Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 34
'34 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 DJASS/ Bœtir raftœknin nýdjassinnf eftir Vernharó Linnet Ofstór skammtur Ahveiju sunnudagskvöldi er djass í Heita pottinum í Duushúsi. Oft eru það sömu mennirnir sem leika í hljómsveitum með mismun- andi nöfnum, landið er fámennt og djasshjörðin ekki fjölmenn, en stundum koma menn lengra að: Finnur Eydal frá Akureyri eða Kenny Drew frá Danmörku og á sunnudagskvöldið' var lék dúóinn Yo- urs Roughly. Sá er þýskíslenskur en starfar í Boston þar sem Christian Rover gítarleikari og Skúli Sverris- son bassaleikari stunda nám. Skúli hefur verið duglegur að fá vini sína til Islands að spila með sér. Hann spilaði bassadúó með Pet- er Herbert fyrir skömmu, með Christiani núna og von er til þess að vinur hans vesturindískur, pían- istinn Danilo Peres, komi hingað að djassa. Sá hefur að vísu mikið að gera um þessar mundir, spilar bæði með Hendrick-fjölskyldunni söngg- löðu og altistanum kúbanska D’Ri- vera. Tónleikar Skúla og Christians báru yfirskriftina nýdjass, ekki af því að þama væru einhver þau ný- mæli er aldrei hafa heyrst áður, heldur til að enginn héldi nú að hefð- bundið bíbopp væri á dagskrá. Hinn svífandi eimur sem var allt um kring í tónsköpuninni og raftækni notuð til hins ýtrasta. Christian hefur hannað tæki sem geyma 95 sekúnd- ur af músík sem var sveigð og beygð inní verk þeirra félaga, svo var trommuheili í gangi. Þó ekki sá er Sigurður Guðjónsson, oft kenndur við bók sína Truntusól, segir að íslenska þjóðin hafi milli eymanna og sé að bijála hana; mnkrýþminn Skúli og Christian í Heita pott- inum — gott vald á hljóðfærunum en rafmagnið fjandanum ómeð- færilegra. var ekki keyrður stanslaust, heldur hafði hver ásláttur tilgang. Spil þeirra félaga stóð í tæpan klukkutíma og þá var hlé. Upphafs- verkið var af klassískri efnisskrá djassins, Love for sale, og síðan fylgdu tónverk þeirra félaga tengd. Þeir hafa gott vald á hljóðfærum sínum svosem raftólunum, tónn gítars og bassa fagur, en mér þótti skorta á tóngæði tölvunnar. Raf- magnið er fjandanum ómeðfærilega. Það voru ekki mikil átök í tónlist þeirra félaga en hún hljómaði vel og minnti víða að, bæði úr djassi og poppi. Kannski var þetta of stór skammtur í einu. Hlé hefði átt að vera fyrr. Aftur á móti var efnisskrá- in tæmd eftir klukkutímann og menn vildu meira svo þeir félagar spunnu með tilþrifum og enduðu á Stellu í stjörnuljósi. Það var gaman að fá tækifæri til að hlusta á Skúla og Christian og ef þeir leika aftur hér- lendis ættu menn að Ijá þeim eyra. Á miðvikudagskvöldið kemur verður góður gestur á ferð í Heita pottinum, danski saxafónleikarinn John Tchicai kemur og spinnur með íslendingunum Tómasi R. Einars- syni og Pétri Grétarssyni og Pólveij- anum Símoni Kuran. John hefur áður heimsótt ísland, síðast í vor með Ygdrasil. Hann er einn af helstu saxafónleikurum hins fijálsa djass þó sá stíll ríki ekki einn í tónlist hans. Svo er það Heiti potturinn í kvöld. Þar leika Vilhjálmur tíuðjónsson og félagar tónverk igítarleikarans. BÓKMENNTIR/Geta böm fundib tilgang lífsins í bókumf Ævintyri — leið tilþroska Þýska skáldið Schiller skrifaði á sínum tíma: „Dýpri merking býr í ævintýrunum sem mér voru sögð í æsku en í sannleikanum sem lífið kennir.