Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 44
44 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
Meðal nýrra bóka um þessar mundir eru minningar
séra Rögnvalds Finnbogasonar á Staðastað, Trúin,
ástin ogefinn. Guðbergxir Bergsson rithöfundur
skráir sögu Rögnvaldar. í þessu bindi riQar
Rögnvaldur upp æsku sína í Hafiiarfirði, námsárin
í guðfræðideild Háskóla íslands og fyrstu
prestskaparárin í Bjamanesi í Homafirði. Þá er
bmgðið upp myndum af íslensku þjóðlifi kreppuára
og stríðsgróða, að ógleymdum fyrstu embættisámm
ungs prests átimum kalda striðsins.
Séra Rögnvaldur ræðir um þær róttæku lífsskoðanir
sem hann hlaut í veganesti í foreldrahúsum og leit
sína til að samrýma þær hlutverki prests í íslensku
þjóðkirkjunni. Hann rekur efasemdir sínar og innri
togstreitu er hann stendur reynslulaus frammi fyrir
ábyrgð sálusorgarans uns hann sannfærist um að
ekkert er tilviljun og honum er ætlað að takast á
við hlutverk prestsins. Inn í þessa sögu fléttast ástir
og tilfinningamál næmgeðja manns og lýsingar á
samferðamönnunum — ávirðingum þeirra og
mannkostum.
Hér er gripið niður í bemskuminningar séra
Rögnvalds úr Hafiiarfirði.
afnarfjörður
var öðru fremur _ sjómanna- og
verkamannabær. í honum var
gífurlega mikil útgerð. Helstu út-
gerðarstöðvamar voru þijár. Fyrst
er að nefna Bæjarútgerðina, sem
átti togarana með mánaðanöfnun-
um: Maí, Júní og Júlí. Tryggvi
Ófeigsson og aðrir áttu það fyrir-
tæki sem gerði út Venus og Júpít-
er. Svo komu Garðar og Surprise
hjá Einari Þorgilssyni, afa Matt-
híasar Á. Mathiesen alþingismanns.
Þetta voru stærstu útgerðarstöðv-
amar. Auk þess átti Akurgerði tog-
ara, Sviða og Wallpole. Öll þessi
skip eru mér í barnsminni, því að
mamma hafði það aukastarf að
ræsta skrifstofurnar hjá Akurgerði.
Það var fyrsta verk hennar á
morgnana að skúra þar.
Ég fór oft með henni þangað,
sérstaklega á sumrin. Og ég vissi
og fann alltaf hvenær skip voru
komin úr siglingu. Þá angaði allt
af viskílykt og ýmsum öðmm teg-
undum í bland, og tómar flöskur
vora í bréfakörfunum. Þrátt fyrir
framandleikann þama fann ég aldr-
ei til neinnar lotningar, þegar ég
kom inn á fínar skrifstofur atvinnu-
rekendanna. Það hafði verið inn-
prentað mér að þær væra eitthvað
tengdar kölska, bæði vínlyktin og
hin, sem leggur af skjölum, bók-
haldi og reikningum og er tákn
auðsins, að þetta væri annar heimur
en sá, sem við tilheyrðum, og þarna
ættu þeir menn hreiður, sem
skömmtuðu bæði vinnuna og hið
skítlega kaup, sem verkafólkið
fékk.
Einhveiju sinni var ég sendur til
að sækja launaumslag fyrir bróður
minn á útgerðarkontór, ég held að
það hafi verið í Bæjarútgerðinni,
og þá sagði Gunnar heitinn Davíðs-
son, sem var gjaldkeri og átti að
afhenda mér umslagið:
Óskapa fýla er í þér, drengur.
Hann átti að sjálfsögðu við svip-
inn á mér, en ég skynjaði þetta
með öðram hætti og sagði stéttvís
og hvefsinn:
Það er engin skrifstofulykt af
mér.
Þannig hefur pólitísk afstaða mín
sést á mér strax í bernsku.
