Morgunblaðið - 21.10.1988, Síða 28

Morgunblaðið - 21.10.1988, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988 Sláturtíð lokið á Akureyri: Slátur sótt til Kópa- skers vegna eftir- spurnar á Akureyri — segir Óli Valdimarsson sláturhússtjóri SLÁTRUN lauk um miðjan dag f gær hjá sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga og hefur sláturtíð þá staðið í sex vikur. Eins og venja er eftir sláturtfð var haldið sláturhúsaball f gærkvöldi, en starfs- menn voru alls um 120 talsins f sláturtíðinni. Alls var 42.842 Qár slátrað sem er um 5.000 færra en í fyrra. Meðalþungi dilka nam 14,51 kg sem er heldur minni þyngd en í fyrra þegar meðal- þunginn var 14,69 kg. Líkur eru á því að engin slátrun fari fram í sláturhúsi KEA á Dalvík á næstunni vegna samdráttar í landbúnaði og auk þess var öllu fé í Svarfaðardal slátrað og urðað sökum riðuveiki. Slátrun á vegum KE3A verður áfram á Akureyri og á Kópaskeri. Óli Valdimarsson sláturhússtjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að markaður fyrir sláturfé væri nægur á Eyjafjarðar- svæðinu enda væri ekkert af kjöt- inu selt utan svæðisins nema norð- lenska jólahangikjötið, sem færi víða. „Það eru miklar kröfur gerð- ar til þeirra sláturhúsa, sem flytja kjöt út. Við þurfum bara ekkert á útflutningi að halda. Þess í stað látum við húsið fullnægja okkar 1 kröfum hér innanlands." Metsala var í slátursölu í ár á Akureyri. Óli sagði að selst hefðu yfír 28.000 slátur sem væri miklu meira en mönnum hefði órað fyrir í upphafi sláturtíðar. Á tímabili var eftirspumin eftir slátrum það mik- il að ekki hafðist undan að slátra. Því var brugðið á það ráð í tvígang að sækja slátur í sláturhúsið á Kópaskeri, 500 slátur í hvert skipti. Mjög góð sala var einnig í fyrra, en þá seldust um 25.000 slátur. „Þetta eru feikilega góð matar- kaup og þegar fólk sér hversu mikinn mat það fær fyrir pening- ana sína, þá finnst því engin spum- ing um hvort taka eigi slátur. Fólk á öllum aldri virðist taka slátur nú á tímum og mjög algengt er að Qölskyldur sameinist um slátur- gerðina,“ sagði Óli. Óli telur að næsta „sláturár" verði mun betra en það sem nýlið- ið er, en árin eru gerð upp frá september til september. „Síðasta ár var mjög slæmt og held ég að ekkert sláturhús hafí komið út öðruvísi en með tapi. Það náðist að minnsta kosti hærri slátur- kostnaður í ár en í fyrra og er hann nú meira í takt við það sem hann þarf að vera. Aðalvandamál sláturhúsanna tel ég hinsvegar vera hversu lág afurðalánin eru í raun og veru. Við þurfum að greiða bændum 70% afurðaverðsins út eftir sláturtíð og þau 30% sem eft- ir em í desember. Þau þijú slátur- hús, sem KEA rekur, era saman- lagt með um 1.100 tonn af kjöti sem þýðir að húsin þurfa að snara út um 300 milljónum kr. svo til í einu. Af þessu lánar ríkið í formi afurðalána 58%. Þetta skapar mikla erfíðleika fyrir kaupfélögin, á þeim tíma þegar ekki er búið að selja nema brot af framleiðslunni,“ sagði Óli að lokum. Mórgunblaðið/Rúnar Antonsson Arekstur í Hafharstræti Nokkrar skemmdir urðu á bUum við aftanákeyrslu í Hafnarstræti um kl. 14.00 í gær. TUdrög óhappsins urðu þau að bU var ekið suður Hafiiarstræti og ók hann á bU, sem var á undan og ætlaði að beygja inn á stæði vinstra megin við götuna, að sögn lögreglunnar á Ákureyri. Engin meiðsl urðu á ökumönnum, sem voru einir í bílum sínum. Fjórðungssjúkrahús Akureyrar: 80-90 millj. kr. vantar til að fiillbúa nýja röntgendeild HaUdór Jónsson forstjóri Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar ger- ir ráð fyrir að hægt verði að taka nýja röntgendeild FSA í notk- un fúllbúna á miðju næsta ári. „Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að sú áætlun standist þó ég viti ekki nákvæma fiárveit- ingu á næsta ári.