Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
C 31
þama var komið sögu hafði ég lent
í þessu þrasi nokkrum sinnum áð-
ur, hafði haft betur og greip nú til
þess ráðs að tala þá í kaf — á
íslensku. Benti á mosku í grennd-
inni. Hvort hún væri hernaðar-
VerkfræAinemar við mælingar-
og leyfðu fúslega myndatöku.
imar vænu. Kannski það sé í eðli
okkar að taka ekki neitt svona í
fullri alvöru, af því við höfum aidr-
ei haft her né kynnst stríði.
En eftir að ráðuneytisstjórinn
hafði nú gefið grænt ljós á að óskir
mínar yrðu uppfylltar, skipaði hann
Rostung formlegan fylgdarmann
handa mér. Hann leit greinilega svo
á, áð ég væri ívið merkilegri en
hann hafði reiknað með, borgaði
Á bökkum Tígris. Ef vel er að gáð hljóta
að vera einhver hernaðarmannvirki í
grenndinni...
Bústaðir hermannanna sem
var bahnað að mynda.
mannvirki. Eða þessir krakkar
þama? Eða gamli maðurinn sem
hafði stoppað til að fylgjast með.
Ég man ekki eftir sjálfri mér jafn
hraðmælskri í annan tíma. Þessu
lauk á þann fáránlega hátt að ég
lofaði að taka ekki mynd af þeim
ef þeir tækju ekki vélina af mér.
Ingo Gunther, kunningi minn, sem
hafði misst vél sína og filmur nokkr-
um dögum áður og ekki fengið vél-
ina aftur fyrr en eftir alls konar
vesen, var alveg hissa að ég skyldi
komast upp með að mynda her-
mannabúðir — en það vom blokk-
nú hvem leigubflinn af öðmm og
verndaði mig nokkmm sinnum fyrir
löggum, þegar ég var að taka
myndir af listaverkum og styttum.
Hann var skrafhreyfinn og kátur.
Ég hallaðist að því hann hefði verið
öllu þekkilegri þegjandi. <
Rostungsnafnið kom til af mjög
athyglisverðu vaxtalagi og hárvexti
hér og hvar í andlitinu á honum,
sem átti sáralítið skylt við skegg í
hefðbundnum skilningi. Við Rost-
ungur höfðum hafið daglega sam-
vem okkar á heimsókninni til
Hameed Saeed, skálds og ritstjóra.
Daginn eftir var hann enn kátari
þegar hann kom að sækja mig:
„Ráðherrann hefur ákveðið að það
verði borgað fyrir þig hótelið,“ sagði
hann og hefði áreiðanlega tekið
ofan hefði hann verið með höfuð- ^
fat. „Svo frétti ég að þú hefðir
hringt í forsetahöllina. Það Skilur
enginn hvernig þú fékkst núm-
erið...“
Ég sagði Rostungi riddara að það
væri fullseint í rassinn gripið að
borga hótelið, þar sem ég hefði
gert það við komuna og miðað við
seinlæti og slappa þjónustu á hótel-
inu, fyrir utan alls konar undarleg
formsatriði og skriffinnsku, orkaði
ég hreint ekki að fara að mgla alla
í ríminu núna rétt áður en ég færi,
með því að láta reikna út endur-
greiðslu. Samt var heyranlegt að
Rostungi riddara fannst ívið for-
vitnilegra að fá að vita, hvernig ég ±.
hefði fengið símanúmer á forseta-
skrifstofunni.Ég sagðist mundu
liggja á þeim upplýsingum eins og
ormur á gulli. Af öryggisástæðum.
Það hlyti hann að skilja. Hann
horfði á mig með lotningu og við
fóram ekki nánar út í þá sálma.
En ég get ekki neitað þvf að eftir
allt vafstrið fyrstu dagana í að kom-
ast leiðar sinnar, lenda sýknt og
heilagt í útistöðum við hermenn og
löggur, þegar ég var að uppfylla
hótun mína við herra Maán um að ,
ég ætlaði að taka myndir af öllu
sem mér þóknaðist, var oft þægi-
legt að hafa Rostung riddara sér
til aðstoðar.
Eins og ég sagði fyrr sagði Saeed
ritstjóri að blaðið „Byltingin" væri
langstærsta blað íraks, gefið út
daglega f 250 þúsund eintökum.
Hann sagði uppiag þess við stofnun
hefði verið tíu þúsund eintök. Þegar
ég var að skrifa þessa grein fletti
ég upp í árbók Miðausturlandá, því
að mig langaði að sjá hvernig Bylt-
ingin væri á arabfsku. Ath-Thawra.
En ég rak upp stór augu, þegar ég
sá að þar er gefið upp að blaðið sé
prentað í 22 þúsund eintökum.
Skyldi skáld hafa skrökvað?
„Það má ekki orðinu halla á for-
setann ... ekki taka myndir nema
undir eftirliti, ekki fara ferða sinna
óhirídraður. Er þetta varanlegt
ástand?"
„Auðvitað ekki. Hvað snertir för-
setann. Því skyldum við orði á hann
halla. Hann nýtur vinsælda allrar
þjóðarinnar. Þú myndir átta þig
betur á þessu ef þú byggir hér.
