Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
þann veg að enginn þarf að kvíða
því að vinna á stað sem þessum.
Til Hornafjarðar
Það er komið fram yfir nón, þeg-
ar síðari _ áfangastað mínum, ver-
búðinni Ásgarði, er náð. Ég kem
með þær upplýsingar í farteskinu
að Ásgarður sé eins og hótel og
það er ekki orðum aukið. Skarkið
í íbúunum er helst til mikið af hót-
eli að vera eri aðbúftaðurinn er
fyrsta flokks. í hverju herbergi er
sturta, setustofumar eru vistlegar
og á neðri hæð hússins er gufubað.
Það búa 82 íbúar á Ásgarði en
nokkmm vikum fyrr vom þeir um
100. Þeir em af ellefu þjóðemum
svo yfirbragð verbúðarinnar er al-
þjóðlegt og minnir helst á farfugla-
heimili. Stúlkur era meirihluti íbú-
anna og koma margar frá Svíþjóð.
Einnig era danskar, írskar, pólskar,
kanadískar, ástralskar og nýsjál-
enskar stúlkur svo einhveijar séu
nefndar. Þá er töluvert af íslenskum
sjómönnum. Karlmenn af öðram
þjóðemum verða að búa í „Grænu
höllinni", húsi sem stendur skammt
frá. Enginn kann skýringu á þeirri
reglu en hún hefur ergt margan
manninn. Gestum er ekki leyft að
vera lengur en til 23.30, þá era
allir reknir út. Reglunum er fram-
fylgt af Snorra húsverði sem einn
íbúanna hafði á orði að gegndi einu
vandasamasta starfí í öllum bæn-
um.
Fólkið vinnur í sfld, saltfisk og
fískvinnslunni en það hefur verið
lítil vinna þennan fóstudag. Þegar
mig ber að garði er allt rólegt, sum-
ir hafa fengið sér hænublund, aðrir
þvo þvott og svo eru þrjár stúlkur
sem halda upp á tvítugsafmæli
einnar. Þær taka því furðuvel að
bláókunnug manneskja setjist upp
hjá þeim og bjóða líkjör. Það er hún
Anna Henriksson frá Svíþjóð sem
á afmæli en landa hennar Ina Eric-
son og Linda Hansen, sem er hálfís-
lensk, samfagna henni. Anna hefur
verið hér á landi frá því I mars.
Hún vann í Grindavík áður en hún
kom til Hafnar og hugsar sér hreint
ekki til hreyfings. Hún ætlar sér
að eyða jólunum hérlendis eins og
hún hefur áður gert. ViII síst af
öllu vera í heimalandi sínu. Hún
segir ástæðu þess að svo margir
Svíar vinni í fiski hérlendis sé blaða-
grein sem birtist í sænsku blaði í
vor. Þar var talað við nokkra unga
Svfá, m.a. hana, þar sem þau sögðu
að hægt væri að vinna sér inn góð-
an pening í fiskvinnu. Það sé ekki
hægt Iengur en nú sé allt fullt af
Svíum.
„Ég kom ekki hingað til að hitta
Svía,“ segir Ina og það er ekki laust
við að henni þyki miður hvflíkur
fyöldi sé hérlendis. Þær tala saman
á ensku frekar en sænsku ef ein-
hver er með þeim, jafnvel þó sá
skilji sænskuna ágætlega. Ina hefur
verið hér í íjóra mánuði og hefur
frestað heimförinni og lokaprófi í
jarðfræði fram yfír áramót. „Það
er svo gaman héma, fólkið, náttúr-
an, bara allt,“ segir hún en upphaf-
lega er það jarðfræðin sem hefur
dregið hana hingað. Ina er 26 ára
og lítur út fyrir að vera mun yngri.
En Linda, sem er líklega fullorðins-
legust þeirra, er yngst allra í ver-
búðinni, 18 ára. Hún er dönsk í
Martina í herberginu, sem hún deilir með vinkonu sinni
í Norðursíld. Hún er á förum, segist vera búin að fá
nóg af fískvinnu.
Verbúðin Ásgarður á Höfii I Homafirði er eins og fínasta hótel.
föðurættina og hefur verið búsett
í Danmörku en á skyldfólk hérlend-
is. Hún hefur verið á landinu í fímm
vikur og er á leið til ömmu sinnar
í Grindavík. Segir að sig hafí lang-
að til að prófa eitthvað nýtt og af-
hverju ekki að fara til móðurfólks
síns?
í leit að partii
Það er að skilja á stelpurium að
mikið sé drukkið í verbúðinni. Virka
daga séu alltaf einhveijir sem
„sulli" í léttvlni en um helgar sé
það sterka vínið sem gildi. Ef
gleymist að panta áfengi, sé alltaf
einhver sem geti útvegað mönnum
sopa. Þær segja enga vandræða-
menn búa í verbúðinni en slæðist
slíkir menn inn, séu þeir reknir út
með harðri hendi. í flestum her-
bergjum era áfengisflöskur f glugg-
unum og gegna hlutverki kerta-
stjaka.
