Morgunblaðið - 13.11.1988, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
C 21
Bókmenntir og listir
bækur
Siglaugur Brynleifsson
Walter Jens: Feldziige eines
Republikaniers. Ein Lesebuch.
Herausgegeben von Gert Ueding
und Peter Weit. Deutscher
Taschenbuch Verlag 1988.
Arnold Hauser: Kunst und
Gesellschaft. Deutscher Tasch-
enbuch Verlag 1988.
Walter Jens fæddist í Hamborg
1923. Hann stundaði nám í klassík
og germönskum fræðum í Hamborg
og Freiburg, hefur starfað sem
prófessor og gestaprófessor við
þýska og erlenda háskóla og eftir
hann liggur fjöldi rita. Gert Ueding
og Peter Weiss hafa valið í þessa
sýnisbók úr ritverkum Walters Jens.
Það hefur verið vandaverk, því að
hann hefur skrifað skáldsögur, leik-
rit, fræðirit um bókmenntir og guð-
fræði, ritgerðir, prédikanir, gagn-
rýni og flutt fjölda fyrirlestra og
auk þess skrifað mjög minnisstæðar
mannlýsingar. Rit Walters Jens
spegla menningarástand og andleg
viðhorf í Þýska sambandslýðveldinu
á þessari öld. Hann er snjall ræðu-
maður og sem fyrirlesari er hann
einstakur, eins og Gert Ueding lýs-
ir ágætlega í formála að sýnis-
bókinni. Walter Jens hefur skrifað
margt um gríska og rómverska
klassík og endursagt Hómerskviður
og gefíð út. Prófritgerðir hans fjalla
um Sófókles og Tacitus.
Útgefendur hafa valið úr þessu
'fjölbreytta ritsafni, m.a. með hlið-
sjón af höfundareinkennum Walters
Jens, sem er fyrst og síðast andríki,
bókmenntaþekking og málsnilld.
Dtv. útgáfan gefur gefur bókina út
í tilefni af 65 ára afmæli höfundar,
sem var 8. marz sl.
Arnold Hauser fæddist í Ung-
vetjalandi 1892, starfaði í Vínar-
borg en hvarf þaðan örlagaárið
1938 til Englands, þar sem hann
kenndi við háskólann í Leeds til
1957. Hann lést í Budapest 1978.
Helstu rit hans eru: „Sozialgesc-
hicht de Kunst und Literatur" I-II
— 1953. Ensk útgáfa 1951 „The
Social History of Art“ I-II. „Der
Ursprung de modernen Kunst u.
Literatur" 1973 og „Soziologie der
Kunst“ 1974. í þessu bindi eru birt-
ir fyrstu fimm kapítular þess rits.
Arnold Hauser er meðal kunn-
ustu listfræðinga, hann á mikinn
þátt að þeim félagsfræðilegu við-
horfum til lista og bókmennta sem
hófst með kenningum Marx og
Engels um þessi efni og skoðanir
hans eru útfærðar og mettaðar
marxískri söguskoðun. Þessar
kenninga Hausers um Iistir og bók-
menntir eru því takmarkaðar við
kenningakerfi og hugmyndafræði
en listskilningur hans er skyldari
skilningi Lukacs og Frankfurt-
skólans en marxískra forvera
þeirra.
Hauser er ágætur höfundur,
framsetning hans er skýr og læsileg
og hugmyndaauðgi hans einstök.
Félagsleg viðhorf hans til lista og
bókmennta skýra eitt og annað í
sögu þessara greina, en þegar fé-
lagslegar forsendur skortir til út-
skýringa þá reynist hann minna
bundinn hugmyndafræðum marx-
ista og leitar skýringa í einstakl-
ingsbundnum viðhorfum höfunda
og listamanna. Það er frávikið frá
kórréttri kenningu, sem forðar rit-
um Hausers frá freðinni kenninga-
festu og glæðir þau raunsæi.
arr symr nyja
haustúrvaliö frá tveimur af heimsins þekktustu
framleiöendum gœðateppa úr ull. Þú fœrð
ekki teppi í þessum gœöaflokki hvar sem er.
