Morgunblaðið - 13.11.1988, Qupperneq 14
14 C
Skrifa um mig! Ertu
bara frá þér!“
Framangreind
viðbrögð voru þau
fyrstu, er ég færði
í mál við Pamelu
Brement þá hug-
mynd mína að ég
fylgdist með henni á meðan á stuttri
heimsókn hennar hingað stóð nú
fyrir skömmu.
Þeir eru ugglaust ófáir sem
minnast hjónanna Pamelu og
Marshall Brement, en Marshall var
sendiherra Bandaríkjanna hér á
landi á árunum 1982 til 1985. Þau
hjónin eignuðust fjölda vina hér og
hafa þau rækt þann vinskap vel
eftir að þau fóru héðan. Það vakti
kannski athygli sumra að vinskapur
þeirra náði inn í raðir flestra þjóð-
félagshópa, og skiptu stjórnmála-
skoðanir þá engu máli. Jafnframt
skáru þau sig nokkuð úr hvað það,
varðar að fjöldi vina þeirra heyrir
til listamönnum, svo sem leikurum,
tónlistarmönnum, rithöfundum og
myndlistarmönnum. Eftir- því sem
ég kemst næst, mun ýmsum ráða-
mönnum, ekki hvað síst banda-
rískum, hafa þótt nóg um, hversu
marga vini og nána þau hjón áttu
og eiga að sjálfsögðu enn úr vinstri
„intelligensíunni" hér. En í þessu
sem öðru voru þau hjón samkvæm
sjálfum sér og létu engan hlutast
til um eða ráða vinavali sínu.
Pamela með pálmann í
höndunum
Því er þetta riíjað upp nú þremur
árum eftir að Marshall og Pamela
kvöddu Laufásveginn og ísland með
söknuði, að Pamela kom hingað
nýverið þeirra erinda að ferðast
með íshestum Fjailabaksleið syðri,
til þess að skrifa grein um slíka
ferð fyrir bandarísk ferðatímarit.
Hún hafði tekið af mér loforð á sl.
ári að ef af yrði, þá ferðaðist ég
með henni. Því er nú þannig varið
að í notalegum félagsskap vestur á
Rhode Island, þar sem þau hjón
búa, virðist það ekki mikið mál að
gefa slíkt loforð, en þegar að efnd-
unum kemur, fyrir lítt vana hesta-
konu, þá horfír málið svolítið öðru
vísi við. Hvað um það, við loforðið
var staðið — og eftirsjáin varð eng-
in.
Með Pamelu kom Virginia, vin-
kona hennar frá Newport, Rhode
Island, þar sem þau búa nú. Hún
hafði samskonar reynslu að baki,
hvað varðar reiðmennsku og undir-
rituð — hafði oft farið á bak sem
bam. Pamela stóð því með pálmann
í höndunum í upphafí ferðarinnar,
hafði bæði riðið Kjöl árið 1985 og
styttri ferðir um Grafninginn, Þing-
vallasveit og víðar.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
ISLENSKUR
\TKINGUR OG
BANDARÍSKT
GLÆSIKV'ENDI
Hrólfur, gæðingur-
inn Ijúfi, heillaði
Pamelu.
Samband þeirra Jóns fararstjóra og j
Pamelu blómstraði mjög í kjölfar
þess að hann afsalaði sér Hrólfi í
hendur Pamelu, enda er stolt
hennar augljóst þar sem hún situr
hann. Á stundum var gott að hvíla
lúin bein eins og sést hér að ofari.
Texti og myndir: AGNES BRAGADÓTTIR
„ Jæja stelpur, nú kemur það á daginn í dag, hvort þetta
er upphafið að endalokum okkar!“ Óvissan er í því
fólgin hvort við lifum heilan dag af á hestbaki, og konan
sem á þessi fyrstu orð er lítil, grannvaxin, fínleg kona,
með Ijóst hár og stöðugan brosglampa í augum, sem á
hennar glettnustu stundum getur breyst í lítinn brospúka.
Það sætir reyndar furðu að brosglampinn sé stöðugur í
augum hennar, því líf hennar í liðlega hálfa öld hefur
ekki verið eintómur dans á rósum. Hún er bandarísk,
en fæddist á Filippseyjum og meðal þess sem hún
upplifði í bernsku, var að lenda í fangabúðum Japana
þar. Þegar hún bjó hér á landi um nokkurra ára skeið
veiktist hún af krabbameini. Sjúkdómur hennar var það
alvarlegur, að um hríð var henni ekki hugaður bati.
Hún og eiginmaður hennar segja að íslenskir læknar
hafi bjargað lífí hennar og skal það ekki dregið í efa
hér. Þakklæti þeirra til íslenskra lækna og þá einkum
til þeirra Sigurðar S. Magnússonar heitins, Hafsteins
Sæmundssonar og Auðóifs Guðnasonar er ómælt, en hún
lagðist undir hnífínn hjá þessum þremur læknum: fyrst
hjá Sigurði, þá hjá Hafsteini og loks hjá Auðólfí. Það
að hún náði bata hér, er ugglaust ein ástæða þess að
þau hjón hafa bundist órofa tryggðaböndum við ísland,
íslensku þjóðina, sögu okkar og menningu. Konan er
Pamela Brement, öðru nafni Pamela Sanders, sem er
rithöfundarnafn hennar.