Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988 Minning: Jens Davíðsson Fæddur 10. september 1903 Dáinn 14. október 1988 Jens föðurbróðir minn fékk hægt andlát á heimili sínu, Austurgötu 47, Hafnarfirði, að kvöldi 14. þessa mánaðar. Útför hans verður frá ÞJóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 21. október. Þegar ég fékk þessa frétt var ég staddur um borð í skipi mínu fyrir norðan land og minning- ar um þennan heiðursmann tóku að streyma í hugaim. Hann fæddist í Reykjavík 10. september 1903, elsti sonur hjón- anna Davíðs Kristjánssonar tré- smiðs og konu hans Ástríðar Jens- dóttur. Jens fluttist tæplega árs gamall til Hafnarfjarðar og unni mjög sinni heimabyggð, hann lærði ungur trésmíðar í Timburverk- smiðju Dvergs hf. og starfaði þar alla sína löngu starfsævi eða í yfir 60 ár. Það eru sennilega ekki mörg dæmi þess að einstaklingur starfi svo langan tíma hjá sama vinnuveit- anda við sama fyrirtækið. Sýnir það vel hve traustur og dugandi starfs- maður hann var. Jens kvæntist 5. nóvember 1927 Valgerði _ Guðnadóttur úr Garða- hverfi á Alftanesi, en hún var mik- il fyrirmyndar húsmóðir og milli þeirra ríkti ávallt mikil ástúð og virðing. Valgerður andaðist 4. jan- úar 1981 og höfðu þau þá verið í hjónabandi í rúm 53 ár. Þau hjón voru ákaflega samrýmd"óg samhent og aldrei kom til greina að nefna nema bæði í einu, Jenni og Vala eða öfugt. Þeim varð ekki bama auðið. Ifyrstu minningamar um Jenna frænda eru frá frumbemsku. Ég átti mjög fallegt rúm, er hann hafði smíðað, en það er til marks um hæfileika hans og útsjónarsemi, að rúm þetta mátti nota jafnt fyrir vögguböm og fullorðna. Rúm þetta er enn til og hefur verið mikið not- að í minni fjölskyldu. Síðan tóku við leikföng frá Völu og Jenna sem hann hafði smíðað. Öll vom þau traust og vel gerð. Hann vissi sem var að litlar hendur fara stundum óblíðum höndum um leikföng sín. Jenni og Vala vom með afbrigð- um bamgóð og öll böm löðuðust að þeim og þeirra yndislega heim- ili, þar sem umhyggja og ástúð réði ríkjum. Ég átti því láni að fagna að dvelja á heimili þeirra um tíma, bæði sem bam og síðar sem ungur maður og hef álla tíð notið um- hyggju þeirra og ástúðar. Orlögin höguðu því þannig að ég missti föður minn aðeins tæplega mánaðar gamall. Kynntist ég hon- um því aldrei nema í gegnum aðra. Ég átti þó elskulega móður og fóst- urforeldra, sem voru móðurforeldr- ar mlnir. Þegar þannig stendur á, hygg ég að flestir hugsi mikið til þess foreldris sem þeir hafa ekki kynnst, þegar þeir komast til vits og ára. Ékki er ég þó grunlaus um að Jens, ásamt Gunnari bróður hans, hafi orðið föðurímynd mín á bemskuárunum. Jens var ákaflega dagfarsprúður maður og mikið prúðmenni, reglu- samur og traustur svo af bar. Hann var ákveðinn í skoðunum og hélt þeim hiklaust fram við vini og kunn- ingja en að öðru leyti flíkaði hann ekki skoðunum sínum. Eins og áður er sagt voru þau hjón, Jenni og Vala, ákaflega sam- hent og gjafmild og nutum við hjón- in og böm okkar þess í ríkum mæli. Þegar Vala andaðist varð mikið skarð fyrir skildi hjá Jenna en ekki bar hann þó söknuð sinn á torg. Hann bjó áfram í húsi sínu og naut ágætrar heimilishjálpar. Margir hafa heimsótt hann síðan hann varð einn, ekki síst vinnufélagamir úr Dverg, sem komu nær daglega. Ég hef búið í öðm héraði lengst af en reynt, eftir bestu getu, að hafa sam- band við þennan kæra frænda minn. Öll síðustu árin hafa þau Davíð frændi minn og Elín kona hans verið hans stóð og stytta. Er ómæld þeirra umhyggja og fómfysi við hann til hinstu stundar. Ég vil fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar flytja