Morgunblaðið - 21.10.1988, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988
3
Morgunblaðið/Bjom Blondal
Handhafar forsetavalds fylgja forsetanum síðasta spölinn áður en stigið er upp í flugvélina sem flutti
hana til Kanada. Vigdís gengur í miðju ásamt Guðrúnu Helgadóttur, forseta sameinaðs AJþingis, en
Guðrún er fyrsta konan, sem hefur forsetavald með höndum i Qarveru forseta. Lengst tíl vinstri er
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, en til hægri er Magnús Thoroddsen, forseti Hæstaréttar.
Á eftir þeim ganga, talið frá vinstri, Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli, Kornel-
íus Sigmundsson, forsetaritari, og Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða.
Heimsókn forseta fslands til Vancouver:
Skoðar sögnlegar byggingar
og grafreit Vestur-Islendinga
HEIMSÓKN Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, til Vancouver
í Kanada hófst í gær. Vigdís lenti í Vancouver klukkan 23.30 að
íslenskum tíma. Fyrirhugað er að á næstu dögum skoði forseti land-
námsslóðir islenskra landnema í grennd við borgina og hitti afkom-
endur þeirra. Frá sunnudegi og fram á miðvikudag mun hún svo
sitja alþjóðlega ráðstefiiu um ferðamál i þágu friðar, en Vigdís er
heiðursforseti ráðstefiiunnar.
Ræðismaður íslands í Vancouv-
er, Harold Sigurdson, og sendiherra
íslands, Ingvi Ingvarsson, tóku á
móti forseta á Vancouver-flugvelli
ásamt sendinefnd íslendinga og
Vestur-íslendinga. Vigdís hitti svo
meðlimi Íslensk-kanadíska félags-
ins í Bresku Kólumbíu, stjóm
íslenska elliheimilisins Hafnar og
fleira fólk af íslenskum uppruna.
í dag heimsækir Vigdís elliheim-
ilið Stafholt, sem Vestur-íslending-
ar reistu. Þá mun forseti einnig
fara í stutta ferð suður yfir landa-
mæri Kanada og Bandaríkjanna, til
Roberts Point í Washington-fylki.
Þar verður meðal annars skoðaður
kirkjugarður þar sem landnemar,
er námu land á Kyrrahafsströndinni
árið 1887, em grafnir. Þeirra á
meðal em furðu margir íslending-
ar. Einnig munu Vigdís og fylgdar-
lið hennar skoða sögulegar bygg-
ingar, sem íslendingar reistu.
Loðnuleit rannsóknarskipa:
Góðar torfiir
Grænlandsmegin
„VIÐ höfiim orðið varir við loðnu Grænlandsmegin við miðlínuna á
milli íslands og Grænlands og hún er í góðum torfiun á blettum,1*
sagði Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur, i samtali við Morgun-
blaðið. Hjálmar er leiðangursstjóri f loðnuleit rannsóknarskipanna
Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar.
„Þessi loðna er 120 til 150 sjómíl-
ur út af vestanverðu Norðurlandi
og er á hraðri suðurleið," sagði
Hjálmar. „í leiðangrinum hefur
einnig fundist loðna nokkuð langt
uppi á Strandagmnni og norðvestan
við Kolbeinsey en hún er talsvert
blönduð smáu. Stærsta loðnan er
ekki gengin upp að landinu ennþá.
Ef vel gengur lýkur þessum leið-
angri í næstu viku," sagði Hjálmar.
Loðnuskipin hafa lítið veitt síðan
á þriðjudag í síðustu viku og bíða
nú eftir að loðnan, sem er Græn-
landsmegin við miðlínuna, komi
yfir í íslensku lögsöguna, að sögn
Ástráðs Ingvarssonar starfsmanns
loðnunefndar.
Gengu til ijúpna frá
barninu í bílnum
LÖGREGLAN hefur vísað til barnaverndarnefhdar máli ungra
foreldra, sem skildu tveggja ára barn sitt eftir i bíl við Bláfjallaveg
í gær, á meðan þeir litu eftir rjúpu. Menn sem komu að bílnum
og sáu barnið kölluðu til lögreglu og var ætlanin að heQa leit,
þar sem óttast var að eitthvað hefði komið fyrir foreldrana. Þeir
komu fram áður en leit hófst.
Það var um hádegið í gær sem
menn tóku eftir því að bíll stóð
við Bláfjallaveg, við Rauðahnjúk.
Mennimir sáu svo bílinn enn á
sama stað um klukkan 13.30 og
þegar þeir gættu að sáu þeir að í
bílnum var bam, um tveggja ára
gamalt, og vakandi. Ekkert bólaði
á öðru fólki við bílinn, en í honum
var byssuhulstur og nýútgefið
byssuleyfi, stflað á móður bams-
ins.
Mennimir létu lögregluna þegar
vita og skömmu eftir að hún kom
á staðinn gengu að bílnum kona
og karl, bæði um tvítugt. Þau
kváðust eiga bamið og hafa skilið
það eftir í bílnum á meðan þau
bragðu sér til ijúpna. Fólkið sagði
að bamið væri vant að sofa á þess-
um tíma dags og því ekkert at-
hugavert við að skilja það eftir í
bflnum og engin ástæðu væri fyrir
lögreglu að hafa afskipti af mál-
inu. Lögreglan lét hins vegar í ljós
áhyggjur af því, hvað hefði gerst
ef bamið hefði ráfað út úr bílnum,
sem var ólæstur. Þá hefði eitthvað
getað komið fyrir foreldrana, svo
enginn hefði vitað af baminu.
Greenpeace fyrirhugar að herða aðgerðir vegna hvalveiða:
Vildum frekar snúa okkur
að samvinnu við Islendinga
-segir Jakob Lagerkrantz svæðistjóri Greenpeace
„DAGINN sem islenska ríkis-
stjórnin lýsir því yfir að hvalveið-
um verði hætt mun hún fá stuðn-
ing um allan heim. Við vonum
að sá dagur komi fljótt og við
vorum raunar að vona að við
gætum hætt herferð okkar í dag,
vegna þess að við höfum enga
ánægju af slíku og vildum heldur
geta snúið okkur að þvi að vinna
ÁRNI Gunnarsson alþingismaður
segir að afstaða islenskra stjórn-
valda til hvalveiða verði að liggja
fyrir innan skamms þvi frum-
varp, sem borgaraflokksmenn
hafa lagt fram á Alþingi um bann
við hvalveiðum, komi til umræðu
fljótlega og rikisstjórnin gæti
staðið frammi fyrir því að meiri-
hluti væri i þinginu fyrir þessu
frumvarpi.
Ámi hefur undirbúið þingsálykt-
unartillögu um að íslendingar byiji
ekki hvalveiðar í vísindaskyni á
næsta ári, en hann hefur ákveðið
að bíða með að leggja tillöguna
fram þar til afstaða ríkisstjómar-
með íslendingum i öðrum bar-
áttumálum okkar,“ sagði Jakob
Lagerkrantz, svæðisstjóri Gre-
enpeace i Svíþjóð við Morgun-
blaðið i gær. Lagerkrantz skipu-
leggur mótmælaaðgerðir sam-
takanna í Evrópu gegn hvalveið-
um íslendinga.
Lagerkrantz sagði að Greenpe-
ace hefði gert sér vonir um að
innar liggur fyrir. Þegar Ámi var
spurður hvort hann gæti stutt fram-
varp borgaraflokksmannanna sagði
hann að til þess yrði að gera á frum-
varpinu nokkrar breytingar þar sem
það gengi mun lengra en þings-
ályktunartillagan.
„Ég hef ekki predikað að við
föram á viðstöðulausan flótta í
þessu máli, því fer fjarri. En ég
geri mér von um að menn hafí vit
á að finna einhveija skynsamlega
útgönguleið. Að öðrum kosti held
ég því miður að við séum að kom-
ast í blindgötu með þetta," sagði
Ámi Gunnarsson.
íslensk stjómvöld lýstu því yfír í
gær að hvalveiðum yrði hætt, en
fyrst ekki hefði orðið af því myndi
herferðin halda áfram samkvæmt
áætlun. Hann sagði að um miðjan
nóvember yrði nýrri herferð hleypt
af stokkunum í Þýskalandi og mót-
mælastöður _yrðu skipulagðar um
allt landið. I Bandaríkjunum yrði
aðgerðum haldið áfram að minnsta
kosti fram á vor. Þá yrðu aðgerðir
hertar í Bretlandi.
