Morgunblaðið - 21.10.1988, Síða 48

Morgunblaðið - 21.10.1988, Síða 48
SÍMANÚMER g[ 606600 Mk / Breiðholt: Sérstakt hlið á götu fyrir SVR „VIÐ ætlum að reyna að selja upp sérstakt hlið á götu Strætis- vagna Reykjavíkur miili Flúða- sels og Hjallasels, þar sem brögð hafa verið að því að fólk hefur ekið einkabifreiðum sinum um götuna,“ sagði Þórarinn Hjalta- son, verkfræðingur hjá Borgar- verkfræðingi. Eftir götu þessari er bönnuð öll umferð nema strætisvagna. Þórar- inn sagði að sett yrði upp slá með sjálfvirkum opnunarbúnaði, til að tryggja að engar bifreiðir gætu ekið um götuna nema strætisvagn- ar. „Við eigum eftir að kanna hvemig að þessu verður staðið, en hugsanlegt er að komið verði fyrir skynjara, svo sláin lyftist einungis ef stórri bifreið er ekið að henni,“ sagði hann. „Það er töluvert um að fólk aki þessa götu á einkabif- reiðum og þar með eykst mjög slysahætta við bamaheimilin Hálsa- borg og Hálsakot. Starfsmenn bamaheimilanna og foreldrar hafa bent á þessa hættu og því ætlum við að grípa til þessara ráðstaf- ana,“ sagði Þórarinn Hjaltason. Vinna við Dýraflarð- arbrú hafín Núpi, Dýrafírði. VINNA er nú hafin við hina nýju brú yfir Dýrafjörð. Brautin sf., verktaki við Dýra- fjarðarbrú á Lambadalsodda, bauð 5,9 milljónir eða 77% af kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar í verkið. Gunnar G. Sigurðsson verkstjóri upplýsti að unnið yrði við lagningu vegar að brúarstæðinu sem verður á oddanum og lagningu fargs á plan undir brúna. Sjálf brúin verður 100 m löng. Áætlað er að þessi hluti verksins taki um 6—7 vikur, þá þarf fargið að standa í 6 mánuði þar til næsti áfangi getur hafist. - Kári Nafhvextir lækk- aðir um allt að 4% FLESTIR viðskiptabankanna lækka nafiivexti í dag, um allt að 4%. Meginástæða vaxtalækkunarinnar er sú að hækkun lánskjaravísi- ®*tölu er minni en Seðlabankinn spáði. Verðbólga mælist nú aðeins um 4% miðað við mánaðarhækkun visitölunnar, en hækkun láns- kjaravísitölu undanfarna þijá mánuði mælir verðbólguhraðann um 10% á ári. Flestir bankanna höfðu tilkynnt um lækkun vaxta stuttu fyrir lokun í Seðlabankanum í gær, en þar fengust ekki upplýsingar um hvaða bankar það væm eða hve mikil lækkunin væri að meðaltali. Lands- bankinn mun lækka nafnvexti á nær öllum tegundum inn- og út- lána um 3% og Útvegsbankinn um 3-4%. Þá hefur Verslunarbankinn einnig lækkað vexti á öllum lánum. Vextir lækkuðu síðast þann 11. október, en þá lækkuðu raunvextir ••teinnig. Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans, sagði að þetta væri mikil lækkun og ákvörð- un bankans hefði verið tekin í kjöl- far nýrra útreikninga á lánskjara- vfsitölu, sem sýndi að verðbólga væri enn minni en menn hefðu talið. Það væri nauðsynlegt að endurmeta vaxtastig í sífellu í sam- ræmi við verðbólguna og markaðs- aðstæður, en ekkert væri hins veg- ar unnið með vaxtalækkun með handafli. Jakob Armannsson, aðstoðar- bankastjóri Útvegsbankans, sagði að það væri eins víst að vaxta- breyting yrði aftur eftir 10 daga, þar sem bankamir væru nú að leita að réttu jafnvægi á tímum mikilla sviptinga. Morgunblaðið/Bjami Búið að salta í32.000 tunnur Búið er að salta í 32.000 tunnur af þeim 68.000 tunnum sem seld- ar hafa verið til Svíþjóðar og Finníands. Mest hefiir verið saltað á Eskifirði, Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði, að sögn Kristjáns Jó- hannessonar birgða- og söltunarstjóra síldarútvegsnefiidar. "Yfír 70 fyrirtæki gjaldþrota YFIR 70 fyrirtæki og um 190 einstaklingar hafa verið úr- skurðaðir gjaldþrota það sem af er árinu. Meðal þekktra fyrirtáekja sem ''•firskurðuð hafa verið gjaldþrota eru Nesco framleiðslufélag hf., Kjötbær hf., Ingólfur Óskarsson, Miðfell hf., Víðir, Pétur Snæland hf., Goðgá hf., Sjónvarpsbúðin hf., Skemmtigarðurinn hf., Kjöt- og matvælavinnsla Jónasar Þórs hf., Evrópa hf., Ávöxtun hf. og -íslensk Portúgalska hf. Minni áfengis- sala en í fyrra SALA áfengis er 1,67% minni í lítrum talið á þessu ári en í fyrra, en 0,19% ef miðað er við Fiskmarkaður Suð- urnesja: Gott verð fyrir síld VíKELD voru 42 