Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 3

Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBÉR 1988 C 3 En þegar ég spurði þá piltana í MR hvort menn ræddu kannski ljóð og bókmenntir á göngunum varð lítið um svör en mikið um hlátur. Töldu þeir þó skólann eiga mörg ágætis ljóðaskáld. Bókmenntir.í tímum, nesti í frímínútum Stúlkurnar í Hagaskóla kunnu góð skil á nýjustu erlendu bók- menntunum, en í MS var lítill al- mennur bókmenntaáhugi að sögn nemenda, sem aftur á móti voru mjög stoltir af félagslífi sínu. í Versló og Menntaskólanum á Isafirði var sama sagan, enginn sérstakur áhugi, bara einstaka fígúrur sem lægju yfir þessu. Þau fyrir vestan sögðust þó halda mikla menningarhátíð á hvetju vori. En í MH er bókmenntaáhuginn það mikill að sögn Þorvaldar í 3. bekk, að menn koma óspart með tilvitnanir í tímum. Nefndi hann m.a. Halldór Laxness og Sjón sem vinsæla höfunda. Auk þess væri mjög öflugt tónlistarlíf í skólanum og væri nú svo komið að hann hlust- aði sjálfur á klassíska músík. En það var fróðlegt að heyra, að hinir menningarlega sinnuðu MH-ingar létu sig ekki muna um að koma með nestispakkann í skól- ann, og mun það vera nýtt í sögu vorri síðari tíma. Sagði Þorvaldur þetta vera af hreinum sparnaðar- ástæðum, bæði þyrfi hann að borga Euro-kortið sitt frá því í sumarleyf- inu, og svo væri ekki fært að láta foreldra ausa út vasapeningum í þeirri dýrtíð sem hér væri ríkjandi. Ekki laust við að manni hlýnaði um hjartarætur. Hagnýtt nám á undanhaldi? Islenskir stjórnmálamenn eiga ekki upp á pallborðið hjá unglingun- um. Helst gátu þau sætt sig við Davíð Oddsson, „því hann lætur ekki þessar konur stjóma sér“ eins og þeir sögðu strákamir í Haga- skóla, en það hnussaði þó í dreif- býlisfólkinu í MS þegar minnst var á borgarstjórann og þeim fyrir vest- an hreinlega hitnaði í hamsi. Sögðu þau það fjári hart, að ekki mætti Davíð setja flugu í glas án þess að það kæmi í öllum íjjölmiðl- um, en svo væru þau að byggja stjómsýsluhús og sjúkrahús á ísafirði en enginn hefði áhuga fyrir þvf. En eftir nokkrar umræður kom- ust þau þó að þeirri niðurstöðu að það væri nú ekki amalegt fyrir bæjarfélagið að eiga svona eins og einn tíunda part af Davíð, því hann efldi samkennd fólksins í bænum. Það virðist ekki mikill hiti í ungl- ingum þegar pólitík er annars veg- ar, nema kannski þegar landsmálin ber á góma, en aftur á móti er mikill áhugi fyrir stjórnmálafræði. Lögfræði, viðskiptafræði og hag- fræði eru enn vinsæl fög, en eitt- hvað virðast þau vera orðin leið á þessu „hagnýta námi“ fyrir vestan, því þar eru æ fleiri famir að halla sér að félagsvísindum. Ekki er laust við að hræringa gæti í þá átt fyrir sunnan líka, því Þorvaldur í MH sagðist gjaman vilja verða kennari og Magnús vinur hans í 3. bekk MS spurði hvort hann hefði nú enn einu sinni dottið á hausinn? En Þorvaldur sagði að peningar skiptu ekki máli á Islandi, það væri allt á hausnum hvort eð væri og hann gæti ekki séð hvernig ungt fólk ætti að fara að því að eignast fasteignir í framtíðinni, því ekki væru húsnæðismálin hátt skrifuð hjá valdamönnum. Ástin biómstrar Unga fólkið í Reykjavík er nú ekkert á þeim buxunum að festa ráð sitt of snemma. Æskilegasti aldurinn til að hefja búskap að þeirra mati er frá 25 ára aldri, því