Vinsældir hans hafa enn aukist eft-
ir að úrslit stríðsins eru ráðin.
Hafðu í huga að íbúar íraks eru
ekki nema þriðjungur af íbúum ír-
ans. Þó stöndum við uppi sem sigur-
vegarar. Það þarf ekki smáræðis
forystuhæfileika til að leiða þjóðina
fram til sigurs þó ekki sé nema
þetta haft í huga.“
Við blaðið vinna 350 blaðamenn,
svipað hlutfall kvenna og karla.
Hann ítrekaði að almennt væri
staða kvenna á vinnumarkaði í írak
ívið betri en karla. Það væri bundið
í lögum, að þær hefðu ákveðin rétt-
indi meðal annars í sambandi við
barnsburðarleyfi og sjúkratrygg-
ingar, sem karlar hafa ekki, svo
að þær nytu forréttinda í mörgu
tilliti fram yfir karlmenn.
Ég sá að það hafði ekki mikið
upp á sig að ræða þetta frekar.
Sneri mér að því að spyija Saeed
um bækur hans. Þær hafa verið
þýddar á ýmsar tungur, ensku,
frönsku, japönsku, rússnesku og
spönsku. Fyrsta bókin hans kom
út 1968 og titill hennar í lauslegri
þýðingu gæti verið „Strendurnar
köldu“. Hann er í hópi þeirra
arabísku skálda sem einatt em
kennd við sjöunda áratuginn, fædd
um og rétt fyrir heimsstyijöldina
síðari og hófu formbyltingu ljóðsins
án þess að segja þó skilið við hina
klassísku arabísku ljóðahefð. Áður
en flokkurinn náði völdum áttu
hvorki ljóð Saeeds né skoðanir sér-
staklega upp á pallborðið hjá hæst-
ráðendum. Um tíma var hann í út-
legð frá Hilia, heimabæ sínum. Á
þeim tíma þykjast menn nema nýjan
og tregafyllri tón í ljóðum hans, að
því er ég las í formála að nýrri
útgáfu ljóða hans á ensku.
„Ég veit ekki hvar blaðamaður-
inn endar og skáldið tekur við —
eða öfugt,“ segir hann. „Það dýpk-
ar reynslu að vinna í blaða-
mennsku, það dýpkar sýnina að
fást við skáldskap. Blaðamennskan
hjálpar skáldinu að halda tengslun-
um við lífið. Skáldum er hætt við
að einangrast í Ijóðaheiminum
sínuni. Nútímaskáld geta ekki
treyst aðeins á innblástur og hæfi-
leika, þau verða að afla sér mennt-
unar, hrærast í því sem gerist í
kringum okkur. Viðfangsefni mitt
í ljóðum. Lífið! Er það ekki það sem
allt snýst um. Þetta er auðvitað
hversdagslegt svar, veit ég vel. En
mér er ekki lagið að tala um ljóðin
mín eða skilgreina þau. Sum skáld
skilgreina ljóðin sín svo faglega að
skilgreiningin verður betri en ljóðið
. . . hefurðu ekki veitt því athygli."
Á meðan við Saeed töluðum sam-
an, sát fylgdarsveinn minn Rost-
ungur riddari í fylu í fremri skrif-
stofunni. Hann hafði boðist til að
túlka, þar sem Saeed talar ekki
ensku, þótt hann skilji hana. Rit-
stjórinn hafði þegar gert ráðstafan-
ir og fengið einn blaðamann til
verksins. Rostungi sámaði það
mjög.
Samkomulag okkar Rostungs
hafði verið með klénna móti síðustu
daga. Honum fannst ég of tilætlun-
arsem og atgangshörð við yfirmann
hans herra Maán. Hann hafði dreg-
ist á nokkrum dögum áður að fara
með mér í smámyndatökuferð. Hins
vegar gætti hann vel að því að segja
ekki eitt auktekið orð við mig í
þeirri ferð, nema þegar hann hreytti
út úr sér fyrirmælum um að ég
borgaði leigubílana.
Þegar við komum úr þeirri ferð
fór ég út við ráðuneytið í því skyni
að fá mér labbitúr um nágrennið.
Handan götunnar vom veglegar
byggingar. Ég hugsaði með mér
að vel byggju þeir í Bagdad, íbúarn-
ir og smellti mynd af þessum blokk-
um og skokkaði síðan áfram og tók
nokkrar myndir af börnum. Þá
stoppaði herbíll hjá mér og nokkrir
menn stukku út og skipuðu mér
að afhenda vélina. Eg var í hávaða-
skapi eftir bíltúrinn með Rostungi
riddara. Hló yfirlætislega. Ekki að
tala um. En ég skal taka mynd af
ykkur! Og lyfti vélinni. Það lá við
að sveitin sundraðist á flótta. En
réðst síðan á ný til atlögu. Þegar
Kvenkuldaskór
Verð
kr. 2995, -
S'% staðgreiðsluafsláttur.
Póstsendum samdægurs.
21212
KRINGMN
KKIMeNM
S. 689212
Stærðir: 36-41.
Litur: Svart.
Efni: Skinn.