Morgunblaðið - 11.09.1988, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1988
67
vægi þess er því meira sem útköllin
eru faerri.
Innan björgunarsveitarinnar eru
starfandi ákveðnir flokkar. Því kerfi
var komið á fýrir nokkrum árum og
var í upphafi hugsað þannig að
mönnum væri skipt niður eftir
áhugamálum. Það gildir að vissu
leyti enn, en auðvitað er sveitin allt-
af ein heild. Flokkamir hafa þann
kost helstan að menn erú þá saman
að fást við ákveðin áhugamál og
geta jaftivel skroppið saman í stuttar
ferðir ef svo vill verkast og hagað
þeim eftir sínu höfði. Siðan eru starf-
andi ýmsar nefndir á vegum sveitar-
innar og ein þeirra er áætlunamefnd
sem gegnir mjög mikilvægu hlut-
verki. Hún sér um að semja starfsá-
ætlanir, leggur í rauninni drög að
allri starfseminni. Ég er í þessari
nefnd og þykir það mjög áhugavert.
Þijár áætlanir eru samdar á
hveiju ári, sem við skiptum í þijú
tímabil. Núna er einu þeirra um það
bil að ljúka, þ.e. sumartímabilinu og
það er rólegasti tíminn á árinu og
almennt viðurkennt að þá sé hægt
nokkuð á starfseminni. Nú er hins
vegar alit að fara í gang aftur og
við höfum þegar hist og soðið saman
alveg stórmerkilega áætlun auðvit-
að.
Nýliðar klifrandi
um með áttavita
Á haustin þarf alltaf að hafa á
áætlun nýliðanámskeið. í þeim felst
rötun og almenn ferðamennska og
enda þau með stuttu prófi sem flest-
ir standast. Síðan fara nýliðamir á
námskeið í skjmdihjálp, vetrarfjalla-
niennsku og ísklifri. Eftir eins árs
reynsiutíma eru þeir svo metnir og
ákveðið hvort þeir komast inn sem
fullgildir meðlimir eður ei. Ef menn
*tla sér að komast inn þurfa þeir
að vinna mikið og sýna áhuga en
auðvitað eru alltaf einhver afföll.
Stemmning í flugeldunum
Stór þáttur í starfseminni er flug-
eldasalan um hver áramót. Hún er
okkur mjög mikilvæg og það er lykil-
atriði að allt gangi upp því að þetta
er okkar aðalflármögnunarleið. Fyrir
nokkrum ámm þurftu þessar tekjur
að duga okkur árið um kring, en
nú hafa bæst inn í þetta tveir aðrir
þættir, happadrætti og skafmiðam-
>r, sem veita talsvert betra fjár-
bagslegt öryggi.
Undirbúningur að fiugeldasölunni
byijar fyrst í desember og það^fer
hreint ótrúleg vinna í að gera þetta
vél úr garði. En menn em komnir
ffteð ágæta reynslu í þessu og vita
að hveiju þeir ganga á hveiju ári,
það er hægt að vinda sér í þetta af
ákveðni og hiklaust vegna þess að
það er alveg ljóst hvað menn þurfa
að gera.
Eg hef verið í þessu sjálfur, en
þó ekkert að ráði síðustu árin. Þetta
er slæmur tfmi fyrir mig því ,að í
skólanum em próf strax í byijun
janúar og maður verður að nýta sér
tímann yfir jólin til undirbúnings.
Það er ekki laust við að ég sakni
þess að geta ekki tekið meiri þátt í
flugeldamálinu en raun ber vitni, ég
•æyni að komast einn eða tvo daga
en meira er það nú ekki. Það ríkir
alltaf svo óskaplega góð stemmning
á meðal okkar á þessum tíma og
uiaður fínnur fyrir miklum samhug.
En maður verður að velja og hafna,
það er ekki hægt að gera allt.
Of mikið bákn
Ég hef reyndar aldrei verið skáti
°g það sama má segja um marga
tneðlimi Hjálparsveitarinnar. Tengsl
skátahreyfingarinnar við björgunar-
sveitina hafa verið hálfgerð sorgar-
saga, vegna þess að sameining þess-
ara tveggja aðila hefur orðið of þung
I vöfum, það er alltof mikið bákn
að hafa þetta undir sama hatti og
hefti sveitina mjög á sínum tfma.
