Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 Reykjavík — New York Sigríður um tvítugt í Suiidlaugunum í Reykjavík, skömmu áður en hún tók þátt í keppninni sem átti eftir að breyta öllum hennar framtíðaráformum. Á neðri myndinni er Sigríður með fjölskyldu sinni og Robert Welts, sem hún trúlofaðist í New York. Hann er hér lengst til vinstri, þá systurnar Anna, Birna og Sigríður og foreldrarnir Birna Hjaltested og Geir Stefánsson. MARLON BRANDO: Þurfti að hafa mikið fyrir hlutverkinu. FERDINAND MARCOS: Laglegur og aðlaðandi á þeim árum. CHAMBERLAIN: ALAIN DELON: Svolítið stirðbusalegur Dularfullur og fór í fyrstu en lagaðist huldu höfði. mikið. BOB HOPE: ' Skemmtilegur og viðfelldinn og vildi endilega kenna mér að steppa. Ljósmyndarar þyrpast að keppendum að lokinni krýningunni. Sirrý er í ljósa kjólnum til hægri á myndinni. SRRÝ GSRS rijjar upp minningarfrá T t 77 7 /Ji Sveinn Guðjónsson skróði í AMERÍKU notaði hún nafiiið Sirry Steffen, í Svíþjóð hét hún Sirry Stefansson, hér heima var hún kölluð Sirrý Geirs og það nafii loðir við hana enn þótt sjálf vilji hún helst losna við það. „Sirrýar-nafiiið passar ekki við fimmtuga, gifta kennslukonu," segir hún og brosir þegar ég spyr hvort ekki sé í lagi að kalla hana bara Sirrý. Fullu nafiii heitir hún Guðrún Sigríður Geirsdóttir og 17. júní 1959 var hún kjörin fegurðardrottning Islands, þá 21 árs gömul. í kjölfarið fylgdi þáttaka í keppninni Ungfrú alheimur á Langasandi þar sem hún náði betri árangri en nokkur önnur íslensk stúlka hafði náð fram að þeim tíma. Hún hreppti þriðja sætið og var kjörin besta ljósmyndafyrirsætan og þar með voru örlög hennar ráðin. Næstu tólf árin var hún búsett í Bandaríkjunum þar sem hún starfaði við kvikmyndaleik og fyrirsætustörf. Þótt baráttan fyrir frama í kvikmyndaheiminum hafi verið bæði hörð og óvægin segir Sigríður að þetta hafi verið viðburðarík og skemmtileg ár enda mikil viðbrigði fyrir unga stúlku norðan af Islandi að koma svona fyrirvaralaust inn í framandi heim kvikmyndaborgarinnar og kynnast þar persónulega fólki, sem almenningur þekkti aðeins af hvíta tjaldinu. — í,; Morgunblaðið/RAX Sigríður á heimili sínu í Mosfellsbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.