Morgunblaðið - 21.10.1988, Page 12

Morgunblaðið - 21.10.1988, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988 Qpið bréftil Svavars Gestssonar menntamálaráðherra: Orð skulu standa — eðahvað? ÁS-TENGI Allar gerðir Tengið aldrei stál - í - stál Sftuœtenuigjiuiir <J®OT©©®ini & ©® VESTURGÖTU «6 SIMAR 14680 21480 felMDN5ENl Viðurkenndur fyrir gœði og einstakt notagildi. Verð aðeins frá kr: 99.000.- í burðar- eða bílaútgáfu. BENCO hf. ^ágmúl^J7^sími^8407T^ eftír Svein Andra Sveinsson Hæstvirtur menntamálaráðherra, Svavar Gestsson. Tilefni þessa bréfs er það misrétti sem lánþegar hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna hafa búið við undanfar- in ár og sú staðreynd að þér sem hvað harðast hafið barist gegn þess- um órétti, eruð nú orðinn mennta- málaráðherra; sá maður sem besta aðstöðu hefur til leiðréttingar. Það var í janúar 1986 að þáver- andi menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, skar á vísitöluteng- ingu námslána, þannig að þau hættu að fylgja framfærsluvísitölu. Lánin voru síðan aftur tengd við vísitöluna í júní það árið en bilið sem skapað- ist á þessum mánuðum var ekki brú- að; upphæð námslána hafði verið skert um 20%. Afleiðing þessa í dag er sú að námslán til einstaklings í leiguhúsnæði er aðeins 33.418 á mánuði. Aðgerðir þessar mættu mikilli andstöðu hjá námsmönnum, sem og hjá yður og flokki yðar. Hefur yður orðið mjög tíðrætt um þessa skerð- ingu og hvemig yðar flokkur muni snúa sér í þessu máli. Vil ég láta hér fylgja nokkrar tilvitnanir. Uppriflun á kosningaloforðum 1. í kosningagrein sem þér skrif- uðuð fyrir kosningamar 1987 segið þér að hver atlagan að námsmönnum hafi rekið aðra í ráðherratíð Sverris Hermannssonar. a) „Menntamálaráðherra neitaði að samþykkja hækkanir á fjárlögum til þess að standa við skuldbindingar sjóðsins.“ b) „Sverrir Hermannsson gefur út reglugerð um breytingu á náms- lánum. Umdeilt er hvort reglugerðin standist lög...“ c) „Alþýðubandalagið hefur lýst yfir því að það muni standa við lög- in, enda voru þau sett undir forystu Alþýðubandalagsins á sínum tíma.“ 2. Á fundi í Háskólabíói fyrir kosningamar 1987 var eftir yður haft: a) „Auka þarf framlög til sjóðsins um 360 milljónir." b) „Upphæð námslána þyrfti að vera 20% hærri nú ef farið væri að lögum um námslán frá 1982.“ c) „Alþýðubandalagið gerir það að skilyrði fyrir stjómarsamstarfi að í stjómarsáttmála komi fram að lögum um námslán verði framfylgt." Þingsályktunartillaga 3. Síðastliðið ár lögðuð þér ásamt nokkmm samflokksmönnum yðar fram svohljóðandi þingsályktunar- tillögu: „Alþingi ályktaf að fela mennta- málaráðherra að fella úr gildi breyt- ingar á reglugerð nr. 578/1982 um námslán og námsstyrki, sem gerðar yom 3. janúar og 2. apríl 1986, þannig að þau ákvæði sem áður giltu um útreikning á framfærslukostnaði námsmanna taki gildi að nýju. Jafn- framt felur Alþingi ríkisstjóminni að gera ráðstafanir með aukafjár- veitingum og lántökum til að tryggja eðlilega framkvæmd laga nr. 72/1982, um námslán og náms- sfyrki, út árið sem er að líða.“ Stjómmálamenn gefa oft fleiri loforð en þeir ná að muna eftir, hvað þá að efna. Emð þér þess vegna minntur á yfirlýsingar yðar um námslán. Virðist ekki veita af þar eð ekkert var minnst á Lánasjóðinn í stjómarsáttmála núverandi ríkis- stjómar, þrátt fyrir yfirlýsingar yð- ar. Ályktun Stúdentaráðs Stúdentaráð Háskóia íslands samþykkti nýverið samhljóða álykt- un, þar sem skorað var á yður að standa við orð yðar og afnema fryst- inguna. Er á það bent að farið hafi verið út í frystinguna í nafni slæmr- ar stöðu sjóðsins, en hún ekki verið leiðrétt þrátt fyrir mun betri stöðu sjóðsins en stöðugt versnandi stöðu námsmanna. í ályktuninni