Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 4

Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 um árum hefðu stúlkur helst ekki átt að eiga börn, heldur vera dug- legar að læra og standa sig vel í atvinnulífínu. Komast áfram af eigin rammleik Stéttaskipting er engin í skólan- um að sögn unga fólksins. Það skiptir þau litlu máli hvaða atvinnu eða stöðu foreldrar þeirra hafa í þjóðfélaginu. Það væri bara full- orðna fólkið sem væri snobbarar. Viðhorf þeirra til foreldra var já- kvætt og sögðu þau að tengslin yrðu betri eftir því sem þau sjálf eltust og afskiptasemi foreldranna minnkaði. „Þau skilja okkur ekki," sögðu krakkamir í Hagaskóla, en þau í Menntaskólanum á ísafírði sögðu: Við erum nú loksins farin að skilja þau greyin! Foreldrar mega vera fijálslega klæddir, sögðu þau þegar við fórum út í þá sálma, en af og frá að þau klæddu sig eins og unglingar. Helst ættu þau að vera fín og settleg. En þótt stéttaskipting sé engin, nema þá innan skólans þar sem lit- ið er á busana sem óæðri verur, þá eiga þó sumir bíla en aðrir ekki. En Hólmfríður og íris í Versló sögðu mér, að það þætti nú aldeilis ekki fínt í þeirra skóla að láta for- eldrana gefa sér bfl. Hjá þeim væri í gildi að komast áfram af eigin rammleik. „Ég hef þurft að vinna fyrir öllu sjálfur," sagði Magnús í 3. bekk MS, og það sama virtist gilda um hin ungmennin. Sagði Kolbeinn mér í MR, að hann hefði safnað sér fyrir sínum bfl frá blautu bamsbeini. „Það var nú bara hans siðasta úrræði til að ná sér í stelpu," útskýrði Stefán vinur hans. Fyrir vestan á annar hver ungl- ingur bfl að sögn krakkanna þar, og hefðu flestir unnið fyrir honum sjálfír, enda ekki annað að heyra en þau hefðu bærilegar tekjur á sumrin. Þar þykir það beinlínis nið- urlægjandi að vera upp á foreldrana komin, en hins vegar settu þau það ekki fyrir sig að þiggja þessa „ósýnilegu" hluti, eins og fæði, húsaskjói og afnot af síma, raf- magni, þvottavél, þurrkara, sjón- varpi, sjampói og tannkremi. Enda það soddan smotterí miðað við hitt. Gamlar lödur og gáfiimannapopp En draumabfllinn er sportbfll af dýrustu gerð, helst með GTi eða turbo merki aftan á. Sumir draum- ar em þó of dýrir, og því bjarga menn sér stundum með því að klína turbomerkinu aftan á gamla skod- ann. Gamlar lödur eru líka vinsæl- ar, eru jafnvel skírðar við hátíðlega athöfn og fá þá gjaman heimilisleg nöfh eins og t.d. „Lalli“, og um- Qöllun eins og um sérstakan vin væri að ræða. Rut í Hagaskóla sagði að draum- urinn væri lítil bleik eða rauð bjalla með topplúgu og rósóttu áklæði. Vestfírðingamir vildu helst jap- anska ódýra bfla sem litu vel út og máttu þeir gjaman vera hvítir, rauðir og svartir. Og síðan er brunað á Lalla á ball og vinsælustu skemmtistaðimir virðast um þessar mundir vera Tunglið og Casablanca, en það breytist sífellt eins og þau sögðu. Grunnskólanemendur reyna aftur á móti að komast inn á menntaskóla- böllin. Engin hljómsveit hvorki inn- Á leið á flóamarkað. Krakkarnir í Hagaskóla þau Rut, Sigþór, Sigríður, Arnþrúður, Einar og Haukur voru með klæðaburðinn á hreinu, og sögðust fá föt á spottprís á flóamarkaðinum. Morgunblaðið/Gísli Dlfarsson eftir veðri Eignast bíl af eigin rammleik. Námsmeyjamar í Versló þær íris og Hólmfríður sögðu að það þætti nú ekki fínt að láta foreldrana gefa sér bfl. lend né erlend er afgerandi hvað vinsældir snertir, þótt margir nefndu að vísu hljómsveitina U2, en mikið um músík sem ber einhver óskiljanleg nöfn eins og hiphop, rapp, funk og önnur nöfn sem mað- ur gat ekki borið fram, en Kristján Ág. í MÍ kom með ágætis samnefn- ara yfír þetta allt saman, kallaði þetta gáfumannapopp, en þá ku víst vera eitthvað innihald í textan- um. Einnig eru gömul rokk- og bítlalög vinsæl, og svo hlusta þau í Versló gjaman á lög í rólegri kant- inum. Reykingar forboðnar en áfengisneysla algeng Og það er mikið rúntað, bæði fyrir sunnan