Morgunblaðið - 21.10.1988, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.10.1988, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988 „Þama yfir um krosslagð- an viðinn“ Békmenntlr Jenna Jensdóttir Ljóðaárbók 1988. A.B. 1988. Rit- nefnd: Berglind Gunnarsdóttir, Kjartan Árnaaon og Jóhann Hjálmarsson. Út er komin hjá A.B. Ljóðaárbók 1988. Þetta er safn ljóða eftir 75 höfunda og er sá yngsti þeirra fæddur 1970 en sá elsti 1905. Við lestur þessara ljóða minntist ég viðtals er aðstandendur tímarits- ins „Líf og list“ áttu við Stein Stein- arr í okt. 1950. Ég gríp hér niður í viðtalið, sem birtist undir jrfir- skriftinni: „Nú er hið hefðbundna ljóðform loksins dautt." Spyijandi: „Heldurðu að Ijóðagerð með hinu nýja formi lifi?“ Steinn: „Já, það held ég geti verið — að minnsta kosti þar til eitthvað annað og betra tekur við.“ Þetta mælti skáldið Steinn Stein- arr fyrir 38 árum. í dag er svo komið að þetta ljóðform er ríkjandi í skáldskap okkar, þótt hefðbundið form hans dejri aldrei með öllu sem betur fer. Ljóðaárbók 1988 hefur hliðartitilinn „Ný skáldskaparmál". Eins og ritnefndin, er ljóðin valdi, tekur fram í formála er tilgangurinn með útgáfunni sá að gefa sem heil- steyptasta mynd af samtíðarljóðlist. Að mínum dómi er hvorki hægt að meta þessi ljóð né skilja eðli þeirra nema athuga af einlægni upp úr hvers konar jarðvegi og við hvaða þjóðfélagsbrejrtingar höfund- ar beirra hafa vaxið. Þau skáld sem ljóð eiga í bókinni og fædd eru um og eftir 1940 hafa nokkra sérstöðu vegna menningar- legra skila, sem þau hafa lifað og hrærst í. Þau kunna eflaust öll ógrynni af rímuðum og stuðluðum ljóðum og geta beitt þeirri íþrótt fyrir sig ef svo ber undir. Þau þekkja flest þá tíma að sá einn var skáld er með andagift sinni, gáfum og mætti tókst að endurvekja andríki sitt hjá þjóðinni með rímuð- um og stuðluðum skáldskap svo þjóðin gat sungið ljóðin þeirra. Ungu skáldin lifa og yrkja við aðrar aðstæður — önnur lifsviðhorf. Þau hafa aðeins lifað þá tíma sem eru sundurtættir af efnishyggju og efasemdum. Trúin ekki skapandi máttur, heldur úrvinnsla raunvís- inda. Éðlisbundið siðalögmál siða- kenning sem grundvallast á því að sálarlífið sé efnisleg framleiðsla og því deyi sálin með heilanum. Rán- yrkja hefur því nær sært móður náttúru til ólífis. Ok auðvalds- hyggju, háreisti og veraldlegt um- stang íeggst á herðar þeirra. Og þau eygja aðeins frelsi sem getur orðið afskræming af sjálfu sér. Við þessar aðstæður yrkja ungu skáldin okkar í dag. Ef sanngimi er beitt kunna þau býsna góð skil á umhverfí sínu og eru vei sjáandi í heim veruleikans. Einlægni, von og stundum sársauki er oft undir- tónn ljóða þeirra. Tungutak þeirra er tungutak æskunnar. Ég get hér nokkurra þeirra ljóða er höfðuðu sterkt til mín. Kópavogsbúar! Rauðakrossdeild Kópavogs verður með fatamóttöku í Sunnuhlíð, Kópavogsbraut 1. Föstud. 21. okt. kl. 17-20. Laugard. 22. okt. kl. 14-19. Sunnud. 