Þegar Lagerkrantz var spurður
hvort Greenpeace viðurkenndi ekki
ástæður íslenskra stjómvalda fyrir
veiðunum sagði hann ljóst að hval-
veiðamar væra ekki í ágóðaskyni,
enda væri það eina ástæðan sem
fslensk stjómvöld gætu sett fram
til að veija þær. „En það er í gildi
hvalveiðibann og við teljum það
mikilvægt að öll lönd samþykki að
fylgja alþjóðlegum tilmælum. í
Svíþjóð viljum við að Bretar hætti
að menga andrúmsloftið svo súrt
regn drepi ekki lífið í vötnunum
okkar. Við viljum því að þeir fylgi
alþjóðlegum tilmælum varðandi
súrt regn en það gera þeir ekki.“
—En ef Alþjóðahvalveiðiráðið
ákveður 1990 að hægt sé að leyfa
hvalveiðar á ný, hver yrðu viðbrögð
Greenpeace?
„Ráðið myndi ekki ákveða slíkt.
Það era enn næstum engar upplýs-
ingar til um hvað hvalastofnamir
era stórir, svo það era engin líkindi
Ríkisstjórnin þarf að
taka afstöðu bráðlega
- segir Ami Gunnarsson alþingismaður
til þess að banninu verði aflétt."
—Á næsta ári verður umfangs-
mikil hvalatalning á Norður-Atl-
antshafi, sem meðal annars er studd
af Alþjóðahvalveiðráðinu. Gætu
þessar upplýsingar ekki legið fyrir
eftir það, þannig að ráðið geti tekið
afstöðu til hvalveiðibannsins árið
eftir.
„Auðvitað hvetur ráðið til
vísindastarfsemi sem hefur það ekki
í för með sér að hvalir era drepnir.
En einu niðurstöður, sem hingað
til hafa fengist um hvalastofna, er
undan Noregsströndum og þar vora
stofnamir minni en áður var haldið.
Ég býst við að niðurstaða þessara
rannsókna sýni að það era færri
hvalir í hafinu en talið er núna.“
—En ef svo færi að hvalveiðráðið
afturkallaði hvalveiðibannið. Myndi
Greenpeace sætta sig við það?
„Það sem skiptir mestu máli nú
er að öll lönd virði hvalveiðibannið.
Það væri til marks um alþjóðlegt
samstarf og virðingu fyrir öðram
þjóðum. Það sem þú ert að tala um
er ekki á dagskrá núna,“ sagði Jak-
ob Lagerkrantz.
Magnús Skarphéðinsson formað-
ur Hvalavinafélagsins sagði við
Morgunblaðið að styrkur umhverf-
isvemdarsinna væri alltaf að koma
betur og betur í ljós: „íslendingar
verða að viðurkenna það að það
hafi verið rangt að halda hvalveið-
unum til streytu, og því á að hætta
þeim stax. Við ættum síðan að bjóða
friðunarsinnum í opinbera heim-
sókn til íslands og þakka þeim fyr-
ir aðgerðimar."
Rætt um ákveðin vinnubrögð
- segir Ólafur Ragnar Grímsson
ÓLAFUR Ragnar Grímsson Qár- lýst í hvalamálinu, sagði hann að
málaráðherra segir að á ríkis- flokkurinn hefði talið nauðsynlegt
stjórnarfiindi í gær hafi verið að unnið verði áfram að málinu á
rædd drög að ákveðnum vinnu-
brögðum i hvalveiðimálinu.
Þegar hann var spurður, hvort
Alþýðubandalagið styddi þá stefnu,
sem sjávarútvegsráðherra og ut-
anríkisráðherra hefðu undanfarið
grundvelli þeirra atburða og upplýs-
inga sem verið hafa að koma fram.
Þetta hefði verið rætt í ríkisstjóm-
inni en hann vildi ekki tjá sig meira
um það á þessu stigi málsins.