“ Þetta, eins og svo margt annað í nútímasálfræðinni, hefúr lengi verið skáldunum Ijóst. Ævintýrin, sem hafa á undanförnum árum vikið fyrir félagslegum raunsæisbókmenntum handa börnum, virðast aftur vera að sækja á ef marka má bama- og unglingabækur yfirstandandi vertíðar. Ef við gerum okkur vonir um að lifa ríkulegu og gefandi lífi (hér er ekki átt við peninga- og lífsgæðalega), en ekki bara frá einu andartaki til annars, þá verð- ur frekasta þörf okkar, og um leið erfiðasta verk- efni, að finna til- gang með lífi okkar. Skilning á tilveru sinni öðl- ast enginn, bara af tilviljun á ein- hveijum til- teknum aldri og andstætt fomum goðsögnum brýst viskan ekki al- sköpuð út eins og Aþena úr höfði Seifs. Hún kemur hægt og bítandi frá því maðurinn vaknar með höf- uðið tómt — opið — móttækilegt við fæðingu. Það er þó ekki fyrr en á fullorðinsárum sem maðurinn getur öðlast vitrænan skilning á tilveru sinni á jörðinni með úr- vinnslu á reynslu sinni. Líklega er foreldrahlutverkið eitthvert erfiðasta verkefni sem við tökum að okkur, en um leið það merkilegasta. En hvernig er hægt að kenna barni tilgang lífsins? Hvemig er hægt að kenna barni að það skipti máli? Hvernig er hægt að kenna því að skilja sjálft sig og aðra, þannig að það finni tilgang í mannlegum sam- skiptum og því sem það tekur sér fyrir hendur? Til að finna dýpri merkingu í tilveru sinni verður stundum að umbreyta hversdagslegum atrið- um í lífinu; gefa þeim nýja merk- ingu til að koma skilaboðum á framfæri. Þessum tilgangi þjóna fáar tegundir bókmennta eins vel og ævintýrin. Vissulega leysa ævintýrin ekki sérstæð vandamál nútíma „massaþjóðfélags", þau vom jú rituð löngu áður en það varð til. En af ævintýmm má læra meira um innri vitund og vandamál manneskjunnar og meira um lausnir á kringumstæð- um okkar í mannlegu samfélagi en af nokkurri annarri tegund bókmennta sem börn em fær um að skilja. NÆSTA SUNIMUDAG: Ævintýri — gildi andstæAna. eftir Súsönnu Svavarsdóttur KVIKMYNDIR/ Kemur efnilegasti leikstjórinn ekkifráAmerikuf Götulífsmyndfrá Bombay vekur mikla athygli Salaam Bombay" heitir ný ind- versk kvikmynd er vann til verð- launa á Cannes-hátíðinni í vor sem besta fyrsta mynd leikstjóra. Eftir 20 mínútna látlaust lófatak á Can- wmmmm^^^^m nes tóku Frakkar myndinni opnum örmum og gerðu umsvifalaust að smelli um allt land. Og gagnrýnendur máttu vart vatni halda þegar hún var sýnd á kvik- myndahátíðinni í eftir Arnald Indriðason " New York á dögunum. Leikstjórinn, kona að nafni Mira Nair, er af mörg- um talin hæfileikaríkasti mynda- smiðurinn í hópi nýrra, ungra kvik- myndagerðarmanna í heiminum. Og hvað veldur allri hrifningunni? Getur indversk mynd verið svona góð og enginn Bruce Willis í henni? Hún er líklega eins langt frá Holly- woodhasamum, eins og við þekkjum hann allra manna mest og best, og hægt er að komast. „Salaam Bombay" segir frá yfir gefnum 10 ára sveitastrák á götum Bombay. Hann selur te, vingast við eiturlyfja- neytendur og mellur og verður að reiða sig algerlega á sjálfan sig í litskrúðugri, iðandi stórborginni. Myndin þykir í senn hlý og miskunn- arlaus óður til götubarnanna en Mira Nair fékk hugmyndina að myndinni fyrir fímm árum þegar hún fór að hugsa um líf bam anna á götum Indlands, þrautseigjuna og * kraftinn í þeim.