þá ættu þau að hafa lokið námi að mestu. En það er allt í þessu fína Blóm fyrir dömuna Yngissveinarnir úr MR þeir Kolbeinn og Stefán völdu blómin að kostgæfni, sögðu það mjög áríðandi að vel tækist til. að vera á föstu og jafnvel bara betra á þessum síðustu og verstu tímum þótt þeir vinimir í MR, Stef- án og Kolbeinn, segðu að það væri nú ósköp þreytandi að horfa upp á fólk kyssast með stírumar í augun- um eldsnemma á morgnana á göngum skólans. En ástin og rómantíkin blómstrar á Vestfjörðum og þar settu þau lágmarksaldurinn neðar. Töldu 20 til 25 ára aldurinn heppilegan til að hefja búskap og sögðu að lang- flestar stelpumar væm á föstu og tækju þá yfirleitt upp fyrir sig. Þeim fannst það ágætis hugmynd að hvfla sig á námi eftir stúdents- próf og settu það ekkert fyrir sig að halda áfram síðar þótt barn væri komið í spilið. Þau sögðu að bameignir væm mikið í tísku á Isafírði og hefði nánast orðið „sprenging" síðasta árið. Og Vigdís sagði að hér hefðu orðið breytingar á, því fyrir nokkr- - Stærsti gólfdúkaframleiðandi Evrópu. Vestur-þýsk gæðavara. A Jj H U i j V W r* p 1 - Hollenskar teppaflisar með ótrúlega mðguleika i sérframleiðslu Brintons carpets - Einn elsti framleiðandi Wilton og Axminster teppa í Englandi mipolom] - Gegnheill vinyldúkur frá virtasta framleiðanda Vestur-Þýskalands - Lím og fylgiefni frá Vestur-Þýskalandi norcxment [7\ freudenberg _____i - Takkaðir gúmmldúkar frá V-Þýskalandi. Stærstir og fjölbreyttasta úrvalið HflRO Die Parkett-Marke® - Vestur-þýskt gæðaparket GRESPANIA - Fallegar heimilisflísar frá Spáni ege - Stærsti teppaframleiðandi Danmerkur, 50 ára og enn síungir VORWERK - Einn stærsti teppaframleiðandi Vestur-Þýskalands. Frumlegustu teppamynstrin á markaðnum. - Skítgleypimottur (Coral) frá Hollandi - Náttúru- og vinylkorkur frá Portúgal ÆKk MILUKEN -Stærsti teppaflísaframleiðandi í heimi - Stök teppi úr ull með tískumynstrum frá Hollandi Stærsti teppaframleiðandi Evrópu. AltroNordic - Öryggisdúkar frá Svlþjóð V*EDESTEIN=) - Hollenskar gúmmímottur og gúmmídreglar ^nThJoJKBVUnÚk - Vestur-þýskar gæðaflísar. OSTACARPETS - Sérhæfður framleiðandi stakra teppa í Belgíu - Stök teppi í sígildum mynstrum frá Belgíu. LA SAH GIORGiO - Steyptar marmaraflögur (terrazzo) frá Ítalíu Hjá okkur færðu allt á gólfið á einum stað. Teppaland FAST LAND UNDIR FÓTUM Nú eru liðin 20 ár frá opnun Teppalands. • Á þessum tíma höfum við selt yfir 3,2 milljónir fer- metra af góifefnum, sem segir sína sögu um vin- sældir Teppalands. • Þetta hefur einnig verið staðfest í nýlegri skoðanakönnun Hagvangs, þar sem 51% aðspurðra sögðust myndu leita fyrst til Teppalands ef kaupa ætti gólfefni. • Næstu verslanir voru með 10,8% og minna. Teppaland er nú alhliða verslun með allt á gólfið á einum stað. • í Teppalandi færðu gólfteppin, teppaflís- arnar, motturnar og dregl- ana. • í Dúkalandi færðu gólfdúkinn, parketið og flí- sarnar auk úrvals fylgihluta. • Styrkur okkar liggur í inn- flutningi frá þekktum og virt- um framleiðendum gólfefna um allan heim. • Teppaland-Dúkaland er í dag umfangsmesta gólf- efnaverslun landsins, með reynslu og þekkingu sem kemur þér til góða. LÍTTU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND. \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.