í Hafnarfirði var stéttaskipting
talsvert áberandi. Hún var fyrst og
síðast tengd innistæðum í banka
og peningum. Það þekktist ekki
meðal venjulegs fólks að menn þér-
uðust, en það þurfti að þéra alla,
sem áttu peninga. Þeir kröfðust
þess. Fagrir siðir vora sérréttindi
fólks, sem átti hlut í útgerð eða
innistæður í banka. Það bjó ekki
beinlínis á sérstökum stöðum í bæn-
um, heldur átti það heima í sérstök-
um húsum, sem vora stærst og
langtum vandaðri en önnur, en ekki
í hverfum út af fyrir sig. Við voram
ekki komin svo langt í þróuninni að
í bænum væri eitthvað í félagslegri
líkingu við Amameshverfið. Og þó
— undir Hamrinum bjuggu betur
stæðir menn sem fengu lóðir á fal-
legum stöðum, en lágir kúrðu á
lægri og kannski ljótari slóðum.
Samt var það ekki einhlítt, því
einhver fallegasti staðurinn var ein-
mitt við Hellisgerðið, þar sem pabbi
fékk lóð. Þó hefur fegurðarskyn
fólks hér á íslandi löngum farið
eftir notagildi fegurðarinnar, en
ekki eftir gildi hennar sem slíkrar,
formum hennar eða mætti til hug-
hrifa, þegar hún er ein og sér í sinni
dulrænu merkingu og kannski
óhöndlanleg. Þess vegna þótti gras-
lendi löngum vera fegurra en hraun
og auðnir.
Maður þarf að hafa verið laus
við strit í nokkrar kynslóðir eða
vera afar andlega sinnaður og
þroskaður til að geta metið hlutinn
sem slíkan, í sinni sérstöku fegurð
burt séð frá notagildi hans eða bein-
um félagslegum tengslum. Menn
Ilafnarfjörður á æskuárum sr. Rögnvaldar.
hafa freistast um of til að setja
jafnaðarmerki milli notagildis og
fegurðar.
Ég heyrði sagt á Austfjörðum,
að læknir hefði verið á ferð með
fylgdarmanni yfir Fjarðarheiði.
Honum varð litið yfir Héraðið að
morgni dags og hafði orð á því
hvað væri dýrlega fallegt þarna.
Þá sagði fylgdarmaðurinn:
Já, þeir era vænir, dilkamir á
Héraði.
Eins getur fólki þótt sjórinn og
tilveran fögur þegar vel veiðist, en
hvort tveggja ömurlegt í aflabresti.
Svo ekki sé minnst á ástina og allt
sem er henni samfara. Og í list, ef
hún fer á markað, þá er það talið
fegurst sem dýrast er, en ekki
kannski dýrast það sem er fegurst,
samanber málverkauppboðin.
En hið raunveralega gildi og feg-
urðin í sinni innstu mynd verða aldr-
ei fundin eða metin til fullnustu.
Þótt ríka fólkið byggi ekki í sér-
stökum hverfum, heldur í húsum á
stærð við innistæður þess í bönkum
eða eignir, og við umgengjumst
böm þeirra, var viss aðskilnaður á
milli. Krakkarnir fylgdu foreldran-
um. Til vora vissir kreðsar þar sem
þetta fólk umgekkst hvert annað.
Ég þekkti aldrei innviðina í því sam-
félagi. Ég man þó eftir Ferdinand
Hansen, sem var danskur kaup-
maður og átti verslun upp af nýju
bryggjunni við Vesturgötuna, vest-
an við Hótel Björninn. Hansen var
glaðbeittur náungi og örlyndur, og
þegar vel lá á honum gaf hann
okkur strákunum kandís.
Ef hann var hýr af víni, sem kom
stundum fyrir, þá sagði hann
kannski söguna af danska kaup-
manninum sem var í Hafnarfirði á
öldinni sem leið — „heljarmenni,
óskaplega sterkur," sagði Hansen.
„Og eitt sinn þegar ís rak inn á
fjörðinn, stakk hann sér bara til
sunds og synti út á einn jakann.
Þetta var í sólskini og hann fékk
sér þess vegna sólbað þarna og
drakk úr viskífleyg sem hann hafði
með sér. Já, svona voru dönsku
kaupmennirnir á íslandi þá.“
Og ég sá fyrir mér þennan
danska forvera Hansen svamla í
firðinum mili ísjakanna, hálffullan
af viskí, og með sjálfum mér dáðist
ég að því hvílík ofurmenni danskir
kaupmenn hefðu verið í dentíð.