Þessi teppi eiga heima á hlýlegustu stööum
heimilisins og sóma sér vel með öörum
náttúrulegum efnum eins og leðri og kjörviöum.
(Og eiga ekki síöur fagurlega viö glansandi
króm og Memphis-stíl.)
Þú finnur teppi sem fullnœgja þörfum þínum
í nýjum sýningarsal okkar aö Höfðabakka 3.
Mýkt, þéttleiki og stíll einkenna náttúrulegu ull-
arteppin.
Eins og rétti ramminn gefur málverki líf undir-
strikar rétta teppið húsgögnin sem þú lœtur þér
líöa vel í. (Það er ótrúlegt hve vel valið teppi
prýöir húsgögnin.) Veldu þérteppi sem hœfir
því herbergi sem þú hefur í huga.
Nýrstíllfrá Sanderson byggiráformum úrsjálfri
náttúrunni og gœðin eru siík aö fjaðurmagnaðar
ullartrefjarnar halda eiginleikum sínum árum
saman.
Georgian Carpets
BERBER, DESTINY, GEORGIAN SUEDE,
HEATHER, MANOR, MAJRBLE,
SAXONY, SUPREME, TWIST, VELVET.
Nýir litir einkenna teppin
frá Georgian Carpets í ár og
svo mjúk eru þau að þú
verður að ganga á þeim til
aö átta þig á því.
Auðvitað þarfnast teppi í
þessum gœöaflokki vand-
aörar lagningar. Viö reið-
um okkur á sömu fagmenn
og annast hafa ásetningu
á fjölmörgum heimilum, í
opinberum stofnunum og
á skrifstofu- og verslunar-
húsnœöi á undanförnum
sjö árum. Þegar þú kauþir teþþi frá Barr getur
þú alltaf treyst því aö fá vandaða vöru og
teppalögn eins og hún gerist best.
BARR
Ullargólfteppi fyrir vandláta
HÖFÐABAKKA 3, REYKJAVÍK. SÍMI: 685290
Sanderson
Deep Velvet
Deep Velvet Tweed
Deep Velvet De Luxe
Hostess
Super Hostess
Super Hostess Berber
Ladyjane
Filigree
La Scala
SYNINGIN ER OPIN
LAUGARDAG KL.10-16
SUNNUDAG KL. 14-17
1
Rimlagluggatjöld í yfir 20
litum. Sérsniðin fyrir
hvern glugga eftir máli.
pli-sol
Pli-sol gluggatjöld í mörg-
um litum og gerðum. Tilval-
in í sólhúsið, glugga mót
suðri og alla vandamála-
glugga.
Útsölustaðir:
Reykjavík
Álnabær
Síðumúla 32,
sími 31870, 688770.
Hafnarfjörður
Lækjarkot sf.
Lækjargötu 32, sími 50449
Keflavík
Álnabær
Tjarnargötu 17,
sími 92-12061
Grindavík
Verslunin Rún
Vikurbraut 31, sími 92-68580
Selfoss
Ágúst Morthens
Miðengi 7, sími 98-21725
Þorlákshöfn
Stoð sf.
Unubakka 11, sími 98-33530
ísafjörður
Húsgagnaloftið
Skeiði, sími 94-4566
Bolungarvík
Einar Guðfinnsson hf.
Aðalstræti 21—23,
sími 94-7200
Akureyri
Zeta sf.
Glerárgötu 34,
sími 96-22550
Húsavík
Borg hf.
Ketilsbraut 7, simi 96-41406
Akranes
Nýja Línan
Suðurgötu 46, sími 93-12834
Einkaumboð á íslandi
Síðumúla 32
S 688770 — 31870.