Morgunblaðið - 21.09.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 21.09.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 5 Innlend köku- og mæjonesframleiðsla: Verðjöfn- unargjald til að bæta samkeppn- isstöðuna LEGGJA á tímabundið 11% verð- jöfnunargjald á innfluttar kökur og 16% á innflutt majones, enda er slíkt í samræmi við stofhsamn- ing EFTA og firíverslunarsamn- ing EB, er niðurstaða nefndar sem Friðrik Sophusson, iðnaðar- ráðherra, skipaði í aprílmánuði síðastliðnum til að gera úttekt á samkeppnisstöðu innlendrar köku- og mæjonesframleiðslu. í nefndinni áttu sæti fulltrúar fjögurra ráðuneyta, auk fulltrúa frá Landssambandi bakarameistara og þjóðhagsstofnun. í frétt frá iðnaða- ráðuneytinu segir að á seinustu misserum hafi samkeppnisstaða innlendrar köku- og majonesfram- leiðslu sífellt farið versnandi vegna mun verri starfsskilyrða en öðrum atvinnugreinum séu búin hér á landi og sé nú svo komið að veruleg hætta sé á að þessi framleiðsla flytj- ist úr landi. Astæðumar fyrir því eru að verð á búvörum til þessara greina er mun hærra hér en í sam- keppnislöndunum, þar sem í löndum EFTA og EB eru landbúnaðaraf- urðir niðurgreiddar sérstaklega við útflutning. Vegna ákvæða búvöru- laga er einnig óheimilt að flytja inn landbúnaðarvörur og engar sér- stakar niðurgreiðslur gilda til köku- og majonesframleiðenda. Síðan segir að þessar greinar neyðist því til að kaupa innlend aðföng landbúnaðar á mun hærra verði en erlendir keppinautar auk þess að keppa við innlendar kökur án nokkurra tolla, þar sem vöru- gjald á innfluttar kökur var fellt niður um síðastliðin áramót. „Við slík almenn starfsskilyrði, sem hér hefur verið lýst, býr engin önnur atvinnugrein hér á landi né í EFTA eða EB löndunum." Norræna húsið: Atta skáld lesa upp á ljóðakvöldi SKÁLDAKVÖLD verður haldið í Norræna húsinu í kvöld, klukk- an 21. Þar koma fram átta skáld, flest af yngri kynslóðinni, en þeim til hilltingis verða Hannes Pétursson og Hannes Sigfusson. Auk þeirra lesa úr verkum sínum Valgerður Benediktsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Einar Heimisson, Sjón, Elísabet Þorgeirsdóttir og Ágúst Sverrisson. Miðaverð á skáldakvöldið er 400 krónur. Þau mistök urðu við frásögn af skáldakvöldinu í blaðinu í gær að það var sagt fara fram í gær- kvöldi, þriðjudag. Leiðréttist það hér með. í vetur bjóða þaulvanir fararstjórar Flugleiða nýja og gamalreynda farþega velkomna til hinnar fögru eyjar, GRAN CANARIA. Þar fara náðugir dagar í hönd á þægilegum gististöðum, íslenskum Kanaríförum að góðu kunnir, t.d. San Valentin Park og Corona Blanca. Tveir nýir staðir eru Broncemar og Barbacan Sol. Beint dagflug til Gran Canaria: Föstudaginn 04.11. ’88, 3ja vikna ferð „ Föstudaginn 25.11. ’88, 25 daga ferð 7 Þriðjudaginn 20.12. ’88, 22ja daga ferð ° Miðvikudaginn 11.01. ’89, 3ja vikna ferð < Miðvikudaginn 01.02.’89, 3ja vikna ferð | Miðvikudagirin 22.02.’89, 3ja vikna ferð * Miðvikudaginn 15.03.’89, 3ja vikna ferð Miðvikudaginn 05.04.’89, 3ja vikna ferð Verðdæmi: Frá kr. 48.400* á mann miðað við þrjá saman í íbúð á BRONCEMAR í 3 vikur. Brottför 4. nóvember. * Staðgreiðsluverð miðað við gengi 29.8.’88. Verð án flugvallarskatts. Upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, Lækjargötu, Hótel Esju og Kringlunni; umboðsmenn um land allt og ferðaskrifstofurnar. Upplýsingasími: 25 100. FLUGLEIDIR fyrír þíg FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL - fólk sem kann sill fag! Póslhússtrœti 13 - Sími 26900 Aðalstræti 9, Sími: 28133 (mofVTK Hallveigarstíg 1, Sími: 28388 FERÐASKR/FSTOFAN POIAR/S Kirkjutorgi4 Sími622 011 FERÐASKRIFSTOFA iRATVÍS Ferúir SlMI 641522 HAMRAROKC 13 Vraranfli VESTURGÖTU S • REYKJAVÍK • SÍMI 622420 FERÐASKRI FSTOFA REYKJAVÍKUR AÐALSTRATI 1fa 101 REYKjAVÍK SÍMI 621490

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.