Hjálparsveitin þarf líka á því að
halda að vera sjálfstæð eining og
°pin fyrir fleirum en skátum. Það
veitir henni aukið svigrúm og meiri
hreyfanleika.
Því má þó ekki gleyma að hæfíleg
tengsl við skátahreyfínguna eru okk-
ur nauðsynleg og ekki hægt að
hugsa sér betra kjörorð fyrir björg-
unarsveit en „Ávallt reiðubúinn".
tÉg kom einmitt inn í sveitina utan
ÓLAFUR BALDURSSON
úr bæ, ef svo má segja og einnig
bróðir minn sem er eldri en ég.
Hann byijaðL að stunda fjallgöngur
þegar hann var um átján ára gam-
all og gekk í kjölfar þess í sveitina.
Gerðist þar fljótlega mikill frömuður
og varð raunar sveitarforingi. Ég
byijaði að elta hann í þessu þegar
ég var tólf ára, fór að fara með
Ferðafélaginu í gönguferðir á fjöll
héma í nágrenni Reykjavíkur og
fann fljótlega að þetta var eitthvað
alveg sérstakt. Sextán ára gamall
gekk ég í Alpaklúbbinn og var þar
í nokkur ár. Sautján ára gekk ég
svo í sveitina og komst inn á þeim
forsendum að ég hafði þegar nokkra
reynslu af fjallamennsku, enda lenti
ég í hóp með þeim félögum sem
höfðu það fyrir áhugamál að klífa
fjöll.
Snjóhús í Illagili
Þegar hér var komið var maður
orðinn fullgildur félagi og fór að
taka mikinn þátt í ýmsum ferðalög-
um og fleiru. Eitt skemmtilegasta
ferðalagið sem ég man eftir var
þegar ég fór með tveimur félögum
mínum svokallaðan Suðurjöklahring.
Þá er gengið á fjórum til fímm dög-
um yfír Tindfjallajökul, Mýrdalsjökul
og Eyjafjallajökul. Við fórum þetta
á skíðum og höfðum þotur með vist-
um og búnaði í eftirdragi.
Við byijuðum f Tindafjöllum og
allt gekk eins og í sögu. Það er
mjög skemmtileg tilfínning að vera
svona út úr öllu og að glfma við
jöklana, þar er margt að varast.
Sfðasta dagleiðin, frá Fimmvörðu-
hálsi, yfir Eyjafjallajökul og niður
að bænum Stóru-Mörk, sem er vest-
anundir jöklinum, varð okkur þó
erfíð vegna þess að þá gerði á okkur
hið versta veður. Við urðum að hraða
okkur niður af jöklinum f kolvitlausu
veðri, fukum þama hver um annan
þveran og höfðum enga stjóm á
skíðunum, þau hreinlega tolldu ekki
við jörðina.
Svo að við byijuðum að svipast
um eftir einhveijum stað þar sem
við gætum komið okkur fyrir og
útbúið snjóhús. Lentum ofan í gili
sem neftiist Illagil, fundum þar
ágæta snjóhengju og gerðum okkur
hús.
Við komum okkur notalega fyrir,
skriðum ofan í svefnpokana, kynnt-
um upp með prímusi og hlustuðum
á stórskemmtilegan páskafróðleik
frá Áma Bjömssyni þjóðháttafræð-
ingi f litla útvarpstækinu okkar. Sem
sagt mjög afslappað og menningar-
legt andrúmsloft þama hjá okkur í
snjóhúsinu. Og veðrið dmndi af of-
forsi fyrir ofan okkur.
Þá-kom upp nýtt vandamál: Hvað
eiga menn að gera þegar þeim verð-
ur mál í svona kringumstæðum?
Annar félagi minn leysti þetta
vandamál á mjög skemmtilegan
hátt, kom þama með mjög sterkan
leik að okkar mati. Hann fann út
að hann var búinn úr hitabrúsanum
sinum og sá sér ekki annað vænna
en að brúka hann sem ílát þessa
nótt sem við dvöldumst þama. Okk-
ur finnst þetta alltaf jafn spaugilegt
þegar við rifym þetta upp. Það er
merkilegt hvað mönnum getur dottið .
