Morgunblaðið - 21.10.1988, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988
23
Sparísjóður Reykjavíkurog nágrennis
í BREIÐHOLTINU
ÁLFABAKKA 14 • SÍMI 670500
Berbnósta í þingínu
Helsinki. Frá Jan Lindroos, fréttaritara N
ÍTALSKA klámstjarnan og þing-
maðurinn Ilona Staller eða „Cie-
ciolina" er nú stödd í Finnlandi
og heftir tekist að vekja á sér
verulega athygli þar sem annars
staðar. Ekki eru þó allir á einu
máli um, að hún eigi þessa eftir-
tekt skilda.
Cicciolina er í Finnlandi til að aug-
lýsa eins konar sjálfsævisögu sína,
bókina „Játningar", sem er mjög
berorð lýsing á lífshlaupi hennar
hingað til, og að sjálfsögðu lét hún
ekki undir höfuð leggjast að heilsa
upp á kollega sína, þingmennina.
Stóðu þá yfir sveitarstjómarkosning-
ar, sem þóttu einstaklegar daufar
og óspennandi, jafnvel á finnskan
mælikvarða, en Cicciolina lífgaði
dálftið upp á andrúmsloftið með því
að bera bijóstin á þinghúströppun-
um. Er nú talað um, að sumar fram-
boðskvinnur hafi hug á að reyna
„Cicciolinu-aðferðina" l næstu kosn-
ingum.
Siðastliðinn þriðjudag var Ciccio-
lina viðstödd þingsetninguna og tókst
þá að móðga þingforsetann, Matti
Ahde. Þegar hvað hæst stóð í stöng-
inni og andaktin var mest svipti hún
kjólnum frá öðru bijóstinu með þeim
afleiðingum, að forsetann setti dreyr-
rauðan.
Uona Staller er fædd i Ungveija-
landi en hefur vakið á sér athygli
sem klámdrottning og þingmaður á
italska þinginu. í Finnlandsferðifini
hefur hún rekið áróður fyrir auknu
frjálsræði í ástamálum og hefur
raunar hrósað afstöðu fínnskra þing-
manna í þeim efnum. Hefur Iqaminn
í boðskap hennar verið þessi: „Minna
áfengi — meira ástalíf."
NÁTTÚRÚ L Æ KIMING ABÚÐIIM
PÓSTKRÖFUSALA - SMÁSALA - HEILDSALA. SÍMAR 1 0262 - 1 0263.
100% si'dnmrifotnaður
áalla ffðlskyiduna
ÞaAgerasér
ekki allir grein
fyrir því, hvað
það er þýðingar-
mikið fyrir heils-
unaaðlðtasér
ekki verða kalt.
(slenska ullin er mjög góö og er betri en allt annað, séretaklega í miklum kulda
og vosbúð. En í dag ferðumst við á milli heimilis og vinnustaðar i bilum og förum
frá hlýjum heimilum okkar á hlýja vinnustaði. Þessar stuttu ferðir geta verið ansi
kaldar og jafnvel öriagarikar ef við verjum okkur ekki fyrir kuldanum. Hér kemur
silkið sem lausnin. Silkið er mjög hlýtt en aldrei óþægilega hlýtt; það bókstaflega
gælir við hömndið. Silkið er örþunnt og breytir þvi ekki útliti ykkar. Þið verðið áfram
jafn grönn þótt þið klæðist því sem vöm gegn kulda. Því er haldið fram í
indverskum, kínverskum og fræðum annarra Austurianda að silkið vemdi likamann
í fleiri en einum skilningi.
Evrópubandalagið;
Steftit að samræmingu
flugtj ómarsvæða í Evrópu
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Framkvæmdastjorn Evrópu-
bandalagsins samþykkti á fundi
1 Brussel í gær tillögur sem miða
að því að gera Evrópu innan EB
að einu samræmdu flugstjórnar-
svæði. Framkvæmdastjórnin tel-
ur að flugumferðarstjórninni
verði best borgið í höndum
Eurocontrol og stefiia eigi að þvi
að öll aðildarriki bandalagsins
verði að fiilhi aðilar að þeirri
stofhun.
