Morgunblaðið - 13.11.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.11.1988, Blaðsíða 42
42 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAF9MIÐ SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 ÆSKUMYNDIN . . . ER AF ÞORKELI SIGURBJÖRNSSYNI TÓNSKÁLDI Totti j kúa- smali Grallarinn Totti segist nú vera orðinn ráðsettur afi. „Ég man eftir Þorkeli á bænum Núpum í Ölfxisi, átta ára gömlum. Hann var kallaður Totti og var kúasmali með meiru hjá ömmu- systur sinni. Totti var afskaplega ljúfur og skemmtilegur krakki en hafði takmarkaðan áhuga á kúarekstri. Hann átti það til að glamra á banjó og gerði það ágætlega,“ segir Margrét Jóns- dóttir, sem var kaupakona á Núpum á miðjum fimmta ára- tugnum. Þar var Þorkell á sumr- in frá Qögurra ára aldri og fram undir tvítugt. Gíslrún, eldri syst- ir hans, segir að honum hafi þótt óskaplega gaman á Núpum. Atta ára hafi hann ætlað sér að vera þar á hveiju sumri fram til fertugs og koma með konuna sína með sér ef með þyrfti. orkell er fæddur þann 16. júlí 1938 í Reykjavík, sonur séra Sigurbjöms Einarssonar, síðar bisk- ups, og Magneu Þorkelsdóttur. Hann er þriðji í röð átta barna þeirra hjóna; Gíslrúnar, Rannveig- ar, Ama Bergs, Einars, Karls, Björns og Gunnars. 011 lærðu systk- inin á hljóðfæri þó Þorkell sé sá eini sem hefur lagt tónlistina fyrir sig. „Þorkell var snemma músik- alskur og byijaði raunar að læra á fíðlu. En það tók endi þegar hann fingurbrotnaði í leikfimi tíu ára. Eftir það hélt hann sig við píanóið, eins og við hin. Að endingu urðu foreldrar okkar að setja ákveðnar reglur um æfíngatíma hvers og eins, því við slógumst um píanóið á heimilinu; öll ýildum við æfa okk- ur á sama tíma. segir Gíslrún, eldri systirin. Reikningurinn mikil pína Fjölskyldan bjó lengst af á Freyjugötunni og systkinin gengu í Isaks- og Miðbæjarskólann. Gíslrún segir Þorkeli hafa gengið ágætlega í skóla, nema í reikningi. „Það fannst honum hræðilega leið- inlegt fag. Kennarinn setti mjög mikið fyrir; eitthvert sinn höfðu Totta verið sett fyrir 100 heima- dæmi og á endanum var mamma sest niður til að reyna að flýta fyr- ir honum. Totta þótti heimadæmin voðaleg pína og var hreint ekki til- búinn að eyða öllum kvöldum í slíkt. Hann var lítill íþróttamaður. Það vildi honum til lífs, því seinna kom í ljós að hann hafði kviðslitnað sem krakki. Þannig að þegar hann sagð- ist ekki nenna í leikfími, hefur hann líklega fundið til óþæginda. Hrekkjalómur Totti var kátur og fjörugur krakki. Hann var mikill grallari; ógurlega stríðinn og hrekkjóttur. Við vorum samrýmd þessi þrjú elstu og stríðnin bitnaði því yfírleitt á yngri bræðrunum. Ég man þó eftir því, að einu sinni batt hann saman allar hurðirnar í íbúðinni. Ég var heima með vinkonu minni og við komumst ekki út úr herberginu sem við vorum í, því ef við opnuðum eina hurð, festist sú næsta.“ ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Snillingar stilla saman strengi Á Listahátíð í Reykjavík, sem stóð yfir dagana 4. til 15. júní 1972, léku þeir saman á tónleikum í Háskólabíói Yehudi Menuhin og Vladimir Aschenazy. Samleikur þeirra þótti með merkari tónlistarviðburðum enda tveir heimsfrægir snillingar á ferð. Olafur K. Magnússon var við- staddur æfingu tónlistar- mannanna og minnist þess við- burðar með ánægju, en myndimar vora teknar við það tækifæri og hafa ekki birst áður. Sam- kvæmt upplýsingum frá Jóni Þórarinssyni, núver- andi stjómarformanni Listahátíðar, lék Menuhin