þessum kæra frænda innilegar kveðjur og þakkir fyrir allt sem hann var okkur. Ég er þess fullviss að honum verður vel fagnað í landi lifenda. Blessuð sé minning heiðurs- manns. Kristján Kristjánsson Hann Jenni afabróðir er dáinn. Jenni var okkur systranum sem annar afí, og nú við fráfall hans verða þáttaskil í lífi okkar. Það er tómarúm eftir Jenna. Nú foram við ekki aftur í Hafnar- §örð til að sækja hann í mat eða kaffí. Við gefum ekki hænunum eða leitum að eggjum úti í kofa. Nú heyram við hann ekki meir taka undir hressilegum rómi þegar gömlu góðu íslensku lögin era leik- in í útvarpinu. Jenni var alltaf svo ljúfur og óskaplega bamgóður, hann hafði alltaf þolinmæði til að skoða litabækumar eða bamateikning- amar með okkur, og þó að minni hans hefði farið aftur, þá mundi hann allt frá gamalli tíð og gat frætt okkur um það sem áður var. Við söknum Jenna, en vitum að hann gat ekki fengið betri dauð- daga. Hann fékk að vera heima á Austurgötu þar sem hann og Vala bjuggu alla tíð og þar dó hann. Við systumar og pabbi og mamma þökkum Jenna fyrir öli elskulegheitin og fyrir góðar minn- ingar. Guð blessi minningu hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fjrlgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Svana Magga, Gunna Vala og Ásta Björg. Mér brá þegar hringt var til mín um hálfellefu á föstudagskvöldið 14. okt. sl. til að láta mig vita að Jens Davíðsson hefði látist þá fyrr um kvöldið. Þetta kom mér á óvart, vegna þess að ég hafði séð hann sitja við gluggann sinn I langan tíma bæði fyrir og eftir hádegi þennan dág. Þegar ég gekk út úr húsinu seinni part dagsins veifaði ég til hans eins og ég gerði oft og hann veifaði á móti. Ekki var að sjá annað en allt væri í lagi. Þetta var okkar síðasta kveðja. Á undanfömum áram eftir að Jens hætti að vinna hef ég oft horft á hann sitja þama við gluggann. Þannig hagar nefnilega til að héðan sem ég sit við skrifborðið á skrif- stofu Dvergs hf. blasir við húsið hans á Austurgötu 47. Þótt núna sé orðið áliðið dags er slökkt í hús- inu, íbúðin mannlaus og enginn í glugganum. Jens Davíðsson fæddist 10. sept. 1903. Hann var sonur hjónanna Davíðs Kristjánssonar trésmiðs og konu hans Ástríðar Jensdóttur, sem bjuggu nær allan sinn búskap hér í Hafnarfirði. Þau Davíð og Ástríð- ur áttu 4 böm. Jens var elstur, síðan kom Kristján, fæddur 1907. Hann lést aðeins 20 ára að aldri. Sonur hans og Laufeyjar Einarsdóttur frá Gestshúsum er Kristján skipstjóri á Akranesi. Næst í röðinni var Guð- rún, fædd 1908. Hún lést af slys- föram 1914. Yngstur var Gunnar, fæddur 1910, dáinn 1967, síðast skrifstofustjóri í Útvegsbanka ís- lands. Hann var kvæntur Svanhvíti Fæddur 19. september 1927 Dáinn 10. október 1988 í dag, föstudaginn 21. október, kl. 13.30 fer fram frá Fossvogs- kirkju útför Ingvars B. Guðnasonar, sem lést 10 þ.m. Hann fæddist á ímastöðum í Vaðlavík, í Helgu- staðahreppi, S-Múlasýslu. Foreldrar hans vora hjónin Steinunn Jóns- dóttir og Guðni Jónsson, sem bjuggu á ímastöðum. Ingvar ólst upp í sveitinni við öll algeng sveitastörf svo og sjóróðra en útræði var stundað jafnhliða búskapnum. Þau vora sex systkinin, talin í aldursröð: Ingvar, Jóhanna, Jónína, Þóra, Vilhjálmur og Geir. Snemma hefur Ingvar því lært að taka tillit til annarra og vinna hörðum höndum, eins og þá var títt í afskekktum byggðarlögum. Þá vora nú ekki hjálpartækin til allra hluta, eins og nú er og elstu bömin þurftu oft að ryðja brautina og vera til fyrirmyndar fyrir þeim yngri. Sjórinn heillaði og dró til sín og Ingvar var margar vertíðir I Vest- mannaeyjum til að afla bjargar í búið, en eins og títt