“ Til að fullbúa deildina vantar milli 80 og 90 milljónir króna. Þar af nema tækjakaup rúmum 60 millj- Ferðakaupstefna Hótel KEA - miðvikud. 2. nóv. 1988 í tilefni af ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs, sem haldin verður á Hótel KEA dagana 3. og 4. nóv. nk., munu Ferðamálasamtök Norðurlands gangast fyrir ferðakaupstefnu á Hótel KEA miðvikudaginn 2. nóv., 1988 frá kl. 10-17. Tilgangur kaupstefnunnar er að gefa þeim aðilum sem bjóða uppá ferðir, gist- ingu eða aðra þá þætti sem þeir vilja koma á framfæri, tækifæri til að kynna sínar vörur fyrir fulltrúum ferðaskrifstofa, sem þá gætu fellt þessa þætti inn í sínar dagskrár. Sérstaklega eru þeir aðilar, sem ekki hafa hrint í framkvæmd góðum hugmynd- um, hvattir til að koma og kynna sínar hugmyndir. Þátttökugjald er aðeins kr. 1.000,- fyrir hvern aðila. Þeir sem hafa áhuga, vinsamlega láti vita í síðasta lagi 28. okt. og afli frekari upplýsinga hjá: Guðmundi Sigurðssyni, sími 96-27744 Þorieifi Þór Jónssyni, sími 96-21701. ónum króna. Halldór gerir ráð fyrir fjárveitingu ríkisins upp á 20 millj- ónir króna á næsta ári vegna frá- gangs húsnæðisins. Á síðasta ári fékk FSA 16 milljónir kr. til fram- kvæmdanna á verðlagi í upphafí þessa árs. Ríkissjóður hefur heimilað Akur- eyrarbæ að taka 62 milljóna króna lán vegna tækjakaupa fyrir nýju röntgendeildina. Ríkissjóði ber síðan að greiða 85% hluta þess til baka. Ekki hefur verið ákveðið hvar lánið verður tekið, en gert er ráð fyrir að það endurgreiðist á þremur áram. Ákureyrarbæ er gert að greiða allan vaxtakostnað af láninu, en ríkið kemur til með að greiða höfuðstól, verðbætur og gengis- mun. Ætla má að heildarfjárveiting til nýju deildarinnar á næsta ári verði um 40 milljónir króna, vegna húsnæðis og tækjakaupa. Stærsti liðurinn í tækjakaupunum verður tölvusneiðmyndatæki, sem áætlað er að kosti 20-25 milljónir króna. Ríkissjóður greiðir 85% af stofn- kostnaði við sjúkrahúsið og 15% lenda á Akureyarbæ. Útboði á hefðbundnum tækjum á deildina er lokið og þessa dagana er verið að ákveða hvaða tilboðum verður tekið. Síðan á eftir að ákvarða hvers konar tölvusneið- myndatæki verður keypt eða hvort farin verður útboðsleið. Innkaupa- stofnun ríkisins sér um slík útboð fyrir hönd sjúkrahússins. 'ííúMííí HOTEL KEA Sunnudagur Glæsilegt kökuhlaðborð frákl.15-17 FSA: Fímmsóttu um stöðu yfirlæknis Fimm læknar hafa sótt um stöðu yfirlæknis í kvensjúk- dómum og fæðingarhjálp við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri sem laus er frá og með 1. febrúar nk. Þeir era Jón B. Stefánsson sér- fræðingur á Landspítala, Jónas Franklín sérfræðingur við FSA, Ólafur M. Hákansson sérfræðingur í Linköbing í Svíþjóð, Steingrímur Bjömsson sérfræðingur við sjúkra- hús í Glasgow og Vilhjálmur Kr. Andrésson sérfræðingur hjá Krabbameinsfélagi íslands í Reykjavík og við Fæðingarheimili Reykjavíkur. Umsóknarfrestur rann út 30. september sl. Bjami Rafnar hefur sagt starfí sínu lausu sem yfirlæknir frá og með 1. febrúar nk. fyrir aldurs sak- ir, en hann hefur starfað við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri á fjórða tug ára. Búast má við að nýr yfir- læknir verði ráðinn í næsta mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.