Þegar komið er fram yfir kvöld-
Anna og Sibba taka til á íslendingaganginum.
mat, era íbúarnir farnir að hress-
ast. Hróp og köll að ógleymdu rokk-
inu, heyrast langt að í kvöldkyrrð-
inni. Inni era margir á rápi milli
herbergja en aðrir era að punta sig
fyrir kvöldið. Ungur maður í jakka-
fötum og með Davy Crockett-húfu
á kollinum, ráfar um í leit að partíi.
í stigunum hafa nokkrir hópað sig
saman og sumir era orðnir nokkuð
drakknir. Það er ball á hótelinu og
þangað ætla flestir. Menn þurfa
samt að „hita sig upp“ og vilja ólm-
ir að gestimir drekki þeim til sam-
lætis. Plötur með Sveiri Stormsker
og Brace Springsteen era spilaðar
svo hátt að ekki heyrist mannsins
mál 'en menn láta slíkt ekki á sig
fá. Um hálf-tólf leytið fara flestir
yfír á hótel enda ekki seinna vænna
þar sem Snorri húsvörður er að búa
sig undir að koma gestum út og ró
á þá sem eftir era.
Á ballinu hallar einn og einn úr
verbúðinni sér fram á borðið og fær
sér blund. Sumir fá sér snúning en
afgangurinn fær sér í glas og skim-
ar um eftir einhveijum til að tala
við og kannski stíga í vænginn við.
Eftir ballið fara sumir í partí í
heimahúsi en flestir halda heim f
verbúð enda vinna daginn eftir. En
annað kvöld...
■
'4^*UHSe
Bragginn I NorðursQd á Seyðisfirði. T.h. er matsalur á
neðri hæð og híbýli Svíanna áþeirri efii. T.v. eru skrifetof-
ur á efri hæðinni og herbergi Islendinganna á neðri hæð.
í forgrunni er rafvirkinn og íslandsvinurinn Tony Hunt.
LÍTIÐ EITT UM VERBUÐIR
Síldarvinnan er langt frá því
að vera þrifaleg.
Vinnugallar Svíanna að
loknum vinnudegi.
undanförnum árum hefur verbúðum fækkað mjög og yfirbragð
þeirra breyst. Er það að mestu sök úflendinga sem leita í
síauknum mæli í fiskvinnu hérlendis og minna verbúðirnar fremur
á farfuglaheimili en iverustað vinnandi fólks. Utlendingarnir koma
víðs vegar að, þó aðallega frá Norðurlöndunum og hafa að
sögn Eyjólfs Marteinssonar, framkvæmdastjóra ísfisks í
Vestmannaeyjum, reynst fyrirtaks verkafólk. Hann sagði það
nærri liðna tíð að vinnusamt sveitafólk sækti í fiskvinnuna, nú
væri meira um unglinga i ævintýraleif. Vissulega væri misjafn
sauður í mörgu fé en langflestir reyndust vel.
Verbúð er bústaður í versföð. Verstöðvar hafa verið til fró
öndverðu og eru skilgreindar sem heimver og útver. Heimver
voru sameiginleg lending þar sem margbýlt var en fró árinu
1367 er fil skilgreining ó orðinu útver. Þar segir að þeir menn
leggist í útver, sem eigi fari heim að kveldi. Alls eru skróðar
326 verstöðvar um land allt frá upphafi, samkvæmt íslenskum
sjáyarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson.
Aður fyrr voru verbúðimar veggir hlaðnir úr torfi og grjóti sem
segldúk var tjaldað yfir eða þil negld yfir. Svo var allt fram
undir 1950. Þorsteinn Gíslason fiskimólastjóri var í verbúð í
Sandgerði á fimmta árafugnum, þar sem bjuggu þrettán manns
á lofti sem var innan við 20 fermetrar. Tveir sváfu saman í
koju utan skipstjórinn og ráðskonan. Einnig var eldað og matast
í herberginu. „Á kvöldin var svo heitt að maður varð helst að fara
úr öllu en ef frost var kom fyrir oð rúmfötin sem sneru að
veggnum voru frosin. Ekkert salerni var í húsinu og ef lús kom
upp var lítið til að hindra útbreiðslu."
Að sögn Þorsteíns er ekki hægt að tala um neitt ákveðið
blómaskeið verbúðanna þó að viss ævintýraljómi sé ennyfir
þeim tímabilum þegar síldin veiddist. Upphaf síldveiða Islendinga
var uppúr aldamótum. Þá voru síldarbraggarnir reistir til að
hýsa allan þann fjölda af fólki sem vann í síldinni og var að
meirihluta konur.
Verbúðirnar voru margar og fjölmennar allt fram á
skutttogaratimabilið, sem tók við af síldarævinfýrunum, en þá
dreifðust togararnir ó fleiri útgerðarstaði. Þeir lönduðu víðar og
færri leituðu vinnu utan heimahaganna. Um svipað leyti óx
vélvæðing og færri þurfti til að vinna aflann.
Þorsteinn segist ekki telja að verbúðalíf leggist niður þó að
verbúðunum hafi fækkað. „Komi Norðanlandssíldin aftur reikna
ég með að flytja þurfi fólk á staðina norðan og austanlands til
að vinna hana. Og hvað síldarstemninguna varðar þá held ég
að alls staðor þar sem þróttmikið ungt fólk komi saman, þar
skapist viss spenna."