og vestan. Föstudags- kvöldin eru bíókvöld í Reykjavík, og síðan er það rúnturinn eftir sýn- ingar. Laugardagskvöldin eru hentug fyrir dansleiki og partý, eða boð eins og það heitir víst núna, en sunnudagar eru hvfldardagar áfram. Þó laumast hin eldri oft í bíó á sunnudögum til að losna við yngri krakkana og svo eru þau komin á þann aldur að þau þurfa að hvfla sig eftir vikuna á föstu- dagskvöldum. A ísafírði er mikil götumenning um helgar og þar fara þau bara í bíó þegar góðar myndir koma, en Þau Kristján Ag., Dagný og Vigdís á Isafírði höfðu litlar áhyggjur af tískunni, voru í góðum úlpum og kuldaskóm í hinu fagra vestfírska veðri. sögðu það heldur erfítt að komast inn á dansleiki. En fyrir utan rúnt- inn góða væri helsta upplyftingin skólaböll og partý. „Já er ekki partý á vistinni í kvöld?“ spurðu þær Dagný og Vigdís skólabróður sinn Kristján Ág., sem varð eins og piólitíkus í framan og bað þær um að blanda ekki vistinni inn í blaða- grein. Reykingar eru algjörlega for- boðnar hjá hinum vestfirsku og einnig að mestu leyti hjá borgar- bömum, sem sögðu þó að margir reyktu þegar þeir fengju sér í glas. En þótt reykingar séu ekki í tísku, þá sögðu þau mér að drykkja væri mikil og algeng meðal unglinga og skiptu þá engu hvar á landinu væri. En við fíkniefnaneyslu vildi eng- inn kannast í sínum skóla. „Krakk- ar sem neyta fíkniefna flosna hvort eð er úr skóla, því bæði þurfa þau að fjármagna fíkniefnakaupin og hafa svo ekki getu eða einbeitingu til að læra,“ sagði Þorvaldur í MH. Sjónvarp ekki „in“ Ef einhver hefur álitið unga fólk- ið sjónvarpssjúklinga þá er það ekki og minna mas“, en fyrir vestan var hlustað á Rás 2. Og þau vilja dúlla sér inni í hlý- ER LÍFSSTÍLL UNGA FÓLKSINS AÐBREYTAST? legum herbergjum, helst í „Fríðu frænku stíl“, sem þýðir gamaldags andrúmsloft, en einstakir kusu þó nýtísku stúdíohúsgögn. MS-ingar lögðu ríka áherslu á stór rúm og breið, hvort sem það er nú í beinum tengslum við hið öfluga félagslíf þeirra eða ekki. Ekki kaupa þau mikið af blöðum eða tímaritum, helst að stelpumar séu með einhver tískublöð, sögðu strákamir. En Haukur í Hagaskóla sagðist þó stundum kaupa „Nati- onal Geographic.“ Ekki er mikil kaffíhúsamenning rétt, því sjónvarpsgláp er hreint ekki „in“ hjá unglingum. Frekar hlusta þau á útvarp eða dútla eitt- hvað með vinum sínum. Bylgjan var sú stöð sem þau hlýddu mest á í borginni, „ því þar er meiri músík hjá unglingum bæjarins, en stúlk- umar í Versló sögðust þó stundum fara méð kennurunum á kaffíhús. Grunur leikur þó á að það muni vera til að fá frí frá vísdómnum. Stundum fara skólafélagar sam- an út að borða, svona fyrir meir- háttar böll, en þá er farið á ódýrari staði eða þar sem þau fá magnaf- slátt. „En við höfum bara ekkert efni á slíkum hlutum. Það er svo dýrt að halda sér uppi í skólanum og svo er bara svo rosalega dýrt að lifa,“ sögðu og horfðu á mig með ásökun- arsvip eins og ég bæri ábyrgð á efnahagslífínu. Vel lærðir og vel fjáðir Þau vilja vera sjálfstæð og óháð foreldrum sínum fjárhagslega. Hið langa sumarfrí, sem hvergi þekkist annars staðar í heiminum, hefur hjálpað þeim til að „standa á eigin fótum" en jafnframt ýtt undir aukna fíárþörf. Menn gátu nú lært héma í gamla daga án þess að vaða í peningum, en í dag eiga þeir bæði að læra og vera vel fjáðir. Þau sögðust ekki vera tilbúin til að varpa frá sér hinum veraldlegu gæðum, en spumingin er, hvort þau standi undir eigin kröfum. Það er býsna kænlegt að skapa sér ódýra tísku þegar maður þarf sjálfur að opna budduna. Og hvers vegna þessi áhugi fyrir gamla tímanum? Eru þau búin að upp- götva hversu bragðlaus frama- og peningaheimurinn er, borinn saman við heim hugsjónanna þegar menn fleygðu sér flötum fyrir málstaðinn? En sennilega er það erfitt að vera unglingur á íslandi og þurfa að verða svona snemma fullorðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.