Morgunblaðið - 11.09.1988, Side 42

Morgunblaðið - 11.09.1988, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1988 -I Hundar hafa skynjun sem nútímamenn hafa glatað Þorsteinn og Orri eftir velheppnaða veiðiferð. mín væri von löngu áður en ég kom. Penni vissi alltaf þegar pabbi minn var á leið til okkar löngu áður en hann kom. Þá heimtaði hann út og hljóp á móti föður mínum, þetta brást aldrei. Penni bjargaði lífi okkar allra Penni var frábær veiðihundur. Hann var meira en helmingi fljótari að hlaupa en tófan. Það marka ég m.a. af því að eitt sinn komum við uppá hæð og sáum tófu. Hann var búinn að ná tófunni áður en hún hafði farið tvöfalda lengd. Við Sveinn veiðistjóri fórum mikið með Penna í veiðiferðir. Eitt sinn sátum við uppá Valabóli og sáum tófu. Hún sér hundinn fara af stað og hleypur í aðra átt en snýr svo við þegar hún er komin í skjól. Hundur- inn fór líka eins að og þau mættust á miðri leið, þannig náði Penni þeirri tófu. Bæði hugsuðu það sama. Eg gat sent Penna eftir tófu sem var á bersvæði og hann hætti ekki fyrr en hann náði henni. Ef tófan var í holu þá lét hann mann vita hvar hún væri. Við Sveinn fórum einu sinni með Penna upp í Þing- vallasveit. Við biðum eftir honum allan daginn við Gjábakka. Um kvöldið kom hann með tvær tófur. Seinna fréttum við frá mönnum sem voru að veiðum upp við Meyjarsæti að þar hefði tófa sést á ægilegri ferð og á eftir henni eitthvert ferlíki. Alla leið þangað hafði hann farið á eftir annarri tófunni. Ég treysti Penna vel, þvældist einsamall með hann um allt miðhálendið í þeirri fullvissu að hann myndi sækja hjálp ef eitthvað amaði að mér. Einu sinni sannreyndi ég þetta. Ég var þá staddur við Vífílsstaði. Penni var hræddur við skotvopn. Ég skaut upp í loftið og lét mig detta. Hund- urinn kom eins og byssubrenndur, þefaði augnablik af mér og hvarf svo. Hann var svo fljótur að hann var kominn úr heymarfæri áður en ég gæti kallað á hann. Hann fór rakleiðis heim til Helgu og beit í hendina á henni og dröslaði henni af stað með sér. Ég flýtti mér heim á eftir Penna og mætti honum með Helgu á leið til mín. Penni var mjög hvass og gætti óhemjulega vel heimilisins. Enginn < ókunnugur mátti koma við neitt sem ég átti. Við fengum í langan tíma ekki neina opinbera reikninga. Þannig háttaði til að Það var geng- ið upp nokkrar tröppur til þess að komast upp á pall við sumarbústað- inn þar sem við bjuggum. Menn komust aldrei nema upp í tröppum- ar, þá kom Penni og lagði hramm- ana á axlir komumanna og hrinti þeim fram af. Einn af rukkurunum náði sér í gijót og kastaði í gluggann af löngu færi og náði þannig tali af heimafólki. Penni bjargaði eitt sinn lífí okkar allra. Ég var þá nýkominn heim úr veiðitúr og leyfði Penna aldrei þessu vant að sofa inni í stofu, nennti ekki með hann út á verkstæði þar sem hann var alla jafna. I sumarbú- staðnum var miðstöð sem átti það til að gassprengja. Um kvöldið fór- um við að sofa eins og vant var, en um nóttina vakna ég úti á stétt. Sumarbústaðurinn var lítið timbur- hús með risi og sváfum við uppi. Mjög þröngur stigi lá neðan af loft- inu og niður þann stiga hafði hund- urinn dröslað mér og út á hlað. Ég var illa særður á handleggnum af því hann hafði bitið mig þar til þess að geta dröslað mér út. Ég áttaði mig fljótlega á því að spreng- ing hafði orðið í húsinu og mér tókst að bjarga konu minni og þremur börnum út