23. okt. kl. 14-17. Tekið er við öllum fatnaði og fataefnum. Ekki er tekið við skóm. Rauói Krosslslands KENWOODi ÞAO VEROUR ENQINN FYRIR VONBRIQOUM MEO KENWOOD HEIMILISTÆKIN Rafmagns- og steikarpannan frá KENWOOD er nauðsynleg í hverju eldhúsi Verð frá kr. 6.980,- HeimlliS' og raftækjadeild HEKLAHF Laugavegt 170-172 Siml 695500 Fullkomin viðgerða' og varahlutaþjónusta llanBnSBi Aðstandendur Ljóðabókar 88, standandi: Jóhann Hjálmarsson og Sigurður Valgeirsson, sitjandi: Kjartan Árnason, Eiríkur Hreinn Finnbogason og Berglind Gunnarsdóttir. Ekki lengur: Einsemd mannsins og þrá hans eftir lifandi nálægð þess er eitt sinn var, er vel lýst í þessu ljóði. Vomótt í kirkjugarði: Hér er mjmdrænt og áhrifaríkt ljóð, þar sem teflt er ffam dauða og grænu lífi, sem kviknar fyrir mátt vors og veðurfars. Ferðalag er magnþrungið ljóð. Skógurinn sviðið. Stormur, svign- andi tré og trylltir, svartir hestar. Utar og ofar himinn, stjama, tungl. Veruleiki: Stúlka sem sér myndina í glerkúlu. Ljóð: Andstæðum einsemdar og samkenndar er hér brugðið upp með eftirminnilegum hætti. Pollur. Látlaus mynd minning- anna frá bemsku, sem mynd skýj- anna á gáruðu vatni vekur upp. í ljóðum eldri skálda birtist nokk- uð önnur sýn, þótt gmnntónn þeirra og form“ samræmi heildarsvip bók- arinnar. Hér eru ljóð eftir nokkur meðal bestu núlifandi skálda þjóð- arinnar, sem hafa frá fyrstu tíð til- einkað sér óbundið ljóðform. Yfir ljóðum þeirra hvflir viss listrænn léttleiki, sem sá einn skapar er hef- ur efnismeðferðina á valdi sínu. Sem dæmi nefni ég ljóðin Draum- ur, Haustrós í garði, Lóusöngur, Maður á vegi okkar, Flóki teikn- ar í júlí, Verðmiði og Söknuður. Þá fegurð sem lýsir af goðafræð- inni má finna í ljóðinu Vorkoma 1981. Eitt mikilhæfasta og þekktasta skáld okkar á hér einfalt hvers- dagsljóð Á fardögum. Merkilegt, þar sem háleit lífspeki Völuspár og siðgæði kristinnar trúar eiga sér sterkar rætur í öllum skáldskap þess jafnt bundnum sem óbundnum. Þess gætir hjá sumum höfundum í bókinni að þeir hafa haslað sér völl á öðrum vettvangi ritlistar en í ljóð- list. Þó nefni ég hér ljóð sem af- sanna þetta: Ævintýri okkar, Dagarnir soga, Milli vita og Dína. Enn bendi ég á ljóð sem mér finnst ekki gefa rétta mynd af góðum skáldskap höfimda. Dæmi um það eru ljóðin: Gljáin og Ein- manaleiki tegundanna. Það örlar á notalegri gráglettu í ljóðunum: Hálfstálpuð híenan, Hunang og blóð og Litaskii. Að ljóðið sé til, Og jólin, Nornaljóð og Það eitt er kyrrt eru seiðandi . hrollkennd. Þýðingamar hafa þegar farið í gegnum nálarauga á frum- máli. Ljóðin í Ljóðaárbók 1988 eru misjöfn að gæðum og ná sum ekki eyrum lesenda strax í torræðni sinni. Öll standast þau þær kröfur er ritnefndin hefur gert til þeirra og henni hefur tekist nokkuð vel að tengja grunntón hvers ljóðs í heildarsamhljóm. Að mínum dómi eiga öll ljóðin sameiginlegan aðal sem vert er að vekja athygli á: þau eru öll laus við fyrirlitningu þá er sýkir persónu- leika, ormetur tilfinningalíf og vek- ur árásargimi. Ég legg áherslu á að lesendur muni, að þetta er hvorki úrval ljóða, né kennslubók í ljóðlist. Þetta er árbók sem fólk les sér