Morgunblaðið - 21.10.1988, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988
II
Óhóflegur sparnaður
verður skattlagður
eftir Jóhann J.
Ólafsson
Mikið er rætt og ritað um spam-
að, vexti og lánskjaravisitölu þessa
dagana. Tilefnið er áform ríkisstjóm-
arinnar um að lækka vexti og auka
tekjiu- ríkissjóðs með því að skatt-
leggja sparifé. En að mörgu verður
að hyggja þegar fjallað er um jafn
þýðingarmikla undirstöðu athafna-
lífsins og spamaður landsmanna er.
Það er ljóst, að skattlagning spari-
flár og tekna af því mun hafa mjög
neikvæðar afleiðingar fyrir þjóðfé-
lagið. Skatttekjur 300 milljónir króna
eru hreinir smámunir hjá þeim geysi-
lega skaða sem af þessari stefnu-
breytingu mun hljótast.
I fyrsta lagi mun hljótast mikill
kostnaður fyrir alla aðila, spariQár-
eigendur, bankar og ríkisvaldið.
Fyrst þurfa banka að skattleggja
vaxtatekjur almennt og bankamir
að greiða þennan skatt til ríkisins.
Síðan þarf ríkið að endurgreiða öllum
þeim sem em fyrir neðan skattleysis-
mörk. Það verður að setja því skyn-
samlegar skorður hversu langt ríkis-
valdið má ganga í þá átt að valda
mönnum auknum kostnaði til þess
að ná tekjum.
Þá er sú sjálfsagða regla brotin
að menn beri ekki skatt af sparifé
sínu á meðan þeir njóta þess ekki
sjálfír en lána það öðmm. Lágmarks-
krafa er að menn séu ekki látnir
bera skatt af sparifé sínu né tekjum
af því á meðan það er látið vera í
bönkum eða öðmm fjármálastofnun-
um, heldur þá fyrst er þeir taka það
út til eigin neyslu.
Skv. grein Jóns Sigurðssonar, við-
skiptamálaráðherra, í Morgunblað-
inu 8. þ.m., munu vextir hækka
vegna skattlagningarinnar. Af sömu
grein má álykta að spariskírteini
ríkissjóðs verði áfram skattftjáls og
sparifláreigendum þannig umbunað
sérstaklega láni þeir ríkissjóði fremur
en öðmm. Og i sömu grein segir:
„ ... það er alls ekki ætlunin að
skattleggja hóflega vexti af venjuleg-
um spamaði almennings." Hér verð-
ur ekki komist hjá því að gagnálykta
að óhóflega mikill spamaður verði
skattlagður.
Islendingar hafa ekki orðið fyrir
barðinu á miklum sparnaði siðan i
kreppunni miklu 1930—1939. Þvert
á móti hefur eyðsla verið vandamál
þjóðarinnar síðan í seinni heimsstyij-
öldinni. Okkur er sagt að samræma
eigi kjör sparifjáreigenda við vestur-
þýska. Hér er ólíku jafnað saman.
Þýska markið er sterkur gjaldmiðill.
Spamaður er þar svo mikill að hálf-
gerð deyfð er í atvinnulífínu og at-
vinnuleysi. Skattar á sparifé þar í
landi em til þess að auka þenslu.
Okkur er engin þörf á slíku. A.m.k.
ættum við að bíða þess að slíkt
ástand kæmi hér upp eins og er í
Vestur-Þýskalandi áður en við fær-
um að skattleggja sparifé.
Öll umræða um spamað og vexti
á íslandi er rædd út frá sjónarmiði
skuldara. Það er rétt eins og einung-
is séu til skuldarar í þessu landi.
Aldrei er sparifláreigandinn spurður
þessarar einföldu spumingar: „Fyrir
hvað vilt þú lána peningana þína?“
Aðeins lántakandinn er af hálfu
stjómmálamannanna spurður um
það, hvað hann vilji greiða I vexti.
Eiga stjórnmálamenn alls ekki að
gæta hagsmuna sparifjáreigenda?
Þá er mikið rætt um lánskjaravísi-
tölu. Hana þarf að lækka, segja
menn, helst að afnema hana alveg.
Þar em menn að leita að einhveiju
jafnvægi á milli launa og húsnæðis-
lána. Þá er því haldið fram, að það
sé sanngjamt að lækka lánskjara-
vísitölu, vegna þess að laun séu
fryst. Með þessu væri verið að ráð-
ast tvisvar á launin. Fyrst áður en
þeirra er aflað með frystingunni,
síðan eftir að þeirra er aflað með
skertri lánskjaravísitölu. Vísitölu-
binding á laun á að vemda laun gegn
verðbólgu áður en launanna er aflað
en lánskjaravísitölunni er ætlað að
vemda launin eftir að þeirra er afl-
að. Af þessu tvennu er hið síðar-
nefnda nauðsynlegra. Það gleymist
í allri þessari umhyggju fyrir skuld-
umm íslands að lánslq'aravísitalan
er til þess að vemda laun þeirra
launamanna, sem eyða ekki ölium
launum sínum strax. Margir halda
litlum hluta þeirra eftir, oft með
miklum fómum, til þess að búa í
haginn fyrir sig og sína eða reyna
af veikum mætti að skapa eitthvert
fjárhagslegt öiyggi.
Afnám lánskjaravísitölunnar kem-
ur einnig mjög illa við tekjulitla
skuldara, vegna þess að þá hækka
nafnvextir mjög mikið. Tökum t.d.
skuldara sem fær 15 ára lán en vext-
imir em 25% á ári. Á fyrstu fjórum
ámm af þessum 15 er hann búinn
að greiða allt lánið til baka í vexti.
Slíkt standast aðeins þeir sem hafa
gott fjárstreymi (cash-flow) en það
hafa láglaunamenn yfírleitt ekki.
Með lánskjaravísitölu er hægt að
dreifa greiðslubyrðinni jafnt á allt
lánstímabilið.
Lánskjaravísitölu losnum við ekki
við fyrr en við höfum sigrast á verð-
bólgunni. Það verður ekkert á næst-
unni. Til þess er togstreita og mis-
Jóhann J. Ólafsson
gengi í íslensku efnahagslífi allt of
mikil. Vitlaus afskipti hins opinbera
og eyðsla, kosningamútur og
„Vitlaus afskipti hins
opinbera og eyðsla,
kosning-amútur og
byggðavandamál eru
slík, að stöðugleiki
krónunnar er langt
undan.“
byggðavandamál era slík, að stöðug-
leiki krónunnar er langt undan. Fyrst
verðum við að skapa jafnvægi (
landinu, þá getum við farið að tala
um lægri vexti og stöðugt gengi
krónunnar án lánskjaravísitölu.
Höfundur er formaður Verslunar-
ráðs íslands.
EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ GERA GÓÐ KAUP
UNO er vinsælasti og mest seldi bíllinn í
Evrópu, enda einstaklega vel hannaður,
rúmgóður og lipur í akstri.
Nú býðst UNO 45 3ja dyra á sérstöku til-
boðsverði, kr. 328 þús. Þetta er einstakt
tækifæri til að að fá mikið fyrir peningana.
Tilbpðið gildir fyrir síðustu bílana af árgerð
1988.
Staðgreiðsluverð kr. 380.000,
Tilboðsverð kr. 328.000,-
50% útborgun, eftirstödvar lánaðar
í allt að 12 mánuði.
FRAMTÍÐ VIÐ SKEIFUNA
SÍMAR: 685100, 688850.