Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 37

Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 37
r> sr MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 C 37 bæti það upp þegar tvíburarnir koma!“ Michel er mjög barngóður, hon- um þykir gaman að börnum og börnunum þykir gaman að honum og sjá í honum ekki bara hetju, heldur einnig vin. Þegar þau söfn- uðust saman fyrir utan æfingaleik- vang Juventus, til að fá hjá honum eiginhandaráritun eða bara eitt lítið bros, kom oft glampi í augu hans. Hann segir að honum þyki vænst um börnin sem eru í hópi aðdáenda hans. Þau séu svo einlæg þegar þau hrópi til hans hvatningarorð á æf- ingum og biðji síðan um mynd eða eiginhandaráritun. Christele eiginkona Michels segir um mann sinn: „Hann er mjög vel gefinn, hann er mannlegur og afar rausnarlegur. Hann hefur komið sér upp ákveðinni ímynd sem hann heldur út á við, aðallega í fyölmiðl- um, en heima er hann besti eigin- maður og faðir sem hægt er að hugsa sér.“ Fráhrindandi? ítölskum fréttamönnum gekk misvel að ræða við Platini meðan hann lék með Juventus. Sumum fannst hann fráhrindandi og duttl- ungafullur leikmaður, en aðrir kunnu vel að meta kímnigáfu hans og kaldhæðni, sem hann sparaði ekki þegar það átti við. „Maður vissi aldrei fyrirfram hvort hann kæmi til með að tala við blaða- menn. Við bíðum alltaf eftir leik- mönnunum eftir æfingar og leiki, til ?ð fá hjá þeim svör við ákveðnum spurningum, og yfirleitt svara okk- ur allir. Nema Platini, hann er „primadonna" sem getur leyft sér að svara ekki nema þegar honum þóknast," sagði Paolo Carrano blaðamaður íþróttablaðsins Tutto- sport, en Carrano hefur fylgst með og skrifað um Juventus í mörg ár. Gian Paolo Ormezzano blaðamaður ítalska dagblaðsins La Stampa átti hins vegar mjög góð samskipti við Platini. „Ég sakna þessa vel gefna húmorista," sagði hann eftir að Platini hætti hjá Juventus, „og það er hæsta einkunn sem ég get gefið nokkrum manni. Með Platini hvarf góður leikmaður af knattspymu- vellinum en mér þykir verra að missa manninn Michel en leikmann- inn Platini. Ég átti mjög góð sam- skipti við hann þau fimm ár sem hann lék með Juventus, en ég held að þeir sem áttu erfitt með að tala við hann hafi ekki gert sér grein fyrir að hér er á ferðinni stórgáfað- ur maður með óvenju mikla kímni- gáfu. Ég missti með honum góðan vin, meðan aðrir misstu kannski bara einn ellefta af knattspyrnu- liði." Hjðlpar ungllngum Platini hefur stofnað sjóð í Frakklandi sem verður varið til styrktar unglingum sem eiga við eiturlyfjavandamál að stríða. Hann hefur ákveðnar skoðanir á þeim málum og segir: „Unglingana vant- ar heilbrigð áhugamál og trygga atvinnu. Þetta eru þau tvö grund- vallaratriði sem þarf að taka til meðferðar." Loforð Platini lofaði því er hann hætti að leika með Juventus, að hann hefði ekki sagt endanlega skilið við knattspymuna — eins og nú hefur komið á daginn. Þá hefur hann sýnt og sannað, í þeim mörgu góð- gerðarleikjum sem hann hefur tekið þátt í síðan hann „hætti“, að lengi lifir í gömlum glæðum! Platini Nafii: Michel Platini Fæddur: 21. júní 1955 í Joeuf í Frakklandi. Félög: Nancy og St. Eti- enne í Frakklandi, Juventus á Italíu. Fjölskylduhagir: Platini er kvæntur franskri konu, Christele, og eiga þau tvö börn, Laurent og Marine. Platini lék sem atvinnu- maður í knattspyrnu í 17 ár. Á þeim tíma tók hann þátt í 648 leikjum og skor- aði í þeim 348 mörk. Þar af skoraði hann 103 mörk fyrir Juventus á þeim fimm árum sem hann lék með ítalska stórliðinu. GLÆSIBÆ ÁLFHEIMUM 74. SÍMI686220. IKVOLD: Gömlu dansarnir með hljómsveit JÓNS SIGURÐS- SONAR ásamt söngkonunni HJÖRDÍSIGEIRS. Opiðfrákl. 21-01. Snyrtilegur klæðnaður - Rúllugjald kr. 600,- - Staðurhlnna dansglöðu - Cfíh Úrval af herrafrökkum herra' húsió> Kjörgar&ur Herrahúsiði Laugavegi 47 sími 17575. ADRIII#

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.