segir síðan: „Að tilhlutan forvera yðar var framkvæmd könnun á því hvort núverandi framfærslugmnnur væri fullnægjandi eður ei. Skýrsla sem unnin var á vegum sjóðsins sýnir* að „æskileg" framfærsla er mun hærri en sem nemur núverandi fram- færsluviðmiðunum. Samsvarar mun- urinn þeirri skekkju sem myndaðist við „frystingu" Sverris Hermanns- sonar. Núverandi ástand fram- færslumála er algerlega óviðunandi og hefur valdið því að margir náms- menn hafa hrökklast frá námi. Því skorar SHÍ á yður að afnema áhrif vísitölufrystingarinnar frá og með fyrstu vetrarúthlutun ...“ Má þess geta að samstarfsnefnd náms- mannahreyfinganna hefur sent frá sér sams konar ályktun. Af þessu má ljóst vera að stúdent- ar við Háskóla Islands, sem og aðrir námsmenn gera skýlausa kröfu um það að við lögin um Lánasjóðinn verði staðið, undanbragðalaust. Boltínn hjá ráðherra Nýlega sendi stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna, bæði fulltrúar ríkisstjómar og námsmanna, bréf til menntamálaráðherra þar sem hún lýsti sig reiðubúna til þess að hækka námslánin, fengist til þess fjárveit- ing. Það er því ljóst að stjómin mun ekki standa í vegi fyrir hækkunum og er boltinn alfarið hjá ráðherra. Enn fremur hlýtur að teljast ólíklegt að fjármálaráðherra standi í vegi fyrir auknum fjárveitingum til sjóðs- ins, sjálfur formaður Alþýðubanda- lagsins. Stenst reglugerðin lög, Svavar? Undanfarna daga hafið þér verið með yfirlýsingar um það í fjölmiðlum að hagur þjóðarbúsins og staða ríkis- sjóðs leyfði það ekki að frystingin yrði afnumin. Undirritaður hlýtur að taka slíkum blaðaummælum með fyrirvara og treysta því að þetta sé ekki mat yðar. Benda má á það í fyrsta lagi að vart er hagur þjóðar- búsins neitt verri eða halli ríkissjóðs meiri í ár en hann var 1986 eða 1987. Tölduð þér stöðu þjóðarbúsins ekki koma í veg fyrir hækkun þá. í öðm lagi má benda á að þér gerðuð ráð fyrir því í þingsályktunartillögu yðar hvemig afla skyldi flármagns til að standa við lögin um LÍN. Ekki hefur verið bryddað upp á þeim telquöflunarleiðum enn. Ef þér teljið Sveinn Andri Sveinsson „Ef þér teljið ekki vera svigrúm fyrir hendi, þá hlýtur sú spurning að vakna hvort þér séuð komnir á þá skoðun að reglugerðin sem sett var í tíð Sverris standist eftir allt saman.“ ekki vera svigrúm fyrir hendi, þá hlýtur sú spuming að vakna hvort þér séuð komnir á þá skoðun að reglugerðin sem sett var í tíð Sverr- is standist eftir allt saman. Vart ætlið þér að láta reglugerð standa sem þér teljið hæpið að standist lög. Einnig hafið þér látið hafa eftir yður í blaðagreinum að þér séuð að kynna yður málefni Lánasjóðsins. Sé svo sem undimtaður leggur frekar lítinn trúnað á, hlýtur sú spuming að vakna hvaða forsendur þér höfðuð fyrir framlagningu þingsályktunart- illögunnar á sfnum tíma. Var hún fram sett að ókönnuðu máli? Málsvari námsmanna Undanfarin ár hafið þér gefið yður út fyrir að vera málsvari náms- manna. Sama á við um marga sam- flokksmenn yðar. Það er von mín að þér og yðar félagar séuð yður sjálfum samkvæmir og standið við öll stóm orðin, nú þegar þið hafið aðstöðu til. Verði svo ekki gert verð- ið þér ómerkingar í augum náms- manna um langa tíð. Höfundur er formaður Stúdenta- ráðs Háskóla íslands. ,,Ekta kráarstemnming" Virt enskt fyrirtæki með 20 ára reynslu og sérhæfingu í hönnun, smíði og uppsetningu ekta kráar- innréttinga býður þjónustu sína hérlendis. Fjölmargar spennandi útfærslur koma til greina, sem skapa óvið- jafnanlega kráarstemmningu. Áhugasamir aðilar er óska eftir nánari upplýsingum leggi inn nafn, heimihsfang og síma á auglýsinga- deild Mbl. fyrir 31. okt. nk. merkt: „K - 3186".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.