er í sveitum þurfa menn að lagfæra og smíða flesta hluti ef vel á að fara. Ingvar var bráðlaginn að eðlisfari og mun hugur hans hafa staðið mjög til þess að læra trésmíði, sem hann og gerði. Hann lærði húsasmíði í Vest- mannaeyjum og útskrifaðist þaðan með glæsilegri einkunn árið 1967 enda Ingvar greindur vel og afburða stærðfræðingur. Hinn 27. september 1969 steig Ingvar það gæfuspor að kvænast eftirlifandi konu sinni, Jönu Val- borgu Guðmundsdóttur, sem átti tvö böm af fyrra hjónabandi, þau Frið- rik Max og Aðaiheiði. Ingvar reynd- ist bömum hennar frábær stjúp- faðir og svo tóku þau í fóstur dótt- ur Aðalheiðar, Eydísi Emu Olsen, frá því hún var fjögurra ára. Hún var þeim dýrmæt perla sem þau unnu sem dóttur og gerðu allt fyrir sem verða mátti. Hún er nú við nám I Bandaríkjunum en skreppur nú heim til að fylgja fósturföður sínum Guðmundsdóttur. Þeirra sonur er Davíð Gunnarsson verkfræðingur forstjóri Ríkisspítalanna. Árið 1927, þann 5. nóvember, kvæntist Jens Valgerði Guðnadótt- ur, mikilli ágætiskonu, frá Páis- húsum í Garðahreppi. Þau bjuggu alla tíð á Austurgötu 47. Mjög var gestkvæmt á heimili þeirra hjóna og vora þau samtaka í að gera vel við gesti sína. Margar ferðir áttum við samstarfsmenn hans í kaffí þangað út. Þeim hjónum varð ekki bama auðið en engin hjón hef ég þekkt sem fremur löðuðu að sér böm, hvort sem um var að ræða skyld- menni eða ekki. Davíð faðir Jens var einn af þeim mönnun sem stofnuðu hlutafélagið Dverg árið 1911 með það I huga að kaupa trésmíðaverkstæði Jó- hannesar Reykdals. Þetta gerði hann til að tryggja sér fasta vinnu. Jens hóf störf í Dverg árið 1917 þá aðeins 14 ára að aldri og hér starfaði hann meðan kraftar entust eða jrfír 60 ár. Hann var n\jög dug- legur og afkastamikill við vinnu. Hann vann lengst af við vélamar. Stórir staflar af timbri vora sagað- ir og heflaðir, boraðir og tappaðir og úr þeim urðu á skömmum tíma hurðir og gluggar. Allt lék í höndun- um á honum- og hann hafði svo sannarlega ánægju af starfínu. Rennibekkurinn var vél sem hann naut sín vel við. Hann renndi allt sem renna þurfti á verkstæðinu og ef einhver af okkur var að smíða hlut þar sem þörf var á að renna var hann boðinn og búinn að rétta okkur hjálparhönd. Oft á kvöldin og um helgar var Jens á verkstæð- inu að liðsinna þeim mörgu sem tii hans ieituðu. Aldrei vissi ég til að hann tæki borgun fyrir þessa vinnu. Hann virtist hafa yndi af að hjálpa öðram. síðasta spölinn, kveðja hann hinstu kveðju og þakka fyrir öll yndislegu árin sem munu verða henni traust undirstaða fyrir lífið. Já, og biðja honum blessunar guðs í fyrirheitna landinu. Þau hjónin vora mjög samhent að skapa sér fagurt og gott heim- ili. Einnig byggðu þau sumarhús uppi í Kjós, sem veitti mikla ánægju og frið. Þar komst Ingvar I snert- ingu við sveitina, þar sem hugurinn dvaldi oft. Þau hjónin ferðuðust mikið innanlands og fóra um allt landið bæði um byggð og óbyggðir. Þau vora náttúruunnendur og nutu saman kyrrðar á fjöllum og dölum þessa fagra lands. Þau tíndu mikið af fögram stein- um og áttu sérstakt steinasafn, þar sem allt er skráð af mikilli vand- virkni og smekkvísi. En ferðimar um æskubyggðina og nágrenni munu þó hafa átt mest ítök í huga Ingvars, sem og snert- ingin og sú stemmning er hann komst í þegar hann gekk um sveit- ina sína, sem nú er í eyði, og leit yfir víkina og allar æskuminning- amar um góða foreldra, systkini og sveitunga, öll æskubrekin, já gleði- stundir æskunnar hreinar og tærar sem rennandi læk úr uppsprettulind sem aldrei þrýtur, koma upp I huga hans. En við allar þessar ferðir um landið, á fagra, kyrrláta, ósnortna staði era margar dýrmætustu minn- ingamar tengdar fyrir eftiríifandi eiginkonu og fósturdóttur, sem gefa þeim styrk og huggun í þeirra mikla missi þegar Ingvar er fallinn frá svo skyndilega fyrir aldur fram. Ingvar vann fyrstu tvö árin eftir sveinsprófið hjá Búrfellsvirkjun og í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík. Undiríritaður var svo lánsamur að ráða hann til starfa kringum 1969- 1970 og vann hann alla tíð upp frá því hjá mér. Mér er ljúft að minn- ast og þakka öll þau störf.og allar þær ánægjustundir, sem aldrei bar skugga á. Hann vann af sérstakri samviskusemi, dugnaði og heiðar- leika að hveiju verki. Jafnvígur á allt bæði inni- og útivinnu. ÖIl störf- Erfidrykkjur í hlýju og vinalegu umhverfi. Salir fyrir 20-250 manna nopa K I Veitingahöllinni og Domus Medica. Veitingahöllin Hú S: 685018-* inarinnar Ingvar Bjarni Guðnason — Minning Jens hafði á yngri áram mikla ánægju af ferðalögum. Aldrei fór hann þó til annarra landa en ferðað- ist með fjölskyldu sinni víða um landið. Hann var með þeim fyrstu, sem eignuðust bíl hér í Hafnar- firði. Þetta var bíll af Morris-gerð og bar skrásetningarmerkið HF-4. Hann var svo iítill og vélvana að í bröttustu brekkunum urðu far- þegamir að fara út og ganga til að bfllinn kæmist upp. Margar sög- ur sagði hann okkur úr þessum ferðum. Seinna, eftir stríð, eignað- ist Jens nýjan bfl af Citroén-gerð, mesta kostagrip og á honum fóra þau hjónin með vinum sínum í margar sumarferðir. Annað áhuga- mál þeirrá hjónanna var garðrækt. Hann hafði, ásamt fleiram, umráð yfir landspildu uppi á Öldum og þar ræktaði hann kartöflur, gulrætur og fleira. Margar ferðir vora famar til að vinna í garðinum og þá var gjaman tekinn með kaffíbrúsi og meðlæti og nutu þá oft aðrir sem þama vora sömu erínda góðs af. Þannig gekk þetta til ár eftir ár þar tii örlögin tóku í taumana. Valgerður kona Jens lést 4. jan- úar 1981. Nokkram vikum áður varð hann fyrir því óhappi að fót- brotna og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Konumissirinn dró mjög úr lífslöngun hans. Hann var niður- brotinn maður. Honum batnaði seint og hann náði sér aldrei alveg og gat nánast ekkert unnið eftir þetta. Löngum starfsdegi var lokið. Hann átti að baki yfir 60 ára lang- an starfsferil hér í Dverg og er honum hér iátnum þakkað fyrir framúrskarandi dugnað, ósérhlífni og trúmennsku við fyrirtækið. Við samstarfsmenn hans hér í Dverg þökkum áratuga langa vin- áttu. Blessuð sé minning Jens Dav- íðssonar. Trausti Ó. Lárusson in vora fagmannlega af hendi leyst eins og best verður gjört Sl. vetur þurfti ég að láta smíða skímarfont, altari, prédikunarstól, og kross í hina sérstæðu en glæsi- legu Breiðholtskirkju. Er ég sá teikningamar sást glöggt að til verksins þyrfti mjög góðan smið. Ég valdi Ingvar til verksins og það brást ekki fremur en annað, sem hann gerði. Það var allt vel athugað og undirbúið og gengið hreint til verks. Allt gekk það frábærlega vel og er sannkallað listaverk Ingvar gekk ekki heill til skógar nú í nokkur ár, en ræddi ekki um það og kvartaði aldrei Nú að leiðarlokum viljum við hjónin, bömin okkar svo og allir starfsfélagamir votta eftirlifandi eiginkonu, fósturdóttur, systkinum svo og ættingjum og vinum, okkar dýpstu samúð um leið og við þökk- um þessum mæta manni samfylgd- ina og biðjum honum guðs blessun- ar á íjarlægri strönd. Kveikt er ljós við ljós burt er sortans svið. Angar rós við rós opnast himins hlið. Niður stjömum stráð engill fram hjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. Hvfli hann í friði. Kristmn Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.