Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 C 15 yfirvöld bera hann út. Áður hafði hann farið til Póllands og rætt við andófsmenn, sem kenndu honum að gefa út neðanjarðarrit. Þegar ungverska kosningalög- gjöfin var færð í fijálsara horf 1985 reyndi hann að bjóða sig fram til þings utanflokka, „til þess eins að sýna að úrslitum kosninganna er hagrætt ólöglega að tjaldabaki," eins og hann komst að orði þegar Kaufman ræddi við hann. „Erind- rekar stjórnarinnar komu í veg fyr- ir framboð mitt með því að mæta á fund, þar sem tilnefningin átti að fara fram, og koma í veg fyrir að ungt fólk fengi aðgang og styddi útnefningu mína.“ Síðan var Rajk gert ókleift að starfa sem arkitekt. Honum var ýtt Kadar: flokkurinn krafðist fóma. vildi skilja gerðir hans og gera mér grein fyrir persónulegri ábyrgð hans og vissi að þá yrði ég ekki aðeins að tala við fólk, sem dáði hann, heldur fólk, sem hann lét pynta þegar hann var innanríkis- ráðherra." Laszlo Rajk eldri var fæddur í Transylvaníu og gekk kommúnist- um ungur á hönd. Hann vakti fyrst athygli sem skeleggur stúdentaleið- togi, barðist síðan gegn Franco á Spáni, særðist og starfaði í neðan- jarðarhreyfingunni í stríðinu unz nazistar tóku hann til fanga. „Hetja“ „Þegar ég mæti í boð og kynni mig bregst ekki að ég hitti fólk, sem segist hafa þekkt föður minn og dáð hanh,“ sagði Rajk yngri. „Hann verður alltaf hetja í augum þess ... Hetjur eru ekki lengur á hvetju strái, en allir eru sammála um að hann hafí verið hetja, fórnarlamb, píslarvottur ... sonur byltingarinn- ar.“ Sonurinn viðurkennir að hann hafi einnig haft háleitar hugmyndir um föður sinn í mörg ár vegna áhrifa móður sinnar, sem lézt 1986. En þegar hann fór að draga alræð- ishyggju kommúnista í efa fylltist hann efasemdum um þjóðsöguna um föður sinn og einsetti sér að komast að því hvers vegna hann játaði á sig fáránlegar sakargiftir, m.a. þess efnis að hann hefði unnið með nazistum og svikið félaga sína í borgarastríðinu á Spáni. TILBOÐ ÓSKAST í Chevrolet P/U S-10 Extra-Cab 4x4, árgerð ’84, Hino vörubif- reið KI-1645, árgerð ’82, ásamt öðrum bifreiðum er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 29. nóvember kl. 12-15. SALA VARNARLIÐSEIGNA Slansky (lengst t.v.) og vinir í Prag 1947 (Malenkov, P.F. Judin Kominform-ritstjóri og Gottwald): vinslitin við Tito voru dýrkeypt. til hliðar og fengið það verkefni að sjá um tækniteiknun og hann var aldrei látinn í friði. Að lokum sagði hann upp. Nú tekur hann þátt í starfi andófsmanna í Búdapest og starfar stundum sem lausráðinn sviðsteiknari við gerð kvikmynda. Guðfaðirinn Hann viðurkennir að nafn hans hafi bjargað honum frá harkalegri meðferð, a.m.k. þar til Janos Kad- ar, sem var leiðtogi ungverskra kommúnista í 30 ár, var neyddur til að segja af sér í vor. Síðan virð- ist ástandið hafa skánað. Kadar var nánasti vinur föður hans og margir telja að hann hafi átt mikinn þátt í því að fá Rajk eldra til að játa á sig lognar sakir í þágu flokksins. Síðan varð Kadar innanríkisráðherra í stað Rajks. Kadar hélt Rajk yngra undir skírn, en hafði aldrei samband við „guð- son“ sinn. Hins vegar mun hann oft hafa sagt við nána samstarfs- menn: „Réttarhöld gegn Laszlo Rajk hafa einu sinni farið fram í Ungveijalandi og það mun ekki koma fyrir aftur." Rajk yngri er fúsari að ræða um föður sinn en Slansky yngri. Fyrir tveimur árum kom hann fram í brezkum sjónvarpsþætti og talaði við fólk, sem hafði þekkt föður hans. „Mig hafði lengi langað til að gera þetta,“ sagði hann. „Eg vildi kynnast föður mínum, en frem- ur í sögulegu eða pólitísku ljósi en sálrænu," sagði hann. „Ég vildi vita hvers vegna hugrakkur maður, sem hafði þolað pyntingar nazista, ját- aði á sig fáránlegar sakir og kall- aði það hvítt, sem var svart. Ég „Mér var þetta alltaf hulin ráð- gáta,“ sagði Rajk yngri. „Sumir sögðu að hann hefði fallizt á að koma fram í hlutvfer.ki þorpara, þar sem það hefði orðið að samkomu- lagi og honum hefði verið sagt að hann yrði ekki tekinn af lífi og fengi að búa í afskekktum hluta Sov- étríkjanna ásamt konu sinni og barni. Aðrir sögðu að hann hefði einfaldlega gefízt upp eftir líkam- legar og sálrænar pyntingar. Móðir mín taldi að sumt fólk gæti ekki sagt „nei“, að faðir minn hefði verið í þeim hópi og að hann hefði samþykkt að játa þegar hann var beðinn um það. Þannig var þessu farið með söguhetjuna í Myrkur um miðjan dag. Líf sögu- hetjunnar hafði haft þann tilgang að hún skipaði sér skör lægra en flokknum og hún sætti sig við það hlutverk á dauðastundinni.“ Raunar eru sterkar líkur á því að Rajk hafi verið beðinn að fórna lífi sínu fyrir flokkinn og vinur hans Kadar hafi farið fram á það við hann. Rajk yngra skilst að Kadar hafi heimsótt föður hans í fangelsið til að gera honum grein fyrir því að flokkurinn væri í hættu vegna ágreiningsins um Tito. Sonurinn þykist vita að um leið hafi honum verið heitið því að hann yrði sendur í útlegð til Krím, þar sem hann gæti lifað rólegu lífi. Þetta boð kunni að hafa verið sett fram í góðri trú og valdamenn í Moskvu kunni að hafa afturkallað það. Samkvæmt upplýsingum, sem komu fram þegar Rajk eldri hlaut uppreisn æru 1956, hljóðritaði kommúnistaleiðtoginn Matyas Rak- osi samtal vinanna í fangelsinu. Rakosi mun hafa notað þessa hljóð- ritun til að kúga Kadar til hlýðni. Rajk yngri segir að áður en móðir hans lézt hafi hún ætlað í mál til að fá þessar hljóðritanir afhentar. Sjá ncestu síðu TOP FÖT FRÁ # KARNABÆR Barnadeild, Austurstræti 22, sími 22925.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.