Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C 241. tbl. 76. árg. FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Litháen: Umbótasinni verð- ur flokksleiðtogi Moskvu. Reuter. Ringaudas-Bronislovas Songayla, leiðtogi kommúnistaflokksins í Sovétlýðveldinu Litháen, sagði af sér á miðvikudag eftir að hafa setið í embætti i aðeins níu mánuði. Arftaki hans er Algirdas Brazauskas sem er kunnur stuðningsmaður umbóta. Um helgina verður haldinn stofnfundur nýrrar stjórnmálahreyfingar í Litháen, er kennir sig við perestrojku, umbótastefhu Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Hreyfingum af svipuðu tagi hefur þegar verið komið á laggimar í Lett- landi og Eistlandi og skipta félag- amir hundruðum þúsunda, þ. á m. Palestínumenn: Þjóðarráð fundar í nóvember Túnisborg'. Reuter. LEIÐTOGAR Palestínumanna hafa ákveðið að útlagaþing þeirra, svonefiit Þjóðarráð (PNC), komi saman til fundar dagana 12. til 14. nóvember. Er búist við að það lýsi yfir stofnun sérstaks ríkis Palestfnumanna og beri fram til- Iögur sfnar um frið f Mið-Austur- löndum. Frelsissamtök Palestínumanna, PLO, sem er framkvæmdaaðili milli árlegra funda þjóðarráðsins, munu bera fram tillögur þar sem lýst er yfír ríkisstofnun í samræmi við álykt- un Sameinuðu þjóðanna frá 1947 um skiptingu Palestínu, er þá var breskt vemdarsvæði, í ríki gyðinga annars vegar og araba hins vegar. Hugmyndin um ríkisstofnun fékk byr undir báða vængi eftir að Huss- ein Jórdaníukonungur sleit öllum stjómarfarslegum tengslum við vest- urbakka Jórdanár þar sem hundruð þúsunda Palestínumanna búa. er fjöldi flokksbundinna kommún- ista. Þrátt fyrir áherslu á stuðning við perestrojku er ljóst að meginmál hreyfinganna er að beijast fyrir auknu frelsi og sjálfstæði Eystra- saltsþjóðanna. Songayla var almennt talinn auð- sveipur þjónn Kremlarvaldsins síðustu áratugina og sagði ritstjóri vikublaðsins Gimtasis Krastas fréttamanni Reuters að leiðtoginn hefði orðið að víkja. „Leiðtogi komm- únistaflokksins átti að flytja ávarp á stofnfundi perestrojka-hreyfíngar- innar og ef sá gamli hefði stigið í stólinn hefði hann verið hrópaður niður,“ sagði ritstjórinn. Chile: Ný ríkisstjórn Santiago. Reuter. Ríkisstjóm Chile sagði af sér f gær. Pinochet forseti er sagður vilja fá fullt ráðrúm til að gera nauðsynlegar breytingar eftir ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu nýlega. Heimildarmenn innan stjómarinn- ar sögðu að Pinochet hygðist skipa borgaralega stjóm og útnefna for- sætisráðherra sem geti hafið viðræð- ur við leiðtoga stjómarandstöðunn- ar. Pylking 16 stjómarandstöðu- flokka hvatti Pinochet f síðustu viku til að leyfa fijálsar kosningar við fyrsta tækifæri. VerkffiU í Frakklandi Verkföll opinberra starfsmanna í Frakklandi hafa staðið yfir í eina viku og ríkisstjóm landsins, undir forsæti Michels Rocards lætur eng- an bilbug á sér finna. í borginni Lille fóru hátt í þúsund manns í kröfugöngu í gær og verkfallsmaðurinn á myndinni skrýddist undarleg- um höfuðbúnaði við það tækifæri. Sjá ennfremur frétt á bls. 21. Serbar mótmæla Mörg þúsund serbneskra þjóðernissinna í borginni Kosovo Polje gerðu hróp að tveim fulltrúum stjóramálaráðsins, æðstu valdastofnunar kommúnistaflokks Júgóslavfu, í gær eftir að valdastofiian- ir flokksins höfðu hafiiað því að breyta stjórnarskrá landsins, Serbum í hag. Yfirvöld bönnuðu í gær fjöldafund er fyrirhugað var að halda f höfiiðborginni Belgrad, sem er í Serbíu, á laugardag til stuðnings kröfiim Serba um innlimun sjálfstjómarhéraðsins Kosovo í Serbfu. Meirihluti íbúa Kosovo er af albönskum stofiii og saka Serbar þá um kúgun á Serbum í héraðinu. Mótmælendurn- ir hrópuðu: „Þið hafið svikið Kosovo. Þið hafið selt selt ykkur.