar segir suma félagsmenn
Von á sérsfcakri
kastvélfyrir
byijendur
ÆFINGAS VÆÐI Skotveiðifé-
lags Rcykjavíkur og nágrennis
í Óbrynnishólum er með sama
sniði og áþekk svæði erlendis.
Tvær kastvélar, sin i hvorum
enda æfingasvæðisins, marka
jaðar æfingahringsins.
Sex þátttakendur eru í hverri
æfingu og einn æfingastjóri sem
stjómar kastvélunum og gefur
góð ráð. Kastvélamar þeyta úr
sér leirdúfum á 65 km hraða og
markmiðið er að hæfa sem flestar
af þessum leirdúfum. Stundum
sendir aðeins önnur vélin frá sér
dúfu, stundum einungis hin og
stundum báðar í einu.
Á æfingahringnum eru sex
merktir skotstaðir. Eftir að allir
hafa reynt hittni sína á einum
stað er farið að þeim næsta sem
reynir á aðrar hreyfingar og við-
brögð.
Eigum sinn hvora
byssuna
Pétur H. Georgsson og Markús
HaUgrímsson eru báðir félagar í
Skotreyn. Þeir eru báðir miklir
áhugamenn um skotveiði, hafa
stundað Veiðar í nokkur ár og
gengu í félagið í sumar.
„Við höfum stundað veiðar í
nokkur ár en þetta er í fyrsta
Pétur H. Georgsson (t.v.) og Markús Hallgríms-
son.
Ónnur kastvélin er staðsett i kofanum á
myndinni. Æfingastjóri fjarstýrir vélinni
og sendir leirdúfu út um op kofans.