úr reykhafínu. Ég var allur nagaður því hundurinn hafði fyrst reynt að vekja mig, en Þegar það ekki tókst þá dró hann mig út undir bert loft. Ég sá hvemig hann skreið með gólfinu þar sem ekki var reykur. Svo var Penna fyrir að þakka að við sluppum öll heil á húfi þó tveir fengju reyndar væga reykeitrun. Eitt sinn gerðist það, þegar öll fjölskyldan sat að kvöldverði, að þrír gaurar komu skyndilega inn og sópuðu öllu af borðinu og hjól- uðu í mig. Tveir króuðu mig af við gluggann og ég barðist þar við þá en sá þriðji réðst á Helgu. Henni tókst þó að opna dymar og kalla á Penna. Hundurinn var bundinn með tommusverri kveðju við gmnninn úti. Hann tók tilhlaup og sleit keðj- una og þeyttist inn okkur til hjálp- ar. Hann var svo fljótur að hreinsa til að ég varð að taka skart við- bragð til þess að bjarga lífi eins af mönnunum sem hann hafði skellt á jörðina. Penni varði jafnan vel sitt fólk Eitt sinn var ég með Penna í Auðsholti í Ölfusi. Þar vom sjö minkar undir vagni og mig langaði til að sjá hve snöggur Penni væri Ég lyfti upp vagninum en það komst enginn af minkunum undan vagnin- um. Sá sem lengst komst var kom- inn út í jaðarinn þegar Penni náði honum. Eitt sinn var ég að eltast við mink hér niður við læk. Hann var undir ofurlítilli þúfu og ég gerði þau mistök að stíga niður þúfuna. Þá snerist minkurinn til vamar og hljóp upp eftir mér til þess að bíta mig í hálsinn. Hann var ekki kom- inn nema upp á bringu þegar hund- urinn flaug upp og greip hann. I eitt skipti vomm við Sveinn veiði- stjóri staddir við sjoppu á Selfossi. Nokkrir fylliraftar vom þar fyrir utan en Penni sat inni í jeppa. Einn af fylliröftunum ætlaði að slangra eitthvað utan í mig en þá var Penna að mæta. Hann flaug út um gluggann og var búinn að fella manninn áður en hann kæmi hönd- um á mig. í annað skipti var öll fjölskyldan í útilegu. Forvitnar kýr komu að og þefuðu af dótinu okk- ar. Það hefðu þær ekki átt að gera því Penni reiddist slíkri ósvífni ákaf- lega og stökk á nautgripina og felldi einn þeirra umsvifalaust. Svo mikill var krafturinn á honum þeg- ar hann stökk. Við Penni réttum stundum lög- reglunni í Kópavogi hjálparhönd því Penni var frábær sporhundur. Eitt sinn hafði maður ráðist á kindur í Kópavogi og leikið þær illa. Leitað var eftir aðstoð Penna. Maðurinn hafði flúið úr fjárhúsinu en skilið eftir smá snifsi af úlpunni sinni á ódæðisstaðnum. Penni þefaði af úlpusnifsinu og þefaði sig síðan að húsi og var kominn þar með kjaft- inn á háls manni sem lá þar inni áður en við varð litið, því hann gat opnað allar hurðir. Maðurinn varð svo hræddur að hann játaði allt í hvelli. Þrátt fyrir frábæra frammi- stöðu Penna í þessu máli og ýmsum öðrum þá urðu það örlög hans að lögreglan í Kópavogi skaut hann til bana þegar hann var á sjötta ári. Þetta var gert fyrir misskilning og varð úr mikil rekistefna. Þetta var mér mikið áfall, en Penni var dauður og því varð ekki breytt. Þessi hundur var gæddur svo frá- bærum hæfíleikum að eftir að ég átti hann ber ég alla hunda saman við hann og þeir eru fáir sem stand- ast þann samanburð. Ég átti líka pínulitla tík um sama leyti og ég átti Penna. Ég lét þau vera saman á verkstæðinu um tíma og taldi víst að það væri óhætt því hún var svo lítil en hann svo stór. En Penni fann ráð við því. Hann rak tíkina uppá stóran kassa og gerði henni þar hvolpa. Tvo þeirra átti ég um tíma og hét