Morgunblaðið - 11.09.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.09.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1988 27 Agnar Guðjónsson. eiga riffil og aðra eiga haglabyssu. Sumir eiga báðar tegundir. „Rifflar eru mun hættulegri vopn en haglabyssur. Með riffli af meðal- hlaupvídd er hægt að skjóta gæs af 300 metra færi. Hættusviðið er geysistórt, allt að 6 km í þá átt sem skotið er. Með haglabyssu má skjóta gæs af allt að 75 metra færi en þá er hættusviðið aðeins 500 metrar. Stór hópur veiðimanna er alfarið á móti rifflum vegna hins mikla hættusviðs. Jafnvel litlir rifflar með hlaupvídd 22 kalíber hafa 1,5 km í hættusvið. Slíkir rifflar eru helst notaðir í markskytterí og á varg- fugl og vinsældir þeirra aukast sífellt." Kostnaður við þetta áhugamál er mjög misjafn og fer helst eftir því hve mikið fé menn vilja leggja í vopn, útbúnað og æfingar. „Haglabyssur má fá á öllum verðum. Einhleypur eru ódýrastar en sérstakar handsmíðaðar æfinga- byssur geta kostað allt upp í 450 þúsund krónur. Útbúnaður til veiði- ferða er misjafn. Sumir láta sér nægja föðurland og regngalla en aðrir kaupa sérstök veiðiföt sem kosta um 40 þúsund krónur. Loks' eru æfingar stór útgjaldaliður hjá sumum. Þeir sem eru harðastir fara með 30 þúsund krónur á mánuði bara í æfingar. Sumir stunda veiðamar í gróða- skyni og selja það sem þeir veiða. Góðar gæsaskyttur geta náð allt að 200 fuglum á einum morgni. Slíkt er auðvitað ekki veiðiskapur heldur blóðbað." Rekur einu byssusmiðjuna á landinu Agnar segir að kennsla í meðferð skotvopna áður en menn fái byssu- leyfi sé alls ekki fullnægjandi. „Umsækfandi hefur aldrei skotið 1 II" I- skipti sem við æfum skotfimi á æfingasvæði," sagði Markús. Þeir kváðust báðir eiga veiðibyssur en Pétur sagðist ekki geta æft sig með sinni byssu. „Þetta er ensk byssa sem heitir Stevens. Hún er 33 ára gömul og alveg feikilega góð veiðibyssa. Það er samt ómögulegt að æfa sig með henni hér Vegna þess að hún er upp- byggð eins og riffill og því óhent- ug til skotæfinga." Að sögn þeirra félaga verða menn að hafa tvíhleypur eða sjálf- virkar byssur til skotæfinga. Svo- kallaðar pumpur eru gjaldgengar en þá verða menn að vera leiknir í að nota þær. Til útskýringa skal tekið fram að tvíhleypur hafa tvö hlaup og því hægt að skjóta tvisv- ar úr þeim i einu. Sjálfvirkar byss- ur nota bakslagskraft eða gas- myndun síðasta skots til að koma næsta skoti fyrir og þannig er hægt að skjóta allt að 6 sinnum með stuttu millibili. Pumpur vinna þannig að skotmaður kemur næsta skoti fyrir með sérstakri hreyfíngu. Sex skotum má koma fyrir í pumpunni og því getur - ÍAÍiiuiiiiimii af byssu er hann fær lejrfíð því verklega þáttinn vantar alveg í námskeið lögreglunnar. Það mætti Iíkja þessu við að menn fengju bílpróf án þess að hafa sest undir stýri. Það er nauðsynlegt að koma á verklegri kennslu þar sem menn sýni að þeir séu færir um að hand- leika skotvopn. Það hefur reyndar lengi verið draumur hjá félags- mönnum að stofna sérstakan skóla þar sem kennd væri hirða og með- ferð skotvopna. Þegar skólinn kemst á laggimar mun ástandið batna." Byssur og skotfimi era ekki ein- ungis áhugamál Agnars. Hann hef- ur einnig atvinnu sína af þeim því hann rekur einu byssusmiðjuna á Islandi. „Ég fæst aðallega við viðgerðir og samsetningu á rifflum, skeft- issmíðar og byssublámun. Ég lærði þetta í elsta og virtasta byssuskóla Bandaríkjanna, í Denver í Colorado. Ég er lærður stýrimaður en hef alltaf haft áhuga á byssum frá því ég eignaðist mína fyrstu byssu. Eftir að ég hætti á