í hug þegar á reynir ...
Daginn eftir var veðrið orðið
sæmilegt og við skröngluðumst nið-
ur að Stóm-Mörk.
Á toppi Mont Blanc
við sólarupprás
Sumarið 1983 fór ég í annað mjög
eftirminnilegt ferðalag. Við fómm
fjórir saman og andinn í þeirri ferð
var meiriháttar, alveg ógleymanleg-
ur%
I ágúst flugum við út til Amster-
dam og ókum svo þaðan suður í
Alpa. Byijuðum á þvf að fara í björg-
unarskóla í Austurríki, sem var í
sjálfu sér ágætur en hefði kannski
mátt vera þyngri. Þama voram við
í viku og fórum að svo búnu yfír til
Sviss, til Zermatt og klifum þar fjall
sem heitir Weisshom og er 4.555
metra hátt. Þetta er ekki ýkja langt
frá þvf fræga fjalli Matterhom.
Næst fómm við yfir til Chamonix
í Frakklandi og vomm þar með
komnir yfir í frönsku Alpana. Þar
lögðum við til atlögu við Mont Blanc
sem er frægt fyrir þær sakir að
vera hæsta fjall Evrópu, eða 4.805
metra hátt. Þetta er svo sem ekki
erfitt viðureignar, eiginlega bara
svona létt ganga. En það var
ógleymanlegt að standa á toppnum
við sólampprásina eftir að hafa ferð-
ast í tvo daga, annan daginn yfir
kletta og hinn yfír jökul.
í Sviss reyndum við einnig við
Eiger, en urðum frá að hverfa vegna
óveðurs og tfmaskorts, höfðum þvf
miður ekki tíma til að bfða eftir að
veðrinu slotaði og það var ferlega
svekkjandi.
íslendingar hafa talsvert mikið
farið þama suður eftir hin sfðari ár
og hafa klifíð ákaflega erfið fjöll.
Ég er mjög hissa á því hversu litla
athygli þessir menn hafa fengið,
nánast enga miðað við hvað umfjöll-
un um aðrar íþróttir er mikil. Þetta
er að vísu mjög lítill hópur manna,
en hefur engu að síður verið að gera
mjög merkilega hluti. Og ekki bara
erlendis heldur einnig hér heima, þar
sem finna má fullt af erfiðum við-
fangsefnum.
En ég er ekki á þessari línu, held
mig meira við þægilegar leiðir og
útivemna sem slíka.
Magnað samspil litanna
Ég hef velt því fyrir mér hvemig
orða má þær tilfinningar og tengsl
sem maður finnur við náttúmna._
Ef ég reyndi að sjóða saman útskýr-
ingu á þessari upplifun, þá myndi
hún hljóða einhvem veginn þannig,
að flallgöngur sameini á sérkenni-
legan hátt lfkamlega og andlega
áreynslu. Þetta er sennilega kjami
málsins. Fjallgöngur em heilmikil
íþrótt og menn geta orðið sér úti
um mikla og góða þjálfun í þeim.
Hins vegar fínnst mér andlegi þátt-
urinn jafnvel mikilvægari. Maður
upplifir svo margt og kemur eins
og nýr maður til baka úr þessum
ferðum, endumærður á sál og
lfkama. Eftir því sem tíminn líður
fínn ég greinilega hversu þessi þátt-
ur verður mér mikiivægari.
Fjöllin hafa einhvem seiðmagnað-
an kraft og fsiensk náttúra er engri
annarri Ifk. Samspil litanna hér er
alveg magnað. Þar kemur til okkar
tæra loft, hinn sérstaki litur jur-
tanna, allur þessi mosi og skófímar
á steinunum. Allt þetta getur valdið
ótrúlegum litbrigðum.
