Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
C 23
Morgunblaðið/Rax
Alltafá
mánudögum
Hér er Ragnar að spila brids við
félaga sína, en þeir eru Hörður
Arnþórsson, Karl Sigurhjartarson,
Jón Ásbjörnsson og Örn Arnþórs-
son, en þeir hafa spilað saman
hvern mánudag frá því að lands-
liðið kom heim af Ólympíumótinu
á Ítalíu fyrir nokkrum vikum.
Þessir menn hafa verið reglulegir
spilafélagar Ragnars frá því í
fyrra, en Ragnar á sér fleiri brids-
spilafélaga, sem er hin margfræga
„Veiðisveit".
hf., en eins og gengur varð stjórnin
sammála um að ráða annan til
starfans.
Kann bara að stjórna
Hjá mér liggur nú fyrir að finna
annað starf. Ég er opinn fyrir
hveiju sem er. Helst verður það að
vera eitthvert stjórnunarstarf, því
ég kann lítið annað,“ segir Ragnar
og hlær eins og hálfafsakandi, en
bætir svo við: „Ég er líklega búinn
að týna niður miklu af því sem ég
lærði á sínum tíma í burðarþols-
fræði.“
— Þekktur fyrir afskipti þín af
félagsmálum, bridsmaður, bíla-
dellukall, laxveiðimaður og fleira:
Er ekki bara góð tilbreyting fyrir
þig að hafa um stundarsakir nægan
tíma til að sinna þessum og öðrum
hugðarefnum þínum?
„Jú, að vísu er ágætt að vera í
fríi um stundarsakir. Samt er ég
ekki alveg aðgerðalaus. Ég er í
stjórn Útflutningsráðs, Verzlunar-
ráðs, Hlutabréfamarkaðarins hf. og
Landsnefndar Alþjóðaverzlunar-
ráðsins svo eitthvað sé nefnt. Hinu
er ekki að neita að ég vildi gjaman
vera búinn að finna mér nýtt við-
fangsefni til þess að takast á við í
upphafi nýs árs.“
nýtt
heimilisfcing
FORLAGIÐ
ÆGISGÖTU 10, PÓSTHÓLf 786
121 REYK|AVfK,SlMI: 91-25188
BLÓÐGJAFAFÉLAG ÍSLANDS
FRÆÐSLUFUNDUR BLÓÐGJAFAFÉLAGS ÍSUNDS
Mánudaginn 28. nóvember kl. 21 verður haldinn fræðslufundur í húsa-
kynnum Rauða kross íslands, Rauðarárstíg 18, Reykjavík.
Dagskrá:
1. Blóðbankinn 35 ára, þrjú stutt yfirlitserindi um erfðarannsóknir:
Dr. Ólafur Jensson: Blóðflokkar og erfðasjúkdómar.
Dr. Alfreð Ámason: Vefjaflokkar og sjúkdómar.
Dr. Ástríður Pálsdóttir: Sameindaerfðafræði og sjúkdómsgreining.
2. Kaffiveitingar.
3. Hólmfriður Gísladóttir segir frá ráðstefnu um blóðgjafir sem haldin
var í Búdapest í sept. sl.
4. Önnur mál.
Fundurinn eröllumopinn.
Stjórnin.
Gleymdu ekki
goðu gistihúsi
sem býður þig
velkominn í vetur
Edduhótelið á Klaustri er tilvalinn áningarstaður
á ferð um Suðausturland. Herbergin eru öll með
baði og bíða þín tilbuin allan sólarhringinn.
Njóttu þess á ferðalagi að nærast og hvílast á Klaustri.
Renndu við hvenær sem er... það verður
opið í allan vetur.
..á Klaustri
s
KIRKJUBÆJAR-
KLAUSTRI
SlMl 98-74799
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO.
Ármúla29 Sími 38640
FESTINGARJÁRN
FYRIR BURÐARVIRKI