Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 9

Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 C 9 símann. Hann bytjaði hvern einasta dag á því að hringja mikinn hring til þess að taka púlsinn. Hann tal- aði ekki bara við sína menn, heldur við menn úti í atvinnulífinu, í öðrum stjómmálaflokkum og víðar. Enda vissi Ólafur alltaf hvemig landið lá, og ekkert þurfti að koma honum í opna skjöldu." Hann bætir við að það séu aðrir starfshættir sem tíðkist í stjórnar- ráðinu nú á dögum. Forsætisráð- herrar nokkurra síðustu ríkisstjóma hafi verið í einskonar fílabeinstumi í stjómarráðinu og fái þær upplýs- ingar sem þeir leiti eftir í skýrslu- formi frá sérfræðingum Þjóðhags- stofnunar og öðmm sérfræðistofn- unum. Þeir hafi aldrei haft þá snert- ingu við þjóðfélagið sem þeir Ólafur og Bjami hafí haft í svo ríkum mæli. Gerðu grín að skýrslufargani Hjörleifs Það sem virðist ráðherrum ríkis- stjómar dr. Gunnars Thoroddsen heitins, á árunum 1980 til 1983 einna eftirminnilegast af ríkis- stjómarfundum, er þáttur Hjörleifs Guttormssonar, sem þá var iðnaðar- ráðherra. Rifja þeir upp að það hafi oft orðið ráðherrum ríkisstjóm- arinnar aðhlátursefni þegar Hjör- leifur mætti á ríkisstjórnarfundi, hlaðinn skýrslum í tugatali, sem hann svo dreifði meðal ráðherr- anna. Iðulega hafi verið um hag- kvæmniathuganir á ýmsum iðnað- arkostum að ræða, sem hafi verið svo gjörsamlega út í hött, að það hafí verið hrein og klár tímasóun að lesa skýrslurnar, enda viður- kenna flestir þeirra að lítið hafi farið fyrir slíkum skýrslulestri hjá þeim. Þeir segja að þó þeir hafi gert óspart grín að Hjörleifi fyrir pappírsfarganið, hafi það engin áhrif haft á Hjörleif. Hann hafi ekki einu sinni tekið stríðninni illa, heldur haldið ótrauður áfram að hlaða á þá skýrslum. Steingrímur Hermannsson, sem þá var sjávarút- vegs- og samgönguráðherra, er sagður hafa sagt eitt sinn á ríkis- stjómarfundi, þegar Hjörleifur dreifði skýrslum: „Það ætti að taka ljósritunarréttinn af honum Hjör- leifí!" Öðru sinni flutti Hjörleifur langa ræðu um efnahagsmál, þegar verið var að koma saman efnahagsmála- pakka í ríkisstjóm dr. Gunnars Thoroddsen og aðrir ráðherrar horfðu mikið upp í loftið á meðan. Þá sagði Ólafur Jóhannesson loks: „Ég hélt nú að ég væri kominn til að vera hér við fæðingu, en ég sé að það et tómur misskilningur.“ Ragnar Amalds sagði þá: „Já, en fæðing hún tekur nú misjafnlega langan tíma Ólafur." Ólafur svar- aði: „Já, það er rétt, en það er ekki sama hver tekur á rnóti," og leit um leið á forsætisráðherrann við borðsendann. Matthías Bjarnason gantaðist með bréfaskriftum Matthías Bjamason hefur löng- um haft það orð á sér að kímnigáfa hans væri sprelllifandi. Auk þess er hann sagður hafa stokkið oft upp á nef sér á ríkisstjórnarfundum á árunum 1983 til 1987, ef honum þótti sem fjárveitingar til sam- göngumála eða heilbrigðis- og tryggingamála væm í hættu. Hann mun oftar en ekki hafa haft árang- ur af slíkum pólitískum leikfimiæf- ingum. Hann átti það einnig til að grípa til pennans á ríkisstjórnar- fundum og skrifa samráðherrum sínum glettna nótu, rétt eins og baldinn skólastrákur, ef honum fannst tilefni til. Ég hef það fyrir satt að hann hafi ritað Geir Hall- grímssyni lítið bréf, þegar Geir var utanríkisráðherra. Geir bað Steingrím Hermannsson afsökunar undir lok ríkisstjómarfundar og kvaðst verða að víkja af fundi, þar sem hann yrði að fara til Keflavík- ur. Matthías laumaði þá lítilli nótu yfir borðið til Geirs, þar sem stóð: „Passaðu á þér hendurnar, ef þú sest í tannlækningastólinn!“ Hér var Matthías að sjálfsögðu að vísa til atviksins á Keflavíkurflugvelli, þegar háttsettur yfírmaður varnar- liðsins gerðist fjölþreifinn við tann- lækni vamarliðsins, og mátti hverfa af landi brott við litla sæmd, er konan hafði kært hann fyrir atvik- Iíi'íitai' stukku hærra í Stjómarráöinu «g fengu formennskuna í fjárveitinganefnd . . . ið. Höfðu samráðherrar þeirra Matthíasar og Geirs mikið gaman af því hversu mjög kom á Geir við lestur nótunnar, enda allir sammála um að þetta væri nánast eins og að bera páfanum guðlast á brýn. Önnur stráksskaparsaga af Matthíasi Bjamasyni er á þessa leið: Það var verið að ræða um skyld- leika þingmanna og annarra niður í Alþingi þegar Ólafur Þ. Þórðarson kom aðvífandi og greindi frá því að hann og ritstjóri Þjóðviljans þá, Kjartan Ólafsson væm frændur og kórónaði svo frásögnina með því að segja að Ingólfur Guðnason, frá Hvammstanga, sem þá var þing- maður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurlandskjördæmi vestra væri einnig frændi þeirra. Matthías Bjamason, sem þá var heilbrigðis- ráðherra, er sagður hafa sagt þessa setningu, eftir ættfræðitölu Olafs: „Ég og minn flokkur erum nú á móti afturvirkni laga, en þegar maður hugsar til þessara frænda þá dettur manni í hug að helst hefði fóstureyðingarlöggjöfin þurft að vera afturvirk." I þessari ríkisstjórn pirraði það oft ráðherra Sjálfstæðisflokksins þegar Jón Helgason, þáverandi landbúnaðarráðherra minnti á nið- urgreiðslur og nauðsyn þess að auka við þær. Fannst sumum sem þeir fengju aldrei neitt íjármagn til þess sem þeir töldu nauðsynlegt, en Jón fengi þær hundruðir milljóna í niðurgreiðslur sem hann vildi. Var talað um að sókn í slíkt íjármagn væri létt I ijárveitinganefnd Al- þingis, þar sem saman væm komn- ir „framsóknarmennirnir" Pálmi Jónsson, Egill Jónsson, Friðjón Þórðarson, auk löggiltra framsókn- armanna. Er það haft fyrir satt að Sverrir Hermannsson, þáverandi menntamálaráðherra hafi gefið full- trúum í fjárveitinganefnd nýtt nafn, vegna niðurgreiðslnanna og nefnt þá: „Fulltrúa faríketsins.“ Albert sætti sig illa við aga fundanna Ekki fer mörgum sögum af stráksskap einstakra ráðherra á ríkisstjómarfundum eða agaleysi, enda ber flestum viðmælendum mínum saman um það að formið á rikisstjómarfundum sé og hafí verið mjög hefðbundið og að fundarsköp- um sé fylgt út í ystu æsar. Þó fregn- aðist það frá samráðherrum Alberts Guðmundssonar í ríkisstjóm Stein- grims Hermannssonar, að Albert hafí á stundum átt erfitt með að sætta sig við aga og fundarstjórn Steingríms. Hann hafi verið mjög gjam á að grípa fram í hjá öðmm ræðumönnum, eða beinlínis að taka orðið af öðmm. Steingrímur er sagður hafa ávítað Albert það ræki- lega að Albert hafí tvívegis rokið af ríkisstjórnarfundi með miklu þjósti. Jafnframt mun Albert hafa verið eini ráðherrann I ríkisstjóm- artíð Steingríms 1983 til 1987 sem ekki var reiðubúinn til þess að hlýta reykingabanni því sem Steingrímur ákvað að yrði í gildi á ríkisstjómar- fundum. Það var þó ekki þannig að Albert sæti og púaði stórvindla sína alla