Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MENIUINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
C 33
SÍGILD TÓHUST/Hverjir eiga ad
skrifa tónlistargagnrýni?
Markleysan, siðleysið
ogþekkingin
Gagnrýni um tónleika eða tón-
listarviðburði hefur til þessa
verið skrifuð af tónskáldum og tón-
listarmönnum í íslenskum blöðum.
Margir hafa velt því fyrir sér hvort
slíkt sé æskilegt
eða marktækt, og
hvort það væri ef
til vill betra að fá
sérmenntaða tón-
listarfræðinga eða
áhugamenn um
eftir Kristínu Marju tónlist til að skrifa
Boldursdóttur slíkar umsagnir.
Gunnar Egilson hljóðfæraleikari
telur það ekki æskilegt að tónskáld
og tónlistarmenn skrifi gagnrýni,
og bendir á að erlendis séu það
aðrir sem leggi slíkt fyrir sig.
„Það veltur á að gagnrýni sé
hlutlaus og sanngjörn, og fyrir mig
sem fyrrverandi tónlistarmann er
það sáif að sjá umsögn um tónleika
þar sem einhveiju er moðað saman,
ekki síst þegar ég veit um vinnuna
sem liggur að baki þeim.“
Gunnar sagði þetta vandasamt
verk í litlu þjóðfélagi og hópurinn
sem að tónlistarmálum stæði væri
alltof náinn. Oft væru flytjendur
að vinna með tónlistargagnrýnend-
um og því yrði þetta ankannalegt.
Leggja þyrfti meira upp úr því að
fá menn til að gagnrýna sem væru
tónlistarunnendur og vel inni í
músík. Hann nefndi til gamans
írska leikskáldið George Bernard
Shaw, sem var skeleggur tónlistar-
gagnrýnandi á sínum tíma, en var
einnig frábær penni og hlustaði
mikið á tónlist. „Hér fyrirfinnast
sjálfsagt margir menn sem gætu
tekið þetta að sér, en eru tregir til
þess vegna smæðar samfélagsins."
„Þeir eru ekki margir sem geta
skrifað gagnrýni um söng og óperu-
flutning hér á landi. Þurra upptaln-
ingu um sögu verksins, flytjendur,
búninga og þess háttar tel ég ekki
vera neina gagnrýni," sagði Sieg-
linde Kahmann óperusöngvari.
„Gagnrýnandi þarf að geta sagt
hvort hlutverkið hæfi viðkomandi
söngvara, hvort það sé of erfitt
fyrir hann eða of snemmt fyrir
hann að syngja það o.s.frv. Þetta
skilja tónskáld ef til vill ekki.“
Sieglinde sagðist ekki álíta
áhugamenn geta sinnt þessu hlut-
verki, og gat þess að erlendis væru
gagnrýnendur sérmenntaðir tónlist-
arfræðingar sem allt vissu um tón-
verk, söng og stíl. „Þeir sem gagn-
rýna þurfa að búa yfir mikilli þekk-
ingu í tónlistarmálum, og einnig að
hafa góða yfirsýn yfir það sem er
að gerast bæði hér og erlendis.
„Hér á landi er allt svo persónu-
legt, og það er slæmt þegar gagn-
rýnandi þorir ekki að segja sann-
leikann. Fólk þarf að læra af já-
kvæðri gagnrýni, annars gerir það
sífellt sömu mistökin.“
Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld
álítur það ekki heppilegt að starf-
andi tónskáld eða tónlistarmenn
Hjálmar H.
Ragnarsson
Sieglinde Kahmann
Guðmundur
Emilsson
Reyndar er, mér
meinilla við að full-
komna sérfræðinga
sem setjast í dómara-
sætið.
skrifi gagmýni, sjálfra þeirra
vegna, en hins vegar þurfi gagnrýn-
andi að hafa reynslu á sem flestum
sviðum tónlistarlífsins. „Gallinn við
sérmenntaða tónlistarfræðinga get-
ur verið sá að þeir skilja oft ekki
eðli tónlistar og hafa ekki tekið
þátt í tónlistarflutningi eða sköpun
tónlistar. Reyndar er mér meinilla
við að fullkomna sérfræðinga sem
setjast í dómarasætið. En gagnrýni
þarf að vera vel unnin, hún er hluti
af ferli, síðasti þátturinn í löngu
verki. Oft finnst mér gagnrýni hér
á landi vera of jákvæð, mönnum
hælt um of, og þvi verður hún
kannski ekki marktæk fyrir lista-
manninn."
