Morgunblaðið - 13.11.1988, Qupperneq 10
10 c
MORGUNBLAÐŒ) MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
Verð frá kr. 34.087.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16- Sími 69 16 00
Husqvarna eldavélar
ENDAST OGENDAST
SÁLARFRÆÐI///‘uwr) er sálarfrœbi?
Til skilnings á
innra lífi mannsins
Fyrirhugað er að á þessum vetri
birtist hér í blaðinu undir þess-
an fyrirsögn smápistlar um sál-
fræðileg efni, líklega einu sinni til
tvisvar í mánuði hverjum. Hef ég
verið beðinn að
annast þessa pist-
lagerð. Finnst mér
rétt að fara í upp-
hafi fáeinum orð-
um um ráðgerða
tilhögun þessa
efnjs.
Ég hyggst taka
efnið fremur
effirSigurjón
Björnsson
frjálsum tökum, enda þótt sálfræði-
leg slagsíða verði nokkur að líkind-
um. Algengasta skilgreining sálar-
fræði er á þá lund að hún sé sú
fræðigrein sem setur fram tilgátur
og kenningar byggðar á vísindaleg-
um rannsóknum um atferli lífvera.
Við þessa rúmu skilgreiningu er
fátt að athuga, annað en það að
skiptar skoðanir kunna að vera á
því hvað teljast vísindi eða vísinda-
legt. Út í þá sálma fer ég ekki. Sá
þáttur sálarfræði sem fjallar um
skilning á innra lífi manns (en af
því stjórnast efalaust atferli hans
að verulegu leyti) og mannlífi verð-
ur viðfangsefnið hér. Sá skilningur
stuðlar að því að gera líf manna
farsælla og samskipti manna giftu-
samlegri. En sálarfræðin ein dugar
þó ekki til að glæða þennan skiln-
ing. Til þess þarf margvíslega aðra
þekkingu, t.a.m. félagsfræðilega,
bókmenntalega, líffræðilega, hag-
fræðilega og siðfræðilega, ásamt
ýmsu fleiru, ekki síst langri og
góðri reynslu sem menn hafa dreg-
ið lærdóma af. Ég er að sjálfsögðu
ekkert betur að mér í þessum efnum
en allur þorri manna og verr en
margir, sem láta þó fjölmiðla í friði.
Má því búast við að margt af því
sem úr penna kann að hijóta verði
af vanefnum gert. En reyna má að
viðhafa gætni og láta sér nægja
hugleiðingar, tilgátur og hóflegar
ábendingar. Einatt má varpa fram
spumingum til yfirvegunar fyrir
lesendur og til að hvetja þá til skoð-
unar á tilteknu efni. Réttlæting
þessara skrifa er helst sú að það
ætti að vera fremur hollt en óhollt
að leitast við að öðlast eilítið dýpri
skilning á framvindu mannlífs og
ýmsum mannlífsvanda. Öll þurfum
við á því að halda að huga að þeim
málum öðru hveiju.
Ég vil gjaman njóta stuðnings
frá væntanlegum lesendum. Þætt-
irnir em að vísu ekki hugsaðir sem
svör við bréfum lesenda, en engu
að síður er kærkomið að fá línu frá
lesendum (stílaða á Morgunblaðið)
með athugasemdum þeirra og að-
finnslum, ábendingum, hugmynd-
um og tillögum um efni sem þeir
kjósa að fá reifað. Allt slíkt verður
skoðað vandlega og tekið til um-
fjöllunar, ef tök verða á.
HAGFRÆÐI/Tekst okkur pab sem Rómverjum mistókst?
Okkar
jólastjörnur
eru á sama veröi
ogí fyrra
Handstyring:
Gömul reynsla og ný
Kúvending nýrrar ríkisstjómar
í efnahagsmálum markar án
efa helstu tíðindin á vettvangi efna-
hagsmála á þessu hausti. Með því
að sýnt þótti að lögmál efna-
hagslífsins virk-
uðu ekki eða að
of tímafrekt væri
að bíða þess að
þau hrifu var
ákveðið að
skipta yfir í
handstýringu „af
fullri hörku á öll-
um þáttum".
Flest úrræðanna em gamíir kunn-
ingjar, stjóm á verðlagi og vöxtum,
hækkun skatta til að greiða niður
verðbólgu og reka atvinnufyrirtæk-
in með erlendu lánsfé. Aldursfor-
seti þingsins þuklar peningana áður
en þeir em greiddir út til að tryggja
að þeir fari í hendur réttra aðila.
Það á að hafa þetta svipað og var
hjá Eysteini forðum tíð á velmektar-
dögum verðlagseftirlitsins og
skömmtunarskrifstofunnar.