Eurocontrol var sett á stofn af
Beneluxlöndunum, Frakklandi, V-
Þýskalandi og Bretlandi árið 1960.
Markmið stofnunarinnar var að
setja alla flugumferðarstjóm í aðild-
arríkjunum undir sama hatt. Árið
1965 sögðu Frakkar og Bretar sig
undan því ákvæði og árið 1980 var
það fellt út úr stofnsamningnum.
Eurocontrol hefur eftir sem áður
með höndum ýmiss konar verkefni
sem varða sameiginlega hagsmuni
aðildarríkjanna s.s. þjálfun starfs-
manna. Núverandi þátttökuríki era
öll innan Evrópubandalagsins,
Portúgal gerðist aðili 1986 og
Grikkland nú á þessu ári. Spánn
hefur sótt Vim aðild og ítalir og
Danir hafa nokkurt samstarf við
stofnunina.
Samkvæmt tillögum fram-
kvæmdastjómarinnar eiga flug-
stjóraarsvæði í framtíðinni ekki að
takmarkast við lofthelgi þjóðríkja
heldur verði komið á samræmdri
stjóm fyrir bandalagið allt. Áhersla
verði lögð á tæknilega samhæfingu
og bættar samskiptaaðferðir.
Sömuleiðis verði lögð áhersla á að
auka afköst tæknibúnaðar og bæta
þjálfun starfsmanna. Fram-
kvæmdastjórain telur brýnt að
vinna að samræmingu á sviði mann-
virkjagerðar og koma á virku sam-
ráði flugvallaryfírvalda og flugfé-
laga sem helstu notenda flugvalla.
Framkvæmdastjómin lýsir banda-
lagið reiðubúið til að leggja fram
fé til að þessum markmiðum verði
náð. Þá leggur framkvæmdastjóm-
in áherslu á að farþegaflug fái að-
gang að þeim flugleiðum sem ætl-
aðar eru til hemaðamota. Bent er
á að sú skipting sem nú ér í gildi
á milli farþegaflugs og herflugs í
Evrópu hafí verið ákveðin í iok
síðari heimsstyijaldarinnar og óum-
flýjanlegt sé að yfirvöld hermála
láti farþegaflugi eftir a.m.k. hluta
af þessum svæðum á háannatímum.
Framkvæmdastjómin bendir á
að samræming sé nauðsynleg, nú-
verandi fyrirkomuleg henti ákaf-
lega illa og sé þess ekki umkomið
að þjóna aukinni flugumferð. Áætl-
að er að fram að næstu aldamótum
eigi flugumferð í Evrópu eftir að
tvöfaldast ef flugumferðarstjómin
gerir það kleift. Tvi- og þríverknað-
ur sé alltof algengur við núverandi
aðstæður og óviðunandi sé að sam-
skipti á milli flugstjómarsvæða fari
fram í gegnum síma vegna þess
að tækin era ekki samhæfanleg.
Stanley Clinton Davis sem fer
með samgöngumál innan fram-
kvæmdastjómar EB sagði að við
núverandi ástand yrði ekki unað.
Umferðarþunginn á flugleiðum og
flugvöllum hafí valdið farþegum og
flugfélögum umtalsverðum óþæg-
indum og kostnaði. Milljónir far-
þega verði fyrir seinkunum, flugfé-
lög verði að breyta áætlunum og
fella niður ferðir auk þess sem hinn
almenni farþegi hafi vaxandi
áhyggjur af öryggi sínu. Augljóst
sé að eitthvað verði að gera, hörm-
ungar yfírstandandi árs megi ekki
endurtaka sig.
Reuter
Engin mynd hefiir boríst úr Finnlandsreisu Cicciolinu en hér er hún
að koma skoðunum sínum á framfæri í Róm. Er hún þingmaður á
ítalska þinginu og á meðal annars sæti í varnarmálanefiidinni. Hef-
ur hún vafalaust sinar hugmyndir um hvemig eigi að koma óvinun-
um í opna skjöldu.
„Cicciolina“ meðal Finna: