Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988
fólk í
fréttum
„Magnús“ kvikmyndaður
Nú standa yfír tökur á nýrri
íslenskri kvikmynd sem er
skrifuð og stjómað af Þráni Bertels-
syni. Þetta er sjötta bíómyndin sem
Þráinn leikstýrir og sú fímmta sem
fyrirtæki hans Nýtt líf framleiðir.
Nýtt líf hlaut hæsta styrk sem út-
hlutað var úr Kvikmyndasjóði ís-
lands við síðustu úthlutun, eða 13
milljónir króna. Kostnaður við
myndina nemur um 40 milljónum
króna.
Með stærstu hlutverkin í mynd-
inni fara leikaramir Egill Ólafsson,.
Þórhallur Sigurðsson, „Laddi“, Jón
Sigurbjömsson, Guðrún Gísladóttir,
María Ellingsen, Ámi Pétur Guð-
jónsson, Þröstur Leó Gunnarsson,
Jngimar Oddsson, Lilja Þórisdóttir,
Randver Þorláksson, Gunnar Eyj-
ólfsson o.fl.
Kvikmyndatöku annast Ari
Kristinsson, hljóðmeistari er Marti-
en Qoucke, leikmyndahönnuður er
Geir Óttarr, um búninga sér Sigrún
Guðmundsdóttir og förðun annast
Gréta Boða. Framkvæmdastjóri
myndarinnar er Vilhjálmur Ragn-
arsson en framleiðandi er Þráinn
Bertelsson fyrir Nýtt líf.
Kvikmyndin „Magnús" er sam-
bland af gamni og alvöru hvers-
dagsins og gerist hún í Reykjavík
og nágrenni. Aðalpersónan Magnús
er lögfræðingur að atvinnu og
hestamaður í tómstundum. Hann
er á besta aldri þegar hann fær
upplýsingar um að hann sé haldinn
alvarlegum sjúkdómi, en áður en
hann getur snúið sér að því að tak-
ast á við veikindi sfn þarf hann að
leysa ýmis vandamál sem steðja að
honum og öðmm í fjölskyldu hans.
Hestar koma mjög við sögu í
þessari kvikmynd, enda fer dijúgur
hluti af upptökum fram á félags-
svæði hestamannafélagsins Fáks í
Víðidal Qg svo á Vatnsenda við EIl-
iðavatn. Þess má geta að hesturinn
Leikararnir Jón Sigurbjörnsson, hesturinn Hrímnir, „Laddi“, Egill
Ólafsson, Þórunn Sigurðardóttir og Þórarinn Óskar Þórarinsson fyr-
ir töku.
Werner Schabfer aðstoðartökumaður og Ari Kristinsson, kvikmynda-
tökumaður undirbúa næstu töku.
Hrímnir frá Hrafnagili leikur stórt
hlutverk í myndinni, ef svo má að
orði komast, en hann mun vera
einna frægastur íslenskra gæðinga
nú um stundir.
Kvikmyndin „Magnús“ er 35 mm
breiðtjaldsmynd í Dolby Stereo.
Upptökur hófust 26. september
siðastliðinn og lýkur um miðjan
nóvember. Stefnt er að því að mynd-
in verði frumsýnd í september á
næsta ári.
Loredana er ekki feimin við að lýsa ást þeirra á hvort öðru og
seg ir hún að bónorðið komi innan skamms.
LOREDANA OG BJÖRN BORG
„Hér eftir er það Björn
sem tekur ákvarðanir“
Menn segja að eitt umtalað-
asta ástarsambandið um
þessar mundir sé farið að taka á
sig varanlega mynd. Loredana,
37 ára ástmey Bjöms Borgs, er
loks flutt til hans, til Sviþjóðar.
Nýverið sagði hún við sænska
blaðamenn að hér eftir væri það
Bjöm sem öllu réði um líf henn-
ar. Þó liggur i loftinu að á þeim
bæ sé það frekar hún en hann sem
taki ákvarðanimar.
Það er einmitt hún sem básún-
að hefur ástríðufullt samband
þeirra, en Bjöm situr bara og
brosir. Að eigin sögn hefur hún
nú eignast manninn sem hana
hafði alla tíð dreymt um og litla
gullinhærða bamið, ijögurra ára
son Bjöms frá fyrra hjónabandi.
Og hún segist ætla að elda sjálf
ofan í „sinn mann“ og ala „sínum
manni" heilan bílfarm af bömum
eins og ítalska kvenþjóðin hefur
löngum gert.
„Bjöm er kærastinn minn og
ég mun gera allt til þess að halda
í hann. Hann er ástríðufyllri en
allir ítalskir karlmenn til samans.
Á hveijum degi bíð ég eftir bón-
orðinu og seinna ætla ég að eign-
ast með honum sæg af bömum.
Þetta er i fyrsta skipti sem ég
get þakkað Guði fyrir góð við-
skipti." Þannig hljóðar ein yfirlýs-
ing konunnar sem krækti í Bjöm
Borg.
I næsta mánuði munu hjúin
fara til Kína og þá segir hún að
bónorðið hljóti að koma. Ennþá
hefur nú Bjöm sjálfur ekki minnst
á það við fjölmiðla, og er hann
fáorður um þessi mál. Myndir af
turtildúfunum segja þó meira en
mörg orð, sýnt þykir að ástin
blómstrar.
En eitt er víst, Loredana er
mjög masgjöm kona, sem hefur
ekki aðeins kveikt eld í hjarta
Bjöms, heldur og öllum samlönd-
um hans. Hún er án efa góð aug-
lýsing fyrir vömmerki Bjöms og
hefur þegar fylgt honum á ýmsar
fatasýningar. Samkvæmt heim-
ildum er það varla orðum ofaukið
að segja að athyglin hafí fremur
beinst að Loredönu en fataleppum
á sviði. /
TINNA EIGNAST STÚLKUBARN
„Við fögnum litlu systur“
Tinna Gunnlaugsdóttir, leikkona, sem tilnefnd
hefur verið til kvikmyndaverðlauna Evrópu, og
Egill Ólafsson leikari eignuðust 12 marka
stúlku þann 18, þessa mánaðar. Eitt rigningar-
kvöld í vikunni leit „Fólk í fréttum" við hjá
mæðgunum á fæðingardeildina.
„Það er sterkur Egilssvipur á stúlkunni"
segir hin nýbakaða móðir en Egill bætir þá við
í spaugi að „ekki vil ég neinni konu það að
líkjast mér, svona upp á seinni tíma að gera.“
Segist hann vona að hún muni iílg'ast móður
sinni sem mest.
Og Tinna Gunnlaugsdóttir hefur í mörgu að
snúast á stómm stundum. Eins og alþjóð veit
hefur hún fengið tvær tilnefningar til kvik-
myndaverðlauna Evrópu fyrir bestan leik í aðal-
hlutverki kvenna, í kvikmyndinni „í skugga
Hrafnsins" sem frumsýnd verður hér á lándi
sunnudaginn 23. október og stuttu síðar á öllum
Norðurlöndunum.
Eftir rúmlega mánuð verður ljóst hvaða
myndir hljóta kvikmyndaverðlaun Evrópu.
Tinna mun þá dvelja á kvikmyndahátíðinni í
Berlín í tvo daga, og Egill gætir bús og bama
á meðan. Og hvemig leggst það í Jfau? „Það
eru til dæmi þess að karlmenn geti mjólkað,
og ef það hefðu verið þrír dagar sem hún væri
fjarverandi, þá hefði ég sjálfsagt farið á horm-
ónalyf" segir Egill glettnislega, og Tinna full-
yrðir að svo hart þurfi hann ekki að leggja að
sér.
Það eru annasamir tímar framundan hjá
bæði móður og föður en Egill er um þessar
mundir að leika f nýrri kvikmjmd eftir Þráinn
Bertelsson. En það eru hjálpfúsar hendur á
heimilinu. Fyrir eiga þau hjónin 9 og 11 ára
snáða. Að sjálfssögðu var um „ást við fyrstu
sýn“ að ræða hjá bræðrunum eins og þriggja
bama faðirinn orðar það og á korti sem þeir
færðu móður sinni stóð skrifað „Við fögnum
litlu systur".
Morgunblaðið/Þorkell
Litla stúlkan var hin sprækasta, en gaf fljótlega til kynna að hún
vildi mat sinn og engar reQar, tilnefhingar til kvikmyndaverðlauna
var henni vafalftið ekki efst í huga.