til ánægju eða hrellingar eftir atvikum. Bók sem á eftir að verða merk heimild um ljóðlist í landinu á þessum tíma. HÁSKÓLATÓNLEIKAR Tónlelkar Jón Ásgeirsson Níu háskólatónleikar, á haust- misseri 1988, eru ráðgerðir fram til jóla og trúlega hafa háskóla- menn ekki verið atkvæðameiri um tónleikahald en nú lítur út fyrir, gangi allt eftir sem auglýst er í tónleikaskrá þeirra. Fyrstu tón- leikamir voru fram færðir af Christian Giger sellóleikara og David Tutt píanóleikara. Á efnis- skránni voru tvö verk. Fyrra verk- ið var álfasögur eftir Janácek, samið 1910 við sögur eftir V. Zhukovsky og endurunnið 1923. Janácek leitaðist við að gæða tón- mál sitt hljóðfalls- og tónskipan móðurmáls síns og náði að móta tónstfl sinn á sérkennilegan máta eftir tékknesku með stef og hljóma. í nokkmm merkari verk- um hans, sem að þessu lejrti þykja mjög frumleg í gerð, er ekki að- eins reynt að hljóðlíkja atburði, heldur er beinlínis unnið með tón- listina eins og væri hún talmál. Seinna verkið var C-dúr sónat- an op. 102, nr. 1, eftir Beetho- ven, sérkennilegt verk, er þykir bera einkenni alþýðlegrar tónskip- unar, sem vel mætti rekja til þess, að um sama lejrti og sónatan var samin, hafði Beethoven raddsett um 150 bresk alþýðulög fyrir skoska útgefandann George Thomson. Bæði verkin vora ágætlega leikin og auðheyrt að Giger er efnilegur sellóleikari, enda stund- ar hann nám hjá Pergamensikov, sem þykir mjög góður, þó ekki njóti hann mikillar frægðar. David Tutt hefur áður leikið hér á landi. Hann er frábær kammertónlistar- maður og var leikur hans að þessu sinni einkar jrfírvegaður og vand- aður. í heild vora þetta góðir tón- leikar og þar með ágæt byijun á háskólatónleikunum í ár. Canon Ljósritunarvélar FC-3 kr. 43.600 stgr. FC-5 kr. 46.300 stgr. Skrifvélin, sími 685277 ^\jiglýsinga- síminn er 2 24 80 Sýning í Listasafiii ASÍ: Veiðarfeeri í sextíu ár Á ÞESSU ári eru 50 ár frá stofiiun Nótar, félags netagerðar- manna og 60 ár siðan netagerð var löggilt iðngrein. Af þessu til- efiii efiiir Nót til afinælissýningar í Listasafiii ASÍ dagana 22.-30. október nk. Sýningin er tvíþætt. Annars vegar er rakin saga félagsins, en réttinda- og kjarabarátta skipa þar dijúgan sess. Úr gömlum skjölum má einnig lesa ýmislegt um þjóð- félagslegar aðstæður almennt, at- vinnuleysi, pólitískar hræringar um miðbik aldarinnar og fleira. Þessu era gerð skil á ýmsan hátt í sýningunni. Hins vegar sýnir félagið ýmiss konar veiðarfæri nútímans, áhöld og vinnubrögð, tii þess að kynna þá þróun sem hefur átt sér stað. Ennfremur verður á sýningunni ýmislegt fræðsluefhi um iðngrein- ina og nám í nétagerð og geta gestir fengið að spreyta sig á neta- hnýtingu. Nót, sveinafélag netagerðar- manna býður fólki að heimsækja sýninguna og ræða við aðstand- endur hennar fimmtudaginn 20. októbernk. áfrákl. 14.00-17.00. Daglegur opnunartími er virka daga frá 22.-30. október kl. 16-20, en um helgar kl. 14-20. Skólahóp- ar era velkomnir utan almenns opnunartíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.