Ég fór í Kverkfjöll fyrir nokkmm
ámm með tvo bandaríska blaðamenn
og þeir urðu alveg gersamlega gátt-
aðir á því sem fyrir augu bar. Ég
var eiginlega sjálfur orðinn hissa á
hvað-þeir gátu endalaust staðið orð-
lausir yfir náttúmnni. En þama er
sarnspil andstæðnanna í hámarki,
eldur og ís, jarðhiti og jökull. Hver-
imir mynda líka hinar furðulegustu
útfellingar sem gera sitt til að lands-
lagið verður óútskýranlega fallegt.
Ég hugsa að ég sæki mikinn þrótt
og sálarstyrk beint til náttúmnnar,
ef til vill er ég henni dálftið háður.
Læknisfræðin er óræð
og spennandi
Það er mjög erfitt að segja um
af hveiju ég valdi læknisnámið. Það
er alltaf ákveðin tilviljun hvað menn
velja sér og það gildir að sjálfsögðu
um mig eins og aðra. Sem krakki
og unglingur hafði ég þetta alltaf í
huga, svona eins og þegar krakkar
segjast ætla að verða löggur eða
slökkviliðsmenn. Á menntaskóiaár-
unum snjóar sfðan yfir alit svoleiðis.
Það sem réð eiginlega úrslitum
um valið var námið í 6. bekk mennta-
skólans. Þá lærðum við um náttúm-
fræði mannsins og ég fann að ég
hafði mikinn áhuga á þessu, raunar
einnig á sögu en hitt var einhvem
veginn óræðara og þar með meira
spennandi. Svo fór maður bara og
prófaði þetta og hafði gaman af því
strax í byijun. Námið var gríðarleg
vinna til að byija með og einnig kom
þar inn f mikil spenna vegna þeirra
fjöldatakmarkana sem em inn á
annað árið. Á þriðja ári fannst mér
áhuginn blossa upp enda fór ég þá
að læra greinar sem em áhugaverð-
ari en sá gmnnur sem farið er í
fyrstu tvö árin. Þessar greinar, sjúk-
dómafræðin og lyfjafræðin, snerta
læknisfræðina mun meira.
Nú er ég að byija fímmta árið
mitt og hlakka mikið til. Ég hef
ekkert velt fyrir mér ennþá hvað
ff
íslendingar hafa
talsvert mikið farið
þarna suður eftir hin
síðari ár og hafa klifið
ákaflega erfið fjöll. Ég
er mjög hissa áþví
hversu litla athygli
þessirmenn hafa
fengið.
ÓLAFÚR BALDURSSON
u
ff
Við sáum pýramídana
ogSfinxinn. Þetta var
hálfgert
menningarsjokk.
Mérfinnstað
Meistarafélag bólstrara
ætti að beita sérfyrir
því að Iðnskólinn geti
tekið við fólki eins og
mér.
SIGURJÓN KARLSSON
“ u
tekur við eftir lokaprófíð, enda á ég
eftir að kynnast mörgum greinum
áður en þangað er komið. Stefnan
er því aðeins sú í bili að vanda sig
og reyna að ná góðum árangri.
Öllu haldið á jörðinní
Ég vann á tveimur stöðum f sum-
ar sem aðstoðarlæknir. Annars veg-
ar á Vogi og hins vegar á Vífísstöð-
um.
Á Vogi var ég í einn mánuð og er
f raun og vem ennþá að melta allt
það sem ég skynjaði þar. Ég fór
þaraa inn með nákvæmlega engar
skoðanir vegna þess að ég vissi bók-
staflega ekki neitt um starfsemina.
En það leikur ekki nokkur vafí á
þvf að þama hefur maður fengið um
margt nýtt að hugsa.
Ég var fyrstu vikuna á fyrirlestr-
unum til að kynnast málinu dálftið
og var mjög hrifínn af þessu raun-
sæi sem þeir byggja á, án þess að
vera grimmir eða kaldir á nokkum
hátt. Einhvem veginn tekst að halda
þessu öllu saman á jörðinni og þama ,
er horft á hlutina með mjög réttum
augum að mínu mati. Það er bara
staðreynd að fólk verður fyrir ýmsu
á lífsleiðinni og að lenda í því að
vera alkóhólisti er ævilangt verk-
eftii. Það er hræðilegur vítahringur
að vera með þennan veikleika, sem
líklega er óhætt að slá föstu að sé
sjúkdómur, eða að minnsta kosti
sjúklegt ástand. Og þjóðfélagið verð-
ur auðvitað að bregðast við þessu á
réttan hátt, því það em svo margir
sem eiga við þetta vandamál að
strfða. Eg er viss um að þetta er
rétta leiðin sem þama er farin.