“ gjá nánar á bls. 20. Israel: Jórdaníumenn styðja Mðartíllögur Peresar Israelar hóta heftidum vegna sprengju- árása Hizbollah-skæruliða ft*á Líbanon Jerúsalem. Reuter. HUSSEIN Jórdaniukonungur styður áætlun Shimons Peres, utanrík- isráðherra ísraels, um alþjóðlega ráðstefiiu um frið í Miðausturlönd- um. Kemur þetta fram í viðtali, sem bandarfsk sjónvarpsstöð hefur átt við hann. Sljórnvöld f ísrael hafa heitið að hefiia þeirra sjö ísra- elsku hermanna, sem féllu f fyrradag í sjálfsmorðsárás líbansks skæruliða. Viðtalið, sem Hussein átti við ABC-sjónvarpsstöðina bandarísku, hafði ekki enn verið sýnt í gær- kvöld en haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að hann hafi sagt, að sigraði Shimon Peres og Verka- mannaflokkurinn í kosningunum í ísrael 1. nóvember myndi hann heilshugar styðja tillögu þeirra um alþjóðlega ráðstefnu um frið í Mið- austurlöndum. Er einnig haft eftir Hussein, að það yrði „stórslys“ bæri Yitzhak Shamir forsætisráð- herra og Likudflokkurinn sigur úr býtum. Aðstoðarmenn Peresar segja, að yfirlýsingar Husseins geti orðið til að auka sigurlíkur Verka- mannaflokksins. Frammámenn í ísrael hétu því í gær að hefna hermannanna sjö, sem létu lífið í Suður-Líbanon þeg- ar líbanskur skæruliði Hizbollah- samtakanna ók bíl hlöðnum sprengiefni inn í ísraelska herflutn- ingalest. Bíll og bílstjóri sprungu í loft upp og var sprengingunni að líkindum fjarstýrt. Shamir og Yitz- hak Rabin vamarmálaráðherra sögðu, að skæruliðasamtökin slyppu ekki undan refsivendinum og Likudfiokkurinn og aðrir hægri- flokkar í fsrael gerðu í gær hlé á kosningabaráttunni til að minnast hinna látnu. Reynir Likudflokkur- inn augljóslega að færa sér hryðju- verkið í nyt enda mögulegt, að hann hagnist á því í kosningunum. ísraelskir hermenn skutu á og særðu fimm Palestínumenn í gær þegar til átaka kom á Vesturbakk- anum. Þá sagði einn af yfirmönnum ísraelshers, að verið væri að kanna hvemig svo tókst til að fímm ára gamall arabískur drengur var skot- inn til bana á þriðjudag. Var hann að leik fyrir utan heimili sitt þegar hermenn í nálægri varðstöð skutu þrisvar á hann og urðu honum að bana. Karíbahaf: Engisprettur frá Afríku Róm. Reuter. MILLJÓNIR engispretta frá Vestur-Afríku hafa gert inn- rás í lönd Karíbaliafs og ógna nú jarðávöxtum i mörgum ríkjum, að sögn fulltrúa Mat- væla- og landbúnaðarstofiiun- ar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Ekki er vitað til þess að engi- sprettuhópar hafi fyrr flogið yfir Atlantshafið. „Fyrir tveim vikum hefði eng- inn trúað því að þetta gæti gerst," sagði Jeremy Rossey, engisprettusérfræðingur FAO. „Það er ljóst að um nýja tegund af engisprettum] er að ræða.“ Afríku heijar nú einhver skæð- asta engisprettuplága í manna minnum. Talið er að kvikindin séu fimm daga að fljúga yfir hafið. Mesta áhyggjuefni sér- fræðinga er að tegundin taki sér fasta bólfestu á svæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.