á einum tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni og síðan á tónleikum með Aschenazy. Á dagskrá seinni tónleikanna vora Sónata nr. 1 í G dúr, opus 78 eftir Brahms, sem þeir léku saman. Síðan lék Menuhin einleikssvítu í B moll eft- ir J.S. Bach og loks léku þeir sam- an „Kreutzer-sónötuna" svonefndi í A dúr opus 47 eftir Beethoven. Sv.G. Aschenazy opnar flygillnn STARFIÐ BJÖRGVIN TÓMASSON ORGELSMIÐUR BÓKIN ÁNÁTTBORÐINU PLATAN Á FÓNINUM MYNDIN í TÆKINU Morgunblaðið/RAX Björgvin Tómasson orgel- smiður við vinnu sína. Smíðaði orgel í Akureyrar- kirkju ORGELSMÍÐI er atvinnugrein sem ekki hefur farið mikið fyr- ir hér á landi og líklega er Björgvin Tómasson eini íslendingurinn sem hefur sveinspróf í þeirri iðn og stund- ar hana sem aðalatvinnu. Orgelsmíði er um fjögurra ára nám erlendis og hóf Björgvin nám í iðninni haustið 1978. Meistari hans var Reinhart Tzschöckl, sem hefur aðsetur sitt í nágrenni Stuttgart í Þýskalandi, og starfaði Björgvin hjá honum sem sveinn í fjögur ár að loknu námi. Hann kom heim 1986 og hefur síðan eingöngu starfað við orgelsmíði og viðgerðir á orgelum. „Þetta var svolítill barningur fyrst eftir að ég kom heim, en eftir- spumin hefur aukist jafnt og þétt,“ sagði Björgvin er hann var spurður um atvinnuhorfur í greininni hér á landi. „ í haust lauk ég til dæmis við að smíða hljóðfæri fyrir Akur- eyrarkirkju. Það var lítið kórorgel, og ég hef nú fengið nokkur fleiri hljóðfæri til að smíða þannig að horfurnar eru góðar sem stendur. ÞETTA SÖGDV ÞAV ÞA ... Blaðrið í Steingrími Hermannssyni er á góðri leið með að verða efnahags- vandamál." Ólafur Ragnar Grímsson í Dagblaðinu 23. ágúst 1980. Margur heldur mig sig,“ svarar Steingrimur i Morg- un blaðinu 24. ágúst 1980. Dóróthea Magnús- dóttlr hárgreiðslu- meistari. náttborðinu mínu er helst að fínna kennslubækur í hár- greiðslu. Nú, svo voram við að fá okkur hund og eram því að lesa Stóru hundabókina. Ég les heilmik- ið yfir vetrartímann og þá helst skáldsögur þó það sé engin slík á náttborðinu núna.“ Sigríður Guðmunds- dóttir, framkvæmda- stjóri Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Kassettan í tækinu er síðan ég tók síðast til. Þá hlustaði ég á einn af uppáhaldssöngvuranum mínum í gegnum árin, hann Leon- ard Cohen, I'm your man. Annars hlusta ég lítið á tónlist, helst á klassík og létt dægurlög." * Eg er að horfa á fyrstu kópíu af Foxtrot á myndbandi og komst að því að margt þarf að lag- færa. Þar á undan var Þýskalands bleika móðir eftir Margaret Von Trotta í tækinu. Ég horfi talsvert á kvikmyndir enda era þær eitt af mínum aðaláhugamálum.“ Sigríður Beinteins- dóttir, söngkona og dúklagninga- maður. að fer lítið fýrir bókum á nátt- borðinu. Njósnari aflífi ogsál eftir John le Carré er innan um reglugerðir og lög um breytingar á lögum um kirkjugarða sem ég þarf að lesa til að setja mig inn í nýja starfið." Til að slaka á eftir síðasta hér- aðsfund, hlustaði ég á Gunnar Kvaran sellóleikara spila svítur eft- ir Bach. Ég hlusta gjaman á tónlist til afslöppunar, gefist tími til. Þá hlusta ég á allt frá Bach og Verdi yfír í rokk en jassinn leiðist mér.“ Eg var horfa á Girl Groups, mynd með stelputríóum frá sjö- unda áratugnum, til að sjá hvernig Diana Ross og fleiri voru á sviði. Myndin er mjög góð, ég er búin að horfa svona fímm sinnum á hana í heild og nokkur lög oftar. Ég tek sjaldan spólur, helsttónlistarmynd- bönd.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.