„Það var svo greinilegt hvað þau áttu erfítt," seg ir hún í blaðaviðtali, „en þau reyndu alltaf að gera eitthvað til að ná athygli þinni. Aldrei grétu þau aumkunarlega eftir neinu eða betluðu peninga. Þau settu alltaf í gang einhverskon- ar sýningu, eða einhverskonar fimleikar eða einhver krakkinn blés út tyggjókúlu og ef þú gafst honum ekki pening sprengdi hann hana framan í þig. Ég vissi alltaf að myndin yrði gerð með þeim en ekki með krökkum sem léku þau.“ Nair fékk þess vegna krakkana á götum Bombay til að leika hlutverkin í myndinni sinni og hefur Shafiq Syed, 11 ára umkomuleysingi, vakið mikla athygli í hlutverki hinnar ungu söguhetju. Alls fara 17 götukrakkar með hlutverk í myndinni sem öll er tekin á götum Bombay og er oft í heim- ildarmyndastíl þótt handritið sé alger skáldskapur, en Nair á Fréttamolar ■ „Distant Thunder" er enn ein mynd um áhrif Víet- nam-stríðsins heimafyrir með John Lithgow og Ralph „Karatestrák" Macchio. Leikstjóri er Rick Rosenthal. íi „The Good Mother" er nýjasta Diane Keaton- myndin en í henni leikur hún konu sem á það á hættu að missa forræði yfír barni sínu. H „A Cry in the Dark“ eftir Ástralann Fred Schepisi, með Meryl Streep og Sam Neil, hefur fengið rífandi góða dóma vestra en hún fjallar um fjölmiðlafár í lq'öl- far bamahvarfs. ■ „Far North" er fyrsta myndin sem Sam Shepard leikstýrir og er auðvitað með Jessica Lange í aðalhlut- verkinu. ■ „The Lair of the White Worm“ er dularfullt heiti á nýjustu Ken Russeil-myndinni. ■ „Everybody’s All-American“ er nýjasta mynd Taylor Hackfords. Hún spannar aldarfjórðungssögu amerískrar fótboltahetju, sem Dennis Quaid leikur, en mótleikarar eru Jessica Lange og Timothy Hutton. ■ „The Live“ heitir ný John Carpenter mynd. Ef þú setur á þig ákveðin sólgleraugu sérðu geimverumar á Jörðinni! Carpenter skrifar handritið að þessari undir dulnefni. Mira Nair, leikstjórinn: „Það var svo greinilegt hvað þau áttu erfitt.“ að baki fjórar heimildarmyndir. Hún hefur reynt að hjálpa öllum krökkun- um sem koma fram í myndinni. Þeir ákváðu hvað þeir vildu gera þegar upptökum lauk og hún hefur reynt að láta óskir þeirra rætast; sum fóru í skóla, önnur fengu vinnu. Stjaman Shafíq hætti bæði í skóla og í vinnu og dreymir nú um að gerast atvinnu- leikari. Ágóðinn af myndinni á Indl- andi mun fara í að styrkja til náms götukrakka, eins og Shafiq, í Bombay og Nýju Delhi. Mira Nair nam heimildarmynda- gerð í Harvard en segist ekki hafa haft mikinn áhuga á bíómyndum fyrr en hún fullorðnaðist. Hún er 31 árs og býr í New York en ólst upp í smábæ á Indlandi „þar sem var eitt kvikmyndahús og þú gast séð mjög ritskoðaða útgáfu af Zivagó lækni“. Krakkar í höröum heimi; Shafiq Syed í „Salaam Bombay".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.