tonn af sfld fyrir 9,06 króna meðalverð á Fiskmark- aði Suðumesja í gær. Hæsta verð var 9,30 krónur en lægsta 8,50 krónur. „Þetta er gott verð þar sem verð- lagsráðsverð er um 8 krónur," sagði Ólafur Þór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri markaðarins, I samtali við Morgunblaðið. „Þetta er fyrsta sfldin sem kemur til Grindavíkur á vertíðinni. Kópur GK veiddi sfldina í Mjóafirði og Fáskrúðsfirði og hún fer aðallega í beitu. Nokkrir aðilar keyptu sfldina og flestir þeirra keyptu 7 tonn af henni," sagði Ólaf- ur Þór. áfengismagn. Þá kaupir fólk mun meira af ódýrari tegundum en dýrum. Tekjutap ÁTVR af þessum sökum nemur tugum milljóna króna. Gústaf Níelsson hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins segir að fyrstu níu mánuði ársins hafi ver- ið selt áfengi fyrir rúma þrjá millj- arða króna. Að magni til var salan 2.306.000 lítrar og hafði dregist saman um 38.000 lítra miðað við fyrstu níu mánuði fyrra árs. Hvað breytt neyslumunstur varðar má nefna að salan á íslensku brennivíni hefur aukist um 33,61% en salan á vodka minnkað um 4% og viský um 3,32%. Það er einnig athyglisvert að salan á hvítvíni hefur minnkað um 13,65% en salan á rauðvíni hefur aukist nokkuð. Sömu sögu er að segja af tób- aki. Salan á sígarettum hefur minnkað um 1,37% á milli fyrr- greindra tímabila og saian á pípu- tóbaki hefur minnkað um 11,83%. Fyrsta álit umboðsmanns Alþingis: Reglumum aldur leigubílstjóra ábótavant UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur gefið sitt fyrsta álit í máli sem til hans var leitað með. Um er að ræða kvörtun leigubílstjóra sem vikið var úr starfi sökum aldurs. Leigubílstjórinn taldi þá ákvörðun skerðingu á atvinnuréttindum sinum og skaut máli sínu tíl umboðs- mannsins, Gauks Jörundssonar. Gaukur kemst að þeirri niðurstöðu að upphafeákvæði 16. gr. reglugerðar nr. 293/1985 um hámarksald- ur leigubílstjóra eigi sér ekki viðhlítandi lagastoð. Þannig verði því ekki beitt gagnvart leyfishöfum sem höfðu leyfi við gildistöku fyrr- greinds ákvæðis en leigubílstjórinn er í þeim hópi. Forsaga þessa máls er sú að umsjónamefnd leigubifreiða til- kynnti leigubflstjóranum í sumar að hann hefði verið sviptur leyfi til aksturs leigubfls frá og með 1. júlí. Ástæðan var sú að hann var orðinn 75 ára gamall. Hann var einnig sviptur leyfi til að láta ann- an mann annast aksturinn. Þessu til stuðnings vitnaði nefndin í fyrr- greint reglugerðarákvæði er gildi tók á þeim tíma. Umboðsmaður Alþingis aflaði ýmissa gagna í málinu og ritaði m.a. bréf til samgönguráðuneytis- ins þar sem það var beðið um að skýra viðhorf sitt til kvörtunar leigubflstjórans og rökstuðning að upphafsákvæði 16. gr. reglugerð- arinnar. Ákvæðið er svohljóðandi: „Atvinnuleyfin gilda þar til leyfis- hafar verða 75 ára og skulu þeir leggja leyfi sín inn fyrir 1. júlt næsta ár.“ Umboðsmaðurinn vildi einnig vita hvort leigubflstjórar geti fengið undanþágu samkvæmt 15. gr. nefndrar reglugerðar ef ákvæði 16. gr. um aldurshámark telst á annað borð gilda. Ráðuneytið svaraði þessari fyrir- spum umboðsmannsins á þá leið að mat þess væri að eftir að um- rætt ákvæði væri komið í gildi gæti enginn sem orðinn er 75 ára haft atvinnuleyfi og hvað undan- þáguna varðar taldi ráðuneytið slíkt óeðlilegt. f áliti sínu segir Gaukur m.a. eftir að hafa rakið lög og reglur um leigubflaakstur: „Ákvæði í reglugerðum sem hafa 5 för með sér takmarkanir eða missi atvinnu- réttinda verða að eiga sér ótvíræða stoð í lögum. Verður að gera stranga kröfu um að slík lagaheim- ild sé tvímælalaus ef í hlut eiga afdrifarík ákvæði svo sem um rétt- indamissi. Lög um leigubifreiðar hafa frá upphafi geymt fyrst og fremst ákvæði varðandi heimild til takmörkunar á fjölda leigubifreiða, um skyldu til að stunda leiguakstur ffá stöð og um ráðstöfun leyfa til leigubifreiðaaksturs. Þar hefur ekki verið til að dreifa reglum um það hvaða skilyrðum menn þurfi að fullnægja til að fá slík leyfi eða hvaða atvik leiða til brottfalls þess- ara réttinda."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.