Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988 Páll Jóhannesson heldur tónleika Syngnr í Norræna húsinu og á Akranesi PALL Jóhannesson, tenór, held- ur tónleika I Norræna húsinu á laugardag kl. 17.00 og i Safnað- arheimilinu Vinaminni á Akra- nesi á sunnudag kl. 16.00. Á efnisskránni eru óperuaríur og íslensk sönglög. Undirleikari er Ólafúr Vignir Albertsson. Páll hóf söngnám á Akureyri 1973 hjá Sigurði D. Franzsyni og hélt því áfram í söngskólanum í Reykjavík undir leiðsögn Magnús- ar Jónssonar. Árið 1981 hélt Páll til Ítalíu í söngnám og meðal kenn- ara hans þar var Pier M. Ferraro. Þá hefur Páll unnið til verðlauna í alþjóðlegri söngkeppni, sem kennd er við Ettore Bastianini, í Siena á Ítalíu. Páll sagði í samtali við Morgun- blaðið að efnisskrá tónleikanna um helgina væri fjölbreytt og valin með það fyrir augum að vera skemmtileg fyrir áheyrendur. Vin- sælar óperuaríur og íslensk söng- lög væru uppistaðan og vildi hann sérstaklega nefna aríur úr tveimur óperum eftir Donizetti, Fra poco a me ricovero úr Lucia di Lam- mermoor og Una furtiva lagrima úr Ástardrykknum, sem væru meðal þekktustu aría söngbók- menntanna. Sú síðamefnda væri sérlega erfið, en skemmtileg og sýndi vel allar hliðar raddarinnar. Það eru tvö ár síðan Páll kom heim frá námi og stundar hann nú söngkennslu á Akureyri. Hann var spurður hvemig gengi að fá verkefni í söngnum. „Sannast að segja gengur það ekki nógu vel. Markaðurinn hér heima er það lítill og maður verð- ur að hafa sig allan við til að koma sér á framfæri. Samkeppnin er pijög hörð og menn tregir til að veita nýjum röddum tækifæri. Það hlýtur þó að koma að því að eðli- Páll Jóhannesson Morgunbiaðið/RAX leg endumýjun eigi sér stað t.d. hjá íslensku ópemnni, fólk er far- ið að langa til að heyra þar nýjar raddir. Aðalvandamálið er kannski það að á íslandi er svo mikið af góðum tenómm og tækifærin svo fá. Víða erlendis t.d. á Ítalíu er skortur á tenómm og þegar ég söng fyrir umboðsmenn þar á sl. ári fékk ég góðar undirtektir, en það er dýrt að koma sér á fram- færi erlendis og fjárhagurinn leyf- ir ekki að ég leggi út í það ævin- týri að svo stöddu." Ertu með fleiri tónleika í bígerð? „Já, við höfum verið að tala okkur saman nokkrir óperasöngv- arar og útlit er fyrir að við höldum sameiginlega tónleika í Þingeyjar- sýslu, Skagafírði og Keflavík, en hvenær það verður er óráðið enn- þá.“ Dagvist MS félagsins, Álandi 13. Morgunblaðifl/Sverrir Opið hús hjá MS félagi Islands í TILEFNI 20 ára afmælis MS félags íslands verður opið hús í dagvist félagsins í Álandi 13, Reykjavík, laugardaginn 22. október kl. 13.30—16.30. Seldir verða handunnir munir vistfólks. í fréttatilkynningu frá félaginu segir. „Félagið var stofnað 20. septeber 1968 og.var aðalhvata- maður að stofnun þess Kjartan heitinn Guðmundsson prófessor yfirlæknir taugalækningadeildar Landspítalans. Fyrsti formaður félagsins var Haukur Kristjáns- son. Félagið rekur sjúkradagvist- un fyrir 15—20 manns á dag, þar sem boðið er upp á margvíslega þjónustu svo sem sjúkra/iðjuþjálf- un o.fl. Læknir dagvistarinnar er John Benedikz taugalækningasér- fræðingur. Félagar í dag era tæp- lega 600. 20 ára afmælisrit félagsins kemur út í næsta mánuði, auk þess hefur félagið gefíð út ýmis upplýsinga- og fræðslurit um sjúkrdóminn." Núverandi formaður félagsins er Gyða Jónína Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.