„Við erum lítil þjóð og þeir sem
eru hæfir til að skrifa gagnrýni eru
tónlistarmenn,“ sagði Guðmundur
Emilsson stjórnandi íslensku hljóm-
sveitarinnar. „Gagnrýni er misjöfn
að gæðum, ákveðnir menn hafa
áunnið sér virðingu fyrir skrif sín,
en mannlegi þátturinn skín í gegn
þegar síst skyldi og „kunningja-
krítik“ er oft skrifuð á íslandi.
Menn hafa oft orðið berir að alvar-
legum mistökum, t.a.m. sá ég gagn-
rýni þar sem faðir skrifar há-
stemmda lofgjörð um son sinn, og
skrifar undir „stoltur faðir". Ef það
er ekki siðleysi þá veit ég ekki hvað
siðleysi er.“
Guðmundur sagðist ekki álíta að
nokkur maður gæti lifað af því á
Islandi að vera atvinnugagnrýn-
andi, reyndar hefði hann einu sinni
hitt einn slíkan frá ísrael, sem aldr-
ei hefði komið fram á tónleikum
sjálfur, og sá hefði verið hataðasti
maður í landi sínu fyrir utan Yass-
er Arafat.
Gunnar Egilson
Eigum fyrirliggjandi einn 190,
bensin, árgerð 1988.
Einnig eina sendiferðabifreð
300D, árgerð 1989.
Getum útvegað með stuttum
fyrirvara nokkra Mercedes
Benzjeppa (sýningarbíla).
Fyrir vi Askiptavini
auglýsum við:
Mercedes Benz 230E, bensín,
árgerð 1987, velbúinn, góður
bíll, lítið ekinn.
Mercedes Benz 200 bensín, ár-
gerð 1987, vel búinn, góðurbíll.
Mercedes Benz 190 diesel,
árgerð 1986, góður bíll.
Upplýsingar gefa Stefán eða
Hjörtur í síma 6119550.
RÆSIR HF
Aöaluinboð Daimlei Berv AG A i.slaiiríi
Skulatjútii S9 Símii ')1 Ul'jSfíO
VZterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
■«.
BAÐINNRÉTTIIMGAR *!!TlB\^t7erðÍ^
STJÖRNUKORT
Góð eign eða gjöf sem vekur til umhugsunar. Við bjóð-
um þrjár tegundir af stjömukortum:
Fæðingarkort lýsir persónuleikanum, m.a.: grunneðli, tilfmningum,
hugsun, ást, starfsorku og framkomu. Bent er á veikleika, hæfileika
og æskilegan farveg fyrir orkuna.
Framtíðarkort fjallar um orku næstu tólf mánaða, bendir á hæðir
og lægðir, m.a. h vað varðar lífsorku, tilfinningar, samskipti og vinnu.
Samskiptakort lýsir samskiptum tveggja einstaklinga, t.d. hjóna eða
náinna vina. Stjömukort beggja aðilanna eru borin saman.
Öll kortin eru unnin af Gunnlaugi Guðmundssyni stjömuspekingi.
STJímNUSPEKI
M10STÖÐIN
| 1AUGAVJGI66 S»MI l(577~)
SKÍÐAJÓLAPAKKAR 1988
4BUZZARD LOOK UÖRDKA 4 buzzard ALLS
junior-sport bindingar skíðaskór stafir
70-90 cm 3.200.- 2.150.- st. 24-30 2.800.- 495.- kr. 8.645.-
100-110cm 3.500.- 2.150.- st. 24-30 2.800.- 495.- kr. 8.945.-
120-150 cm 4.600,- 2.300,- st. 31-40 3.200.- 495,- kr. 10.595,-
160-175 cm 4.990.- 2.300.- st. 31-40 3.200.- 495,- kr. 10.985,-
BLIZZARD LIGHT f. ungl. og - fullorðna - 160-185 cm 6.700,- 2.550.- Dömusk. 4.800.- herrask. 5.100.- 690.- kr. 14.740.- kr. 15.040.-
*
WmúnuF!
Sími 82922
Ásetning og stilling bindinga innifalin í verði.
Póstsendum samdægurs.