ríkisstjórnarfundi, heldur átti hann það til að tendra glóð í vindli sínum, þegar líða tók að lok- um fundanna. Hástökkskeppni réði formennsku í Qárveitinganefhd Eins og oft vill verða getur hlaup- ið snurða á þráðinn þegar verið er að semja um skiptingu ráðuneyta og æðstu embætta Alþingis í stjórn- armyndunarviðræðum. í slíkum við- ræðum fyrir um hálfu öðm ári, þegar Þorsteinn Pálsson hafði svo gott sem myndað ríkisstjóm sína, kastaðist í kekki með viðræðuaðil- um, vegna ágreinings um for- mennskuna í fjárveitinganefnd Al- þingis. I stjómarráðinu vom þennan morgun staddir þeir Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgríms- son fyrir Framsóknarflokk, Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sig- urðsson fyrir Alþýðuflokk og Þor- steinn Pálsson og Friðrik Sophus- son fyrir Sjálfstæðisflokk. Áður en fundur þeirra sexmenninga hófst sagði Steingrímur sögu af því þegar hann hafði sem drengur eitt sinn sem oftar heimsótt föður sinn, Her- mann Jónasson í forsætisráðuneyt- ið. Sagðist Steingrímur hafa ætlað að falast eftir einni krónu hjá föður sínum til lakkriskaupa, en þegar hann hefði komið inn á skrifstofu forsætisráðherra hefði blasað við honum óvenjuleg sjón. Hermann hefði verið í hástökkskeppni við lög- regluþjón utan úr bæ og var keppn- in fólgin í því að sá sigraði sem gat stokkið hærra, jafnfætis. „Lög- regluþjónninn stökk jafnfætis upp á fundarborðið," er Steingrímur sagður hafa sagt, „en pabbi stökk jafnfætis upp á lagasafnið á fundar- borðinu!" Eftir að fundurinn um embættis- skiptinguna var hafínn, fór allt í hnút, eins og fyrr segir út af for- mennskunni I fjárveitinganefnd, en bæði kratar og íhald sóttu það fast að formennska í þeirri nefnd kæmi í þeirra hlut. Þá var það Jón 'Sig- urðsson sem spurði hvort ekki væri rétt að gera fundarhlé og fara að dæmi Hermanns. Varð það úr að hástökkskeppni skyldi skera úr um það hvor flokkurinn hlyti for- mennskuna. Jón Sigurðsson stökk léttilega upp á fundarborðið og sömuleiðis Friðrik Sophusson, en hann hrökklaðist hins vegar út af borðinu eftir stuttan stanz, þannig að krötum var dæmdur sigur í þess- ari keppni, og Sighvatur Björgvins- son varð formaður fjárveitinga- nefndarinnar. Það væri kannski góðs viti ef stjórnmálamenn al- mennt útkljáðu ágreiningsefni sín oftar með því að bregða á leik. Nýlegur stráksskapur af ríkis- stjómarfundum er af þeim fóst- bræðrum Jóni Baldvin og Steingrími Hermannssyni. Ríkis- stjómarfundur var rétt að hefjast, þegar Jón Baldvin kom inn í fundar- herbergið, í dökkum fötum, hvítri skyrtu og með hálstau. Steingrímur heilsaði nýbökuðum utánríkisráð- herra með þessum orðum: „Hvað andskoti ertu orðinn glerfínn!" Og Jón Baldvin svaraði: „Það er nú bara vegna þessa andsk .. . emb- ættis sem ég erfði frá þér. Ég þarf að hitta þessa uppábúnu diplómata á degi hverjum." Það mun vera staðreynd að Jón Baldvin hafi á þessum fundi verið í lánsfötum af syni sínum, Glúmi. Fleiri virðast hafa haft einhveijar áhyggjur af því með hvaða hætti klæðaburður -Jóns Baldvins yrði, eftir að hann tók við embætti utanríkisráðherra, því faðir hans, Hannibal Valdimars- son, er sagður hafa sagt er hann fékk fyrst fregnir af nýrri upphefð sonarins: „Nú, hann þarf þá að fá sér kjólföt drengurinn."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.