Því hefur verið haldið að fólki,
að ekki tjói að bjóða upp á nútíma-
lega vestræna stjómarháttu í efna-
hagsmálum sökum þess að hér
standi fmmstætt veiðimannaþjóð-
félag. Á slíku geirfuglaskeri verði
engum hagvísindum komið við
nema til bölvunar. Þessum rök-
semdum er ætlað að réttlæta til-
raunina sem nú fer fram á þjóðarbú-
inu. Meinið er að þetta hefur allt
verið reynt oft áður og mistekist
jafnoft. Nefna má ýmis tiltöluleg
nýleg dæmi, en eitt hið eftirminni-
legasta er frá Rómaveldi hinu foma.
Þar stóð tilraunin nógu lengi til að
álykta megi almennt um afleiðingar
þeirrar stefnu sem fylgt er í æfing-
iim af þessu tagi. Og dæmið frá
dögum Rómveija hefur gildi fyrir
nútímann vegna þess að jafnvel
þótt íslenskt þjóðarbú beygði sig
ekki undir sömu lögmál og hag-
kerfí nágrannaþjóða nútímans verð-
ur samt að ætla að það sé ekki
frumstæðara en efnahagslíf forn-
þjóða ýmissa sem til eru góðar
heimildir um.
íslendingar eiga þess kost að
kynnast sögu Rómaveldis af önd-
vegisverki sagnfræðingsins Wills
Durants í rómaðri þýðingu Jónasar
Kristjánssonar prófessors. Þar segir
m.a. frá því að árið 282 valdi her-
inn sem landsföður Díócles nokk-
urn, sem síðan kallaði sig Díóclet-
íanus. Hann tók upp nýja stjórnar-
háttu og leitaðist við að ráða bót á
efnahagshnignun ríkisins.
Árið 301 gáfu Díócletíanus og
meðstjórnendur hans út tiiskipun
um verðlag þar sem tiltekið var
hæsta lögleyft verð eða laun fyrir
allar helstu vörur og þjónustu í
ríkinu. Gefum Durant orðið: „Til-
skipun þessi var allt til vorra tíma
frægasta tilraun sem gerð hefur
verið til að setja stjórnboðin ákvæði
í staðinn fyrir lögmál efnahagslífs-
ins. Tilraunin mistókst fljótt og full-
komlega. Kaupmenn földu vörur
sínar, skortur varð meiri en nokkru
sinni fyrr, Díócletíanus var sjálfur
sakaður um að stuðla að hækkandi
verðlagi, og slaka varð á tilskipun-
inni til að örva aftur framleiðslu
og dreifingu. Að lokum var hún
númin úr gildi af Constantínusi
mikla.“
í haust hefur borið á mikilli hug-
kvæmni ráðamanna í skattamálum
og hefur fjölmörgum hugmyndum
um nýja skatta og álögur verið veif-
að. Söguhetja vor var líka skatta-
glöð í meira lagi. Durant segir svo
frá: „Allir skattgreiðendur reyndu
að komast undan gjöldunum, og því
setti ríkið á fót sérstaka skattalög-
reglu til að rannsaka eignir og tekj-
ur hvers manns. Eiginkonur, börn
og þrælar voru pyntuð til að fá þau
til að ljóstra upp um fólgna fémuni
eða tekjur heimilisins, og þungum
refsingum var beitt fyrir öll undan-
brögð. Síðast á þriðju öld, og þó
enn fremur á fjórðu öldinni, varð
flóttinn undan sköttum eins og far-
sótt í Rómaveldi. Efnamennm fólu
eigur sínar, hefðarmenn skiptu um
stétt og gerðust humiliores til að
losna við kjör til sveitarstjórnar,
iðnaðarmenn yfirgáfu iðnir sínar,
óðalsbændur stukku frá skattþrúg-
uðum búum og gerðust daglauna-
menn, mörg þorp og jafnvel stærri
borgir (t.d. Tíberías í Palestínu)
lögðust í eyði vegna skattpíningar.
Að lokum kom þar á fjórðu öldinni
að þúsundir borgara flýðu út yfir
landamærin og leituðu hælis meðal
óþjóða.“
Vitaskuld ber að hafa fyrirvara
á samlíkingu milli Rómaveldis á
fjórðu öld og íslands á tuttugustu
öld en stefna stjórnvalda fellur í
áþekkan farveg. ísland veturinn
1988-’89 mun bætast í safn reynsl-
unnar að þessu leyti rétt eins og
Rómaveldi á fjórðu öld.
Skuggahliðar tilraunarinnar
munu birtast á vordögum þegar
lagabókstafur og tilskipanir falla
úr gildi og flóðalda verðhækkana
skellur yfir samfara skattahækkun-
um. Kannski er stjórnvöldum hugg-
un í því að lega landsins leyfir ekki
að Islendingar fari að dæmi Róm-
veija og flýi út yfir landamærin til
að „leita hælis meðal óþjóða".
eftir Ólaf
ísleifsson