annar þeirra_ Orri og var góður veiðihundur. Ég hafði lítinn tíma til að sinna hundum eft- ir að ég hóf störf hjá lögreglunni. Hundar ganga aftur Eftir að Penni dó fékk ég hund austur í sveit sem líktist honum í útliti, en lengra náðu líkindin ekki. Ég skilaði þessum hundi fljótlega. Um sama leyti átti ég líka marga litla veiðihunda sem ég geymdi hjá Karlsen minkabana. En næsti heim- ilishundur sem við eignuðumst var af tegundinni fox terríer. Hann var blíður og góður heimilishundur en umbreyttist í blóðþyrst villidýr við veiðar. Þeir sem sáu hann heima við trúðu ekki að hann gæti neitt veitt en þeir sem sáu hann að veið- um trúðu því ekki að hægt væri að hafa hann innan um fólk. Brúsk- ur hét þessi harðskeytti veiðihundur og dró nafn sitt af stórum brúski á dindlinum. Eitt sinn var ég með þennan hund austur í Hreppum í minkaleit. Inni í grjóturð vissum við af geysistórum mink, hann var inni í grjótsprungu og ekki hægt að ná honum. Eg var með íjóra hunda með mér, þar á meðal Brúsk, Orra, sem var líka ágætur veiði- hundur, og Krumma, son Penna og litlu tíkurinnar sem ég sagði frá áðan. Brúskur var orðinn albrjálað- ur fyrir utan sprunguna og á endan- um stóðst hann ekki mátið heldur tróð nefínu inn í sprunguna og lét minkinn bíta utan um snúðinn á sér, sem er viðkvæmasti hlutinn á hundum. Síðan spyrnti hann í og dró minkinn út úr sprungunni. Um leið og minkurinn var kominn út þá gripu hinir hundamir hann og slitu hann af nefínu af Brúsk sem gargaði af kvölum. Þegar Brúskur náði aftur í minkinn þá sleppti hann honum ekki í hálfan dag. Ég reyndi að ná hræinu af honum en það var ekki hægt að opna munninn á hon- um, svo mikil var heiftin. Brúskur átti bróður sem félagi minn tók að sér. Þessir bræður slógust stundum svo heiftarlega að það var ekki hægt að ná þeim sundur nema að hella vatni upp í nasimar á þeim. Brúskur lifði svo æsandi lífi að hann dó að lokum úr hjartaslagi. Hann var orðinn hjartveikur og ég var farinn að hlífa honum undir það síðasta, en hann undi því illa. Hann vissi alltaf þegar ég ætlaði í veiði- ferð, þá settist hann við dymar og ætlaði með mér út. Hann var ægi- lega sár þegar ég skildi hann eftir. Einu sinni sá ég aumur á honum og tók hann með mér austur í Ölf- us. Þar lenti hann í mink og varð að gefast upp milli tveggja út- gangna á greni. Ég varð að bera hann inn í bílinn og fara með hann heim. Hann dó tveimur dögum seinna. Hans varð vart á heimilinu í langan tíma eftir að hann dó. Ef honum mislíkaði eitthvað meðan hann lifði, þá hafði hann haft fyrir vana a,ð gefa frá sér vonda lykt. í mörg ár eftir þetta gaus upp þessi sama lykt, ógurlega sterk, frá stóln- um sem hann hafði verið vanur að liggja í, ef inn komu, ókunnugir hundar eða því um líkt. Þetta fundu bæði heimilismenn og aðkomufólk. Það hafa fleiri af mínum hundum gert vart við sig eftir andlátið en þessi hefur gert það á tilþrifamest- an hátt. Hundurinn er hamingju- samastur ef honum er hrós- aðfyrir velunniðverk Ég var þekktur fyrir að hafa * áhuga á schæferhundum. Stundum kom fyrir að menn smygluðu inn í landið schæferhundum og oftar en ekki enduðu þeir hundar hjá mér. Þá voru þeir hættir að vera litlir og sætir hvolpar og fólk vissi ekki hvað það átti við þá að gera. Þess- ir hundar voru það ungir að mér gekk ágætlega að kenna þeim, nokkrir þeirra urðu ágætir spor- hundar. Éinn þeirra var fenginn til að