Hansen og ýmsir vinir hans fóru
oft út að skjóta fugl á sunnudags-
morgnum. Og meðan séra Jón Auð-
uns og Garðar vora að messa í kirkj-
um sínum, þar sem alþýðan hlust-
aði á guðsorð um herskara engla á
fijálsu flugi um himnana eða svaf
úr sér þreytuna eftir strit rúmhelgu
daganna, þá vora þeir, fyrirmenn-
irnir, að skjóta fugla loftsins sér til
gamans af bryggjunum eða niðri í
fjöru framan við kirkjuna, og skot-
hvellirnir hafa eflaust borist gegn-
um sálmasönginn. Ekki átu þeir
samt mávinn.
Aftur á móti vora þessir höfðingj-
ar einu mennimir í Hafnarfirði sem
ég vissi til að legðust svo lágt í
mataræði sínu að þeir færu að éta
hænsnakjöt.
Pabbi hafði áram saman lítið
hænsnabú, hundrað til tvöhundruð
hænur, og átti útungunarvél. Við
bræðurnir höfðum þann starfa að
höggva hanana og færa þá til Hans-
ens og Kampmanns. Þeir keyptu
kjúklingana. Öðru fólki seldi faðir
minn egg. Auðvitað var fuglakjöt
ekki étið heima. Það hefði þótt
næstum því jafnslæmt og mannát.
Annað kjöt yfírleitt var lítið notað
sökum fátæktar, alls ekki nema um
helgar. Pylsur áttu ekki einu sinni
upp á pallborðið, þótt þær fengjust
hjá Jóni Mathiesen, þeim ágæta
karli, sem rak verslun, og í sam-
bandi við hana var pylsugerð. Um
hana sá sérkennilegur maður sem
ekki þótti snyrtimenni. Auk þess
vantaði á hann tvo fingur og það
var sett í samband við hakkavélina
og sagt að pylsumar væru úr fing-
urkjöti hans. Eins og það sem vant-
aði á fingurna hefði verið svo mikið
og endingargott að nóg væri í allar
pylsur í hvert sinn sem hann hakk-
aði. Á honum hafa þess vegna ver-
ið þeir ævintýralegustu og holdu-
gustu fingur sem um getur, enda
þóttust menn alltaf finna tægjur
úr þeim ef þeir átu pyísur. Ég man
sárasjaldan eftir að hafa étið pylsur.
Og eitt er víst að þegar sjoppa
kom, sem Steingrímur meðhjálpari,
sá fágaði heiðursmaður, setti upp
í kjallaranum hjá sér, vora þær
ekki auglýsta á skiltinu við dyrnar,
heldur „Fish and chips and fried
eggs“. Hann hafði lært dálítið í
ensku og talaði það tungumál með
sama tón og hann notaði þegar
hann fór með bænina í kirkjunni.
Og nú bauð hann fram fish and
chips and fried eggs.
Neðarlega við Reykjavíkurveginn
var Hótel Hafnarfjörður. Hótel-
haldarinn og hans ágæta frú vora
þar. Þau settu líka upp sjoppu og
eitthvað svipað yfír dymar.
Þetta var virðulegur maður,
grannur, hár, fölur og hafði ein-
kennilega rödd. Hann var, held ég,
einn af framkvöðlum leiklistar í
Hafnarfirði eða að minnsta kosti
með fyrstu leikurunum. Ég heyrði
þá ágætu sögu að hann hefði verið
í leikriti og ekki legið hátt rómur
á sviðinu í Gúttó, svo það heyrðist
ekkert af rullunni sem hann átti
að fara með, þar til í lokin að það
gall við í honum, hátt og snjallt:
Tekur hatt sinn og staf og geng-
ur út til vinstri.
Þannig var bernska leiklistarinn-
ar í Hafnarfirði, sem hefur að öllum
líkindum tekið hatt sinn og staf og
gengið út til vinstri — fyrir fullt
og allt. En sjónvarpið virðist aftur
á móti vera endalaust á sviðinu.
Ungur maður í
leit að sjálfiim
sér. Myndin er
tekin í Hellis-
gerði, Haftiar-
firði.
Bemskaí
Firðinum