Vífílsstaðir em mjög skemmtileg-
ir. Þar ríkir ákveðin sveitastemmn-
ing vegna þess að spítalinn er dálí-
tið út úr og útsýnið úr suðurhlið
hússins er yfír Heiðmörk, þar sem
blasir við manni hraun og kjarr. Það
er mjög gott að byija á svona litlum
spítala þegar maður er að stfga sín
fyrstu skref, mun erfiðara er að
byija inni á þessum stóm stofnunum
vegna þess að þá fer miklu meiri
tími í það hreinlega að kynnast kerf-
inu. Én það var ákaflega gott að
starfa þarna og margt sem ég lærði.
Garðpróf astur i
málningarvinnu
Eins og áður sagði er ég að hefja
námið að nýju og hlakka í raun
miklu meira til en nokkm sinni, því
námsárið verður mjög spennandi.
Við fáum að kynnast kven- og
bamalækningum fyrir áramót ,og
sfðan geð- og taugalækningum eftir
áramót. Ég bý á Hjónagörðunum
við Suðurgötu og gegni hér starfi
garðprófasts ásamt konunni minni.
Við emm búin að vera gift síðan
1985 og eigum lítinn strák sem verð-
ur þriggja ára núna í lok september
og heitir Stefán. Það verður munur
þegar maður getur farið að draga
hann upp á floll með sér!
Að vera garðprófastur merkir að
vera umsjónarmaður f húsinu fyrir
hönd Félagsstofnunar stúdenta.
Garðprófastsembættið er eiginlega
fjölskyldumál þvf að konan mfn,
Valgerður, heftir séð um það að
meiri hluta til í alit sumar.
Við sjáum þessa dagana mest um
að taka við nýju fólki sem er að
flytja hingað inn, útvegum því íbúð
og sýnum þvf húsakynnin. Svo sjáum
við um tengsl fbúanna við iðnaðar-
menn ef gera þarf við eitthvað. Við
höfum líka verið hér í málningar-
vinnu og ýmsu öðm tilfallandi.
Það er reglulega gott að búa á
Hjónagörðunum, félagsskapurinn er
góður og íbúamir eiga ýmislegt sam-
eiginlegt, fyrst og fremst það að
vera námsfólk með böm. Þar með
býður svona sambýli upp á skemmti-
legan anda og samvinnu, sem menn
hafa kannski ekki nýtt sér enn sem
skyldi.
’i.
Við eigxim nútíðina
framtíðin er óræð
Það sem ég tel mikilvægast í lífinu
er kannski að átta sig á því að
maður þarf að vera ánægður á hveij-
um tíma. Ekki bara einhvem tímann
f framtíðinni heldur núna! Lífsgæða-
kapphlaupið nærist einmitt á þessari
sífelldu framtfðarsýn fólks, það ætl-
ar sér ailtaf að vinna sig f hel í nokk-
ur ár til að moka inn peningum svo
það geti nú farið að hafa það gott
eftir svo og svo langan tíma.
Auðvitað má maður ekki vera svo
óraunsær að segja að peningar skipti
engu máli, það gera þeir vissulega.
En ef fólk einbeitti sér að því að
njóta lífsins eins og það er í nútíman-
um hyrfu ailar forsendur fyrir þessu
hroðalega kapphlaupi og lífið yrði í
senn rólegra og betra.
Eflaust á ég seinna eftir að kaupa
mér íbúð og góðan bíl, það er að
segja ef ég eignast einhvem tfmann
peninga. Nú er ég hins vegar að
gera eitthvað allt annað, hluti sem
em merkilegir fyrir mig núna og ég
nýt þess að eiga við.
Ef ég fæ að eiga mína Qölskyldu
áfram, tekst að standa mig vel í
náminu og get baldið áfram í fjalla-
mennskunni þá er ég sáttur við mitt.
S.Á.