sjónum gerðist ég viðgerðamaður hjá Sportvali. Er ég kom heim frá námi keypti ég verkstæði Sportvals og nú geri ég við veiðihjól, veiðistangir og skíði auk skotvopna. Það er mikið að gera í þessu og veitti svo sannarlega ekki af öðram manni í byssusmíðar hér á íslandi. Að vísu veit ég um einn byssusmið sem sérhæfir sig í samsetningu á rifflum. Það er Birgir Sæmundsson sem vann fyrir stuttu heimsmeist- aratitilinn í skotfími með þungum og sérsmíðuðum rifflum. Mér er ekki kunnugt um aðra byssusmiði en ég veit um tvo sem hafa lært þetta í bréfaskóla." Texti og myndir: Helgi Þór Inga- son. skyttan hleypt sex sinnum af með stuttu millibili. Einhleypur hafa aðeins eitt skot í sér í einu og því þýðir ekki að nota þær til skotæf- inga. Stundar alla sport- veiði Markús sagðist aðallega stunda gæsa- og ijúpnaveiði en Pétur kvaðst stunda alla sportveiði sem hann kæmist í og nefndi sem dæmi svartfugl og sel auk gæsa og ijúpna. Þeir sögðust hafa kom- ið á æfingasvæðið annan hvem dag síðan það var opnað, oft til að fylgjast með þeim sem meira kynnu. „Það er von á sérstakri kastvél fyrir byijendur hér á svæðinu til að þeir sem minna kunni geti æft sig í ýmsum undirstöðuatriðum áður en þeir fara hinn eiginlega æfingahring. Við ætlum að nota byijendavélina þegar hún kemur. Það er pirrandi fyrir þá sem meira kunna að þurfa að æfa með byij- endum og því er nauðsynlegt að óvanir æfí sig sér til að byrja með.“ 11 llillUUll SÍMI: 621066 Scjórnunarfelðg ls[dnds A TÖLVUSKÓU /A Ananaustum 15 Simi 6210 66 . Á 40 tímum öðlast þú grunndvail- arþekkingu á einkatölvum og hæfni til að nota þær af öryggi. Jafnframt er þetta námskeið hið fyrsta í röð námskeiða sem mynda annað hvort Forritunar- og kerfisnám eða þjálfunar- braut, eftir því hvora leiðina þú kýst, hyggir þú á framhalds- nám í tölvufræðum. Hið fyrra er 200 klst. nám og hið síðar- nefnda 40 klst. nám, að grundvallarnámi loknu. NÁMSEFNI: Kynning á einkatölvum • Helstu skipanir stýri- kerfisins MS-DOS og öll helstu hjálparforrit þess • Ritvinnslu- kerifð WORD, töflureiknirinn MULTIPLAN og gagnasafnskerfið dBASE III+. Við bjóðum dagnámskeið kl. 8.30-12.00 og kvöldnámskeið kl. 19.30-22.30, tvo og þrjá daga í viku, um 4ra til 5 vikna skeið. Kennt er í Ánanaustum 15. BÆÐI NÁMSKEIÐIN HEFJAST 19. SEPTEMBER. Þetta er lengsta og besta byrjendanámskeið fyrir notendur einkatölva sem völ er á. Þegar þú innleysir spariskírteini í Búnaðarbankanum færðu trausta leiðsögn í peningamálum. Búnaðarbankinn veitir alla þjónustu við innlausn á spariskírteinum ríkissjóðs, kaup á nýjum spariskírteinum eða val á öðrum sparnaðarleiðum. Bankinn 'annast innlausn spariskírteina í öllum afgreiðslustöðum sínum, en nú í september eiga margir eigendur spariskírteina kost á að innleysa þau. Sérfræðingar bankans veita góð ráð í peningamálum. í mörgum tilvikum er tvímælalaust rétt að innleysa spari- skírteini og huga að kaupum nýrra skírteina eða öðrum sparnaðarkostum. í öðrum tilvikum kemur til álita að fresta innlausn. Við bendum þeim sem innleysa spariskírteini sín á eftirfarandi sparnaðarkosti. 1. Gullbók og Metbók sem báðar gáfu mjög góða raunávöxtun á fyrra árshelmingi. 2. Bankabréf Búnaðarbankans til 2-5 ára með 9,25% raunávöxtun á ári. 3. Ný spariskírteini ríkissjóðs sem fást í Búnaðarbankanum. Pau eru til 3-8 ára og gefa 7-8% raunávöxtun. Bankinn hefur opnað nýja afgreiðslu í Hafnarstræti 8, 1. hæð, sem annast viðskipti með Bankabréf Búnaðarbankans og spari- skírteini. Leitaðu ráðgjafar í traustum banka. BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.