vakta portið í Vöku og reyndist þar mjög vel og lifði lengi. Annan lánaði ég upp í Hvítárvallaskála í Borgarfírði. Þar hafði verið ófriður af skemmdarvörgum en hundurinn var ekki lengi að hreinsa þar til. Við slíka þjálfun vekur maður at- hygli hundsins á því sem maður vill að þeir geri og hrósar þeim ef vel tekst til hjá þeim. Hundurinn er hamingjusamastur ef honum hefur tekist að gera eitthvað sem honum er hrósað fyrir. Til þess að þetta gangi vel þarf sambandið milli húsbóndans og hundsins að vera mjög náið. Þefnæmi sumra hunda er ógurlegt en það er líka eitthvað annað sem kemur til. Ég hef séð svo mörg dæmi þess að hundur fínnur hlut sem útilokað er að hann geti fundið eftir leiðum þekktra skynfæra. Hundarnir hafa eitthvað sem við mennimir erum búnir að týna. Þegar leið fram undir 1970 fóru menn að gera sér ljóst að það væri mikil þörf fyrir sporhunda hjá lög- reglunni. Eitt sinn ætluðu lögregl- an, skátamir og slysavarnafélög að sameinast um að kaupa sporhund og kosta þjálfun hans. Danskir menn sem ég þekkti vom búnir að kaupa hund í þessu skyni og ég var búinn að ákveða hvenær ég færi út til að þjálfa hundinn. En þá kom upp hundaæði í Jótlandi þar sem fyrirhugað var að ég yrði, svo ekk- ert varð úr þessari ráðagerð. í fram- haldi af þessu kom fram hugmynd um að fá hingað til lands hund þjálf- aðan í að fínna fíkniefni. Árið 1971 fór ég til Englands á skóla þar og kom svo með labradorhund hingað til fíkniefnaleitar. Sá hundur hét Prins og hann reyndist vel, fann talsvert af fíkniefnum. Seinna ólum við upp schæferhund til fíkniefna- leitar og slíkir hundar em notaðir með árangri enn í dag. Sá hundur hét Skuggi og reyndist einnig vel. Annars em Islendingar furðulegir hvað spertir afstöðu til þessara mála. Uti í heimi em hundar ein- hver bestu hjálpartæki sem lögregl- an og tollgæslan eiga völ á. Hér á landi skiptir í tvö hom, annað hvort telja menn að slíkir hundar geti allt eða þá að þeir geti ekkert. Sann- leikurinn er sá að slíkir hundar geta orðið til mikillar hjálpar en þeir leysa ekki allan vanda. Þegar ég kom heim með labradorhundinn fann ég að þessi nýjung mætti and- stöðu hjá sumum. Þeir vom til sem gerðu sér næstum að íþrótt að villa um fyrir hundinum og reyndu með öllum ráðum að sýna fram á að hann væri ekki til neins nýtur. Þetta leiddist mér mikið, sérstaklega af því að meðal þessara andstæðinga vom menn sem hefðu átt að vinna með manni. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að hundamir yrðu að góðu gagni. Það kemur fyrir að rann- sóknarlögreglan leiti aðstoðar hjá hjálparsveitum skáta sem em með sporhunda og stundum gefa þeir góðar vísbendingar. „Hef misst drápslystina“ Á seinni ámm hef éjg að mestu hætt að þjálfa hunda. Eg er einnig að mestu hættur að fara í veiði- og fjallaferðir. Ég hafði lengi þann hæfíleika að geta ekki villst. Ég vissi alltaf hvaða leið ég ætti að fara. Ég fann þetta bara en veit ekki af hveiju þetta var svo. Ég sá bara línu sem ég fylgdi án nokkurr- ar umhugsunar eða ígmndunar og vissi þannig hvaða leið ég ætti að fara, og það brást ekki að ég kæmi beint niður að bílnum mínum. En þessum góða hæfíleika glataði ég fyrir nokkuð mörgum ámm. Þá var ég uppi í Bláfjöllum, í Lönguhlíð í glaðasólskini og góðu veðri og var með son minn með mér. Ég hafði J ÉÉÉÉiÉláttlÉÉÉiÉÉilltt-* *********

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.